Fréttablaðið - 06.07.2004, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 06.07.2004, Blaðsíða 6
6 6. júlí 2004 ÞRIÐJUDAGUR Slobodan Milosevic þjáist af hættulega háum blóðþrýstingi: Fresta þurfti réttarhöldunum HOLLAND, AP Slobodan Milosevic þjáist af svo háum blóðþrýstingi að það getur reynst honum hættu- legt að gangast undir réttarhöld vegna meintra stríðsglæpa sinna. Af þeirri ástæðu ákváðu dómarar Stríðsglæpadómstólsins í Haag að fresta því að hefja næsta þátt rétt- arhaldanna yfir Milosevic, þar sem hann átti að koma að málsvörnum. Læknar Júgóslavíuforsetans fyrrverandi segja að jafnvel þegar Milosevic slappi af sé blóð- þrýstingur hans yfir meðallagi. Þegar hann sé undir álagi getur blóðþrýstingur hans farið upp fyrir hættumörk. Því hærri sem blóðþrýstingur einstaklinga er því meiri hætta er á að þeir fái hjartaslag. Milosevic hefur varið sig sjálf- ur frá því réttarhöldin yfir honum hófust fyrir rúmum tveimur árum síðan, í febrúar 2002. Þetta hefur aukið mjög álagið á forsetanum fyrrverandi og hefur ítrekað þurft að gera hlé á réttarhöldun- um eða fresta þeim vegna þreytu sem þjáir Milosevic. Ágreiningur innan Reykjavíkurlistans Fulltrúar Vinstri grænna í Reykjavíkurlista eru andvígir niðurrifi Austurbæjarbíós, segir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks. Borgarfulltrúi Reykjavíkurlistans segir enga opinbera ákvörðun liggja fyrir. BORGARMÁL Vilhjálmur Þ. Vil- hjálmsson, borgarfulltrúi og borgarráðsmaður Sjálfstæðis- flokks, segir ágreining innan Reykjavíkurlistans um hvort rífa eigi Austurbæjarbíó. Sjálfstæðis- flokkurinn hafi ákveðið að styðja ekki niðurrifið. Alfreð Þorsteins- son, borgarfulltrúi Reykjavíkur- listans, segir enga opinbera ákvörðun hafa verið tekna um að rífa húsið. Það sé misskilningur. „Það er verið að vinna í skipulagi svæðisins og þegar þeirri vinnu lýkur munu menn taka ákvörðun um það hvort að húsið fær að standa eða ekki.“ Alfreð segir að Reykjavíkur- borg kaupi ekki húsið til þess að hafa einhverja starfsemi í því. „Það er eitt sem er alveg öruggt. En hvort að það endar þá sem eitthvert draugahús, það verður bara að koma í ljós,“ segir Alfreð. Vilhjálmur segir að innbyrðis ágreiningur innan Reykjavíkur- listans hafi gert það að verkum að málið hafi þvælst í kerfinu í hátt á annað ár. „Mér er kunnugt um að þetta strandi á Vinstri grænum í meirihlutanum.“ Björk Vilhelmsdóttir, borgar- fulltrúi Reykjavíkurlistans í Vinstri hreyfingunni grænu framboði, segir málið í eðlileg- um farvegi. Hún vildi að öðru leyti ekki tjá sig um málið. Ólafur F. Magnússon, borgar- fulltrúi Frjálslyndra, bar upp þá tillögu á síðasta borgarráðsfundi að Austurbæjarbíó fengi að standa. Það leiddi til harðra um- mæla Alfreðs í hans garð. „Það kann hugsanlega að vera skýr- ingin á því hve Alfreð brást illa við á borgarráðsfundi að hann finni að samstaðan á bak við hann í þessu máli sé að gliðna.“ Ólafur bendir þó á að fulltrú- ar meirihlutans þurfi að skipta um skoðun til að bíóið fái að standa en ennþá hefur enginn borgarfulltrúi R-listans lýst sig andvígan niðurrifi Austurbæjar- bíós. „Nú er mál til komið að borgarbúum og ekki síður þess- um byggingaverktökum sem vilja reisa fjölbýlishús þar sem bíóið stendur nú sé gerð grein fyrir niðurstöðunni og borgin axli sína ábyrgð í þessu máli.