Tíminn - 09.11.1972, Blaðsíða 9

Tíminn - 09.11.1972, Blaðsíða 9
8 TÍMINN Fiiniiitudagur !). nóvcinber 11)72 Fiinmtudagur !). nóvember 1972 TÍMINN 9 l*oir oijía að erfa landift «g skila þvi vonandi betri en þeir taka vift þvi. Sannkallaftir Vormenn islands. I*eir eru dbyrgir á svip, enda hafa þeir tögl og hagldir i skólalifinu á Hvanneyri. Frá vinstri: Jónatan, Þorvaldur, (luftjón og llalldór i vetur stunda 84 nemendur náin á llvanneyri, þar af þrjár stúlkur. Fiórar bekkjardeildir eru starfandi 2 i almennri bænda deild og fyrsti og þriftji bekkur framhaldsdeildar, en inn i hana eru nemendur aðcins teknir annaft hvert ár, Næsta vetur verfta þvi annar bekkur fram- haldsdeildar og undirbúnings- deild hennar starfandi. Nem- endur i framhaldsdeild eru nú 28, og enn sækja ekki fleiri en svo um inntöku i deildina, aft ekki er hægt aft taka inn i hana árlega. Þar koma fjárráftin til Trausti Eyjólfsson er um- sjónarmaður skólans og jafn- framt félagslegur ráðgjafi nem- enda. Hann tók við þessu starfi i haust, en er annars æskulýðsfull- trúi i Vestmannaeyjum, þar sem hann hefur leyfi i vetur frá störfum. Trausti gerðist leiðsögumaður okkar um skólahúsin og út á meðal -nemenda. Þetta er á lestrartima og rólegt á göngunum, en áður erum við búnir að hitta stúlkurnar, þar sem þær eru við logsuðu. TVEIR SKÓLAR, EN EKKI EINN I heimsokn á Hvanneyri II. Myndir: Róbert Ágústsson Frósögn: Erlingur Sigurðarson ,,Þá piprar maður bara” Stúlkurnar eru Stella Meyvantsdóttir úr Reykjavik, Hulda Harðardóttir frá Stóru- Mástungu i Gnúpverjahreppi og Lára Böðvarsdóttir frá Lamb- haga i Skilmannahreppi. Allar segjast þær ætla að búa, og eru ekkert hræddar um að þær fái ekki jarðnæði. Ef þær ekki giftist, þá pipri þær bara, segja þær með hinni mestu ró. Það er ekki svo niikið varið i alla þessa karlmenn. Þegar við spyrjum, hvort þær séu þá ekki rauð- sokkur, kveður við eitt samhljóða hávært nei, en er fastar er að gengið kemur i ljós, að sumt eiga þær þó sameiginlegt með þeim. Það er hið margumtalaða frelsi húsmóðurinnar, sem helzt kitlar þær úr rauðsokkabaráttunni. — Konur eiga að geta verið bændur, ekki siður en karlmenn, segir ein þeirra. En enginn vildi -þó vera hús- bóndinn, sem lyti stjórn konu sinnar i öllu. Ekki vildu þær setja hugsan- legum eiginmönnum nein skil- yrði, en töldu þó, að ekki myndi lakara fyrir þá, að hafa búfræði- menntun. ,,Svo fara þeir allir i lögguna” Af fundi kvennanna höldum við til Nemendaráðs skólans, en það er skipað fjórum mönnum, einum úr hverri deild. — Þeir þurfa ekki á neinum oddamanni að halda, segir Trausti, og við dáumst að þvi samlyndi, sem þarna rikir og hugsum, að betur færi að svo væri viðar á Islandi. Þetta eru greinilega ábyrgir menn, sem taka starf sitt alvar- lega, en starf nemendaráðs liggur einkum i þvi að vera fulltrúi nemenda út á við og gagnvart kennurum, segja þeir, og jafn- framt,- að samkomulagið við kennarana sé ágætt. Ráðið á einnig að vera leiðandi afl i félagslifi nemenda. Það er kosið á haustin og er heldur óvinsælt að eiga sæti i þvi, og þvi meir sem á liður veturinn. Nú skipa nemendaráð Jónatan Hermannsson frá Galtalæk i Biskupstungum, Þorvaldur Arna- son úr Hafnarfirði, Guðjón Hilmarsson úr Kópavogi, en ættaður að austan og Halldór Gislason frá Neðra-Hálsi i Kjós. Það er einkum Jónatan, sem orð hefur fyrir þeim, en hann er formaður ráðsins. Okkur finnst oft gæta nokkurs misskilnings hjá almenningi varðandi skólann