Fréttablaðið - 05.04.2004, Blaðsíða 9

Fréttablaðið - 05.04.2004, Blaðsíða 9
9MÁNUDAGUR 5. apríl 2004 Gerðu kröfu um öruggt og traust netsamband hjá þjónustuaðila sem hefur þekkingu og reynslu til að veita fyrirtækinu þínu fyrsta flokks þjónustu. www.lina.net Lína.Net hf. · Skaftahlíð 24 · 105 Reykjavík · Sími 559 6000 · Fax 559 6099 · www.lina.net – netlausnir fyrir þitt fyrirtæki Heildarþjónusta í nettengingum fyrirtækja Netlausnir Línu.Nets taka mið af kröfum fyrirtækja um hagkvæmni, öryggi og hraða. Við sérhæfum okkur í öflug- um internetsamböndum, samtengingu starfsstöðva og starfsmanna fyrirtækja. Reynsla okkar af rekstri netþjónustu fyrir mörg af stærri fyrirtækjum og stofnunum landsins kemur sér vel og með sífellt aukinni þjónustu og framboði tækninýjunga getum við auðveldlega fundið netlausnir sem hentar þér. Við ábyrgjumst öruggan svar- og uppitíma í hýsingarum- hverfi okkar þar sem aðgengi að vefsvæði og tölvupósti er alltaf tryggt. Hjá okkur er vakt og þjónustuborð opið allan sólarhringinn alla daga, sem gerir okkur kleift að bregðast við vandamálum fljótt og örugglega. Við búum þannig viðskiptavinum okkar rekstrarumhverfi þar sem þeir geta einbeitt sér að kjarnastarfsemi sinni. Hafðu samband við sölumenn okkar í síma 559 6000 eða sendu okkur línu á sala@lina.net. internet víðnet vef- og pósthýsing símaþjónusta ljósleiðari loftlína ADSL G.SHDSL F í t o n F I 0 0 9 0 9 3 Sveitarstjórn um stækkun friðhelgs lands: Óeðlilegt að vera ekki höfð með í ráðum ÞINGVELLIR Við höfum ekki fengið málið til umsagnar og ekki fengið að fylgjast neitt með því,“ segir Sveinn Sædal, oddviti sveitar- stjórnar Bláskógabyggðar, um nýtt frumvarp um þjóðgarðinn á Þing- völlum. „Okkur finnst óeðlilegt að sveitarstjórn, sem skipulagsaðili á svæðinu, sé ekki höfð með í ráðum. Ég tek það fram að okkur finnst eðlilegt að stækka þjóðgarðinn, en við höfum komið fram með ákveð- na hugmyndafræði varðandi stækkunina. Okkur fannst eðli- legra að stækka friðlandið eftir landfræðilegum forsendum, frekar en að fara eftir eignarmörkum jarða, og reyna þannig að ná heild- armynd á landslagið. Þrátt fyrir mikla viðleitni okkar til að eiga góð samskipti við Þing- vallanefnd undanfarin tvö ár, hafa þau samskipti verið á mjög fábrotn- um grunni. Við höfum til dæmis ekki komið að umsókn Þingvalla- nefndar til UNESCO um að komast á heimsminjaskrá, sem auðvitað skiptir verulegu máli fyrir sveitar- félagið. Þessi reynsla sýnir að efla þarf formlegri tengsl milli Þing- vallanefndar og sveitarstjórnarinn- ar,“ segir Sveinn en hann hyggst taka málið upp á sveitarstjórnar- fundi á þriðjudag. ■ ÞINGVELLIR Sveinn Sædal segir eðlilegt að stækka þjóðgarðinn en gagnrýnir að sveitarstjórn Bláskóga- byggðar hafi ekki fengið málið til umsagnar. Flóðlýsing Gullfoss: Yngra fólk jákvæðara GALLUP Nokkurn veginn jafn- margir eru hlynntir og andvígir því að Gullfoss verði flóðlýstur að því er fram kemur í skoðana- könnun á vegum Gallup. Fjörtíu og fimm prósent