Tíminn - 31.10.1972, Síða 9

Tíminn - 31.10.1972, Síða 9
Þriðjudagur 31. október 1972. TÍMINN 9 Útgefandi: Kra'msóknarflokkurfnn Framkvæmdastjóri: Kristján Benediktsson. Ritstjórar: Þór-g:j: arinn Þórarinsson (ábm.),‘Jón Helgason, Tómas Karlsson, 'Andrés Kristjánsson (ritstjóri Sunnudagsblaðs Tlmans)j:;!;!; Auglýsingastjóri: Steingrlmur. Glslaso^ii. • Ritstjórnarskrif-i 'stofur i Edduhúsinu við Lindargötu, sfmar 1830.0-l|8306j;;;;;; Skrifstofur I Bankastræti 7 — afgreiðslusimi 12323 — auglýs :; ingasimi 19523. Aðrar skrifstofurrsimi 18300., Askriftargjalá;:;:;: 535 krónur á mánuði innan lands, i lausasölu 15 krónur einí!':: takið. Blaðaprent h.f. Efnahagsvandinn Stjórnarandstaðan heldur þessa dagana uppi þeim málflutningi, að sá vandi, sem við er að etja i efnahagsmálum sé heimatilbúinn, þ.e að hann sé aðgerðum rikisstjórnarinnar að kenna. Sá vandi, sem er erfiðastur viðfangs og al- varlegastur, er minnkandi sjávarafli. Útlit er nú fyrir, að fiskaflinn minnki á þessu ári um 8-10%. í lok ágústmánaðar hafði þorsk-, ufsa- og karfaaflinn minnkað um 16%. Þetta er ugg- vænleg þróun. Árið 1971 minnkaði þorskaflinn um 18% frá árinu á undan og á þessu ári virðist hann enn ætla að minnka um 16%. 1 mánuðun- um maí til ágúst i sumar minnkaði þorskaflinn um 40% miðað við sömu mánuði i fyrra. 10% aflaminnkun nemur 1200-1400 milljónum króna i ársframleiðslu og þar með gjaldeyris- öflun. Þetta er sá vandi, sem erfiðast er við að fást. Orsakir hans eru ofveiði á fiskimiðunum við Island. Ef bera á sök á einhvern innlendan aðila i þessu sambandi, hlýtur hún að lenda á þeim, sem héldu að sér höndum i landhelgis- málinu á undanförnum áratug og drógu of lengi að gera ráðstafanir til útfærslu fiskveiði- lögsögunnar. í haust varð ekki komizt hjá að hækka fisk- verð' um 15% vegna aflabrestsins fyrst og fremst. Sú rannsókn, sem gerð var i haust á rekstraraðstöðu frystihúsanna leiddi i ljós, að sá vandi sem frystihúsin eiga nú við að striða, stafar fyrst og fremst af tveimur meginástæð- um: Minnkandi fiskmagni og lakara hráefni, þar sem verðmestu tegundirnar, sem gefa hús- unum mestan arð, eins og þorskur, minnka mest. Þetta er rót efnahagsvandans. Við gerð kjarasamninganna i desember i fyrra var auð- vitað ekki reiknað með þessum áföllum, heldur vaxandi aflamagni. Þrátt fyrir það benti for- sætisráðherra þá á, að teflt væri á yztu nöf og lagt á undirstöðuatvinnuvegina eins og fram- ast var talið fært. Allt hefði þetta þó staðizt, ef ekki hefði komið til þessara áfalla i sjávarút- vegi og fiskvinnslu. Við þessum vanda verður rikisstjórnin og flokkar hennar auðvitað að bregðast meðþeimúrræðum, er að haldi koma. En rikisstjórnin getur ekki með lagasetningu aukið fiskgengd á miðin. Þegar minna aflast i þjóðarbúið, hlýtur það að koma einhvers stað- ar niður. Minna verður til skiptanna. Aðgerðir rikisstjórnarinnar munu beinast að þvi, að reyna af fremsta megni að tryggja kaupmátt hinna lægst launuðu, án þess að dýrtið aukizt meir hér á landi en i viðskiptalöndum okkar. Jafnframt verður að tryggja hallalausan rekstur undirstöðuatvinnuveganna. Til þess að það sé unnt verður að eiga sér stað tilfærsla á fjármunum i þjóðfélaginu. Það er hægt að gera með ýmsum hætti og gömlu viðreisnarráðin, áhrif og afleiðingar þeirra þekkir almenningur vel. Forsætisráðherra hefur nú sagt sina per- sónulegu skoðun á þvi, hvaða leið hann telur farsælasta fyrir hina lægst launuðu. En hún verður ekki farin nema um hana náist sam- komulag. Kristján Friðriksson forstjóri: Heildarstjórn raforkumála tryggir ódýrast rafmagn Séráíit um þingsályktunartillögu um orkumál Á fundi í Veitustjórn Reykjavikurborgar, sem haldinn var 2. okt. 1972, var lagt fram bréf, sem var uppkast að umsögn um „Tillögu til þings- ályktunar um orkumál" (lögð fyrirá Alþingi á 92. lögg jafarþingi, 1971- 1972). Óskað hafði verið um- sagnar um þings- ályktunar-tillöguna. Uppkastið var samþykkt með þrem atkvæðum gegn einu (Helga Samú- elssonar). Undirritaður greiddi ekki atkvæði, en óskaði að koma á fram- færi greinargerð fyrir skoðun sinni. Fer sú greinargerð hér á eftir: Enda þótt ég sé yfirleitt andvigur sterku miðstjórnar- valdi, tel ég að viss heildar- stjórn raforkumála i öllu land- inu eigi rétt á sér og muni reynast þjóðhagslega hag- kvæm. Þessvegna styð ég meginefni