Tíminn - 10.12.1972, Blaðsíða 11

Tíminn - 10.12.1972, Blaðsíða 11
Sunnudagui' 1». desember 1!)72 TÍMINN n Útgefandi: Framsóknarflokkurinn liií Framkvæmdastjóri: Kristinn Kinnbogason. Ritstjórar: Þór-:;:;:g: arinn Þórarinsson (ábm.), Jón Helgason, Tómas Karlsson. :::: Andrés Kristjánsson (ritstjóri Sunnudagsblaös Timans Auglýsingastjóri: Steingrimur Gislason;. Ritstjórnarskrif .;;: " stofur i Edduhúsinu viö Lindargötu, simar 18300-18306.;;;;;;:;:;; Skrifstofur i Bankastræti 7 — afgreiðslusimi 12323 — auglýs ::;::;:;: ingasimi 19523. Aðrar skrifstofurtsimi 18300. Áskriftargjald 225 krónur á mánuði innan lands, i lausasölu 15 krónur ein-gí;;;;;;; takið. Blaðaprent h.f. Álit valkostanefndar Verkefnið, sem rikisstjórnin lagði fyrir val- kostanefnd, var að gera tillögur um leiðir og valkosti i efnahagsmálum með það fyrir aug- um, að halda verðbólgu i svipuðum skorðum og i nágrannalöndunum, treysta grundvöll at- vinnuveganna og tryggja atvinnuöryggi og kaupmátt launa. í stuttu máli má sega, að grundvallarvand- inn, sem við er að striða nú i efnahagsmálum, sé tviþættur. Annars vegar stefna útgjalda- áform almennings og hins opinbera verulega fram úr framleiðslugetu hagkerfisins og hins vegar skortir á, að rekstrargrundvöllur út- flutningsatvinnuveganna sé fullnægjandi. Margvisleg vandamál eru svo tengd þessum meginkjarna. Valkostanefnd komst að þeirri niðurstöðu, að um þrjár meginleiðir væri að velja til að mæta þessum vanda, er fullnægðu að mestu þeim markmiðum, sem rikisstjórnin hafði sett henni að hafa að forsendum i störfum sinum. Þessar þrjár meginleiðir eru: 1. Millifærsla fjár til atvinnuveganna með óbeinum sköttum. 2. Niðurfærsla kaupgjalds og verðlags. 3. Gengislækkun. í öllum þessum þrem leiðum gengur val- kostanefndin út frá þvi,aðverðhækkunaráhrif efnahagsaðgerðanna komi ekki til fram- kvæmda i kaúpgreiðsluvisitölu. Ennfremur er það öllum þessum þremur leiðum sameigin- legt, að þær fela i sér lækkun opinberra fram- kvæmda og lækkun á útlánaáformum fjárfest- ingarlánasjóða. En auk þess er þeim það sam- eiginlegt, að þær eiga allar að geta náð i meg- inatriðum þeim markmiðum, sem rikisstjórn nefndi i skipunarbréfi til nefndarinnar. Valkostanefndin, sem varð sammála um nið- urstöðurnar, telur,að ekki verði séð hvernig hægt sé að hafa áhrif á einkaneyzlueftirspurn svo einhverju muni, nema með þvi að koma fram breytingu á kaupgreiðsluvisitölukerfinu og að jafnframt sé ljóst, að án þess að dregið sé úr einkaneyzlu, náist enginn umtalsverður árangur i þá átt að draga úr heildareftirspurn og þar með treysta stöðuna út á við. Valkostanefndin hefur reiknað út 5 mismun- andi afbrigði af hverri hinna þriggja megin- leiða, sem hér voru nefndar, svo segja má, að þeir valkostir, sem hún setur fram i skýrslu sinni, séu samtals 15. Valkostanefndin hefur svo valið eina undirleið af hverjum hinna þriggja meginleiða og telur i lokaniðurstöðum, að tilteknar þrjár leiðir séu hagstæðastar af þeim 15, sem gerð er grein fyrir. Ekki tekur nefndin neina afstöðu til þess, hvaða leið skuli farin, enda var henni ekki ætlað það verkefni, heldur gerir grein fyrir kostum og göllum þess- ara leiða. Það er rikisstjórnarinnar og stjórn- arflokkanna að taka slika ákvörðun og raunar ekkert bundið við það að velja óbreytta ein- hverja þá leið, sem nefndin gerði grein fyrir. — TK Grein úr Newsweek: Eru ný heimstrúar- brögð í uppsiglingu? Iðkendum hins „sameinaða yoga” fer sífjölgandi ÖLL meiriháttar trúarbrögð hafa að geyma boðun nýrrar aldar, nýs tima. Sumir Hindú- ar sanníærast æ betur um að hin nýja öld haf'i runnið upp með lif'i indverska heim- spekingsins, dulspekingsins og skáldsins Sri Aurobindo, sem lézt árið 1950. Iðkendum hins ..sameinaða yoga" hans