Fréttablaðið - 06.07.2004, Blaðsíða 9

Fréttablaðið - 06.07.2004, Blaðsíða 9
9ÞRIÐJUDAGUR 6. júlí 2004 GLEÐI ÞRÁTT FYRIR ÓSIGUR Þessir stuðningsmenn portúgalska lands- liðsins í knattspyrnu fögnuðu fram eftir kvöldi á sunnudag þótt lið þeirra hefði beðið ósigur í úrslitaleik EM. Erfiðleikar í uppbyggingu lýðræðis í Írak: Langt í land ÍRAK, AP Fyrrverandi landstjóri Bandaríkjanna í Írak, Paul Bremer, sagði í gær að hroð- virkni og óregla myndi einkenna lýðræðið í Írak þar sem núver- andi stjórnvöld standa frammi fyrir áframhaldandi uppreisnum í landinu. Samt sem áður sagðist hann gefa stjórninni góða ein- kunn fyrir það hvernig hún taki á vandamálum. „Þetta verður ekki lýðræði að hætti Bandaríkjamanna,“ sagði Bremer og minnti fólk á að það hefði tekið 12 ár að skrifa stjórn- arskrá Bandaríkjanna. „Þetta var ekki glæsilegt hjá okkur á árun- um 1776–1787.“ Hann vildi ekki tala um sér- stakar aðgerðir írösku stjórnar- innar, eins og tillögu talsmanns forsætisráðherrans, Iyad Allawi, sem sagði að ríkisstjórnin myndi hugsanlega bjóða uppreisnar- mönnum friðhelgi. Sú friðhelgi gæti jafnvel náð til þeirra sem hefðu drepið bandaríska her- menn, til að reyna að fá fyrr- verandi liðsmenn Saddams til að láta af ofbeldisverkum. ■ ÍRASKUR HERMAÐUR Í BAGDAD Stefnt er að auknum hlut íraskra hermanna í að koma á reglu í landinu. M YN D /A P Kúariða: Greina nýtt tilfelli RÓM, AP Ítölsk stjórnvöld hafa stað- fest að ein kýr á býli á Mið-Ítalíu hafi greinst með kúariðu. Þetta er fjórða tilfelli kúariðu sem hefur greinst á Ítalíu á árinu og það 121. frá því að prófanir hófust árið 2001. Leitað er að kúariðu í nautgripum sem orðnir eru tveggja og hálfs árs og eru ætlaðir til slátrunar og manneldis. Kúariða eyðir heila dýra sem þjást af henni og er ólæknandi. Fyr- ir tveimur árum greindu Ítalir fyrsta tilfelli Creutzfeldt-Jakob sjúkdómsins, sem er það tilbrigði kúariðu sem smitast í menn. blaðsins herma hleyptu þær stað- hæfingar illu blóði í þingflokk Framsóknarflokksins. Voru fram- sóknarmenn á því að hafa helst eng- in skilyrði, en ef þau yrðu sett skyldu þau vera sem allra næst neðri mörkum tillögu starfshópsins, eða sem næst 25 prósentum. Þegar Davíð og Halldór komu heim frá Istanbul hafði þegar átt sér stað mikil umræða um málið innan þingflokkanna, og þá sér í lagi meðal þingmanna Framsóknar- flokksins. Fannst þingmönnum sem Fréttablaðið ræddi við það lýsa miklum hroka þingmanna sjálf- stæðisflokksins að koma með yfir- lýsingar um málið án þess að ráð- færa sig við samstarfsflokk sinn. Fyrsta verk Halldórs eftir að hann kom heim frá Istanbul var að ráðfæra sig við flokksmenn sína. Að kvöldi fimmtudags sagðist hann hafa rætt við alla þingmenn. Sam- kvæmt heimildum Fréttablaðsins lýstu allir þingmenn andstöðu sinni við að setja jafn stíf mörk um vægi atkvæða og sjálfstæðismenn hefðu lýst yfir. Margir voru á því að setja helst engin mörk, en ef öruggt væri að stjórnarskráin leyfði slíkt, ættu mörkin að vera sem næst neðri mörkunum. Fundi slitið eftir korter Ríkisstjórnarfundur var boðaður að morgni föstudags. Honum var þó frestað á síðustu stundu og gaf for- sætisráðherra fréttamönnum þær skýringar að frumvarpið væri ekki tilbúið. Funduðu ráðherrar beggja flokka hvort í sínu lagi á föstudag. Ríkisstjórnarfundur var haldinn kl. 14 sama dag, en að stundarfjórð- ungi liðnum var honum slitið og framsóknarmenn gengu út úr stjórnarráðinu. Skýringar Halldórs Ásgrímssonar á þeirri stundu voru þær að ekki hefði enn náðst sátt um málið. Sjálfstæðismenn funduðu áfram í um klukkustund. Af um- mælum Davíðs Oddssonar að lokn- um fundi var ljóst að enn bæri mikið á milli flokka um málið. Ríkisstjórnarfundur var ekki haldinn á laugardaginn en þess í stað funduðu Davíð og Halldór. Nú er ljóst að þá þegar hafi viðræður um þjóðaratkvæðagreiðslu verið gefnar upp á bátinn og þess í stað var verið að ræða um hvernig aftur- kalla mætti fjölmiðlalögin. Annarra leiða leitað Ríkisstjórnarfundur var haldinn að nýju á sunnudagskvöld. Þar var samþykkt að afturkalla fjölmiðla- lögin og leggja fram nýtt fjölmiðla- frumvarp á sumarþingi. Að loknum ríkisstjórnarfundi héldu báðir þing- flokkar fundi þar sem þeim var kynnt áform ríkisstjórnarinnar. Héldu báðir þingflokkar því fram að fullkomin sátt ríki um mál- ið innan þingflokkanna og að mikil ánægja væri meðal þingmanna um framvindu málsins. Að því er Davíð Oddsson forsæt- isráðherra hefur skýrt frá í fjöl- miðlum var hugmyndinni um aftur- köllun laganna varpað fram á fundi hans og Halldórs á fimmtudag. Fréttablaðið hefur fengið það stað- fest að ríkisstjórnarfundurinn á föstudag hafi verið lokatilraun flokkanna til að ná sátt um lög um þjóðaratkvæðagreiðslu. Þegar ljóst var að lending næðist ekki um mál- ið var ákveðið að leysa málið með öðrum hætti. ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.