Tíminn - 09.11.1972, Blaðsíða 7

Tíminn - 09.11.1972, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 9. nóvember 1972 TÍMINN 7 má Útgefandi: Fra'msóknarflokkurínn Framkvæmdastjóri: Kristján Benediktsson. Ritstjórar: Þór-:| arinn Þórarinsson (ábm.), Jón Helgason, Tómas Karlsson,! Andrés Kristjánsson (ritstjóri Sunnudagsblaös Timáns)J Auglýsingastjóri: Steingrimur, Glslasqþi, • Ritstjórnarskrif- stofur í Edduhúsinu við Lindargötu, símar 18300-18306^; Skrifstofur i Bankastræti 7 — afgreiöslusími 12323 — auglýs i; ingasimi 19523. Aðrar skrifstofurrsimi 18300.. Askriftargjalá; 3?5 krónur á mánuöi innan lands, i lausasölu 15 krónur ein'i takiö. Blaðaprent h.f. Sigur Nixons Úrslit forsetakosninganna á Bandarikjunum fóru á þann veg, sem spáð hafði verið. Nixon var endurkosinn forseti með miklum yfirburð- um, en andstæðingar hans héldu hins vegar meirihluta sinum á báðum þingdeildum. Sigur sinn átti þvi Nixon ekki að þakka flokki sinum. Tvennt mun einkum hafa stutt að þessum sigri Nixons. Annað var það, að hann þykir yfirleitt hafa reynzt betur sem forseti en Bandarikjamenn gerðu sér vonir um fyrir fjór- um árum. Með heimflutningi Bandarikjahers frá Suður-Vietnam og viðræðum við forustu- menn Rússa og Kinverja, hefur Nixon farið inn á nýjar brautir i alþjóðamálum, sem þykja vænlegar til að gefa góða raun. I innanlands- málum hefur stjórn hans verið frjálslyndari og róttækari á mörgum sviðum en búizt var við. T.d. má segja, að Nixon hafi brotið blað i efna- hagssögu Bandarikjanna, er hann greip til verðlagshafta og fleiri opinberra aðgerða til að hamla gegn dýrtið og verðbólgu. Nixon hefur á þennan og margan annan hátt sýnt, að hann er ekki ihaldssamur kreddumaður, heldur frjáls- lyndur og raunsær athafnamaður. Sumir and- stæðingar hans telja hann þvi tækifærissinna, en Nixon mun svara þvi likt og Talleyrand: Það er ekki ég, sem breytist, heldur timarnir og kringumstæðurnar. Óneitanlega hefur Nixon vaxið mikið og eflzt að reynslu siðan hann féll i forsetakosningun- • um 1960 og i rikisstjórakosningunum i Kali- forniu 1962. Tveir svo stórfelldir ósigrar hefðu bundið endi á ferilvenjulegsstjórnmálamanns. En Nixon lærði af ósigrinum og hann hefur ver- ið vaxandi maður i forsetaembættinu. Hann mátti þvi frá upphafi teljast nokkuð viss um endurkjör, þvi að Bandarikjamenn eru óvanir að hafna forseta, sem sæmilega hefur reynzt. Þessu til viðbótar bættist svo það, að demó- kratar voru seinheppnir i vali sinu. Ekki færri en ellefu forsetaefni kepptu i prófkjörunum og varð þessi sundrung til þess, að róttækustu vinstri öflunum i flokknum tókst að ráða út- nefningu forsetaefnisins. Þótt McGovern sé hinn mætasti maður og hefði vafalaust reynzt gegn forseti, var kosning hans frá upphafi von- laus sökum þess, að hann var bendlaður við þessi öfl og náði þvi aldrei stuðningi mikils hluta demókrata. Hann var þvi fyrirfram dæmdur til ósigurs alveg eins og Goldwater i forsetakosningunum 1964, en hann hafði unnið i prófkjörunum hjá repúblikönum með tilstyrk ihaldssömustu aflanna i flokknum. ósigrar Goldwaters og McGoverns sýna, að forseta- efni, sem eru taldir fulltrúar róttækra hægri afla eða vinstri afla, eru ekki sigurvænleg i Bandarikjunum. Ósigur McGovern verður ekki túlkaður sem ósigur frjálslyndrar stefnu i Bandarikjunum. Stefna sú, sem Nixon boðaði núær mun frjáls- lyndari en sú stefna, sem hann hafði á oddinum i forsetakosningunum 1968, og gildir það jafnt um innanlandsmál og utanrikismál, einkum þó hin siðarnefndu. Sigur sinn á Nixon ekki sizt þessari stefnubreytingu að þakka. ERLENT YFIRLIT Roscoe Drummond, The Christian Science Momtor: Stjórnmálaþróunin í Banda ríkjunum þokast til vinstrí Báðir aðalflokkarnir hafa færzt í þá áttina Hichard Nixon NIÐURSTÖÐUR sumra skoðanakannana um stjörn- mál eru i senn hárréttar og villandi. Gott dæmi um þetta er nýaf- staðin könnun, sem Daniel Yankelovich gerði fyrir stór- blaðið New York Times. Við- fangsefnið