Fréttablaðið - 05.04.2004, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 05.04.2004, Blaðsíða 8
Sjö lögreglumönnum hefur ver-ið vikið tímabundið frá störf- um frá stofnun Ríkislögreglu- stjóra 1. júlí árið 1997. Einn þeir- ra fékk starf sitt aftur en hinum sex var síðar vikið að fullu úr starfi í framhaldi af héraðsdómi. Þá hefur þremur afleysinga- mönnum í lögreglunni eða hér- aðslögreglumönnum verið sagt upp af viðkomandi lögreglustjóra vegna brots í starfi. Þar af er héraðslögreglumaður sem grun- aður er um kynferðisbrot gegn börnum. Annar braut gegn tolla- lögum og sá þriðji falsaði skrán- ingu á dísilbifreið til að komast hjá þungaskatti. „Það liggur fyrir að lögreglu- menn búa við strangari viðurlög en flestar aðrar starfsstéttir í þjóðfélaginu. Þannig geta þeir átt það á hættu að missa starfið vegna brota sem myndu aldrei flokkast sem brottrekstrarsök á öðrum vinnu- stöðum. Að mínu mati er það að vel skilj- anlegt vegna sérstöðu starfs- ins.“ segir Andri Óttars- son, héraðs- dómslögmaður. Hann segir lög- reglumönnum vera faldar miklar vald- heimildir og öll misnotkun á þeim sé beinlínis stór- hættuleg fyrir samfé- lagið. Því sé eðlilegt að gerðar séu meiri kröfur til þeirra heldur en ann- arra starfsstétta og að hart sé tekið á brotum þeirra í starfi. Andri segir rétt að setja spurn- ingarmerki við brottrekstur og áminningar þegar lögreglumenn fremja smávægileg brot utan vinnutíma. Í þeim málum séu yf- irboðarar þeirra komnir inn á grátt svæði og farnir að seilast ansi langt inn í friðhelgi einka- lífsins. ■ 8 5. apríl 2004 MÁNUDAGUR ■ Evrópa Orðrétt Frumvarp um þjóðgarðinn á Þingvöllum: Friðlýst svæði verði sexfaldað ALÞINGI Forsætisráðherra hefur lagt fram á Alþingi frumvarp um þjóð- garðinn á Þingvöllum þar sem lagt er til að hið friðhelga land á Þing- völlum verði stækkað verulega. Í at- hugasemdum við frumvarpið segir að með því sé stigið mikilvægt skref til að tryggja vernd hinnar sérstöku náttúru á svæðinu, en jafn- framt lagður grunnur að mikilfeng- legu útivistarsvæði fyrir lands- menn í næsta nágrenni við stærstu þéttbýlissvæði landsins. Helgistaðurinn á Þingvöllum er elsti og jafnframt minnsti þjóð- garður Íslendinga, eða 40 ferkíló- metrar að stærð, en verði frum- varpið að lögum mun hið friðhelga land verða 237 ferkílómetrar. Gild- andi lög eru síðan 1928, en frá þeim tíma hafa viðhorf til náttúruvernd- ar gjörbreyst, auk þess sem um- ferð um þjóðgarðinn er miklu meiri en áður. Ennfremur hafa kröfur aukist um verndun Þing- vallavatns. Í frumvarpinu er gert ráð fyrir að forsætisráðuneytið fari með yfir- stjórn mála er varða þjóðgarðinn á Þingvöllum. Í umsögn segir að gert sé ráð fyrir heimild til að kaupa ef um semst, eða taka eignarnámi, ein- stakar fasteignir, mannvirki og nytjaréttindi sem verða innan þjóð- garðsins, og ekki eru í eigu íslenska ríkisins, og að með tímanum kunni það að koma til að ríkið leysi til sín jarðir eða eignir innan svæðisins. ■ DAVÍÐ ODDSSON Verði frumvarp forsætisráðherra um þjóðgarðinn á Þingvöllum að lögum mun hið frið- helga land á svæðinu verða stækkað úr 40 ferkílómetrum í 237 ferkílómetra. LESTARSTÖÐ Bandaríska alríkislögreglan segir lestir lík- leg skotmörk hryðjuverkahópa. Hert eftirlit með samgöngukerfi: Óttast árásir á lestir BANDARÍKIN, AP Bandarísk stjórn- völd ætla að auka öryggisgæslu með strætisvögnum og lestum, þar sem þau telja líklegt að hryðjuverkahópar kunni að beina spjótum sínum að þeim. Alríkislögreglan segir að leyni- legar upplýsingar sem hún hafi undir höndum gefi