Tíminn - 01.11.1972, Blaðsíða 15

Tíminn - 01.11.1972, Blaðsíða 15
Miðvikudagur 1. nóvember 1972 TÍMINN 15 Nefndarstörf unar, ef við á). Kröfur miðist við 3 mánuði i senn, febr.-april, mai-júli, ágúst-október og nóv.- janúar. Krafan skal rökstudd með yfirliti um stimplaða við- veru á vinnustað og/eða dag- bók, ásamt greinargerð um viðfangsefni, þörf fyrir yfir- vinnuna og orsakir hennar. Kröfur af þessu tagi ásamt um- sögn senda hlutaðeigandi ráðu- neyti til fjármálaráðuneytis. Fjármálaráðherra ákveður greiðslur i þessu sambandi i samræmi við 7. mgr. 10 gr. kjarasamnings. 4. Þeim starfsmönnum, sem um ræðir i lið 3,verði gefinn kostur á að gera kröfu með sama hætti og þar greinir eftir þvi sem tök eru á vegna yfirvinnu árið 1971 og 1972. Ætlazt er til, að þeirri kröfu komi til frádráttar hver sú greiðsla úr rikissjóði eða frá rikisstofnunum, sem telja má fyrir störf þess eðlis, sem um ræðir i lið 2 hér að framan eða er hrein yfirvinnugreiðsla. 5. Fjármálaráðuneyti sendi ráð- herrum 1-2 skipti á ári, yfirlit um greiðslur i samræmi við framanritað, svo að þeim sé um þær kunnugt. 6. Yfirmenn, sem hafa daglega eða jafngilda umsjón með störfum starfsmanna, hafa umboð til að staðfesta reikn- inga fyrir óhjákvæmilega yfir- vinnu, sem þeir hafa sérstak- lega beðið um, svo framarlega sem fjárveiting er fyrir hendi. Þeir teljast persónulega ábyrg- ir fyrir þvi, ef þetta umboð er misnotað til greiðslu reikninga fyrir yfirvinnu að óþörfu, fyrir yfirvinnu, sem ekki er unnin eða yfirvinnuskipan, sem bein- línis er ætlað að breyta kjörum starfsmanns. 7. Það er almenn stefna, að tak- marka störf starfsmanna rikis- ins sem mest við umsamda 40 stunda vinnuviku. Ef við getur átt, er þvi talið æskilegt, að fri verði gefin i stað yfirvinnutima að þvi marki, sem þess er kost- ur.” Um þessar tillögur sagði fjár- málaráðherra: Þessar tillögur eru i megin- dráttum þannig, að ég tel að það eigi að athuga þær, og þær hafa að minu áliti marga kosti. Ég tel, að óhugsandi sé,að komast hjá að margir eða flestir þeirra starfs- manna, sem ekki hafa laun fyrir yfirvinnu vegna stöðu sinnar, verði að vinna oft mikla yfir- vinnu, og það er óhugsandi að biðja um slika yfirvinnu án þess að greiðsla komi fyrir. Þess vegna kynni ég þessar hugmyndir hér að ég vil gjarnan heyra álit háttvirtra alþingismanna á þeim, meðan þær eru ennþá á hug- myndasviðinu. Vetraráætlun Loftleiða gengin í gildi ÞÓ—Reykjavik. Vetraráætlun Loftleiða hefst á morgun, 1. nóvember, og gildir hún til 31. marz 1973. Samkvæmt vetraráætluninni verða átta vikulegar ferðir flogn- ar til og frá Luxemborg, fimm til og frá Sandinaviu, ein Bretlands- ferð og fjórtán ferðir i viku til og frá New York. Þrjár DC þotur verða notaðar til ferðanna, og verður ein þeirra einnig notuð til að halda uppi þremur vikulegum ferðum International Air Bahama milli Nassau og Luxem- borgar. Vetraráætlunin verður i megin- atriðum svipuð þeirri, sem gilti i fyrravetur, en þó hafa verið gerð- ar nokkrar breytingar á áætlun- inni, sem vonir standa til að verði til bóta, einkum vegna þess að i ferðum til og frá Luxemborg er nú ráðgert að flugvélar hafi lengri viðdvöl þar en áður. Þá er ákveðið að gera nokkrar breytingar á rekstri DC-8-55 flug- vélarinnar, sem heldur uppi Skandinaviu-og Bretlandsferðum Loftleiða. Breytingarnar eru gerðar með það fyrir augum, að unnt verði að anna betur aukinni eftirspurn vöruflutninga. Til þess voru settir fjórir vörupallar i vél- ina um miðjan októbermánuð. Er þeim komið fyrir i fremri hluta vélarinnar, en sætum i farþega- rými var fækkað úr 161 i 111. — Með þessu móti verður unnt að flytja 10-12 tonn af vörum i hverri ferð. Sá árangur, sem orðið hefur frá þvi, að