Tíminn - 10.12.1972, Blaðsíða 9

Tíminn - 10.12.1972, Blaðsíða 9
Sunnudagur 10. desember 1072 TÍMINN 9 Verzlunarsamskipii milli Sovétríkjanna og Islands AUGLÝSINGA símar Tímans Sovétrikin eru fylgjandi alhliða þróun efnahags- og verzlunar- samskipta við öll lönd, án tillits til stjórnarfyrirkomulags. Þetta er eitt af grundvallarlögmálum Sovétrikjanna varðandi friðsam- lega sambúð, sem þau reka sam- kvæmt ákvörðunum 24. þings Kommúnistaflokks Sovétrikj- anna. í þessu tilliti gera Sovétrik- in ekki greinarmun á'stórum og smáum löndum. Eitt dæmi um já- kvæða þróun verzlunarsamskipta Sovétrikjanna við smá lönd, eru viðskiptin við island. P"yrir 45 árum siðan var lagður lögfræðilegur grundvöllur að beinni verzlun milli Sovétrikj- anna og islands. Eftir að Sovét- rikin og island höfðu skipzt á bréfum frá 25. mai 1927, var náð samkomulagi um meginreglur verzlunarsamskipta landanna. Fram lil ársins 1953 byggðust verzlunarsamskiptin á fáum samningum. island seldi fiskflök, sild og sildarlýsi.en keypti timb- ur. kol og sement frá Sovétrikjun- um. Árið 1953 i júni og júli stóðu yfir umræður miili landanna.og þann 1. ágúst 1953 var undirritað samkomulag milli landanna um vöruskipti og greiðslu. Þetta samkomulag er i gildi enn i dag og hefur tekið litlum breytingum. l^ar er gert ráð fyrir, að verzlun n BB SOHKftK m&wmm'gmst þjónusta - sala - hleðsla - viðgerðir Alhliða rafgeymaviðgerðir og hleðsla Notum eingöngu og seijum járninnihaldslaust kemiskt hreinsað rafgeymavatn Næg bílastæði — Fljót og örugg þjónusta ! Tæhniver RÆSIÐ MEÐ AFREIÐSLA IVItti 1 Laugavegi 168 — Sími 33-1-55 I EINDAGINN 1. FEBR.1973 FYRIR LÁNSUAASÓKNIR VEGNA ÍBÚÐA í SMÍÐUM llúsnæðismálastofnunin vekur athygli á neðangreindum atriðum: 1. 2. 3. 4. 5. 6. Einstaklingar, er hyggjast hefja byggingu ibúða eða festa kaup á nýjum ibúðum (ibúðum i smiðum) á næsta ári, 1973, og vilja koma til greina við veitingu lánsloforða á þvi ári, skulu senda lánsumslóknir sinar með tilgreindum veðstað og tilskyldum gögnum og vottorðum til stofnunarinnar fyrir 1. febrúar 1973. Framkvæmdaaðilar i byggingariðnaðinum, er hyggjast sækja um framkvæmdalán til ibúða, sem þeir hyggjast byggja á næsta ári, 1973, skulu gera það með sérstakri umsókn, er verður að berast stofnuninni fyrir 1. febrúar 1973 , enda hafi þeir ekki áður sótt um slik lán til sömu ibúða. Slikri umsókn skulu þá strax eða siðar, fylgja tilskildar áætlanir i sérstöku formi, á eyðublöðum stofnunarinnar. Berist áætlanir i öðru formi, verður umsóknum visað frá. Sveitarfélög , félagasamtök, einstaklingar og fyrir- tæki, er hyggjast sækja um lán til byggingar leigu- ibúða á næsta ári i kaupstöðum, kauptúnum og á öðrum skipulagsbundnum stöðum, skulu gera það fyrir 1. febrúar 1973. Sveitarstjórnir, er hyggjast sækja um lán til nýsmiði ibúða á næsta ári (leiguibúða eða söluibúða) i stað heilsuspillandi húsnæðis, er lagt verður niður skulu senda stofnuninni þar að lútandi lánsumsóknir sinar fyrir 1. febrúar 1973, ásamt tilskildum gögnum sbr. rlg. nr. 202/1970, VI kafli. Þeir , sem nú eiga óafgreiddar lánsumsóknir hjá stofnuninni þurfa ekki að endurnýja þær. Umsóknir um ofangreind lán, er berast eftir 31. janúar 1973, verða ekki teknar til meðferðar við veitingu láns- loforða á næsta ári. Reykjavík 31. október 1972. milli landanna sé bundin við sam- þykkta vörulista. 