var, hvernig kjós- endur i New York-fylki flokk- uðu sjálfa sig i stjórnmálum. Niðurstaðan var þessi, — og kom sannarlega á óvart: Ihaldsmenn 38 af hundraði Hægfara 29 af hundraði Frjálslyndir 24 af hundraði Táknar þetta þá, að ibúar New York, sem eitt sinn voru frjálslyndari en íbuar annarra fylkja i Bandarikjunum, séu allt i einu orðnir öllum öðrum ihaldssamari, þar sem 67 af hundraði kjósenda flokka sjálfa sig sem „ihaldsmenn” eða „hægfara”? Athugun leiddi einnig i ljós, að kjósendur i New Jersy og Connecticut skipuðu sér i flokka að heita má á sama hátt. Réttlætir þessi niðurstaða þá ályktun, að bandariskir kjósendur séu að verða veru- lega ihaldssamir? AÐ minu viti er þessu þver- öfugt farið og bandariskir kjósendur einmitt orðnir sér- lega frjálslyndir, — hvort sem þeir gera sér sjálfir grein fyrir þvi eða ekki. Ég dreg ekki i efa rétta niðurstöðu þeirra athugana, sem sýna, að i sumum hlutum rikisins kenna fleiri kjósendur sig við ihaldssemi en aðrar skoðanir. Ætli meirihluti kjós- enda sér að endurkjósa Nixon forseta vilja margir þeirra efalaust —- og ef til vill flestir — telja sig vera „ihaldsmenn”. En þvi ber að veita sérstaka athygli, að kannendur meta ekki sjálfir, hvað sé að vera ihaldsmaður og hvað frjáls- lyndur, þegar þeir biðja kjós- endur að draga sig sjálfa i pólitiska dilka. Ljóst virðist og óumdeilan- legt, að báðir aðalflokkarnir hafa stöðugt verið að þoka sér til vinstri, og það svo að um munar undanfengin fjögur ár. Forsetinn hefir þokað Repú- blikanaflokknum til vinstri og McGovern hefir einig fært Demókrataflokkinn til vinstri. Þegar kjósendur segjast sjálfir vera ihaldsmenn verð- um við að hafa i huga, að ihaldssemi i dag var frjáls- lyndi i gær. ÞEGAR kjósendur fallast á og lofa þær mörgu breytingar á stefnu, sem rikisstjórn Nixons hefir gengizt fyrir, — og flestar eru á þann veg, sem frjálslyndir hafa lengst af bar- iztfyrir, — en nefna sig eigi að siður „ihaldsmenn”, — Getur það þá táknað nokkuð annað en að „ihaldið” sé hætt að vera sérlega „ihaldssamt”? Þessi hneigð til ihaldssemi var tekin til meðferðar á rit- stjórnargrein i timaritinu Life Þar var sagt, að „endanleg áhrif framboðs McGoverns kunna að verða þau, að sýna svart á hvitu, hve ihaldssöm þjóðin er orðin”. Að svo mæltu er bætt við: „Kjósendur, sem eiga mikið undir þvi að halda kerfinu óbreyttu, eru miklu fleiri en hinir, sem hag hefðu af grund- vallarbreytingum”. ÉG trúi ekki, að viljinn til að „verja kerfið” breytingum sé öruggur prófsteinn á ihalds- semi. Allar þær endurbætur „hinnar nýju gjafar Roosevelts”, sem stefndu á sinni tið að þvi að varðveita kerfið, eru orðnar stefnumál flestra ihaldsmanna. Félags- legu réttindunum og umbótun- um i velferðarmálum, sem rikisstjórn Johnsons gekkst fyrir, var komið á þegar al- menn velmegun rikti og flestir áttu þvi að hafa hag af að varðveita kerfið. Er það órækt merki þess, að þjóðins sé orðin ihaldssöm, ef mikill meirihluti kjósenda hafnar McGovern eins og haldið er fram i ritstjórnar- grein timaritsins Life? ÞESSI skoðun hefir að engu þá staðreynd, að valdhafarnir i Washington hafa stefnt að frjálslyndislegum markmið- um i félags-, efnahags- og utanrikismálum eftir að þeim varð ljóst, að gamla stefnan gaf ekki nógu góða raun. Aukning Nixons forseta á fjölskyldubótum er i ætt við frjálslyndi en ekki ihaldssemi. Áform hans um greiðslu- halla á fjárlögum eru sótt til frjálslyndra en ekki ihalds- manna. Aðhald forsetans i efna- hagsmálum og fyrirætlanir hans i kaupgjalds- og verð- lagsmálum eru i beinni and- stöðu við ihaldskenninguna um frjálsa verðmyndun framboðs og eftirspurnar. Viðleitni Nixons forseta til bættrar sambúðar við Rússa og Kinverja á ekki skylt við ihaldssemi. Við getum þvi ekki haldið fram með neinum rétti, að um sé að ræða alvarlega og sögu- lega sveiflu til hægri, þó að sú verði raunin, að Nixon nái endurkjöri. Þ.Þ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.