Tíminn - 29.12.1972, Blaðsíða 3
Föstudagur 29. desember 1972
TÍMINN
3
Á JÓLAGLEÐINNf
formaður jólagleðinefndar-
innar.sagði okkur þegar við
litum við i Laugardalshöllinni,
að undirbúningurinn að
skemmtuninni væri mjög mik-
ill, og varla hefðu færri en
fimmtiu manns lagt hér hönd
á plóginn, og þó misjafnlega
mikið. Búið er að skreyta höll-
ina mjög skemmtilega og á
miðju gólfi hefur verið komið
fyrir kirkju,en i henni verður
altari og svo borð og stólar. Þá
hefur verið komiö fyrir eftir-
likingu að kofa i einu horni
hallarinnar en bæði kofinn og
kirkjan verða klædd með
striga.
Á veggjum verða stórar
myndir, sem þau Rebekka
Sveinsdóttir og Guðmundur
Gislason hafa gert. Hafa þau
lagt mikla vinnu i gerð mynd-
anna, og voru þau að mestu
búín með þær fyrir jól. A
meðan á skemmtuninni stend-
/ KIRKJU
ÞÓ—Reykjavik
Nemendur við Menntaskól-
ann i Reykjavik, MR, haida
jólagleði sina i Laugar-
dalshöllinni i kvöld, og er
þetta liklega i siðasta sinn,
sem þeir halda jólagleðina i
Laugardalshöllinni, þar sem
þeir aðilar,sem ráða húsnæð-
inu,vilja nota húsið framvegis
undir iþróttamót um áramót-
in.
Garðar Guðmundsson,
ur.verður slökkt á ljósunum i
lofti Laugardalshallarinnar. f
stað þeirra koma ljósa-
skreytingar á bambusstöng-
um, sem standa meðfram
dansgólfinu, og á veggjum
verða stórir kastarar, sem
lýsa eiga á myndirnar, sem
prýða veggina.
Dansað verður á tveim
stöðum i húsinu, á sviðinu
leikur hljómsveitin Trúbrot,
en á efri hæðinni bak við stúk-
una verður diskótek.
Reiknað er með, að um 1800
manns sæki jólagleði MR i
þetta sinn.
UMFERÐARSLYS:
Banaslys færri í Reykja-
vík en tíðari úti á landi
Þrátt fyrir fjölgun öku-
tækja á árinu, sem nú er
að liða, hefur banaslys-
um af völdum umferðar
fækkað miðað við árið á
undan. En þróunin hefur
orðið sú, að banaslysum
i Reykjavik hefur fækk-
að, en aukningin orðið
meiri úti á landi. í fyrra
voru banaslysin 22,en i
ár 21.
Nokkur banaslysanna, sem
urðu á árinu, eru þess eðlis, að
tæpast er hægt að kalla þau um-
ferðarslys i þeirri merkingu, sem
yfirleitt er lögð i það orð en slys-
in standa samt sem áður i sam-
bandi við ökutæki. Má þar nefna
manninn i Borgarfirði, sem varð
undir eigin bíl, er hann var að at-
huga ástand vélarinnar. Sama er
að segja um manninn, sem fórst
af völdum brunasára, er spreng-
ing varð i bil hans i Mosfellsdal.
En banaslys á vegum eru orðin
21 á þessu ári. Skiptast þau þann-
ig, að ekið var á gangandi vegfar-
endur i 9 tilfellum. Eitt barn á
reiðhjóli lenti undir bil. Fjórir
létu lifið i þremur bilveltum.
Fimm létu lifið i bilaárekstrum.
Einn drengur féll af reiðhjóli og
lézt. Auk þessa urðu tvö banaslys
af völdum dráttarvéla.
Fimm banaslys ur,ðu i Reykja-
vik, tvö á Akureyri, eitt banaslys
varð á eftirtöldum stöðum:
Hafnarfirði, Seltjarnarnesi,
Keflavikurflugvelli, Ólafsfirði og
Neskaupstað. A þjóðvegum urðu
átta banaslys, þar af þrjú á
svonefndum hraðbrautum. Eitt
banaslys varð heima við bæ, en
þar féll ungur drengur ofan af
heyhlassi.