1 samkomulag- inu eru einnig reglur um greiðslu- skilmála. Fram til ársins 1956 giltu vörulistarnir i eitt til eitt og hálft ár, en 1956 voru geröir samningar til fjögurra ára i senn. Þann 2. nóv. 1971 var undirritaður nýr samningur um gagnkvæm vöruskipti Sovétrikjanna og islands iyrir árin 1972-1975. Það skal tekið fram, að báðum rikjun- um er áfram um að efla verzlun, sem er báðum i hag. Á timabilinu 1972-1975 verður verzlunin aukin um 50 prósent frá þvi, sem var. Árið 1971 jukust vöruskipti Sovét- rikjanna við Island um 30.5 pró- sent miðaö við árið 1970,og var heildarupphæð verzlunarinnar 2.4 milljarðar isl. króna. Sovétrikin eru i efsta sæli i heimi. hvað snertir innflutning á islenzk um niðursuðuvörum.ullarábreið- um og peysum. og i öðru sæti hvaðsnertir innflutning fiskflaka. Áftur á móti keypti Island oliu- vörur. fólksbila. timbur. rör og fleiri vörur. Helztu verzlunarsamskiptin fara fram milli Sambands is- lenzkra sam vinnulélaga og sovézku utanrikisverzlunar- og samvinnusamtakanna. Sovétrik- in kaupa mikið magn af fiskvör- um. ullarpeysum, ábreiðum og lleiri vörum. Allar aðstæður benda til þess, að elnahags- og verzlunarsamskipti Islands og Sovétrikjanna muni enn, sem áður, eflast i þágu þjóða beggja landanna. AFN. 18300 HÚSNÆÐISMALASTOFNUN RÍKISINS LAUGAVEGI77, SIMI22453 — býður ávallt beztu kaupin Nú nýjar gerðir Meiri afköst og styrkleiki Meiri tæknibúnaður og fylgihlutir Sífellt aukin þjónusta Lægstu verðin ZETOR 4712—47 Hö. Nýjasta vélin frá Zetor. Millistærð, sem sameinar kosti minni og stærri véla. Frábærlega vel hönnuð og tæknilega búin. Lipur og afkastamikil alhliða dráttarvél. Meiri vél á minna verði. Með öryggisgrind um kr. 245 þús. Með húsi og miðstöð um kr. 265 þús. ZETOR 2511—30 Hö. Létt og lipur heimilisvél. Sterkbyggð og með mikið dráttarafl miðað við stærð. Ómissandi á hverju búi. Ódýrasta fáanlega dráttarvélin á markaðinum. Verð um kr. 185 þús. ZETOR 5718—60 Hö. OG 6718—70 Hö. Kraftmiklar og sterkar vélar gerðar til mikilla átaka. Með meiri tæknibúnað og fylgihluti en venja er til, s. s. húsi, miðstöð, vökvastýri, lyftudráttarkrók o. fl. Dráttarvélar í sérflokki á hagstæðum verðum: 5718 um kr. 350 þús. 6718 um kr. 385 þús. „ZETORMATIC" fjölvirka vökvakerfið er í öllum vélunum. Fullnýtir dráttaraflið og knýr öll vökvaknúin tæki. Zetor eru nú mest seldu dráttarvélarnar á islandi. Það eru ánægðir Zetor eigendur, sem mæla með þeim. Zetor kostar allt frá kr. 100 þús. minna en margar aðrar sambærilegar tegundir dráttarvéla — það munar um minna. Hafið samband við okkur og fáið nánari upplýsingar um Zetor. ISTEKKf Lágmúla 5 Sími 84525 Áríðandi orðsending til bænda Umsóknarfrestur Stofnlánadeildarinnar fyrir lánum vegna kaupa á dráttarvélum fyrir 1973, rennur út 31. desember 1972. Leggið því inn lánsumsóknir strax, eða hafið samband við okkur. (STÉKK H/F.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.