Fréttablaðið - 05.04.2004, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 05.04.2004, Blaðsíða 30
Hrósið 30 5. apríl 2004 MÁNUDAGUR Rocky ... fær Ragnheiður Hanson fyrir að lokka eðalrokkhundana í Metallicu til Íslands. Mjódd - Sími 557 5900 NÝJAR VÖRUR Bolir, buxur og gallabuxur frá Esprit. Full búð af nýjum sumarvörum. Mikið úrval af bolum og toppum. Verið velkomnar! Rocky, ég held ég þurfi svolítið að tala við þig... Úff maður, nú fer að rigna klisjum! ...ég veit ekki hvernig mér líður lengur... Les: Ég er orðin leið á þér, lúðinn þinn! Ég þarf tíma fyrir mig sjálfa... Djís, hvað hefur mað- ur heyrt þennan oft? Ætlarðu ekki að segja neitt? Þú gleymdir „Það ert ekki þú sem ert vandamálið, það er ég“! Höfuðstöðvar Playstation íLondon eru að sumu leyti eins og hver önnur skrifstofubygging. Eini munurinn er að í anddyrinu er risavaxin leikjatölva í stað tímarita til þess að stytta þeim sem bíða stundirnar. Þar skella menn sér fyrir framan tölvuskjá og sjá mynd af sjálfum sér um- kringdan stafrænum blöðrum sem þeir geta svo „slegið í“ á skjánum. Eðlileg viðbrögð öryggisvarða í öðrum skrifstofubyggingum við hettupeysuklæddum manni, bað- andi út höndunum í anddyrinu væru auðvitað að vísa manninum út á götu. Mér var hins vegar hleypt í gegnum hliðin, ásamt ferðafélögum mínum, inn í lyftu og færður svaladrykkur í félags- skap myndarlegrar ljósku á þriðju hæð byggingarinnar. Það sem augað greip fyrst, áður en komið var í litla herberg- ið, var hversu eðlileg skrifstofan virtist í fyrstu. Venjuleg borð, venjulegar tölvur en óvenjulegt fólk. Við borðin sátu engin jakka- föt, heldur fullorðnir unglingar í stuttermabolum, með myndasögu- fígúrur á borðunum og heyrnartól í eyrunum. Allir á hæðinni litu út eins og unglingurinn Pan sem er iðulega út í horni á skrifstofunni (á Fréttablaðinu myndi það vera ég) og þeir eldri álykta að sé í uppreisn gegn því að „fullorðn- ast“, hvað sem það nú þýðir. Á veggjum litla herbergisins hanga skondnar myndir teknar af netinu, af hárprúðum hetjum „eighties“-kynslóðarinnar og hús- dýrum í vafasömum uppákomum. Ljóskan kynnir sig og er fram- kvæmdastýra tölvuleikjar sem heitir Singstar. Það er eins konar Idol-keppni í heimahúsi þar sem keppendur fá míkrófón og syngja lag úr banka leiksins. Tölvan met- ur svo frammistöðu þína, hvað varðar tímasetningu og hæfileika til þess að halda tóninum. Því næst er haldið upp á næstu hæð og þar er töluvert meira um stráka en stelpur. Ástæðan gæti verið sú að öll sú hæð er tileinkuð leiknum This is Football en verið er að leggja lokahönd á útgáfu hans fyrir þetta ár. Um leið og komið er út úr lyftunni blasa við manni skjáir þar sem verið er að teikna nákvæma mynd af andlit- um þekktra fótboltakappa. Ég spyr auðvitað um Eið Smára og framkvæmdastjóri leiksins punktar nafnið niður hjá sér og lofar honum í næstu útgáfu. Eftir ítarlega ræðu um tækni- atriði leiksins, sem er í tveimur orðum mjög vandaður, fáum við að prófa. Ég spila tvenndarleik með einum höfundi leiksins á móti mönnum Skífunnar og við höfum betur, eftir sjálfsmark mótherj- anna. Sigurinn var sætur. biggi@frettabladid.is Tölvur PLAYSTATION HÖFUÐSTÖÐVAR ■ Fréttablaðinu var á dögunum boðið í heimsókn í höfuðstöðvar Playstation í London. Þar fylgdist blaðamaður með loka- vinnslu leikjanna Singstar og This is Foot- ball 2004 sem eru við það að koma út. Heimsókn í höfuð- stöðvar Playstation PLAYSTATION 2 HÖFUÐSTÖÐVAR Venjulegt skrifstofuhúsnæði í fyrstu en þeg- ar vel er skoðað er eins og hæðin hafi verið hernumin af menntaskólakrökkum. FÓTBOLTAHETJUR TEIKNAÐAR Fjöldi manns hefur það sem vinnu að teikna andlit fótboltakappa nákvæmlega. Eitt andlit tekur um tvö daga í framleiðslu.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.