þingsályktunartil- lögunnar, og er að þvi leyti á öndverðum meiði við sumt það, sem fram kemur i nefndri umsögn frá Veitustjórn. Með heildarstjórn eða sam- virkri forystu i raforkumál- um, tel ég að auknar likur verði fyrir þvi, að þjóðhagsleg sjónarmið verði látin ráða i raforkumálaframkvæmdum — en að „hreppapólitik” kom- ist siöur að við mikilvægar ákvarðanatökur. Ég lit svo á að vaxtarbrodd- urinn i islenzku efnahagslifi hljóti að verða aukinn iðnaður. Nýjar greinar iðnaðar þarf að velja þannig, að þær geti dreifst um landið og verið dreifbýlinu til styrktar — og styrki þar með nýtingu auð- linda umhverfis landið, bæði i landbúnaði, fiskveiðum og fiskiðnaði. Jöklar landsins, sem eru orkuforðabúr rafvæðingarinn- ar, eru sameign allra lands- manna jafnt i hvaða átt sem fallvötnin frá þeim streyma. Iðnaðinn i landinu virðist mér að lita megi á sem einn not- anda. Raforka til hans þarf þvi að geta verið á sama verði, hvar sem hann er staðsettur — hvort heldur er á þéttbýlis- svæðum suðvesturlandsins eða þéttbýliskjörnum dreif- býlisins. Ég álit að auknar likur séu fyrir þvi, að þessi sjónarmið fái notið sin, ef horfið er að þeirri meginstefnu, sem mörkuð er i tillögu þeirri til þingsályktunar, sem hér er óskað álits um. Ödýr orka til iðnfram- leiðslu, er ein af þeim aðferö- um, sem þjóðin getur beitt félagslega til þess að auka samkeppnishæfni iðnaðarins bæði til innanlandsnota og til útflutnings. Til glöggvunar á þeim sjónarmiðum, sem fyrir mér vaka læt ég hér fylgja eitt dæmi. Skal þó játað að þaö er byggt á ófullkomnum athug- unum, en ætti að duga til að skýra hugmynd mina að nokkru. Hugsum okkur t.d. aö Norð- urland þyrfti á að halda á næstu 15 árum afli, sem næmi 35 megavatta virkjun. Ef þessi virkjun yrði gerð i smærri virkjunum t.d. 10 til 35 Kristján Friðriksson. megavatta virkjunum — þá áætla ég, að meðalkostnaður við virkjun hvers megavatts mundi nema um 50 milljónum, hvert megavatt (eða 40 til 60 milljónir pr. megavatt) og lit ég þá burt frá landskemmda virkjunum og stórvirkjunum, sem enginn grundvöllur virð- ist fyrir fyrst um sinn. Svo hugsa ég mér flutnings- linu norður um land t.d. frá Sigölduvirkjun. Norðurlinan („hundurinn”) mundi kosta 250 milljónir. Svo set ég upp saman- burðardæmi um stofnkostnað. Dæmi I. Smávirkjun eða smávirkjanir fyrir norðan á 35 megavöttin mundu kosta: 35x50 milljónir = 1.750 milljónir, eða einn og þrjá fjórðu úr milljarði. Dæmi II. Norðurlina 250 milljónir. Hlutdeild i Sigöldu og/eða Hrauneyjarfossvirkj- un, 35x21 milljón, en það er núverandi kostnaðarverð i megavatti i Sigölduvirkjun. Norðurlina.........250 millj. Hluti iSigöldu 35x21.735 millj. Alls 985 millj. Mismunur á stofnkostnaði yrði þá samkvæmt þessu dæmi þannig: Smávirkjanir á 35 megavöttum kr. 1.750.000.000.- Norðurlina + hluti Þjórsár- virkjunar kr. 985.000.000,- Þjóðhagslegur spranaður yrði þvi I stofnkostnaði kr. 765.000.000.- Svona útreikninga verður að sjálfsögðu að taka með var- færni — en ég slæ þeim fram til ihugunar. Vafalaust kemur að þvi, að virkjað verði á Norðurlandi, en þá þyrfti aö vera Kominn grundvöllur að stórvirkjun þar, sem þá gæti verið ódýr pr. megavatt. Aðalsjónarmið mitt er, að með heildarstjórn raforku- mála yrðu auknar likur fyrir þvi, að virkjunarframkvæmd- ir i landinu flyttust frá dýrum smávirkjunum yfir i ódýrari stærri virkjanir, sem mundi auka likur fyrir hagkvæmu rafmagnsverði fyrir sem flesta landsmenn. 1 þessu sambandi er einnig vert að lita á það, að hinn al- menni raforkumarkaður fyrir norðan mun vera aðeins 1/10 hluti af Suður- og Suðvestur- landsmarkaðinum. Þess vegna má ætla að lengst af næstu 15 árin mundi einskonar umframorka (af- gangsorka) geta fullnægt Norðurlandsaukningunni, þvi að virkjanir fyrir sunnan þurfa alltaf að vera nokkuð á undan þörfinni, sem þar skap- ast. Norðurlinan gæti svo komið að notum til flutnings á nokkru varafli suðuryfir, eftir að hag- kvæm stórvirkjun yrði fram- kvæmd á Norðurlandi. Þó hér sé ekki um mikinn sparnað að ræða (3/4 milljarðs), finnst mér málið ihugunarvert, þvi þjóðin mun þurfa á talsverðu fé að halda til uppbyggingar þess iðnaðar, sem óhjákvæmilega þarf að býggja upp viösvegar um landið til styrktar dreifbýlinu og efnahagskerfinu i heild. ÞRIÐJUDAGSGREININ — TK

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.