Fréttablaðið - 07.07.2004, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 07.07.2004, Blaðsíða 10
7. júlí 2004 MIÐVIKUDAGUR VEGAGERÐ Útboð vegna fram- kvæmda við Vesturlandsveg stendur til 13. júlí. Akreinar til beggja átta verða tvíbreiðar, ásamt því að tvö ný hringtorg verða byggð, tvær vegbrýr og göngubrú yfir Úlfarsá. Verkinu á að skila fullbúnu 15. október á næsta ári. Sturla Böðvarsson samgöngu- ráðherra sagði í svari við fyrir- spurn Valdimars Friðrikssonar, varaþingmanns Samfylkingarinn- ar, á Alþingi 15. apríl að vegna kostnaðar frestaðist framkvæmd- in. Stuttu síðar var tilkynnt að tvö- földum hæfist í sumar vegna óska frá Mosfellsbæ og Reykjavíkur- borg. ■ Brýnt að tryggja heyrnarlausum úrræði Kynferðisleg misnotkun meðal skertra einstaklinga er mun stærra vandamál erlendis en marga grunar. Engin úrræði eru hér á landi fyrir heyrnarlausa sem fyrir slíku verða en verið er að kortleggja umfang þess á Íslandi. Atlantsolía sendir Samkeppnisstofnun aðra kvörtun: Segja Orkuna enn brjóta samkeppnislög FÉLAGSMÁL „Þetta eru ekki nógir peningar en þeir duga til að hægt sé að hefja það starf sem nauðsyn- legt er að vinna sem fyrst,“ segir Hafdís Gísladóttir, framkvæmda- stjóri Félags heyrnarlausra, en ríkisstjórnin samþykkti í maí að veita eina milljón króna til að vinna að faglegri rannsókn á um- fangi kynferðisafbrota gegn heyrnarlausum einstaklingum. Þetta næstum hálfrar aldar gamla félag getur ekki veitt neinum af 200 félagsmönnum sínum úrræði eða meðferð eins og sakir standa. Hafdís segir að vegna þess hve viðkvæm mál sé um að ræða hjá tiltölulega fámennum hópi ein- staklinga sé mikilvægt að vanda til verka. „Það má segja að undir- búningsvinna við rannsóknina sé í fullum gangi en að mörgu er að hyggja. Þetta verður að vera sérhæfð rannsókn þar sem hún verð- ur að vera á tákn- máli og laga þarf allar spurningar að heimi heyrnar- lausra. Markmið- ið er að sjálfsögðu að greina vand- ann í heild sinni, bæði umfang hans og eins hvernig best er að koma þeim til hjálpar sem orðið hafa fyrir kynferðislegu ofbeldi af einhverjum toga. Það er orðið afar brýnt að tryggja heyrnar- lausum úrræði að gagni.“ Fram hefur komið að Félag heyrnarlausra hefur vitneskju um nokkur tilvik um kynferðislega misnotkun á heyrnarlausum ein- staklingum innan sinna raða en Hafdís vildi ekki upplýsa um fjöl- da þeirra mála eða hversu alvarleg þau brot voru. Ljóst er þó að í flest- um ef ekki öllum tilfellunum er um fyrnd brot að ræða og því ómögu- legt að fara fram á opinbera rann- sókn. Einhverjir þeirra einstak- linga sem um ræðir höfðu sam- band við lögreglu þegar misnotk- unin átti sér stað en niðurstöður úr þeim rannsóknum liggja ekki á lausu. Engar upplýsingar fengust um hvort embætti Lögreglustjór- ans í Reykjavík hyggst leita sér frekari upplýsinga um þau meintu kynferðisbrot sem Félag heyrnar- lausra hefur vitneskju um. Erlendis hafa farið fram rann- sóknir á kynferðislegu ofbeldi gagnvart heyrnarlausum og hafa niðurstöðurnar yfirleitt verið slá- andi. Bandarísk rannsókn frá ár- inu 1991 sýnir að nær 80 prósent einstaklinga sem þjást af fötlun eða eru heyrnarskertir eða blindir hafa orðið fyrir kynferðislegri misnotkun þar í landi og að 92 pró- sent þeirra annað hvort þekktu eða voru skyldir gerandanum. albert@frettabladid.is NEYTENDUR Atlantsolía hefur í annað sinn sent kvörtun til Samkeppnis- stofnunar vegna áframhaldandi notkunar Orkunnar á slagorðinu „alltaf ódýrust“ en fyrr í vetur komst Samkeppnisstofnun að því að Orkunni væri einungis heimilt að nota slagorðið ef allar stöðvar fyrir- tækisins byðu besta verðið hverju sinni. Raunin er sú að Orkan býður mun lægra verð á stöðvum sínum í Hafnarfirði, Kópavogi og á Selfossi en annars staðar og var munurinn meira en þrjár krónur miðað við heimasíðu félagsins um hádegisbil í gærdag. Talsmenn Atlantsolíu halda því fram að það brjóti í bága við til- mæli Samkeppnisstofnunar og hafa því endurnýjað kvörtun sína. Mun þetta vera í sjötta sinn sem sam- keppnisaðilar Orkunnar koma á framfæri athugasemdum vegna auglýsinga fyrirtækisins. ■ Landbúnaðarháskólinn: Fjórtán sótt um stöðu rektors HÁSKÓLI Fjórtán sóttu um stöðu rekt- ors við Landbúnaðarháskóla Íslands en umsóknarfrestur rann út 1. júli síðastliðinn. Landbúnaðarráðherra skipar í stöðuna til fimm ára frá og með 1. ágúst næstkomandi. Eftir- taldir sóttu um: Ágúst Sigurðsson, Árni Bragason, Áslaug Helgadóttir, Björn Steinbjörnsson. Eiríkur Blön- dal, Ingibjörg S. Jónsdóttir, Ingileif Steinunn Kristjánsdóttir, Ívar Jóns- son, Kristín Vala Ragnarsdóttir, Magnús B. Jónsson, Ólafur Melsted, Róbert Hlöðversson, Sveinn Aðal- steinsson og Þorsteinn Tómasson. ■ ,,Nær 80 prósent einstak- linga sem þjást af fötlun eða eru heyrn- arskertir eða blindir hafa orðið fyrir kyn- ferðislegri misnotkun. Þriggja barna móðir hvarf sporlaust eftir heimsókn til fyrrverandi eiginmanns Börnin að bugast af söknuði – hefur þú séð DV í dag? Vesturlandsvegur: Tvíbreiður til beggja átta seint á næsta ári FJÓRAR AKREINAR Í FRAMTÍÐINNI Oft er þung umferð um Vesturlandsveg. Hann verður breikkaður og stendur útboð yfir. BENSÍNSTÖÐ ORKUNNAR Enn ein kvörtunin hefur verið send til Samkeppnisstofnunar vegna auglýsinga fyrirtækisins. GAMLI HEYRNLEYSINGJASKÓLINN Úrræði skortir til að tryggja heyrnarlausum einstaklingum sem orðið hafa fyrir kynferðis- legri misnotkun viðeigandi meðferð.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.