Fréttablaðið - 06.07.2004, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 06.07.2004, Blaðsíða 30
Harlem Sophisticate í Loftkastalanum Margir úr hinum átján þúsund manna hópi, sem sótti Metallica tónleikana, hafa sjálfsagt viljað hitta meðlimi hljómsveitarinnar og eiga með þeim stund. Þannig kom lítið á óvart að hótelið, sem þeir gistu á, var umvafið að- dáendum nánast allan sólarhring- inn eftir að sagan spurðist út. Ekki voru allir jafn heppnir og þeir sem freistuðu gæfunnar á heimasíðu aðdáendaklúbbs hljómsveitarinnar og skráðu sig í pott þar sem hægt var að vinna baksviðspassa til að hitta goðin augliti til auglitis. Um 20 manns voru svo heppnir að hreppa eitt stykki passa og ljóst að færri komust að en vildu. Á meðal þeirra var Adam Bauer, ungur Metallica-unnandi, sem að greip með sér gítar til áritunar. Adam var að sjálf- sögðu hæstánægður með að hitta goðin. „Þetta var alveg frá- bært,“ sagði Adam. „Þeir árituðu allir gítarinn og tóku nett spjall. Kirk ýtti aðeins of fast á pennann þannig að það lak smá blek út. Það gerði þetta bara meira sérstakt“. Adam segist lengi hafa beðið eftir að vera viðstaddur tónleika Metallica og það hafi verið draumi líkast að fara á tónleika með þeim, hvað þá að hitta þá í eigin persónu. „Að fara baksviðs toppaði allt!“ sagði Adam að lokum. Goðið skrifaði á gítarinn DYGGUR AÐDÁANDI Adam Bauer fékk gítarinn sinn áritaðan af allri hljómsveitinni. 22 6. júlí 2004 ÞRIÐJUDAGUR „Ég tók þá ákvörðun að heimsækja öll lönd sem hæfust á „I“, því það voru uppáhaldslöndin mín í al- fræðiorðabókinni þegar ég var lít- ill,“ segir leikstjórinn Seth Sharp, sem kom fyrst hingað til lands árið 2000. „Ég hef farið til Ítalíu, Írlands og fleiri landa en þegar ég kom til Íslands var ég ákveðinn í að koma aftur.“ Á síðasta ári setti Seth Sharp upp sýninguna Ain’t misbehaven í Loftkastalanum ásamt bandarísk- um starfsfélögum. Verkið var sýnt í tengslum við Hinsegin daga en nú stefnir Seth á stóran djasssöngleik, Harlem Sophisticate, sem verður frumsýndur í Loftkastalanum í haust. „Þetta er sýning sem er saman- sett úr fjórum mismunandi blökku- mannasöngleikjum frá Broadway,“ segir Seth, en undirtónn verksins er endurreisnartími Harlem-hverfis- ins, tímabilið 1919–1921. „Djassinn er upprunninn frá þessum tíma og svertingjar fluttu djasslistina til Evrópu vegna þess að kynþáttahatrið hafði svo mikil áhrif á líf og störf fólksins í Banda- ríkjunum. Sem dæmi um söngkonu sem ákvað að flýja og freista gæf- unnar utan Bandaríkjanna er Jos- ephine Baker. Hún þurfti að nota eldhúsinnganginn á skemmti- stöðunum Bandaríkjanna því hún mátti ekki fara inn um sama inn- gang og hvíta fólkið sem hún var að skemmta. Þegar Baker kom til Parísar elskaði fólk hana og nokkrum árum síðar, eftir að hún varð stórstjarna, grátbáðu Banda- ríkjamenn hana um að koma aftur.“ Söngleikur Seth fjallar um nú- tímafólk þó vísað sé til endur- reisnatímans. „Við fylgjumst með því sem á sér stað baksviðs í leik- húsum New York. Í dag eru önnur vandamál uppi en að sumu leyti finnst mér Ísland svipa til Parísar um 1920. Hér á Íslandi er ekki að finna samfélag svartra en Íslend- ingar eru greind og opin þjóð sem hefur áhuga á listum og erlendri menningu og því gaman að setja upp söngleik af þessu tagi hér á landi.