Tíminn - 27.09.1972, Blaðsíða 12

Tíminn - 27.09.1972, Blaðsíða 12
12 TÍMINN Miövikudagur 27. september 1972 "klukkan 10,45”. Ég horfði fast á hana. Mér virtist munnurinn herpast saman og sjáaldrið þenjast út. En að ööru leyti varö ég þess ekki vör, að orð min fengju á hana. ,,Þvi miður vissi ég ekki um það”, sagði hún og strauk hárið frá andlitinu með óraskaðri ró. „Við hefðum getað orðið samferöa”. ,,Já”, hélt ég áfram, ,,og viö hefðum getað látið senda htia vagninn a móti okkur i einhverja brautarstööina, til dæmis i Elfarskóg. Þar hitt- ist fjöldi fólks i dag”. Hún vatt sér snögglega við og fór að horfa í spegilinn. Hún gætti þess vandlega, að ég sæi ekki framan isig, en þegar hún lyfti hárburstanum, veitti ég þvi athygli, að hnúar hennar voru hvitir og óeðlilega berir. ,,Þú veizt það kannske” — kverkar minar urðu skrælþurrar, og ég þrýsti bakinu upp að hörðum dyrastafnum — ,,að það var einhver svo nauðalikur þér með morgunlestinni? Það hlýtur að hafa verið tvffari þinn”. Ég reyndi að hlæja kæruleysislega, en ég efast um, að hláturinn hafi verið sérstaklega eðlilegur. Hún yppti öxlum og hélt áfram aö bursta hárið. Ég beiö ekki eftir svari, þótt ég sæi, hve órótt henni var orðið. Þrek mitt var á þrotum, er ég hafði lokað herbergisdyrum minum á eftir mér. En þótt buguð væri, ákvað ég að halda grun mínum leyndum, unz ég hefði talað við Harrý sjálfan og gefiö honum kost á aö færa fram varnir sinar. Ég var ekki tortryggin að eölisfari. Ég fyrirleit fólk, sem alltaf grunaði aðra um fals og fláræði. En einhvers staðar hafði ég les- ið, að heyrnardeyfa gerði fólk venjulega tortryggið. Ef til vill hefði ég orðið þessari hættu að bráð, þótt ég vissi ekki af þvi sjálf, ef til vill var ég ekki nein undantekning. Astin gerir hvort tveggja: að auka fólki beiskju og tortryggni og auka hamingju þess og lifsgleði. Þarna stóð ég i votum frakkanum og gnúði hendur minar, eins og ég var eitt sinn vön að gera, þegar ég baðst fyrir. Og ósjálfrátt varð mér aö flýja á náð- irbænarinnar — ekki af trú á mátt hennar, heldur knúin af innri þörf. ,,Ó guö”, stundi ég „láttu þetta ekki gerast. Láttu það vera rangt sem ég held. Bjargaðu mér einhvern veginn, og láttu mig ekki missa Harrý”. Ég man gerla, hvar ég stóð og endurtók þessi orð hvað eftir annað af ástriðuþrunginni ákefð. Nú geri ég hvorki að brosa né andvarpa, þegar ég hugsa um þessa bæn mina. Mér finnst hún álika heimskuleg og bæn min eitt sinn foröum, er ég bað guð að breyta farvegi Missisippi, af þvi að mig grunaöi, að ég hefði svarað rangt spurningu á landafræðiprófi I þriðja bekk barnaskólans. Til er það, sem bænir megna ekki að breyta. Það veit ég nú. Bænir geta aðeins orðið okkur sjálfum til léttis. Hvaða guð, sem við trúum á, hvaða nafn, sem hann kann að bera, er þess ekki aö vænta, að mönnum eða náttúrulögmálum veröi breytt fyrir bæna- stað okkar. Við getum aðeins beðið til þess að auka okkur þrek og bera byrðar okkar, hversu oft sem svo þrekið kann samt að bregöast okkur. Að lokum kveikti ég og fór að tina af mér votar spjarirnar. Mér varð litið i spegil meðan ég var að þvi. Mér varð hverft við að sjá sjálfa mig. Illviöri og grátur og geðshræring hafði gerbreytt mér. A þessari stundu var ég i augum sjálfrar min álika ellileg og ég verö eftir tiu eða fimmtán ár, nauðalik þvi, sem Emma frænka var i augum minum, Ég brosti og dró andann léttar. Ég var þvi fegin, hve vel mér tókst aö