aðspurðra eru fylgjandi flóðlýsingunni en fjörtíu og þrjú eru á móti. Mjög merkjanlegur munur er á afstöðu aldurshópa til spurningarinnar og eru 57 pró- sent fólks á aldrinum átján til tuttugu og fjögurra ára fylgj- andi flóðlýsingunni en í aldurs- hópnum 55 til 75 ára eru aðeins 35 prósent fylgjandi hugmynd- inni. ■ ● Var vikið endanlega úr starfi eftir dóm Héraðsdóms Reykjavíkur ● Brot framið í byrjun árs 2002 ● Dæmdur í héraði 6. mars 2003. Hann var dæmdur í 45 daga fangelsi, skil- orðsbundið til þriggja ára. ● Lögreglumaður var ákærður fyrir að hafa í blekkingarskyni og heimildar- leysi sett skráningarnúmer á tvo bíla en bílnúmerin höfðu ranglega verið sögð innlögð til skráningarstofu öku- tækja. Lögreglumaðurinn var aðalvarð- stjóri í umferðardeild ríkislögreglunnar þegar hann framdi brot sitt. ● Var vikið úr starfi að fullu eftir dóm Héraðsdóms Norðurlands eystra ● Var dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi í Hæstarétti, þar af voru þrír mánuðir skil- orðsbundnir til þriggja ára. ● Lögreglumaðurinn var ákærður fyrir hót- anir í garð fyrrverandi sambýliskonu sin- nar með því að senda henni ellefu skila- boð í farsíma. Þá var hann ákærður fyrir að nauðga henni og fyrir líkamsárás og kynferðisbrot gegn konunni. ● Níu skilaboðanna sem hann sendi henni þóttu vera til þess fallin að vekja ótta um líf, heilbrigði eða velferð konunnar. Hann var sýknaður bæði í héraði og í Hæstarétti af nauðgun, lík- amsárás og kynferðisbroti gegn kon- unni. Þótti varhugavert, gegn eindreg- inni neitun hans, að telja þau brot sönnuð. ● Var vikið endanlega úr starfi eftir dóm Héraðsdóms Reykjavíkur ● Brotin voru framin frá árinu 1995 til ársins 2002 ● Ákæra var gefin út 7. janúar 2003 ● Lögreglumaður framdi kynferðisbrot gegn þremur stúlkum. Hann var dæmdur í átján mánaða fangelsi. ● Hann framdi ítrekuð brot gegn tveim- ur stúlknanna þegar þær voru á aldr- inum ellefu til sextán ára gamlar. Hann strauk margsinnis brjóst, læri og kynfæri stúlknanna innan og utan klæða. Þá reyndi hann ítrekað að stin- ga tungu sinni í munn stúlknanna. Oft setti hann fingur inn í kynfæri annarrar stúlkunnar. ● Gagnvart þriðju stúlkunni braut hann þegar hún var þrettán ára. Hann greip um brjóst hennar og kyssti hana þrí- vegis á hálsinn. ● Var vikið úr starfi tímabundið en fékk að koma aftur til starfa eftir dóm Héraðsdóms Reykjavíkur ● Dæmdur í mars árið 2002 ● Brot var framið í september árið 1999. Hann var dæmdur til að greiða 60 þúsund krónur innan fjögurra vikna annars kæmi fjórtán daga fangelsi í stað sektarinnar. ● Lögreglumaður var ákærður fyrir að hafa veist að fyrrverandi sambýliskonu sinni, slegið hana í andlitið, kastað henni á vegg og sparkað í hana. Vitni í málinu sagði að fyrrverandi sambýlis- konan hafi fallið tvívegis á leið niður tröppur og að hún hafi dottið á hand- rið þegar lögreglumaðurinn sló hana. Hann var því sakfelldur fyrir minnihátt- ar líkamsárás.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.