“ Með Seth verða í sýningunni þrír bandarískir leikarar. „Við fengum svo gott fólk til liðs við okkur úti að við ákváðum að hætta við allar pruf- ur. Svo höfum við auk bandarísku leikaranna fengið Björgvin Franz Gíslason leikara og Sigurð Flosason til að stjórna tónlistinni. Við erum svo með prufur fyrir íslenskar leikkonur á fimmtudaginn því okkur vantar að ráða í eitt hlutverk,“ segir Seth. Áhugasömum leikkonum er boðið að senda póst á cmstheat- er@aol.com. ■ SÖNGLEIKUR SETH SHARP ■ Setur upp söngleikinn Harlem Sophisticate hér á landi í haust ásamt hæfileikaríkum listamönnum frá Banda- ríkjunum og Íslandi. Hann leitar enn að íslenskri leikkonu í hópinn. METALLICA ADAM BAUER DATT Í LUKKUPOTTINN ■ fékk að hitta goðin augliti til auglitis og fékk áritun á gítarinn sinn SETH SHARP Segir djassinn hafa borist til Evrópu vegna kynþáttahaturs í Bandaríkjunum. Hann segir Íslendinga opna og greinda þjóð sem hafi mikinn áhuga á listum og menningu annarra landa. Leiðist barninu í bílnum? Splunkunýjar hljóðbækur á CD Lína langsokkur Hrói höttur Grimms-ævintýri Skemmtilegu smábarnabækurnar Verð frá kr. 1.790 Fást í bókabúðum og hjá Olís. Hægt að panta í síma 820-0782 eða á hljodbok.is í dag Barnavernd afskiptalaus um heyrnarleysi Sunnu Scheving Metallica Tónleikahaldarar slökktu á loftræstingunni Marlon Brando Stórskuldug skepna ÚTIMÁLNING OG VIÐARVÖRN Stórleikarinn Harrison Ford gerði stuttan stans á Íslandi um helgina og kíkti á hið margróðmaða næt- urlíf Reykjavíkurborgar á föstu- dagskvöld. Ford skemmti sér meðal ann- ars á Thorvaldsen bar og steig þar dans af miklum móð og höfðu við- staddir á orði að sjaldan eða aldrei hefði jafn glæsilegur mað- ur sést þar á gólfi. Leikarinn sem hefur gert garðinn einna frægast- an í stórmyndaseríunum sem kenndar eru við Stjörnustríð og Indiana Jones varð að hverfa af velli þegar atgangur íslenskra kvenna á miðjum aldri gekk fram úr hófi en að sögn bargesta báru dyraverðir staðarins sig afskap- lega fagmannlega að þegar þeir björguðu hetjunni frá íslenskum pilsvörgum. Dyraverðir Thor- valdsens munu víst vera ýmsu vanir þegar það kemur að heims- frægum gestum og kipptu sér því ekkert upp við heimsókn Fords og þeim brá enn síður í brún þegar meðlimir þungarokksveitarinnar Metallica ráku inn nefið kvöldi síðar. Þrátt fyrir óheflaða rokk- araímyndina voru strákarnir prúðmennskan uppmáluð og þóttu sjálfum sér og öðrum síðhærðum og svartleðruðum kollegum sín- um til mikils sóma. Engar fregnir hafa borist af því að dyraverðir hafi þurft að bægja æstu kven- fólki frá köppunum sem höfðu 18.000 Íslendinga á sínu valdi í Egilshöll daginn eftir. ■ FR ÉT TA B LA Ð IÐ /E IN AR Ó LA SO N Fótafimur Ford á djamminu STJÖRNUR HARRISON FORD ■ steig dans á Thorvaldsen á föstudag- inn. Þar á bæ kippa menn sér ekki við það þó frægum andlitum bregði fyrir enda nánast daglegt brauð, t.d. kíkti Metallica við á laugardagskvöldið. HARRISON FORD Heimsótti Ísland um helgina, gisti eina nótt á 101 Hóteli og kíkti á djammið. Ekkert sást til hinnar mjóslegnu unnustu hans Calista Flockhart sem mun ekki hafa verið með í för.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.