Tíminn - 27.09.1972, Blaðsíða 8

Tíminn - 27.09.1972, Blaðsíða 8
8 TÍMINN MiðvrHnntagur TJ. september 1972 FLUGVÉLARRÆNINGJAR — valda ýmist skelfingu og viðbjóði eða eru dýrkaðir sem frelsishetjur Kyrir rétt rúmum fjórum árum varð stefnubreyting i baráttu skæruliftasveita íJalestinuaraba gegn ísrael. Fyrsta flugvélar- ránið var framió. Barizt var á nýjum vigstöðvum. Striðið var nú ekki lengur einskorðað við Mið- jarðarhafsbotn, heldur hvíldu ógnir þess yl'ir alþjóðlegu far- þegaflugi og náðu til fleiri manna eftir en áður. Alltal' l'æra skæru- liðar sig upp á skaltið, og eru at- burðirnir á Olympiuleikunum i Múnchen vafalaust sú aðgerð þeirra, sem mestu róti hefur komið á hugi fólks. Viðbrögð manna við hermdar- verkum eru margvisleg. Flug- mannasamtök um viða veröld hal'a látið til sin taka, en viðleitni þeirra runnið út i sandinn. tsra- elsmenn svara hermdarverk- unum með innrásum i Arabarikin og beina þá árásum sinum að tiiluverðu leyti að búðum skæru- liða en hitt þekkist lika, að höggin riði þar sem skæruliða er ekki að vænta. Oessi ógnaröld setur mark sitt viða og er þess skemmst að minn- ast, að aldrei hefur öryggis- gæzlan verið öflugri á allsherjar þingi S.O. en nú, siðan 1961. L>á varð vörðurinn eindæma sterkur um þá Nikita Krútsjeff og Castro frá Kúbu. Nú eru það sendi- nefndir tsraels og Arabarikjanna, sem bezt er gætt. l>ann lti. júli 19(18 sneri maður, sem klæddur var eins og prestur, sér lil skrifstofu israelska flugfé- lagsins Kl Al i Hóm. Hann fram- visaði þrem vegabréfum - einu indversku og tveim gefnum út i iran og keypti þrjá farmiða frá Hóm til Tel Aviv. Héll upp úr klukkan 1 að nóttu þann 12. júli hóf Boeing 707 þota frá Kl Al sig til flugs Irá H‘>m og tók stefnu á Lydda-flugvöllinn skammt fyrir utan Tel Aviv. 10 manna áhöfn og 38 farþegar voru um borð i þotunni. Tuttugu af farþegunum voru ekki tsra- elar, þar á meðal 7 kaþólskir klerkar i pilagrimsför til ,,Lands- ins helga”, og þrir menn, sem l'lugu á miðum, sem keyptirhöfðu verið fimm dögum áður af prest- kla'dda manninum. t>essir þrir farþegar voru upphafsmenn nýrrar baráttuaðferðar skæruliöa Palestínuaraba gegn ísrael. Flugvélin náði aldrei til Tel Aviv, þvi flugmennirnir voru neyddir til þess að lenda i Alsir. Vigstöðvar Faleslinuaraba höfðu breitt heldur betur úr sér og voru nú ekki lengur bundnar við Mið- jarðarhafsbotn. AL MUJAHID Fó að Alsirmenn væru kannski ekkertsérlega liknir i að eiga hlut að lagaleysum á borð við flug- vélarán, veittu þeir skærulið- unum samt nokkurn stuðning, þegar vélin var komin á alsírskt yfirráðasvæði. A1 Mujahid, mál- gagn hinnar byltingarsinnuðu rikissljórnar i Alsir, staðhæfði, að K1 A1 va'ri ekki sambærilegt við önnur íarþegaflugfélög, þar sem það va'ri hernaðartæki og þvi va>ruska'ruliðarnir i fullum rétti. Sljórnir annarra Arabarikja tóku i sama streng og studdu skæruliða. Dagblað i Libanon sagði: ..llertaka Kl Al vélarinnar er rán, en það er heiðarlegt og i þágu byltingarinnar”. Mikil rciðialda greip um sig i israel. cn rikissljórnin var i leik- þriing gagnvart þessu bragði skæruliðanna. tsraelar gátu valið milli þess að sætta sig við hina nýju barattuaðíerð og að gripa til sams konar aðgerða gegn far- þegaflugi Arabaþjóðanna, skref, sem hæpið var að stiga, enda þótt það kynni að reynast auðvelt i iramkvæmd. HÆG VIÐBRÖGÐ Viðbrögð um heim allan voru með miklum „hófsemdar” brag og eftir að sá hluti farþeganna, sem ekki var frá tsrael, hafði íengið að fara frjáls ferða sinna, létti mjög pressunni á alsirsku rikisstjórnina. Menn iétu i ljósi leiða sinn yfir atburðunum. Til- burðir IATA og alþjóöasamtaka flugmanna til raunverulegra mótmælaaðgerða runnu út i sand- inn og rikisstjórnir gættu mikillar varfærni, þegar þær hörmuðu þessi atvik og gættu þess, að ekk- ert kæmi fram i yfirlýsingum, sem skilja mætti á þann veg, að Alsirmenn væru á nokkurn hátt ábyrgir. Fyrr