Fréttablaðið - 05.04.2004, Blaðsíða 31

Fréttablaðið - 05.04.2004, Blaðsíða 31
MÁNUDAGUR 5. apríl 2004 ■ Veistu svarið? Svör við spurningum á bls. 6 1. 2. 3. Í Vetrargarðinum í Smáralind. Jóhannes Geir Sigurgeirsson. Manchester United og Millwall. Félag íslenskra teiknara, FÍT,sem er fagfélag grafískra hönn- uða og myndskreyta, afhenti árleg hönnunarverðlaun sín í Listasafni Reykjavíkur á föstudaginn. Þar var samankominn stór hóp- ur hönnuða til að fagna verðlauna- höfum og til að skoða þær innsend- ingar sem bárust í keppnina en þær voru um 120 og voru dæmdar af 10 manna dómnefnd sem ein- göngu var skipuð fagmönnum. Þau verk sem fengu verðlaun eða viðurkenningu verða framlag Íslands í hönnunarkeppni Art Directors Cluc of Europe, en í þá keppni fara eingöngu verk sem unnið hafa til verðlauna í sínu heimalandi. ADCE eru samtök hönnunarfélaga í Evrópu og er FÍT fulltrúi Íslands í samtökunum. Snæfríð Þorsteins hlaut hönnun- arverðlaun FÍT 2004 fyrir bréfa- gögn 101 Hótels. Hany Hadaya fékk einu bókakápuverðlaunin fyrir bókina Öndvegiseldhús Reykjavíkur. Í flokki prentaðs kynningarefnis hlaut Tómas Tóm- asson verðlaun fyrir „Jack Welch á Íslandi“. Dóra Ísleifsdóttir og Úlf- ur Eldjárn hlutu hönnunarverð- launin „Ljóð, hljóð og óhljóð“. Gunnar Karlsson hlaut verðlaun fyrir „Jólasveinana“ og Björn H. Jónsson hlaut verðlaunin í flokki umbúða fyrir „Nóa konfekt í tin- kassa“. Halla Guðrún Mixa hlaut hönn- unarverðlaunin fyrir firmamerki Geotek. ■ Hönnun FÍT ■ verðlaunaði hönnuði á föstudaginn. Verðlaunahafar taka þátt í hönnunar- keppni Art Directors Cluc of Europe. TENGSL Plötuumslag Þórdísar Claessen fyrir hljóm- sveitina Í svörtum fötum fékk viðurkenn- ingu í flokki plötumslaga. Fagmenn verðlauna hönnun Gettu betur dómarinn StefánPálsson gerir upp keppni þessa vetrar á bloggsíðu sinni og segir fjögur lið hafa verið nægilega sterk til að sigra í ár. „Verslunar- skólinn, Borgar- holt, MR og MH. Þetta segi ég með fyllstu virð- ingu fyrir öðrum keppnisliðum. Það er mjög óvenjulegt að svo margir sigurvegarar komi til greina. Yfirleitt eru það ekki nema 1-2 lið og örsjaldan þrjú.“ Það kom honum þó á óvart að lið Verslunarskólans skyldi fara með sigur af hólmi. „Verslunarskólinn reyndist hlutskarpastur í ár. Því hefði ég aldrei trúað eftir keppni þeirra gegn Iðnskólanum í fyrstu umferð. Frábær frammistaða þeirra gegn MH í annarri útvarps- keppninni, þar sem þeir unnu afar sannfærandi sigur, kom þeim á kortið. Drátturinn í fjórðungsúrslit og undanúrslit var Verslingum hag- stæður og þar unnu þeir án þess að sýna neina snilldartakta. Svo topp- uðu þeir á réttum tíma. Voru ein- faldlega grimmari þegar leið á úr- slitaleikinn. Ég fékk snemma á tilfinninguna að spurningarnar mínar hentuðu Verslingum vel. Þeir eru vel að sér í menningu, einkum Steinar. Versl- ingar kunna sína listasögu vel og það var enginn hörgull á slíkum spurningum. Við það bættist að Verslingar voru einfaldlega giskn- asta liðið í keppninni og mínar hug- myndir um spurningakeppni ganga einmitt út á að verðlauna eigi menn fyrir þá færni.“ 1 6 7 8 9 14 16 17 15 18 2 3 4 1311 10 12 5 Lárétt: 1 skyldmenni, 6 dá, 7 fljót á Ítalíu, 8 jökull, 9 neðsti hluti þaks, 10 deila, 12 mergð, 14 sló, 15 einkennisstaf- ir, 16 kyrrð, 17 vitlausi, 18 bára. Lóðrétt: 1 ánægjuvottur, 2 vindur, 3 borðandi, 4 látalæti, 5 blóm, 9 hræðslu, 11 farartæki, 13 ill, 14 ósoðin, 17 hræð- ast. Lausn. Lárétt: 1 bræður, 6rot,7pó,8ok,9ups, 10agg,12ger, 14hjó,15re,16ró,17 óði,18alda. Lóðrétt: 1 bros,2rok,3æt,4uppgerð,5 rós,9ugg,11hjól,13reið,14hrá,17óa. Fréttiraf fólki

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.