Tíminn - 01.11.1972, Blaðsíða 1

Tíminn - 01.11.1972, Blaðsíða 1
250. tölublað — Miðvikudagur 1. nóvember—56. árgangur skápar RAFTÆKJADEILD Hafnarslræti 23 Simar 18395 & 86500 Geir sagði af sér í gær — Birgir ísleifur Gunnarsson eftirmaður hans Geir Hallgrimsson skýrir fréttamönnum frá þeirri ákvöröun sinni aö láta af embætti. (Tímamynd Gunnar). Fjdrmálaráðherra um setu embættismanna í nefndum: Nýjarreglurumnefnd- arstörf og þóknun ÞÓ—Reykjavik. Geir Hallgrimsson, borgar- stjóri Reykjavikur, hefur beöið um laiisn frá embætti. A fundi i borgarráoi Reykjavikur i gær lagði Geir fram bréf, þar sem hann fer fram á lausn frá embætti frá og með I. desember næst komandi. — Þá er ljóst, að Birgir isleifur Gunnarsson tekur við embætti borgarstjóra, þar sem allir fulltrúar Sjálfstæðis- flokksins í borgarstjórn eru sam- mála um hann sem eftirmann Geirs. A blaðamannafundi, sem Geir Hallgrimsson boðaði til i gær, þegar hann hafði lagt fram lausnarbréf, rakti hann aðdrag- anda þess, að hann varð borgar- stjóri. Siðan sagði: „Ég hef leitazt við að gegna þessum störfum eins vel og mér hefur verið unnt, fyrst og fremst þannig að borgarstjórastarfið sem aðalstarf yrði eftir sem áður i hávegum haft. A hinn bóginn eru einkum nú ýmis þau verkefni á sviði lands- mála, bæði að þvi er snertir þing- störf og flokksstörf, svo mikilvæg Reykvikingum og raunar lands- mönnum öllum, að ég vil gjarhan, úr þvi sem komið er, ætla mér meiri starfstima til þeirra en hingað til, en það geri ég mér grein fyrir, að samrýmist tæpast þeim tima, sem borgar- stjórastarfið krefst". Þá sagði borgarstjóri: „Annars vegar hef ég þá sannfæringu, að einkum i borgarstjórastarfi, og jafnvel i sumum öðrum pólitiskum störfum, eigi sami maðurinn ekki að vera áratugum saman. Þótt ég hafi ekki haft i huga annað við siðustu borgar- stjórnarkosningaren gegna starfi borgarstjóra á þessu kjörtima- bili, þá geri ég mér ljóst, að slikt hið sama get ég ekki sagt með góðri samvizku við næstu borgar- stjórnarkosningar af fyrr- Frh. á bls. 15 TK—Reykjavik Haildór E. Sigurðsson fjár- málaráðherra kynnti á alþingi til- lögur um nýjar reglur um nefnd- arstörf embættismanna. Tillögur þessar skýrði Halldór fyrir al- þingi i tilefni af fyrirspurn frá Bjarna Guðnasyni um nefndar- störf á vegum rikisins og þóknun fyrir þau. Fyrir skömmu var dreift á alþingi skýrslu um nefndir og ráð rikisins á árinu 1971. í ræðu Hall- dórsigærkom m.a. fram,að hvað snerti menntamálaráðuneytið og fjármálaráðuneytið var 98.4% og 97.5% kostnaðarins vegna nefnda, sem fyrirrennarar núverandi menntamála- og fjármálaráð- herra hefðu skipað. Fjármálaráðherra sagðist vilja marka nýja og ákveðna stefnu i þessum málum , og gerði hann grein fyrir tillögum sinum i 7 lið- um, sem eru svohljóðandi: 1. Gefin verði út almenn fyrir- mæli um, að fundir launaðra nefnda, stjórna og ráða, sem rikisstarfsmenn eiga sæti i, verði alltaf haldnir utan dag- vinnutimabils. 