“ Alfreð segir niðurstöðu liggja fyrir á næstu vikum. gag@frettabladid.is Sæplast: Stór samn- ingur í höfn ATVINNUMÁL Sæplast á Dalvík held- ur áfram að gera strandhögg er- lendis en nýlega var undirritaður samningur um sölu á þrjú þúsund fiskikerjum til þýsks fiskvinnslu- fyrirtækis. Móðurfyrirtæki þess er eitt af stóru útgerðar- og fisk- vinnslufyrirtækjunum í Norður- Evrópu og þar á bæ telja menn vörur Sæplasts jafnast á við það allra besta í heiminum. Fram- leiðsluferli Þjóðverjanna er jafn- framt ákaflega tæknilegt og þykir það fjöður í hatt Sæplastsmanna að þeirra ker skuli talin henta best í hátæknivæddar verksmiðjur. ■ Colin Powell: Til Grænlands GRÆNLAND Colin Powell, utanríkis- ráðherra Bandaríkjanna, mun sækja Grænlendinga heim í næsta mánuði til að undirrita samninga sem Danir, Grænlendingar og Bandaríkjamenn samþykktu um að uppfæra ratsjár- stöðina í Thule. Til stendur að Danir og Grænlendingar fái eitthvað í staðinn þegar fram líða stundir. Á sama tíma verður einnig endur- nýjaður varnarsamningur þjóðanna frá árinu 1951 sem og umhverfis- samningur og nýr samningur um efnahags- og tæknisamstarf. ■ ■ AMERÍKA GENGI GJALDMIÐLA Bandaríkjadalur 72.17 -0.63% Sterlingspund 132.28 0.18% Dönsk króna 11.93 0.40% Evra 88.7 0.44% Gengisvísitala krónu 123,29 -0,09% KAUPHÖLL ÍSLANDS Fjöldi viðskipta 196 Velta 2.540 millj. ICEX-15 2.938 -0,73% MESTU VIÐSKIPTIN Íslandsbanki hf. 302.736 Kaupþing Búnaðarbanki hf. 123.648 Össur hf. 112.713 MESTA HÆKKUN Kaldbakur hf. 2,20% MESTA LÆKKUN Actavis Group hf. -1,75% Afl fjárfestingarfélag hf. -1,67% Jarðboranir hf. -1,60% ERLENDAR VÍSITÖLUR DJ * 10.282,8 -0,5% Nsdaq * 2.006,7 -0,4% FTSE 4.403,3 -0,1% DAX 9.995,7 -0,1% NK50 1.399,9 -0,0% S&P * 1.125,4 -3,6% * Bandarískar vísitölur kl. 17:00 VEISTU SVARIÐ? 1Hvar fóru tónleikar Metallica fram ásunnudag? 2Hver er þingflokksformaður Sjálfstæð-isflokksins? 3Hvað heitir rússneska tenniskonansem sigraði á Wimbledon um helgina? Svörin eru á bls. 22 MILOSEVIC Í RÉTTARSAL Júgóslavíuforsetinn fyrrverandi ver sig sjálfur og eykur þar með álagið sem hann er undir. UTANRÍKISRÁÐHERRANN Á GÓÐRI STUNDU Ekki er loku fyrir það skotið að hann skemmti sér einnig konunglega þegar hann heimsækir Grænland í næsta mánuði. Fjölmiðlun: BBC minnki netumsvif LONDON, AP Nefnd á vegum breskra stjórnvalda hvetur til þess að BBC loki sumum af vefjum sínum og einbeiti sér meira að fréttaflutningi. BBC hefur lengi boðið upp á mik- ið úrval frétta- og afþreyingarvefja. Vefirnir hafa verið harðlega gagn- rýndir af keppinautum breska ríkis- sjónvarpsins, sem segja það vera í óeðlilegri samkeppni við sig. Er BBC sakað um að grafa undan fjárhags- legum grundvelli einkarekinna afþreyingarvefja. Stjórnendur BBC-vefjanna segj- ast nú ætla að loka nokkrum vefjum, einkum leikjavefjum og vef um sápuóperur. ■ ÓLAFUR F. MAGNÚSSON Segir hörð ummæli Alfreðs Þorsteinssonar í sinn garð á síðasta borgarráðsfundi hugsanlega skýrast af því að samstaða Reykjavíkurlistans í málefnum Austurbæjarbíós sé að gliðna. VILHJÁLMUR Þ. VILHJÁLMSSON Segir mál Austurbæjarbíós hafa þvælst um í kerfinu í eitt og hálft ár vegna andstöðu Vinstri grænna við niðurrif húsins. Sjálfstæðisflokkurinn hafi ákveðið að styðja ekki niðurrif. ÞJÓÐARMORÐA MINNST Þúsundir þeirra sem lifðu af þjóðarmorðin í Rúanda komu saman á þjóðarleik- vanginum í Kigali í Rúanda til að minnast þess að áratugur er liðinn frá því að ríkisstjórnin sem hvatti til þjóðarmorðanna 1994 féll. For- seti Rúanda, Paul Kafame, sagði við mannfjöldann að tíð mis- mununar í landinu sé lokið. ■ AFRÍKA FANGAR FLÝJA Tæplega 50 fang- ar flúðu yfirfullt fangelsi nálægt Sao Paulo í Brasilíu í gær. Þeim tókst að yfirbuga starfsmenn sem færðu þeim hádegismat, tóku af þeim lyklana og hlupu á brott. 328 fangar voru í fangels- inu sem ætlað er fyrir um 15 manns. ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.