Tíminn - 29.12.1972, Blaðsíða 6
TÍMINN
f'östudagur 29. desember 1972
Jón Skaftason alþingismaður:
Rétturinn og valdið
Þessi grein, sem birtist i timaritinu Nordisk Kon-
takt, var rituð áður en allsherjarþing Sameinuðu
þjóðanna gerði ályktun sina um auðæfi hafsins yfir
landgrunninu.
Rétturinn og valdið.
Þegar þessi orð eru á blað fest
berast mér fregnir um, að enn þá
ein tilraun okkar, sú fjórða i röð-
inni, til þess að ná bráðabirgða-
samkomulagi við Breta vegna
útfærslu islenzku fiskveiðiland-
helginnar 1. sept. s.l hafi farið út
um þúfur. Þetta ber að harma.
En var i raun við öðru að búast?
Mér hefir lengi virzt það sjón-
armið vera ærið ofarlega i hugum
brezkra stjórnarherra, að haf-
svæöið kring um tsland á beltinu
12-50 sjómilur væri sizt minna
fiskveiðiréttindasvæði þeirra en
tslendinga — einskonar brezkt
Mare Nostrum. tslendingar hafa
æ ofan i æ heyrt þvi haldið fram,
að Bretar hafi fyrstir fundið fiski-
miðin við tsland og séu búnir að
nytja þau i marga áratugi. Þetta
gefi þeim hefðbundinn rétt til
áframhaldandi veiða á minnk-
andi fiskistofnum hér við land,
engu lakari, en rétt tslendinga,
sem þó telja hafsvæðið yfir land-
grunninu hluta af iandinu sjálfu,
sem þeir námu i fornöld
óbyggt og rændu frá engum. Rétt
er það að visu, og margur eldri
Islendingurinn kann sögur af þvi,
að Bretar hafa fiskað hér lengi og
oft farið fram með frekju og
tillitsleysi, einkum á fyrri árum,
gegn islenzkum sjómönnum. Vel
er kunn sagan af þvi hér, er
brezkur togari að ólöglegum
veiðum sigldi niður opinn bát,
sem Hannes Hafstein, fyrsti
Islandsráðherra og eitt
ástsælasta skáld tslendinga, hafði
mannað i flýti til þess að stugga
burtu brezkum landhelgis-
brjótum á tsaf jarðardjúpi.
Hannes var þá sýslumaður þar
Hann slapp nauðulega úr greip-
um Ægis en þrir landar hans gistu
endanlega hina votu gröf.
Rök íslendinga í málinu.
Ég geri ráð fyrir, að margir
lesendur Nordisk Kontakt þekki
nokkuð til þeirra raka, er leiddu
til þeirrar ákvörðunar að færa
fiskveiðilandhelgina i 50 sjómilur
1. sept. s.l. og skal þvi stikla á
stóru um þau atriði.
Það er staðreynd, að fiski-
stofnarnir umhverfis Island, —
eins og reyndar i öllu N-Atlants-
hafi, — eru ofveiddir.
Sistækkandi erlendir veiðiflotar
með afkastamikil veiðitaski hafa
skapað þetta ástand. Þetta er
staðfest m.a. i skýslu starfs-
nefndar Alþjóðahafrannsókna-
ráðsins (ICES/ICNAF) um
ástand þorskstofna i N-Atlants-
hafi, en sú skýrsla var lögð fram
á fundi alþjóöanefndar um fisk-
veiðar i N-Atlantshafi i Washing-
ton s.l. júni. Formaður þessarar
starfsnefndar var kunnur brezkur
visindamaður.
tslendingar hafa um langt
árabil aflað um 80-90% af gjald-
eyristekjum sinum meö útflutn-
ingi fiskafurða. Sú atvinnugrein
er þvi meginundirstaða þeirra
lifskjara sem landsmenn njóta.
Bresti sú undirstaða hrapa lifs-
kjörin i lágmark. Af þessari
ástæðu hafa tslendingar um langt
árabil, horft með kviða á þá
rányrkju, sem stunduð hefur
verið á lslandsmiðum i vaxandi
mæli. Þeir hafa reynt i mörg ár,
með starfi á vettvangi S.þ. i
ýmsum svæðastofnunum um fisk-
veiðar og með tilraunum til
beinna samninga við þau riki,
sem veiða hér mest, að fá settar
reglur gegn ofveiði, sérstaklega
gegn veiði smáfisks. Árangur
þessa hefur þó verið afar lítill.