2. Starfsmenn rikisins, sem skip- aðir eru i nefndir, sem fjalla Pólsktbeituskip íHafnarfirði Von á öðru skipi með síld handa Norðurstjörnunni um mál innan verksviðs hlut- aðeigandi starfsmanns, eða sitja i slikum nefndum lögum samkvæmt skv. stöðu sinni, taki ekki nefndarþóknun fyrir það starf. 3. Starfsmenn, sem eru forstóðu- menn stofnana eða forstöðu- menn deilda án þess að vera háðir daglegri umsjá eða verk- stjórn yfirmanns, geti gert kröfu um greiðslu fyrir óhjá- kvæmilega vinnu, sem unnin hefur verið i samráði við yfir- mann, umfram 40 stundir á viku. Slik krafa skal gerð til hlutaðeigandi ráðuneytis (fyrir milligöngu yfirstjórnar stofn- Frh. á bls. 15 Ráðherraviðræður um landhelgina ÞÓ—Reykjavik. Akveðið er, að viðræður iuilli tslands og Bretlands um landhelgismálið verði teknar upp aftur á næstuniii. i frétt frá ríkisstjórn islands segir, aö forsætisráðherrar islainls og Bretlands hafi haft samráð um landhelgismálið, og hafi mi verið ákveðið að halda áfram viðræðum á ráð- herrastigi, en fundarstaður og íiimlai (inii hafi ekki enn verið ákveðinn. Kinar Agústsson utanrfkis- ráðherra sagði i samtali i gær- kvöldi, að ekki væri hægt að segja meira um þessar fyrir- huguðu viðræður að svo komnu máli, en fundarstaður og fundartimi yrði ákveðinn einhvern næsta dag. Að þvi er Timinn hefur fregnað, þá mun lafði Tweedsmuir liklega koma hingað ásamt föruneyti og eiga viðræður við Islandinga. Erl—Reykjavik. Nú er svo komið, að islendingar eru farnir að flytja inn beitu frá Sími og vatn um borð Erl—Reykjavik i gær lágu bandarisku isbrjótarnir enn við bryggju i Hafnarfirði, en horfur voru á, að viðgerð á stýri Edisto lyki i nótt. Ef svo fer sem horfir, munu skipin sigla heimleiðis- á morgun. E.t.v. bregður sjó- liðunum við,er þeir leysa land- festar, en samband þeirra við land hefur verið óvenju náið að undanförnu. Þeir hafa sem sé fengið sima tengdan um borð og vatnsieiðslu lagða. Póllandi. Ekki hljómar þetta trú- lega, en samt er það satt. t gær lá pólska eftirlitsskipið Levanter frá Stettin við bryggju i Hafnarfirði og losaði þar smokkfisk i beitu handa islenzkum sjómönnum. Skip þetta, sem er aðeins fjögurra mánaða og um 7.000 tonn að stærð, kemur hingað af Nýfundnalandsmiðum með 325 tonn af smokkfiski, veiddum þar. Hér er skipið á vegum Hafskips h.f. , en Eimskipafélagið og Sölu- miðstöð hraðfrystihúsanna sjá um móttöku og dreifingu beit- unnar, sem verður flutt til hinna ýmsu verstöðva, einkum þó suð- vestanlands. Nú á næstunni mun svo væntan- legt til landsins erlent skip með sildarfarm til vinnslu hjá Norður- stjBrnunni. Fyrir nokkrum árum hefði það ekki siöur þótt saga til næsta bæjar, en nú kippist enginn við. - • Í!..... «^^to!!í''-.'li^á^ h> ¦ **¦ T ¦ :táLm U.WA7T7W- Annar Isbrjóta beituskipið við iina, sem bryggju. sneru til Hafnarfjarðar eftir brottförina frá Reykjavik á dögunum, og pólska (Timamynd Róbert)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.