blekkja hana. Mér varð strax rórra, og ég flýtti mér að skila kveðju Eniku og ýmsum orösendingum. Við settumst við arininn og biðum eft- ir Wallace frænda, og Manga tók að leggja á borðið. Ég tók prjónana mina. Ég var nýbyrjuð á peysu sem ég ætlaði að gefa dóttur Angelettu. Garnið sýndisthárautt i skininu frá arninum, og hver lykkjan myndað- ist af annarri með jöfnum, vélrænum hraða, eins og fylking undurlitilla hermanna sprytti undan fingrum minum. Wallace var i furðulega vondu skapi þetta kvöld. Hann var orðinn mjög uggandi um hag verksmiðjanna. Hann hafði orðið að aflýsa fyrir- hugaðri opnun þeirra um áramótin og beðið bankana um lengri frest, en þeirra málaleitun hafði veriö neitað. Daginn eftir ætlaði hann til New York, þar sem allmargir verksmiðjueigendur hugðust koma sam- an til fundar. „Hvar er Harrý?” spurði hann, er hann var setztur að borðinu. „Hann er einmitt fjarverandi, þegar ég þarf helzt á honum að halda”. Ég fékk skyndilega hjartslátt og lét á Hönnu, en hún virtist ekki gefa gaum að öðru en matnum. Ég lét gaffalinn og hnifinn á diskinn, svo að enginn skyldi verða þess var, hve skjálfhent ég var. „Systurnar vita ekkert um það”, svaraði Emma. „Þær eru nýkomn- ar frá Boston”. „Hann hefur tekiö litla vagninn”, sagði ég samt. „Hann var horfinn, þegar ég kom heim, og Jói gamli segir, að Harrý hafi sótt hann”. Hanna braut brauðsneið, sem hún var að borða, sundur á milli fingr- anna. „Nú já”, sagði Wallace. „Hann kemur þá vonandi fljótlega með hann aftur. Ég hef beðið bæði Parker og konuna, sem hann leigir hjá, að segja honum að koma strax og tala við mig. Ég verð að segja honum fyrir um afgreiðslu ýmissa mála i kvöld”. Við vorum að drekka kaffi i setustofunni, þegar Harrý kom. Ég veitti komu hans siðust athygli, þvi að ég sneri baki að dyrunum. Hann var i ferðafötum og vesti, sem ég hafði prjónað á hann. Litina hafði ég valið sem mest i samræmi við fallegu brúnu augun hans. Hrokkið hárið var dálitið bælt. Stofan virtist fyllast af lifi og krafti við komu hans. Hanna setti undireins frá sér bollann og gekk að pianóinu. Ég sá, að hún fletti danslagahefti og virtist engu öðru gefa gaum. Emma frænka hellti kaffi i bolla handa honum og rétti honum. Hann tók við bollanum og settist á legubekkinn. Ég verð að taka eftir hverju orði hans, hugsaði ég. Ég má ekki missa af einu einasta orði, en ég má ekki láta bera á þvi, að ég veiti honum óvenjulega athygli. Ég verð að vera eins eðlileg og ég get. „Mér þykir þetta leitt”, sagði hann, þegar Wallace hafði borið fram umvandanir sinar. „Ég hélt, að þeir hefðu sagt þér, að ég fór til Biddeford að hitta Hawkins vegna þessa málavafsturs. Það hefur allt svona likar, og ég var agndofa, er ég sá þetta. Varégsvona iaugum Harrýs? Og gat hann sætt sig við ævinlegar samvistir konu, sem var Lóðrétt 1) Veiðikóngur,- 2) 550.- 3) Verðlaunaplöntu.- 4) Hreyf- ing,- 5) Ritar.- 8) Kindina.- 9) Svif.- 13) Eins,- 14) Keyr.- i | t. orðin ellileg þegar á unga aldri, þrátt fyrir heitorð sitt? „Ég vil ekki vera eins og miðaldra kona”, tautaði ég og steytti hnef- K ann aðspeglinum. „Ég er enn ung, og ég vil vera ung”. Svo opnaði ég fataskápinn og tók bláa silkikjólinn minn, sem fór svo 7 3 vel viðaugnalitminn. Ég burtsaði á mér hárið af ákefð og ofsa unz það lifnaði dálitiö, og siöan greiddi ég það vandlega og lagöi i mjúklegar X 10 bylgjur og vafði dálitinn lokk i snoturt skrýfi yfir enninu. Harrý hafði ávallt hrósað hörundsblæ minum. Hann hafði aldrei hvatt mig til þess Ráðning á gátu NO. 1216 II að nota farða, en i þetta skipti úðaði ég lit á kinnarnár og málaði var- irnar rauðar og þrýstnar. Siðan fór ég niður i setustofuna. Lárétt 1) Aumingi,- 6) Inn.