l'jölgar stöðugt, bæði i Evrópu, Asiu og Bandarikjunum. Sumir dáendur austrænnar liugsunar lita svo á, að hug- sjónir hans og keri'i kunni að umbreytasl i fyrstu heimstrú- arbrögðin, sem fram hafa komið siðan múliameðstrúin varð til fyrir 1300 árum. Aurobindo var 78 ára að aldri.er hann lézt. 1800 trúir lærisveinar hans höfðu þá safnazt saman i Pandicherry. Þar er starfi meistarans hald- ið áfram i fjölmennustu and- lega samfélaginu i Indlandi. Fyrsta keppikefli samfélags- ins er að reisa borgina Auro- borg, fimm milur frá Bengal- flóa. 300 menn viðs vegar að úr heiminum starfa að smiði þessa borgrikis, sem á að vera sjálfu sér nægt. Fyrirhuguð hámarkstala ibúa er 50 þús- und, og þarna á að lifa eftir kenningum Aurobindos. „Móðirin” veitir hinu andlega samfélagi forsæti og borginni nýju um leiö. Hún heitir Mira Richard, er 94 ára að aldri.og sögð að minnsta kosti jafnoki Aurobindos að andlegri orku. AUROBINDO vakti fyrst at- hygli i stjórnmálabaráttu. Hann stundaði forn fræði við Cambridge-háskóla, en snéri heim til Indlands að námi loknu og hóf þegar þátttöku i baráttunni l'yrir sjálfstæði landsins. Hann var leiðtogi öfgafullra þjóöernissinna i Calcutta, boðaði vopnaöa upp- reisn og vildi i mörgu ganga mun lengra en Mahatma Gandhi. Aurobindo var dæmd- ur i árs fangelsi fyrir stjórn- málaafskiptin. Þá hvarf hann frá stjórnmálum og snéri sér að dulspeki. Hann stefndi fyrst, eins og aðrir Hindúar, að andlegri sameiningu við Brahman, „frumundirstöðu lifsins”, sem ákafri ástundun yoga. Honum tókst smátt og smátt að ná valdi á yoga i hin- um þremur hefðbundnu form- um, hugsun, tignun og vinnu. Siðar felldi hann þau i eitt samfellt kerfi, „sameinað yoga”. En andlegur samruni við Brahman fullnægði ekki. Aurobindo var að þvi leyti frábrugðinn öðrum dulspek- ingum Hindúa, aö hann vildi breyta efnisheiminum.en ekki firrast hann. Hann tengdi þvi hiö sameinaöa yoga nýrri heimsþróun, sem boðaði „andlegt lif” á jörðu, mjög i likingu við kenningar hins látna dulspekings jesúita, Pierre Teilhard de Chardin. HINN 24. nóv. 1926 tilkynnti Aurobindo lærisveinum sin- um, að sér hefði auðnazt að „skilja heimshugann”, en það er fyrsta skrefiö á þeirri braut að virkja hina „guðlegu vit- und” þeirra afla, sem ráða mannlegri þróun. Hann trúði þvi, að þegar samfélag læri- sveinanna hefði fengið nægan og réttan undirbúning, stigi „hin háandlega vitund” niöur og gerði kleift að mynda heimssamfélag siðferðilega hreinna manna. Þegar Aurobindo féll frá. kom i hlut Miru Richard að knýja fram „hina háandlegu vitund”. Hún var fyrrum glæsileg eiginkona fransks Sri Aiiroliindo erindreka, en varð á vegi Aurobindos árið 1914,og hann gerði sér lljótlega Ijóst, að hún var hugmynd Indverja um hina „heilögu móður” holdi klædd. Daginn, sem Auro- bindo auðnaðist að „skilja heimshugann”, tók Mira Richard að sér stjórn hins andlega samlélags i Pondi- cherry og hefir annazt leið- sögn lærisveinanna siðan. „MoÐIRIN" flutti sam- félaginu i IPondicherry mikinn boðskap 29. febrúar 1956: „1 kvöld óskaði ég innilega og öðlaðisl samtimis vissu um, að timinn var kominn...Svo féll hin háandlega birta og vit- und niður á jörðina i samfelldu geislaflóði”. Lærisveinunum kom þvi ekkert á óvart, þegar geimfarinn Charles Conrad sagði frá þvi á leiðinni i jarðar i Apolló 12., að óskýranlegt ljós, „jafn stórt og Venus”, leiftraði sifellt frá stað „neman frá Birma, austan fyrir Indland". Mira Richard hefir breytt andlegu samfélagi lærisvein- anna i virkan og skipulegan „andlegan háskóla”, sem ein- mitt nú, þegar öld er liðin frá fæðingu Aurobindos, býður til sin lærisveinum hvaðanæva að úr heiminum. Samfélagið hefir með samþykki Indiru Gandhi forsætisráðherra Ind- lands - stofnað hundruð „Sri