Tíminn - 01.11.1972, Blaðsíða 11

Tíminn - 01.11.1972, Blaðsíða 11
Miövikudagur 1. nóvember 1972 TÍMINN 11 Umsjón Alfreð Þorsteinsson: Auðunn Öskarsson skorar fyrir FIi i lciknum gegn Stadion. • 1 * j . iii -- •«i^P '* ■ md (Tímamynd Kóbert). FH sá um það, að Stadion fór ekki héðan ósigrað - Hjalti Einarsson var maðurinn á bak við sigur FH-liðsins Evrópu- þing á Islandi? Um næstu helgi fer fram i Búdapest Calender-þing Evr- ópusambandsins i frjálsum iþróttum. Fulltrúar Frjáls- iþróttasambands íslands á þinginu verða Sigurður Björnsson og Finnbjörn Þor- valdsson. A þessu þingi er gengið frá niðurröðun móta i Evrópu næsta ár og einnig heldur stjórn Evrópusambandsins fund. Þar verður m.a. gengið frá þvi, hvar Calender-þingið 1974 verður háð, en meðal um- sækjenda er Frjálsiþrótta- samband fslands. Trimm landskeppni Á Norðurlandaráðstefnu frjálsiþróttaleiðtoga i Kaup- mannahöfn nýlega ræddu is- lenzkir og danskir leiðtogar um að efna til „Trimmlands- keppni” i frjálsum iþróttum næsta sumar. Hér var um að ræða tillögu af íslands hálfu og tóku Danir vel i þetta. Ekki var hægt að gagna frá þessu endanlega, en hug- myndin er, að formið verði þannig, að allir taki þátt i þessari keppni, sem standi ákveðinn tima t.d. i tvær vik- ur, menn geta valið um að hlaupa 400m,sem gefur 1 stig, 1000 m,sem gefur 2 stig og 2000 m.sem gefur 3 stig. Hlaupa skal eina af áðurnefndum vegalengdum daglega. Ekki var gengið endanlega frá út- reikningum eða tekin ákvörð- un um,hvort af þessari keppni verður á næsta ári. Um það verður rætt siðar. Þess skal að lokum getið, að Trimmnefnd ISÍ hefur sýnt þessari keppni mikinn áhuga. Reykjavíkur- mótið í kvöld 1 kvöld fara fram þrir leikir i Reykjavikurmótinu i hand- knattleik og má búast við skemmtilegum leikjum, sér- staklega leik ÍR—Vals. Leikið verður i Laugardalshöllinni og hefst fyrsti leikurinn kl. 20.15. Liðin sem mætast eru þessi: Þróttur—Fylkir 1R—Valur Fram—KR FH-liðið sá til þess, að danska meistaraliðiö Stadion fór ekki hcöan ósigrað. — A mánudags- kvöldið mættu FH-ingar ákveðnir til leiks og sigruðu Stadion 22:17. Lcikurinn var nokkuð harður og oft á tiðum einkenndist hann af fumi og fljótfærni. — Danska liðið sýndi ekki eins mikinn sigurvilja og það gerði gegn Fram, það getur verið, að leikmenn Stadions hafi verið þreyttir eftir lcikina við Fram,og maöur hafði það á tilfinningunni , að leik- mennirnir hafi verið að skemmta sér kvöldið áður. FH-liðið lék svipaðan handknattleik og það sýnir vanalega. — Mikill hraði og kraftur var i leik liðsins til að byrja með, en liðið dofnaði svo, þegar á leikinn leið. Þá stóðu þeir Birgir Finnbogason og Hjalti Einarsson sig m jög vel i márkinu, sérstaklega Hjalti i síðari hálfleik. Góöur „þáttur" Viö- ars skapar góða for- ustu. Viðar Simonarson var heldur betur i „stuði” fyrstu 15. min. leiksins. — Hann skoraði fyrsta mark leiksins,og þegar fyrri hálf- leikurinn var hálfnaður, var hann búinn að senda knöttinn fimm sinnum i netið hjá Stadion. Gunnar Einarsson og Geir Hall- steinsson voru einnig búnir að skora sitt hvort markið og staðan var 7:2 fyrir FH. — Á þessum tima lék FH-liðið mjög hraðan handknattleik og var knötturinn látinn ganga. Birgir Finnboga- son stóð á þessum tima i markinu og varði hann mjög vel, — en hann réöi ekki við vitaköst frá Gunnari Nielsen,og Stadion breytti stöðunni i 8:6 og voru