Við þessar aðstæður og með þessa
reynslu i huga er ákvörðunin um
útfærslu fiskveiðilandhelginnar
tekin og um hana er engin flokka-
ágreiningur á lslandi. Hún er
okkar einasta leið, hversu torsótt,
sem hún kann að reynast, til þess
að koma i veg fyrir eyðingu fiski-
miðanna umhverfis landið.
Krafa Islendinga til auðæfa
þeirra, sem finnast á hafsvæði
landgrunnsins er bæði sanngjörn
og eðlileg. tsland liggur fjarri
öðrum löndum og landgrunns-
stöpullinn er skýrt afmarkaður
frá úthafsbotninum. Þarna er að
finna hrygningar- og uppeldis-
svæði ýmissa fiskistofna, sem eru
forðabúr til fæðuöflunar og stað-
bundnir þessu umhverfi, að þvi
leyti, að fiskur þessi hrygnir ekki
á öðrum hafsvæðum. Það er þvi
augljóst og sanngjarnt, að auðæfi
þessi flokkist til landsgæða
tslands likt og oliu- og gasbirgðir
Norðursjávarins flokkast til
landsgæða Norðursjávarland-
anna. Allir sanngjarnir menn
ættu aö geta fallizt á þessi rök.
En, þvi miður, reynslan segir
annað.
Er ekki sama hver i hlut á?
Tilraunir tslendinga til að
koma i veg fyrir eyðingu fiski-
miðanna umhverfis landið, hafa
mætt mótspyrnu margra þjóða.
Við erum stimplaðir lögbrjótar og
samningsrofar af þeim sumum.
Engir hafa verið okkur jafn
þungir i skauti og Bretar i þessum
efnum. Þeir telja útfærslu fisk-
veiðilandhelginnar brot á al-
þjóðalögum og leitast við að
draga okkur sem lögbrjóta fyrir
alþjóðadómstólinn i Haag.
Að sjálfsögðu er fr&leitt að telja
tslendinga vera að brjóta al-
þjóðalög, þótt þeir færi fiskveiði-
landhelgina i 50 sjómilur. Sann -
leikurinn er sá, að engin alþjóða-
lög eru nú til um viðáttu fiskveiði-
lögsögu og fiskveiðilögsaga þjóð-
anna er allt frá .1-200 sjómiliir.
Yfir 20 þjóðir búa i dag við stærri
fiskveiðilögsögu en 50 sjómilur.
Að þessi staðhæfing sé rétt má
glöggt sjá af þvi, að aðalverkefni
væntanlegrar hafréttarráðstefnu
S.þ. er einmitt að frcista þess að
fá sett alþjóðalög um viðáttu fisk-
veiðilandhelginnar.
Það er lika fróðlegt, að athuga
framferði Breta sjálfra i likum
málum.
Þeir ásaka tslendinga fyrir að
samþykkja ekki lögsögu Haag-
dómstólsins i málinu. Þeir eru þó
i hópi þeirra þjóða, sem ekki hafa
viljað viðurkenna fyrirfram lög-
sögu Haagdómstólsins i milli-
rikjadeilum, er þeir kynnu að
lenda i.
Þeir ákæra tslendinga fyrir að
brjóta alþjóðalög með útfærslu
fiskveiðilandhelginnar. Arið 1952,
er fiskveiðilandhelgin við Island
var færð úr 3 sjómilum i 4, settu
þeir löndunarbann á islenzkan
fisk i Bretlandi. Arið 1958, er fisk-
veiðilandhelgin var færð úr 4 sjó-
milum i 12, sendu þeir flota sinn á
tslandsmið til verndar brezkum
togurum. t ár hóta þeir þvi sama.
Engar fregnir hefi ég af þvi, að
Bretar hafi beitt aörar þjóðir — á
milli 20-30, — sem fært hafa fisk-
veiðilandhelgina út, svipuðum
aðgerðum. Meira að segja
hreyfðu Bretar ekki flota sinn
gegn Sovétrikjunum, er þau
skömmu eftir byltinguna færðu
fiskveiðilandhelgi sina úr 3 i 12
sjómilur og var þá 3 sjómilna
reglan mjög almenn meðal þjóða
heims og föst i sessi.
Þá er ekki siður athyglisvert,
að ihuga framferði Breta við
nýtingu gas- og oliuauðæfa, er
finnast á botni Norðursjávar.