Aurobindos-stöövar” viðs vegar um Indland til þess að boða róttækar kenningar meistarans um l'élagslega endursköpun. Samfélagið hef- ir einnig gefið rit Aurobindos út i 30 bindum, þar á meðal kvæðið „Savitri”, sem er 23 þús. ljóðlinur og lýsir barátt- unni við að sameina guðlega vitund og l'ramvindu sögunn- ar. VÍÐA á Vesturlöndum hei'ir veriðefnt til Aurobindo-stöðva eða samfélaga, sem helga sig heimseiningu. Þetta hefir ver- ið gert i nálega öllum stór- borgum Evrópu og hálfri tylft bandariskra borga frá New York i austri til San Francisco i vestri. Lærisveinninn Udar Pinto er lagður i fyrstu för sina frá Pondicherry á 35 ár- um, og rúmlega 30 bandarisk- ir háskólar hafa opnað honum dyr sinar til fyrirlestrahalds. „Viö viljum ekki stofna ný trúarbrögð”, sagði Pinto fyrir skömmu viö Cornellháskóla. „Við viljum leggja leiðina ol'ar trúarbrögðum". Þetta markmið kemur hvergi jafn vel fram og i Auro- borg, sem „Móðirin” stofnaði til árið 1968. Indverjar viður- kenna Auroborg sem alþjóð- legt borgriki og viðleitni stofnendanna til að gera það að vöggu nýs heims er táknuð með marmarakeri, sem er eins og lótusblóm i laginu og hefir að geyma mold frá 120 löndum. ibúar Auroborgar búa við blöndu aga og írelsis. „Móðir- in" skoðar sjálf ljósmyndir al' þeim, sem óska þar dvalar, til þess að reyna að sjá, hvort umsækjandinn sé reiðubúinn að gerast „viljugur þjónn hinnar guðlegu vitundar”. Iieynslutiminn er eitt ár, og þeir, sem vilja vera um kyrrt að honum liðnum, verða að af- henda „Móðurinni” allar eig- ur sinar, þar sem hún telur einkacign hindra einingu. Ætl- azt er til, að ibúarnir l'orðist alla vimugjafa, áfengi, tóbak og kynmök. „Hafi hjón ekki náð að vaxa l'rá kynmökum", eins og „Móðirin" kemsl að orði, er þeim slikt leyfilegt, og meira að segja að eignast börn og ala þau upp. „MÓÐIRIN” er þeirrar skoðunar, að allt eigi að vera i lil'rænu samhengi I Auroborg - eins og i manninum. Upp- skeran nei'nist „Aurofæði”, og tilbúinn áburður er ekki nolaður við ræktunina, né heldur skordýraeitur. Borgin er skipulögð þannig, að ibúar-, menntunar- og iðnaðarhverfin eru aðskilin, en milli þeirra eru garðar með gagnstigum (þar sem bilar eru bannaðir). i miðri borginni hafa ibúarnir grafið griðarstóran gig, þar sem þeir eru að reisa risastóra gullna hnattlaga byggingu, Matrimandir eða „hof móður- innar". Bjartsýnustu ibúar Auro- borgar viðurkenna, að hún verði ekki fullbyggð fyrri en að 25 árum liðnum i fyrsta lagi. „Móðirin” verður senni- lega horlin til feðra sinna áður en þar er komið sögu. En læri- sveinar hennar eru sannfæröir um, að andi hennar verði eigi að siður meðal þeirra holdi klæddur. „Móðirin" sagði frá nýrri sýn i marz i vetur. Þá sá hún sjáli'a sig breytta i kyn- lausa veru, sem ekki hafði maga né kynfæri. Lærisvein- arnir taka þessa nýju vitrun sem tákn þess, að „móðirin” sé forgengill nýrrar aldar og á þeirri öld takisl mannkyninu að lii'a - og endurnýja sig - með andlegu afli einu saman. R. RAMANUJAM frá News- week fékk áheyrn hjá „Móð- urinni” lyrir skömmu. Ilún var föl og vanmáttug likam- lega, „en hvöss og stingandi augun ganga beint inn i sál- ina”. „Móðirin” er sannfærð um, að hin nýja öld sé hafin. „Auðkennin blasa við”, sagði hún við Ramanujam. „En á þeim festa ekki sjónir aðrir en þeir, sem hafa öðlazt hina nýju vitund”. Auroborg sýnist á góðum vegi með að verða höfuðstöð nýrra trúarbragða, hvað sem um „Móðurina” verður. U Thant fyrrverandi fram- kvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna hefir fylgzt með kenningum Aurobindos um fjörutiu ára skeið. Hann segir: „Að rninu áliti var hann i fremstu röð andlegra leið- toga frá upphafi vega”. Framhald á 21. siðu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.