hér, segir hann. Menn vilja lita á hann sem eina heild, en i raun og veru er um að Trausti Eyjólfsson umsjónar- maftur og félagsráðgjafi ræða tvo skóla, þar sem nem- endur eiga fátt sameiginlegt. Þeir eru hér á breiðu aldursskeiði, allt frá 17 ára þeir yngstu, en hinir elztu eru hátt á þritugsaldri. Munurinn á þroska og ýmsum viðhorfum er þvi gifurlegur. Auk þess starfa deildirnar aðskildar og eiga fátt sameiginlegt i náms- skipulagi. —Kennsla hefur breytzt all- mikið hér undanfarin ár, halda þeir áfram, eða siðan yngri deildin var lögð niður. Nú er að- eins ein bændadeild og inntöku- skilyrði i hana eru gagnfræða- próf eða sambærileg menntun. Það er rétt að láta það koma fram, að bændadeildin á Hólum er enn tviskipt, eldri og yngri deild. Nú er námið til muna sérhæfð- ara en áður og skiptist i tvo meginkjarna: Efnafræði, ásamt skyldum greinum eins og lifefna- fræði, liffærafræði, gerlafræði/ mynda kjarna grunnfaga. 1 hinum kjarnanum eru búfræðileg fög. En allar kennslubækur eru á islenzku og margar þeirra annað hvort eftir kennarana sjálfa eða þýddar af þeim. Þetta á að visu aðeins við um bændadeildina, þvi að i undirbúningsdeild fram- haldsnáms eru tungumál og stærðfræði helztu greinarnar, og i framhaldsdeildinni er megnið af námsbókunum á erlendum málum. Til inntöku i framhaldsdeildina er annað hvort krafizt stúdents- prófs eða góðrar frammistöðu i undirbúningsdeild og það er langt frá þvi að allir komist þar inn. Reglurnar eru sem sagt mjög strangar, þvi að ætlazt er til, að sá, sem verið hefur i undir- búningsdeildinni hafi svipaða þekkingu og sá, sem lokið hefur náttúrufræðideild i menntaskóla, þ.e.a.s. i liffræði og skyldum fögum. Kennslan i þýzku verður óhjákvæmilega minni — I framhaldsdeildinni er námið svo á ýmsan hátt sambæri- legt við nám i efnafræði og lif- fræði við H.t., halda þeir áfram, — og próf frá henni eru á Norður- löndunum metin algjörlega til jafns við hliðstæða menntun frá landbúnaðarháskólunum i Asi i Noregi og i Kaupmannahöfn, svo að nefnd séu dæmi, en margir Islendingar hafa stundað nám við þessa skóla. Jónatan segir það sitt álit, að alltof margir af mölinni séu nú i skólanum og hafi verið — Til þess að verða sæmilegur bóndi þurfa menn að hafa alizt upp við bú- skap, en þeir eru margir hér, sem aldrei hafa verið heilt ár i sveit, heldur hann áfram. Þessir sömu virðast lita á það sem einhvers konar sport að fara T bænda- skóla... ,,og svo fara þeir allir i lögguna”, skýtur Guðjón inn i. Þegar talið berst viðar kemur fram að kvenmannsleysi er það, sem flesta bagar. Þó bæta reglu- leg samskipti við Húsmæðra- skólana að Varmalandi og Laugarvatni nokkuð vanda sumra, en ekki halda þeir að nokkur muni hafa á móti þvi að tala kvenna við skólann marg- faldist. eftir áramót. Tamningakennsla hefur ekki verið i skólanum upp á siðkastið, en vonir standa til að af henni verði á útmánuðum i vetur. Að siðustu segja þeir nemenda- ráðsmenn, að þeir hyggi gott til samstarfsins við hin nýju skóla- yfirvöld, sem hafi á einu ári yngzt upp um ca. 20 ár. Breyt- inga sé alltaf þörf, og þeir voni að þær verði bæði margar og góðar. Sérstaklega þarf að fella bún- aðarmenntunina betur inn i skólakerfi rikisins, segja þeir, þvi að eins og nú standa sakir er þarna fær leið til að komast aftan að menntakerfinu, ef svo má segja. Úr þeirri misfellu verður að bæta og tryggja það, að ekki veljist hingað menn nema með góða undirstöðumenntun. Gallinn á rikjandi