en varði voru flugvelarán orðin viðtekin baráttuaðferð meðal Falestínuskæruliða og annarra pólitiskra öfgahópa. Hámarki sinu náðu þessar aö- gerðir i september 1970, þegar þrjár þotur, sin frá hverju land- inu. voru neyddar til að lenda i Jórdaniu. Far voru að verki sam- tök, sem kenna sig við frelsun Palestinu. Farþegunum 310 að tölu var haldið i gislingu i eyði- mörkinni, en vélarnar sprengdar i loftupp. Um liktleyti var Jumbó þota frá Fan American sprengd i loft upp á flugvellinum i Kairo. VEL HEPPNAÐUR ÁRÓÐUR Hán K1 A1 vélarinnar var i augum Araba mikill sigur fyrir skæruliðana og hafði mikla áróðursþýðingu i arabisku lönd- unum. Andúð umheimsins kom hvergi nógu sterkt tram til aö vega á móti hrifningunni heima fyrir. Skæruliðum gekk afar illa að halda uppi neðanjarðarhreyf- ingu á herteknu svæðunum og þeim hafði ekki lánazt að vinna neina þá hernaðarsigra, sem umtalsverðir töldust. tsraels- menn voru vel á verði, og rikis- stjórnir Arabarikjanna, sem veittu skæruliðunum hæli, voru ekki undir þaö búnar, að spennan ykist til muna og reyndu þvi held- ur að halda aftur af þeim. Þess vegna var það engin furða, að þeir leituðu nýrra vigstöðva, og fáu er veitt eins mikil eftirtekt og „taugastriðsaðgerðum” eins og flugvélarránum. Fatah, hreyfing Yassir Arafats, varð brátt mjög umtöluð viða um heim og upphófst þvi kapphlaup milli hinna ýmsu skæruliðshreyf- inga Falestinuaraba um að auka „hróður” sinn. Hinum ýmsu hópum var nauðsyn að minna á tilvist sina með þvi að vekja um- tal. Þvi umtali varð ekki náð með þvi að berjast við israelsher, vegna þess að skæruliðar höfðu ekkert bolmagn til þess og skorti auk þess stuðning frá Arabarikj- unum. Fámennir hópar kusu þvi íarþegaflugið til að vekja á sér athygli. Má i þvi sambandi benda á, að samtökin „Svarti septem- ber” hafa innan við 100 meðlimi, en hætt er við, að heiti þeirra hverfi almenningi um viða veröld seint úr minni. ALÞÝÐUFYLKINGIN Alþýðufylking dr. Georgs Hab- ash um frelsunPalestinu var þess ekki umkomin að keppa við Fatah i venjubundnum skæruhernaði og „taugastriðsaðgerðum” og kaus þvi farþegaflugvélar og — af- greiðslustaði að orustuvelli. t byrjun beindust spjótin að isra- elskum flugstöðvum og — vélum en siðar urðu þotur frá Banda- rikjunum og öðrum löndum lika að skotspæni. Sú útfærsla vig- stöðvanna var réttlætt með þvi, að USA og mörg önnur riki væru bandamenn hins sionistiska tsra- els. Habash og liðsmenn hans bundu vonir við, að aðgerðir utan hinna raunverulegu vigvalla, sem eftiratvikum beindust gegn fólki, sem ekki væru i neinum tengslum við striðsreksturinn, gætu orðið til þess, að örlög Palestinu ibúa yrðu umheiminum áþreifanleg og opnuðu augu manna fyrir með- ferðinni, serp þeir hefðu sætt. Habash hefur haldið þvi fram, að morð á Júða, sem veldur hryllingi og reiði, sé betra en að drepa tiu israelska hermenn á vig- völlunum. Alþýðufylkingin hefur haldið þvi fram, að styrjöldin við Israel og zionismann nái langt út fyrir Miðjarðarhafsbotn án tillits til er- lendra rikisborgara og ferða- manna,sem notfæra sér Israelsk- ar flugsamgöngur. Þessi skoðun hefur verið áréttuð með árásum á skrifstofur K1 A1 og biðsali i Kvrópu og nú ekki alls fyrir löngu með hópdrápinu i Lydda flug stöðinni hjá Tel Aviv þar sem 25 manns létust og 70 særðust. ALSiR K1 A1 vélin og israelsku farþeg arnir, sem minnzt var i upphafi þessa pistils var kyrrsett i einn mánuð i Alsir. Þrýstingurinn á rikisstjórn Alsir fór siminnkandi allan þann tima, og tsraelsmenn fundu mjög til einstæðingsskapar við tilraunirnar,sem þeir gerðu til Þessa Boeing 747 þotu sprengdu skæruliðar upp á flugvclli nærri Damaskus. Flugvélinni var rænt og flugstjóranum skipað að fljúga til Damaskus. Áhöfn og farþegum var sleppt áður en risaþotan var sprengd i loft upp og nokkur hundruð milljónir dollara fóru f súginn.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.