Þeir hafa byggt borturna á
Norðursjó, er liggja 160-180 milur
frá ströndum Englands, og
bannað einhliða frjálsar siglingar
skipa á stóru svæði kringum
þessa borturna. Með þessu hafa
þeir m.a. svipt sænska sjómenn
veiðisvæðum, er þeir hafa
stundað um árabil og engar bætur
boðið fyrir. Þannig er i reynd ást
þeirra á Mare Librum, sem þeir
segjast vera að vernda gegn
vondum tslendingum. Lengd
þessarar greinar leyfir ekki að
rekja fleiri dæmi, þótt af nógu sé
að taka.
Almenningsálitið mikil-
vægt.
Islendingar vita, að þeir standa
höllum fæti erlendis i þvi að'
kynna málstað sinn i þessari deilu.
Við gerum okkur þess ljósa
grein, að stuðningur m.a. Norður-
landa er afar mikilvægur i deilu
þessari og þvi erum við Finnum
sérlega þakklátir fyrir viður-
kenningu þeirra á hinni nýju fisk-
veiðilandhelgi. En sökum
smæðar og fátæktar geta Islend-
ingar ekki att kapp við Breta i
áróðursstyrjöld þessari.
Samtök brezkra togaraeigenda
er fjársterkur félagsskapur, sem
vafalitið hefir úrslitaáhrif á
stefnu brezku stjórnarinnar i
deilu þessar og i reynd lokar
öllum samkomulagsleiðum. Sam-
tökin hafa ráðið auglýsinga-
stofnun i Sviss, Markpress, til
þess að túlka málsstað sinn i fjöl-
miðlum Vestur-Evrópu og af-
flytja okkar málsstað. I þessu
skyni verja þau 300.000 pundum
úr sjóðum sinum. Ekki er vafi á,
að áróður þessi hefir nokkur
áhrif. Og enginn má við
margnum segir islenzkur máls-
háttur.
Mikinn mat hafa Bretar gert
sér úr bráðabirgðaúrskurði
Haagdómstólsins frá 17. ágúst s.l.
og túlka hann sem efnisdóm um
ólögmæti útfærslu islenzku fisk-
veiðilandhelginnar. Þetta er
rangt. Enginn efnisdómur hefir
verið lagður á málsefnið og enn
Jólaóratoría Bachs
í Hóskólabíói í kvöld
— um 130 manns taka þátt í flutningnum
Ert—Reykjavik
t kvöld kl. 21.00 flytur Pólyfón-
kórinn Jólaóratoriu Bachs I Há-
skólabiói I fyrra sinn, en verkið
mun kórinn aftur flytja á morgun
kl. 14.00.
Alls eru það um 130 manns, sem
standa að flutningi verksins. I
kórnum sjálfum eru um 100 söng-
félagar, og 30 manna kammer-
hljómsveit tekur þátt i flutningn-
um með þeim.
Stjórnandi Pólyfónkórsins er
Ingólfur Guðbrandsson, en kon-
sertmeistari Rut Ingólfsdóttir.
Einleikarar eru Rut Ingólfsdóttir
(fiðla), Hafliði Hallgrimsson
(selló), Helga Ingólfsdóttir
(sembal), Jón H. Sigurbjörnsson
(flauta), Kristján Þ. Sigurbjörns-
son (óbó) og Lárus Sveinsson
(trompet). Með kórnum fiytja
fjórireinsöngvarar verkið, hjónin
Neil Jénkins (tenór) og Sandra
Wilkes (zópran), Ruth L.
Magnússon (alt) og Halldór Vil-
helmsson (bassi).
Jólaóratorian, Gloria in excel-
cis deo, var samin fyrir nær hálfri
þriðju öld og frumflutt i Tómas-
arkirkjunni i Leipzig árið 1734.
Hún er i 6 kantötum.sem upphaf-
lega voru samdar fyrir 6 helgi-
daga jólanna. Að þessu sinni flyt-
ur kórinn 3 fyrstu kantöturnar
óstyttar og auk þess upphafskór
hinnar fimmtu, sem er talinn einn
fegursti lofsöngur Bachs. Flutn-
ingur verksins mun taka röskar
tvær klukkustundir.
Jólaóratorian var fyrst flutt hér
á landi árið 1944 undir stjórn
Victors Urbancich. Verkið var
flutt öðru sinni 20 árum siðar, en
þá flutti Pólyfónkórinn tvær
fyrstu kantöturnar, og siðan hef-
ur hann tvisvar flutt hluta úr
verkinu.