þessar breytingar voru gerðar bendir til þess að stefnt hafi verið i rétta átt til nýtingar á flutningsgetu flugvélarinnar. I gær, mánudag, sendi sjávar- afurðadeild SIS 12.5 lestir af forsnum fiskflökum með flugvél- inni til New York, en þaðan voru þau flutt með kælibilum til Mil- waukee i Wisconsin. Brottfarar og komutimar til og frá íslandi verða svipaðir og nú. I flestum New York ferðanna verð- ur farið frá Keflavik kl. 17.30 og komið til New York kl. 18.30 að staðartima, en vegna þeirra, sem þurfa að komast með fyrri ferð- um frá New York verður komu- timi þriggja áætlunarferðanna til New York kl. 18.00. Frá New York verður farið kl. 20.30 og komið kl. 07.00 að morgni til Keflavikur- flugvallar. Héðan verður farið kl. 08.00 að morgni til Skandinaviu og Bret- lands, nema i beinu Kaupmanna- hafnarferðunum. Þær hefjast frá Keflavikurflugvelli kl. 08.30 þriðjudaga, fimmtudaga og sunnudaga. Til Luxemborgar verður farið kl. 07.45 alla daga. Allar flugvélar koma frá Norður- Evrópu til tslands á timabilinu frá kl. 16.00 til 16.50. Eins og fyrr segir verða fimm vikulegar ferðir til og frá Sandinaviu. Þrjár Kaupmanna- hafnarferðir verða farnar við- komulaust milli Islands og Dan- merkur, en tvær ferðanna verða til Oslóar og Stokkhólms. A laugardögum verður farið til og frá Glasgow og London. Tvær 249 sæta DC-8-63 þotur verða á förum til og frá Luxemborg og áætlun- arferðanna milli Nassau og Luxemborgar. Framhald 'af bls. 1. greindum ástæðum, og þvi tel ég skylt að segja bæði borgarstjórn og borgarbúum það i tima. Þá sagði Geir, að hann teldi það skyldu meirihlutans að tilnefna með nokkrum fyrirvara nýjan borgarstjóra, svo borgarbúar mættu kynnast honum áður en næst yrði gengið að kjörborði. Loks sagði borgarstjóri: ,,A þessari stundu þakka ég öllum þeim samherjum, er efla vilja heill og hag borgarbúa, þótt oft greini á um leiðir”. A fundinum með borgarstjóra kom m.a. fram, að það fellur i hlut hins nýja borgarstjóra að leggja fram fjárhagsáætlun Reykjavikurborgar fyrir næsta ár. BÆ N DU R EmpEi NÚ ER TÆKIFÆRI TIL AÐ KAUPA KEMPER HEYHLEÐSLUVAGN íþróttir Framhald af bls. 11. fengu þeir nokkur mörk út á það, þvi að þeir, sem voru eftir frammi, fengu oft knöttinn sendan fram, eftir að FH var búið að missa hann frá sér i sókn. Markvarzlan hjá Stadion var ekki góð. Mörk liðsins skoruðu: Gunnar Nielsen 6, Nicolai Agger 3, Lund, Bent Jörgensen og Rene Christinsen tvö hver, Finn Staffensen og Jörgen Frandsen eitt hvor. Karl Jóhannsson og Sigurður Hannesson dæmdu leikinn, og sluppu þeir sæmilega frá þvi. SOS ■ .___: Framhald fl viðavangi af bis. 3. alltaf. E11 sizt þarf núverandi rikisstjórn að bera kinnroða vegna kaupgjaldsmála i samanburði við hina fyrrver- andi. Stjórnarandstaðan talar nú oft um duglausa stjórn i blöð- uni sinum. Enn sem komið er hefur þó atvinnulif verið með cðlilegum hætti og nóg vinna fyrir alla. Það er ólíkt þvi, sem átti sér stað, þegar eitt- livað bjátaði á i tið fyrri stjórnar. Hvað sem segja má um dugnað þessarar ríkis- stjórnar hefur hún þó hingað til reynzt miklu farsælli i störfum, en sú stjórn, sem á undan henni sat.” AÐALÁSTÆÐAN FYRIR ÞVÍ ER, AÐ ENNÞÁ ERU TIL NOKKRIR VAGNAR FRÁ SÍÐASTA SUMRI Á EFTIRFARANDI VERÐI, EN VERULEG HÆKKUN VERÐUR EFTIR ÁRAMÓT. TEGUND STÆRÐ VERÐ TIL ÁRAMÓTA VERÐ EFTIR ÁRAMÓT N0RMALG 28 m3 KR. 196,000.00 KR. 209,000.00 IDEAL 25 24 » " 179,000.00 » 195,700.00 SPESIAL K22 20 » » 174,000.00 » 194,000.00 DIAM0MT 18 16 » » 134,000.00 » 134,000.00 VINSAMLEGAST KYNNIÐ YKKUR HIN SÉRSTAKLEGA HAGKVÆMU GREIDSLUKJÖR Á ÞESSUM VÖGNUM. $ Samband islenzkra samvinnufélaga VÉLADEILD Armúla 3 Reykjavik simi 38900 —TK

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.