til kynna að strætisvagnar og lestir séu líkleg skotmörk. Hún segist ekki hafa upplýsingar um það í hvaða borg- um mesta hættan sé á hryðjuverk- um. Hins vegar sé ljóst að vegna þessara upplýsinga og eftir árás- ina í Madríd 11. mars verði að herða eftirlit með samgöngufar- artækjum. ■ SIGUR ÞJÓÐERNISSINNA Slóvenar kusu afgerandi gegn því að minnihlutahópar sem strokaðir voru út úr þjóðskrá landsins fyrir tólf árum fengju réttindi sín aft- ur. Þegar Slóvenía lýsti yfir sjálf- stæði árið 1991 misstu þessir minnihlutahópar, sem saman- standa aðallega af Bosníumönn- um, Króötum og Serbum, réttindi sín í landinu. – hefur þú séð DV í dag? Segjast hafa kært barns- föðurinn fyrir kynferðislega misnotkun FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA Engin rifrildi lengur „Ég er hættur að nenna að rífast og reyni ekki lengur að telja um fyrir fólki og fá það á mína skoð- un. Ég er orðinn umburðarlynd- ari og kannski kominn tími til.“ Ingólfur Margeirsson, rithöfundur og blaðamaður. Fréttablaðið 4. apríl. Látum manninn í friði „Ég hef ekki áhyggjur af erfða- breyttum plöntum, slíkar rann- sóknir og aðgerðir eru háðar ströngum reglum, ég hef meiri áhyggjur af að menn fari í tíma og ótíma að breyta erfðaefni mannsins. Látum það í friði!“ Guðmundur Eggertsson, fyrrverandi prófessor. Morgunblaðið 4. apríl. Harkan sex „Ef við náum ekki samningnum strax eftir helgi þá verður mál- inu vísað til sáttasemjara og svo gildir bara harkan sex.“ Guðmundur Gunnarsson, formaður Rafiðnaðar- sambands Íslands. Fréttablaðið 4. apríl. ● Var vikið úr starfi að fullu þar sem hann hafði gerst sekur um refsiverðan og siðferðislega ámæl- isverðan verknað ● Brotið var framið í október 1998 ● Hann gekkst undir sektargreiðslu og var sviptur ökuréttind- um í eitt ár. ● Lögreglumaðurinn ók bíl sínum ölvaður eftir Reykjanes- braut. Hann tók fram úr bíl en ók þá á bíl sem kom úr gagnstæðri átt. Bíll lögreglumannsins lenti utan vegar. Áfengismagn í blóði hans mældist 2,35 prómill. Engin slys urðu á fólki. ● Var vikið úr starfi að fullu eftir dóm Héraðsdóms Reykjavíkur ● Tveir lögreglumenn voru dæmdir í fimm og tveggja mánaða fangelsi, skilorðsbundið til tveggja ára, í Héraðsdómi Reykja- víkur, fyrir ólöglegar handtökur og brot í starfi í byrjun síð- asta árs. ● Mennirnir voru báðir fundnir sekir um ólöglegar handtökur auk rangrar skýrslugerðar vegna þeirra. Þá var annar þeirra einnig dæmdur fyrir að beita úðavopni án tilefnis. Í dómn- um segir að brotin sem framin eru af lögreglumönnum í op- inberu starfi séu einkum alvarleg því almenningur eigi að geta treyst því að lögreglan vandi vinnubrögð sín og fari að ábyrgð með valdheimildir sínar. ● Bað um lausn frá starfi eftir að upp komst um fjárdrátt ● Háttsettur lögreglumaður hjá fíkniefnadeildinni í Reykjavík varð nýverið uppvís af að hafa tekið um 900 þúsund krónur af peningaupphæð sem lögregla lagði hald á við rannsókn fíkniefnamáls. Þegar upp komst baðst hann lausnar frá starfi og skilaði peningunum til baka. „Það liggur fyrir að lög- reglumenn búa við strangari við- urlög en flest- ar aðrar starfsstéttir í þjóðfélaginu..“ Fréttaskýring HJÖRDÍS SIGURJÓNSDÓTTIR ■ skrifar um brottrekstur lögreglumanna. Sex lögreglumenn reknir úr starfi Héraðsdómslögmaður segir eðlilegt að gerðar séu meiri kröfur til lögreglumanna heldur en ann- arra starfsstétta. Hann segir að setja megi spurningarmerki við áminningar og brottrekstur þeg- ar lögreglumenn fremja smávægileg brot utan vinnutíma.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.