þá hefur dómstóllinn ekki
úrskurðað um, hvort hann eigi
lögsögu i málinu. Hann hefir
aðeins beint tilmælum til aðila,
sem engin lagaleg bindandi áhrif
hafa.
Minni hluti dómsins, Hr.
Padilla Nervo frá Mexico, vikur
einn dómenda að efnisatriðum
málsins og segir m.a. þetta:
„Rikisstjórn tslands hefur i
skýrslum sinum og skjölum send-
um dómstólnum, flutt fram vel
rökstuddar ástæður og skýringar
á drottinvaldslegum rétti sinum
tii að færa út fiskveiöilögsögu
sina til alls landgrunnssvæðisins.
t kerfi alþjóðaréttar, sem er i
stöðugri framvindu og þróun,
verður að endurskoða viðfangs-
efnið um fiskveiðimörkin út frá
sjónarmiðum verndar og hagnýt-
ingar á auðlindum við strendur
landa, án tillits til ástæðna og
raka, sem eiga annars við um
viðáttu landhelgi. Hið alþjóðlega
samfélag hefur i siauknum mæli
viðurkennt, að fiskauðlindir við
strendur landa beri að skoða, sem
hluta náttúruauðlinda strand-
rikja. Sérstaða landa, sem i yfir-
gnæfandi mæli eru háðar fisk-
veiðum við strendur sinar, var al-
mennt viðurkennd á báðum Gen-
farráðstefnunum árin 1958 og
1960. Frá þeim tima hefur þessi
skoðun þráfaldlega verið látin i
ljós bæði i löggjöf ýmissa þjóða og
i mikilvægum stjórnmálalegum
yfirlýsingum. Atburðarrásin
liggur fortakslaust i þessa átt.”
Viðurkenning Norður-
landa mikilvæg.
Þvi er ekki að leyna, að tals-
verðra vonbrigða gætir á tslandi
með afstöðu rikisstjórna Norður-
landa til.útfærslu islenzku fisk-
veiðilandhelginnar. Finnland og
Færeyjar eru þó undantekningar
og við vitum, að fjölmörg félög og
einstaklingar á hinum Norður-
löndunum styðja málstað Islands
i þessari deilu þ.á.m. Rune Lane-
strand i grein i 14. hefti Nordisk
Kontakt frá 1972.
tslendingar þakka þennan
stuðning og meta hann.
Allar Norðurlandaþjóðirnar
eru smáþjóðir og staðreynd er, að
einu þjóðirnar I heiminum, sem
til lengdar hafa hagsmuni af
þröngri fiskveiðilandhelgi sem
alþjóöareglu eru iðnaðarveldi V-
Evrcpu, Sovétrikin og Japan og
örfáar aðrar þjóðir með rikis-
rekna útgerð. Þetta eru einu þjóð-
irnar, er hafa nægilegt fjármagn
og tækni til þess að stunda úthafs-
veiðar á fjarlægum miðum fyrir
ströndum annarra þjóða og þá
ekki sizt fátæku þróunarland-
anna. Fullyrt er, að Bretar t.d.
þurfi, beint og óbeint, að styrkja
fiskiflota sina á Islandsmiðum
með fjárhæðum, sem séu hærri en
markaðsverð fiskjar frá tslands-
miðum er i löndunarhöfnum
Bretlands. Afleiðing þessarar
stefnu er m.a., að fiskverð is-
lenzkra togara i Bretlandi er
lægra en ella, þar sem þeir verða
að keppa um verðlag við brezku
rikisstyrktu togarana. Þetta er
ein af ástæðunum fyrir þvi, að is-
lenzki togaraflotinn, sem taldi ár-
ið 1960 um 40 nýtizku skip telur i
ár aðeins 16-17 gamla togara i
rekstri. Varla er þessi stefna i
samræmi við meginmarkmið
EBE um frjálsa samkeppni i við-
skiptum.
tslenzka þjóðin myndi fagna
viðurkenningu rikisstjórna Nor-
egs, Danmerkur og Sviþjóðar á 50
milna fiskveiðilandhelginni og
það yrði vinarbragð, sem hér yrði
lengi munað.
Pólýfónkórinn og kammerhljómsveitin, sem annast flutning Jólaóratoriu Bachs, á æfingu I Háskólabíói I gær.
Timamynd GE