Á þeim 2l,sem létu lifið, eru 8
börn og tvö i dráttarvélaslysum,
þannig að alls létust 10 börn á ár-
inu vegna umferðarslysa. 3 barn-
anna voru fjögurra ára, 2 fimm
ára, 1 sex ára, 2 sjö ára og 1 niu
ára. 1 3 tilfellanna fórust ungling-
ar á aldrinum 14 til 21 árs.
Árið 1971 skiptust banaslysin
þannig; ekið á gangandi fólk 11
sinnum, i árekstrum ökutækja 7,
Á timabilinu janúar- nóvember
1972 nam útflutningsverðmæti
landsmanna 15.380,2 millj. kr. en
inn var flutt fyrir 17.839,3 millj.
kr. og var vöruskiptajöfnuðurinn
óhagstæður um 2.459,1 millj. kr. A
sama timabili i fyrra nam út-
flutningurinn 12.431,0 millj. kr.,
en innflutningurinn 16.317,7 millj.
við útafakstur 4, og dráttar-
vélaslysin urðu 2. Er heildartalan
hliðstæð og i ár, en þá urðu 13
banaslysanna i Reykjavik, og
sést greinilega á þessum tölum.að
slysunum i Reykjavik hefur farið
mikið fækkandi, en fjölgar að
sama skapi úti á landi.
A undanförnum árum skiptust
banaslysin af völdum umferðar
þannig, að 1968 urðu þau þrjú.er
ekið var á gangandi vegfarendur,
1969 átta, 1970 tiu, og ellefu 1971. t
árekstrum ökutækja 1968 tvö, 1969
sex, 1970 tvö, og 1971 sjö. Við útaf-
akstur 1968 ekkert, 1969 ekkert, en
1970 urðu 12 banaslys vegna útaf-
aksturs og 1971 fjögur. Dráttar-
vélaslysin voru fjögur 1968, þrjú
1969, tvö 1970, eitt 1971 og tvö i ár.
OÓ
kr. og var vöruskiptajöfnuðurinn
óhagstæður um 3.886,7 millj. kr.
A nefndu timabili i ár var flutt
út ál og álmelmi fyrir 2.417,3
millj. kr., en i fyrra fyrir 245,7
millj. kr. t fyrra voru skip flutt
inn fyrir 322,7 millj. kr, en i ár
fyrir 284,6 millj. kr. Flugvélar
voru keyptar fyrir 262,5 millj. kr.,
Lyf jum
stolið
Þrjú þúsund töflum var stol-
ið úr apótekinu i Keflavik að-
faranótt miðvikudags s.l.
Brotizt var inn i apótekið og
lét þjófurinn greipar sópa i
töflubirgðum. Mest af þeim
töflum, sem stolið var, eru
megrunarpillur.
Brynja til
Þýzkalands
Klp—Reykjavik.
Brynju Benediktsdóttur leik-
konu hefur verið boðið að setja
upp sýningu á leikritinu Lýsis-
trötu eftir Aristofanes i leikhús-
inu i Bad Hersfeld i Þýzkalandi
sumarið 1974. Hefur Brynja tekið
þessu boði og mun halda utan
næsta vor til að skoöa leikhúsið og
allar aðstæöur.
en fyrstu mánuði þessa árs fyrir
75,9 millj. kr.
Innflutningur til Búrfellsvirkj-
unar nam i fyrra á greindu
timabili 301,8 millj. kr., en i ár
137,7 millj. kr. Innflutningur til
Islenzka álfélagsins h.f. var I
fyrra 1.293,5 millj. kr., en i ár
1.296,4 millj. kr.
Flutt út fyrir rúma 15 milljarða
króna janúar-nóv. 1972
Fjölskyldubætur hækka um áramót
TK—Reykjavik
Rikisstjórnin hefur ákveðið
að greiða niður frá og með 1.
janúar hækkun þá, sem verður
þá á kaupgreiðsluvisitölu
samkvæmt útreikningum
kauplagsnefndar. Verður
niöurgreiðslan í formi hækk-
unar á fjölskyldubótum næstu
2 mánuði, þ.e. janúar og
febrúar.
Fjölskyldubætur munu
hækka um 110 krónur á mán-
uði með hverju barni þessa tvo
mánuði, en það eru 1320 kr. á
ársgrundvelli. Miðaö við
þessa hækkun eru fjölskyldu-
bætur með hverju barni 14.320
krónur á ársgrundvelli.
