Tíminn - 10.12.1972, Blaðsíða 4

Tíminn - 10.12.1972, Blaðsíða 4
4 TÍMINN Sunnudagur 10. desembcr 1072 Aukanúmer i Evrópu keppni ' Hann er vigalegur á svip , mundar gitarinn og lyftir löpp eins og góðir og velsiðaðir hundar gerðu i gamla daga og gera vist enn. .Jú, þetta er Neville ,,Noddy” Holder, aðal- sprautan i brezku popphljóm sveitinni Slade sem islenzkum sjónvarpsáhorlendum gafst kostur á að sjá fyrir skömmu. Var þar um að ræða skemmti þátt frá Eurovision, nánar tillekið samkeppni „pródúsenta” eða ,,hljóm- stjóra” eins og það hék á islen/.ku. Ekki tók Sladeþó þátt i keppninni sjálfri, heldur tróð upp sem aukaatriði. Hljóm- sveitin skar sig mjög úr, hvað sviðsframkomu snertir, og er ekki annað hægt að segja en hún hafi verið allskemmtileg. „Noddy” framdi söng og einnig hvað mestar hundakúnstirnar. Mynd þessi er tekin úr ensku blaði, og eins og Iram kemur i lexta hennar; er hljómsveitin ein sú vinsælasta i Bretlandi um þessar mundir, og ekki hvað sizt fyrir stil sinn, sem er all óvenju- legur eins og lif hljómsveitar- meðlimanna sjállra. Sigrafti Spasski Nú tilýtur að fara um Bobby Kischer, er hann fréttir, að nýlega tókst 17 ára skólapilti i Moskvu, Valeri Chekhov, að sigra stórmeistarann Spasski. Krá þessu var skýrt i dagbl- aðinu Komsomolskaya Pravda, en þar segir ennfremur, að Valeri hafi tekið þátt i fjöltefli við Spasski, og auk hans hafi Ijórir aðrir piltar, teflt við stór- meistarann. Ekki tókst hinum þó að sigra Spasski, svo Valeri má vera stoltur. ☆ Nýtt andlit fyrir Sorayu Nú er svo komið, að Soraya, fyrrum keisæafrú i Persiu, hefur ákveðið að fá einn frægasta skurðlækni i Evrópu til þess að hreyta andliti sinu. Ástæðan er sú, að Soraya er búin að fá nóg af þvi að láta allan heiminn fylgjast með sér og óhamingj- unni, sem stöðugt virðist fylgja henni. Kyrir einum 23 árum, þegar Soraya var aðeins 18 ára og enn áhyggjulaus ung stúlka, var hún dag einn að koma út úr mosku i borginni Itan. Hún var i fylgd með móður sinni, og um leið og þær komu út á tröppurnar, kom til þeirra gömul kona. Hún sagði: Hú ert mjög falleg, en það má lesa óhamingju og sorg úr andliti þinu. Einn góðan veðurdag átt þú eftir að óska þess, að andlit þitt hefði verið öðru visi, þegar óhamingjan hefur dunið yfir þig. En ég skal biðja íyrir þér. Soraya trúði ekki á þennan spádóm, en hvað sem þvi leið, þá virtist hamingjan sannar- lega brosa við henni, þegar hún giftist keisaranum i Iran. En það liðu aðeins (i ár, þangað til búið var að úthýsa henni úr höll keisarans, vegna þess að hún gat ekki fætt honum son, sem gæti tekið við rikinu eftir föður- inn. Siðan hefur óhamingjan elt Sorayu, og nú siðast, þegar maðurinn, sem hún hafði búið með i Ijögur ár, Eranco Indovina, lézt i flugslysi. Blaöa- menn og Ijósmyndarar hafa lylgt eftir hverju fótmáli Sorayu og skýrt áhugasömum les- cndum nákvæmlega frá hverri óhamingjunni á fætur annarri. Nú er svo komið, að Soraya óskar þess að geta lifað lilinu án þess að vckja svona mikla eftir- tekt. Hún hefur sagt vinafólki sinu, Alfonso de Hohenlohe prinsi og Iru von Fyrstenberg prinsessu, að nú ætli hún að fá hinn Iræ'ga italska skurðlækni, A. Kischer, til þess að breyta andliti sinu. ☆ IJrjóstin stækka Neylendasamtök i London hafa skýrt frá þvi, að á síðustu 10 árum hafi brjóstmál enskra kvenna aukizt að meðaltali úr 34 tommum i 36 tommur, eða um sem svarar 5cm. Samtökin gefa þá skýringu, að mataræði i Bretlandi hafi batnað mjög á þessu timabili og lífskjör al- mennt, og sé það ástæðan fyrir þessari brjóstastækkun. — Hún Matthildur er með svo slæma tannpinp, að ég er að verða galinn af áðhlusta á kvein- in i henni. — Er ekkert ráð við þessu? — Jú, ég treð bómull i eyrun. —Ég heyri að maðurinn yðar er hrifinn af sterku kaffi, sagði læknirinn. — En þér ættuð ekki að gefa honum það, hann verður of æstur af þvi. — Þá ættuð þér að sjá, hvað hann verður æstur, ef kaffið er þunnt. — Konan min er afskaplega spar- söm, sagði einn Skoti við annan. — Þar ertu svei mér heppinn, svaraði hinn. — Já, i hvert sinn, sem hún skiptir um vatn á gullíiskunum, fáum við fiskisúpu i hádeginu. DENNI DÆMALAUSI Ég lilakka til þegar Marta keniur heim. Bjórinn myndi ekki klárast lijó lienni.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.