- 7) DD.- 9) Al,- 10) Letingi,- 11) Ar.- 12) 11.- 13) Lim.- 15) Skaöleg.- g! „Hvað, Emilía?” sagði Emma frænka og heilsaði mér. „Þú hefur verið fljót i förum. En hvað þú ert sælleg, barnið mitt! Þú hefur svei /4> mér haft gott af þvi að lyfta þér þetta upp”. 1217 Lárétt 1) Asjónu.- 6) Land.- 7) Hvild- ist.-9) Timabil,- 10) Fjári.- 11) Félag.- 12) Burt,- 13) Ellegar,- 15) Grikkur. Lóðrétt 1) Andláts.- 2) MI.- 3) Innivið.- 4) NN.- 5. Illileg.- 8) Der,- 9) Agi. 13) La.- 14) ML.- ft ?> Í ill ir MIÐVIKUDAGUR 27. september 7.00 Morgunútvarp. Morgunbæn kl. 7.45. Morgunleikfimi kl. 7.50. Morgunstund barnanna kl. 8.45. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.00 Við vinnuna: Tónleikar. 14.30 „Lifið og ég” Eggert Stefánsson söngvari segir frá.Pétur Pétursson les (7). 15.00 Fréttir. Tilkynningar. 15.15 islenzk tónlist: 16.15 Veðurfregnir. J.M. Keynes: Framlag Mars- halls til hagfræðinnar Har- aldur Jóhannsson þýðir og flytur. 16.40 Lög leikin á fiðiu. 17.00 Fréttir. Tónleikar. 17.30 Jói norski”: A selveiðum með Norðmönnum Minn- ingar Jóhanns Daniels Baldvinssonar vélstjóra á Skagaströnd. Erlingur Daviðsson ritstjóri skráði og flytur (7). 18.00 Fréttir á ensku 18.10 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.30 Daglegt mál, Páll Bjarnason menntaskóla- kennari flytur þáttinn. 19.35 Aiitamál.Stefán Jónsson stjórnar umræðuþætti. 20.00 Liane Jespers syngur lög eftir Debussy Marcel Druart leikur á pianó (Hljóðr. frá belgiska út- varpinu). 20.20 Sumarvaka a. Þoku- drungað vor, Jóbann Hjaltason fræðimaður segir frá hinztu för Eggerts Ólafssonar. b. úr Tulluljóð- um og fleiri kvæði Sveinn Bergsveinsson prófessor flytur. c. Draumur, Guð- mundur Þorsteinsson frá Lundi segir sögu d. Lög eft- ir islenzka höfunda, Anna Þórhallsdóttir syngur við pianóundirleik Gisla Magnússonar og Söngfélag I.O.G.T. syngur, Ottó Guðjónsson stj. 21.30 Útvarpssagan: „Dala- lif” eftirGuðrúnu frá Lundi. Valdimar Lárusson leikari les (28). 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Endur- minningar Jóngeirs, Jónas Arnason les úr bók sinni „Tekið I blökkina” (6). 22.35 Finnsk nútimatónlist 23.20 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. Miðvikudagur 27. september 1972 20.00 Fréttir. 20.25 Veður og auglýsingar. 20.30. Hjóliö. Fræöslumynd frá Time-Life um hjólið i þjónustu mannsins. Rakin er saga hjólsins frá fyrstu tið og fjallað um þýðingu þess i þjóðfélögum nú- timans. Þýðandi og þulur óskar Ingimarsson. 21.00 Apokalypse. Stuttur, norskur þáttur um þýzka málarann Albrecht Dúrer, ævi hans og listaverk. Durer ( 1471-1528) var einn af fremstu listamönnum endurreisnartimans og var meðal annars hirðmálari tveggja keisara, Maximili- ans I. og Karls V. (Nordvis- ion - Norska sjónvarpið) 21.10 Erfið ákvörðun. (Command Decision). Bandarisk biómynd frá árinu 1949. Leikstjóri Sam- Wood. Aðalhlutverk Clark Gable, Walter Pidgeon og Van Johnson. Þýðandi Ellert Sigurbjörnsson. Myndin greinir frá áhættu- sömum ferðum bandarisRra flugmanna á striðsárunum til loftárása á Þýzkaland frá bækistöðvum i Bretlandi. 23.00 Dagskrárlok.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.