Þangvinnsla
Eitt af þeim frumvörpum,
scin afgreidd voru sem lög frá
Alþingi fyrir jól, var frumvarp
um stofnun undirbúnings-
félags til þörungavinnslu að
Keykhólum á Barðaströnd.
Þörungavinnsla við Breiða-
fjörð hefur verið áhugaefni
margra um áratugi.og margir
aðilar hafa gert athuganir og
tilraunir þar aö lútandi. Nú
hillir undir, að áratuga
draumur verði að veruleika.
i mai 1969 gaf Sigurður
Hallsson, verkfræðingur, út
skýrslu og yfirlit um þessar
rannsóknir. 1950 hófust rann-
sóknir á vegum Rann-
sóknaráðs á þaramiðum I
Breiðafirði og athuganir á
framleiðslu alginsalta úr
þara. Þessum tilraunum var
lialdið áfram 1956 á vegum
Itaforkumálastjóra.og 1968
hófst samvinna Itann-
sóknaráðs og Orkustofnunar
um þessar rannsóknir og at-
huganir á rekstri þaraþurrk-
stöðvar á Reykhólum. Þcssar
rannsóknir beindust að fram-
leiðslu þaramjöls, en mark-
aðsathuganir Íeiddu í Ijós, að
litlar likur voru á sölu á þvi á
hagstæðu verði. Hins vegar
lciddu markaðskannanir i
Ijós, að mikill áhugi var á
kaupum á þangmjöli bæði til
landhúnaðarnota i Banda-
rikjunum og alginframleiðslu
i Skotlandi. Skozkt fyrirtæki,
Alginate Industries Ltd. stað-
festi siðan, i bréfi til Rann-
sóknaráðs, vilja til að kaupa 4
þúsund tonn af þangmjöli árið
1974, sem ykist i allt að 10
þúsund tonn á ári siöar. Bauö
fyrirtækiö upp á 10 ára endur-
nýjanlcgan samning um kaup
og tæknilega aðstoð við að
koma fyrirtækinu á fót.og er
það á grundvelli þessa tilboðs,
að undirbúningur þangvinnsl-
unnar mun nú hefjast af
fullum krafti.
Arðsamt fyrirtæki
Um þetta verk segir m.a. i
greinargerð með frumvarp-
inu:
„Gert er ráð fyrir vélskurði á
fresku þangi og flutningskerfi
meö skipum að og frá verk-
smiðju, sem reist yrði á
Karlsey út af Reykhólum.
Reiknaö er með þvi, að þangiö
sé þvegið i volgu vatni fyrir
þurrkun og auðgað að hlut-
failslegu algininnihaldi upp i
a.m.k. 40% og siðan þurrkaö
með jarðhita. Forsendur
þessarar vinnslu eru óvenju
auöug þangmið iBreiöafirði og
jarðhiti á Reykhólum.
Á grundvelli 7 mánaða
starfstima, þarf til þurrkunar
og skolunar um 45 1/sek af 95
gr. C heitu vatni, aflþörf yrði
um 200 kW. Reiknað er meö, að
fast starfslið yrði 4 menn allt
árið, en 24 menn munu starfa i
7 mánuði og 19 i 3 mánuði yfir
sumartimann. Endurskoðun á
rekstrartilhögun á þeim
grundvelli, að verksmiðjan
starfaði allan ársins hring,
væri þó æskileg.
Stofnkostnaöur við þang-
mjölsverksmiðjuna er
áætlaður nálægt 128 milljónir
króna. Rekstrarkostnaöur er
áætlaður um kr. 43.1 milljón á
ári, eða 10 800 kr. / tonn miöaö
við 4000 tonna ársframlciðslu.
Söluverðmæti er áætlaö 55.9
milljónir króna. Þetta svarar
til 10% endurheimtu af stofnfé
á undan sköttum og vaxta-
greiðslum.
Til að gera þennan rekstur
mögulegan þarf hið opinbera
að leggja I fjárfestingu vegna
hafnarmannvirkja, vega-
gerðar, jarðhitavirkjunar og
raflinu, sem áætluð er um 60
milljónir króna.
Tekjur fyrirtækisins yrðu
hreinar útflutningstekjur, sem
gætu aukizt frá 55 milljónum
króna upp i 140 milljónir
króna á ári miðað við fulla
stærð. Tekjur hins opinbera af
Frh. á bls. Í5