þá 8. min. til leikhlés. Þá tóku FH- Vegna mistaka láöist aö birta síðasta atkvæöaseöil- inn í skoðanakönnun Timans um knattspyrnu- mann ársins, en kosning- unni átti að Ijúka 20. október s.l. Hafa margir lesendur iþróttasiðunnar kvartað undan þessu, eins og vonlegt er, því að margir biðu eftir þvi að senda seðla sina inn, þar til síöasti seðillinn birtist. Til að bæta úr þessum mis- tökum birtum við atkvæða- seðilinn í síðasta skipti,og ingar góðan sprett og komust aftur i fimm marka mun — staðan i hálfleik var 13:8. Danirnir saxa á forskot FH og voru nær búnir að jafna. Það var daufara yfir FH-liðinu i siðari hálfleik og fóru Danirnir að sækja i sig veörið. Þeir náðu að minnka muninn i 16:15 á 18. min. Þá skorar Gunnar Einarsson mjög laglegt mark — Gunnar Nielsen svarar úr vitakasti,og staðan er 17:16, þegar Svend Lund fær knöttinn fram völlinn og stekkur inn i vitateig, en hann varð fyrir þvi óhappi að missa knöttinn úr höndunum, og Hjalti Einarsson átti ekki i erfiðleikum með að verja. Geir bætir svo við átjánda marki FH, en Rene Christinsen, minnkar muninn i 18:17 og eru þá fimm min. til leiksloka. FH-liðið nær góðum endaspretti og sigr- ar örugglega Siðustu min. leiksins nær FH- liðið að sýna góðan leikkafla, og Hjalti Einarsson stendur eins og klettur i markinu. Gunnar skorar með glæsilegu skoti 19:17 og bróðir hans, Ólafur, bætir 20:17 við. Þá skorar Þórarinn Ragnars- son af linu^og Geir innsiglar sigurinn með góöu skoti eftir hraðupphlaup. FH-liðið lék þokkalegan hand- knattleik og markvarzlan var mjög góð. Viðar átti góðan „þátt” i byrjun, þá var Gunnar Einars- son nokkuð góður,og skoraði hann nokkur skemmtileg mörk með góöum undirskotum. Mörk FH skoruðu: Viðar 8, Geir 5, Gunnar 4, Auðunn og Þórarinn tvö hver,og Ólafur eitt. Danska liðið var ekki eins gott og þegar þeir mættu Fram. Greinilegtvar.aðleikmenn liðsins voru þreyttir. Nenntu þeir stundum varla að vera i vörn, og Frh. á bls. 15 NÚ ERU ALLRA SÍÐUSTU FORVÖÐ AÐ SKILA! er skilafrestur til 6. það verða atkvæðin talin og nóvember. Fljótlega eftir úrslit birt. Knattspyrnumaður ársins Ég kýs.................................. sem knattspyrnumann ársins 1972. Nafn.................................... Heimilisfang............................ Simi ................................... Borgarstjórinn þakkaði Fram fyr- ir að endurheimta Islandsbikarinn S.l. laugardag efndi Geir Hallgrimsson, borgarstjóri, til siðdegisboðs i Höfða til heiðurs Islandsmeisturum Fram i knatt- spyrnu. 1 þessu hófi mættu, auk Islandsmeistara Fram og stjórn félagsins, ýmsir forustumenn knattspyrnumála, svo og for- menn iþróttafélaganna i Reykja- vik. Sagöi borgarstjóri við þetta tækifæri, að hann vildi þakka Fram fyrir að endurheimta Islandsbikarinn til Reykjavikur. Ræddi hann um þýðingu þess, að gróskumikil iþróttastarfsemi ætti sér stað i höfuðborginni og lauk lofsorði á Framara. Alfreð Þorsteinsson, formaður Fram, þakkaði borgarstjóranum fyrir móttökurnar og afhenti honum að gjöf frá Fram áletraðan skjöld, sem tslands- meistararnir skrifuðu nöfn sin á. Enn fremur þakkaði Alfreð borgarstjóranum fyrir marg- háttaðan stuðning við iþrótta- hreyfinguna i Reykjavik. SOS Alfreð Þorsteinsson, formaður Fram, þakkar Geir Hallgrimssyni, borgarstjóra, fyrir móttökurnar. (Timamynd Róbert).

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.