fyrirkomulagi kemur bezt i ljós i framhaldsdeildinni, sem er eins og áður sagði, mjög ströng. Fiskurinn var frábær Þegar hér er komið sögu er orðið áliðið, og skammt að biða kvöldverðar. Hin góðkunna islenzka gestrisni er i hávegurn höfð á skólasetrinu, og svangir skulum við ekki fá að yfirgefa staðinn. Borðsalurinn er enn i kjallara gamals húss, þar sem einnig eru ibúðir skólastjóra og fleiri starfs- fólks, póstur og simi o.fl. Þar er óneitanlega orðið nokkuð þröngt og ekki er öll aðstaða heldur sem nýtízkulegust, en þröngt mega sáttir sitja, og allt stendur þetta til bóta. En maturinn bætir þetta allt upp. Á borðum er ný ýsa, senni- lega neðan af Skaga, og hún verður aö teljast til lostætis, eins og hún birtist þarna. Það finnst a.m.k. þeim, sem borðað hefur i mötuneyti 10-15 ár. og vanalega fengið fiskinn mauksoðinn og illa farinn. Það er ekki laust við, að maður öfundi þá Hvanneyringa af eldhússtúlk- unum, enda kunna þeir vafalaust að meta tilvist þeirra. ,,Nú er mötuneytið rekið af skólanum sjálfum og matarfélag skólapilta þar með úr sögunni en i þess tið ráku nemendur sjálfir mötuneytið. Ekki fáum við neinar tölur uppgefnar um dvalarkostnað nemenda, slíkt er ekki ljóst í byrjun skólaárs, en sennilega er hann ekki hærri en A rimmlugsafmæli skólans færu Borgfirftingar honum aft gjöf þennan ræftuslól, sem er útskorinn af Rikharfti Jónssyni.. Margur hefur senni- lega þreytt frumraun sina á svifti ræftumennsku i stólnum, og Ilermann Ilelgi Traustason telur, aft ekki sc ráft nema i tima sé tekift, og stigur i pontu, þótt enn þurfi hann á upphækkun aft halda. Hann stigur þvi i slólinn á stól. við sambærilega skóla i þéttbýli. Að máltið lokinni, kveðjum við staðinn og fólkið, og höldum um islenzkan veg áleiðis i bæinn. En uppi á Hvanneyri sitja vafalaust nokkrir yfir námsbókunum til að bæta sér upp þær tafir, sem inn- rás okkar á staðinn hefur valdið. Nýr starfsdagur er að morgni og ekki öruggt, að kennarar taki það gilda afsökun er menn gata, að blaðamenn hafi valdið við- korriandi truflunum. Vonandi hafa allir sloppiö klakklaust frá púltinu þann dag, en ef ekki lýsum við sök á hendur okkur. Heslamennska á hug manna allan !ft garfti. ibúftir nemenda eru vistlegar eins og sjá má á þessari mynd. Ein og áður hefur komið fram eru litil samskipti meö nem- endum deildanna, nema þá helzt i iþróttum og félagsmálum. tþróttir af ýmsu tagi eru óspart stundaðar, einkum þó knatt- leikur, en keppnir eru mest háðar innbyrðis. Málfundir eru haldnir oft á vetri, og umræðuefni valin úr ýmsum áttum. Ekki vilja þeir félagar láta mikið af pólitiskri starfsemi inna skólans, telja að menn beini huga sinum i æðri áttir. Nú er i undirbúningi að stofna áhugamannahópa um hitt og þetta, t.d. skák, spil, leiklist, myndlist, og tóniist. Menn eyði flestir tómstundum sinum við spil, tafl og samræður, og helzti kosturinn er, hve aðstaða til að horfa á sjónvarp er slæm, segja þeir, — menn spilla þá ekki timanum horfandi á imba- kassann, en gera eitthvað þarfara. —Þaðer rétt að það komi fram, segir Þorvaldur, að eitt félag starfar alltaf mjög vel þ.e. hesta- mannafélagið. Nemendur fá að hafa hér einn hest a.m.k., eða jafnvel fleiri, ef þeir æskja þess. Þeir koma þó ekki með þá fyrr en Stella, Ilulda og Lára vift logsuftu. Ætlar svo einhver aft halda þvi fram, aft konur séu eftirbátar karl- manna, þegarum eraftræða erfiftis-og óþrifaverk?

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.