Fréttablaðið - 06.07.2004, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 06.07.2004, Blaðsíða 11
Í umræðu um fráfarandi fjöl- miðlalög hefur margt verið sagt sem ekki er satt. Ekki ætla ég að eltast við allt það sem ósatt er og komið hefur frá helstu aðdáend- um laganna, þeim Hannesi H. Gissurarsyni prófessor og Jakobi Ásgeirssyni ævisöguritara. Svo virðist sem þeir ágætu menn taki jafnan þann kostinn að segja frekar ósatt en satt þegar þeir fjalla um Norðurljós og hluthafa félagsins. Vona ég að þeir hafi meiri metnað þegar kemur að öðrum áhugasviðum sínum. Verra þykir mér þegar menn sem maður gerir meiri væntingar til í umgengni við sannleikann eru farnir að breiða út sögur sem eru ósannar. Á liðnum dögum hefur það í tvígang gerst. Annars vegar þegar upplýsingafulltrúi Þjóð- minjasafnsins vísaði til sögusagna í Kastljósi sl. föstudag um að heildsölum sem ekki auglýstu í Fréttablaðinu væri refsað með því að draga úr hilluplássi fyrir þeirra vörur í verslunum Baugs. Hins vegar voru það furðulegar yfir- lýsingar Stefáns Snævarr heim- spekings í grein í Morgunblaðinu um að sum af fjölmiðlafyrirtækj- um Baugs væru rekin með bull- andi tapi. Hvort tveggja er rangt. Opin lýðræðisleg umræða er okkur nauðsynleg. Það er mikil- vægt að menn hafi tök á að koma rökstuddum skoðunum sínum á framfæri. Til þess eru fjölmiðlar og mikilvægt að þeir séu fjöl- breyttir líkt og er hér á landi. Ef umræðan á að leiða okkur til far- sællar niðurstöðu er mikilvægt að þeir sem taka þátt í umræðunni segi satt. Þó að einstakir stjórn- málamenn og talsmenn þeirra séu löngu hættir að segja satt í um- ræðu um fjölmiðla Norðurljósa og aðstandendur félagins vil ég biðja hina að gæta sín á þeirri freist- ingu að fara út í ósannindi til að rökstyðja mál sitt. Allra síst er það sæmandi talsmanni Þjóð- minjasafnsins eða heimspeki- prófessor. ■ 11ÞRIÐJUDAGUR 6. júlí 2004 NORÐURLJÓS Greinarhöfundur segir andstæðinga fyrirtækisins breiða út ósannar sögur um rekstur þess. Forseti skipi útvarpsráð Einföld lausn er hins vegar á því hvernig hægt er að tilnefna útvarpsráð sem verði óháð ríkisstjórnarmeirihluta hverju sinni. Hún er sú að forseti Íslands skipi út- varpsráð. Vitaskuld yrði hann ekki ein- ráður um það, eðlilegt væri að óháðum samtökum væri falið að tilnefna fulltrúa. Sverrir Jakobsson á murinn.is Óeðlilegur þrýstingur Ætli forseti lýðveldisins sé í auknum mæli að beita synjunarvaldi samkvæmt 26. gr. stjórnarskrárinnar, á sömu forsendum og hann hefur nú gert, setur hann óeðlilegan þrýsting á þingmenn Alþingis og sviptir þá því sjálfstæði sem stjórnarskrárgjafinn veitir þeim með 48. gr. stjórnarskrárinnar. Það sem er undarlegast í málinu er það að margir þessara þingmanna hafa enn ekki uppgötvað þessa staðreynd. Margir þeirra komast enda ekki lengra í stjórnarskránni en að 26. gr. Ragnar Á. Sigurðarson á frelsi.is AF NETINU Það á að segja satt Þó að einstakir stjórnmálamenn og talsmenn þeirra séu löngu hættir að segja satt í umræðu um fjölmiðla Norðurljósa og aðstandendur félagins vil ég biðja hina að gæta sín á þeirri freistingu að fara út í ósannindi til að rökstyðja mál sitt. SKARPHÉÐINN BERG STEINARSSON STJÓRNARFORMAÐUR NORÐURLJÓSA HF. UMRÆÐAN NORÐURLJÓS ,, ar gu s 04 -0 40 6

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.