Tíminn - 29.12.1972, Blaðsíða 7
Föstudagur 29. desember 1972
TÍMINN
7
(Jtgefandi: Framsóknarfiokkurínn
Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: l»ór- :
:::: arinn Þórarinsson (ábm.), Jón Helgason, Tómas Karlsson, X
Andrés Kristjánsson (ritstjóri Sunnudagsblaös Timáns).:::::::
xiSx Auglýsingastjóri: Steingrimur Gislason . Ritstjórnarskrif-; : : :
stofur i Edduhúsinu við Lindargötu, simar 18300-18306.:;:;:::;:;:
Skrifstofur i Bankastræti 7 — afgreiðslusími 12323 — augiýs-::;:;:;:;:
ingasimi 19523. Aðrar skrifstofurtsimi 18300. Askriftargjald;:;:;:;:;:
£25 krónur á mánuði innan lands, i lausasölu 15 krónur einýý;;;;;;
takið. Blaðaprent h.f.
Þetta á að banna
Allir andstöðuflokkar ihaldsins i borgar-
stjórn Reykjavikur báru sameiginlega fram þá
tillögu við lokaafgreiðslu fjárhagsáætlunar
Reykjavikurborgar fyrir 1973, að horfið yrði
frá þeirri ákvörðun ihaldsmeirihlutans að
leggja 10% aukaálagningu ofan á útsvör Reyk-
vikinga og 50% aukaálagningu ofan á fast-
eignagjöld af ibúðarhúsnæði þeirra.
Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins felldu
þessa tillögu.
Kjarninn i málflutningi Sjálfstæðisflokksins
og Mbl. gegn rikisstjórninni undanfarin miss-
eri hefur verið þessi:
1. Allt of langt er gengið i skattheimtu á hendur
almennings. Er þetta kallað skattpiningar-
stefna rikisstjórnarinnar.
2. Opinberir aðilar hafa ráðizt i of miklar fram-
kvæmdir og skapað spennu á framkvæmda-
og vinnumarkaði, sem er ein af meginorsök-
um ofþenslunnar i efnahagslifinu.
Þetta eru helztu ádeiluefni Sjálfstæðisflokks-
ins á rikisstjórnina auk eyðslunnar og „veizl-
unnar ” svonefndu, sem efnt var til fyrir
gamalmenni og öryrkja.
En ekki lifa Sjálfstæðismenn eftir kenning-
um sinum, þar sem þeir ráða og fá vilja sinn
fram. Þar er breytt þveröfugt við boðorðin.
Á þessu ári lagði meirihluti Sjálfstæðis-
flokksins i Reykjavik einnig 10% aukaálag á
útsvör og 50% aukaálag á fasteignagjöld Reyk-
vikinga. Þessi aukaskattheimta var auðvitað
kölluð „skattpiningarstefna rikisstjórnarinn-
ar”.
Aukaálögin á gjöld Reykvikinga voru rök-
studd með kenningunni frægu um „aðför að
Reykjavik”. Hélt Sjálfstæðisflokkurinn þvi
fram, að skattalagabreytingar rikisstjórnar-
innar og hin nýju tekjustofnalög þrengdu svo
fjárhag Reykjavikurborgar, að um aðför rikis-
stjórnarinnar að hagsmunum Reykjavikur
væri að ræða. Væri Reykjavikurborg þvi til-
neydd að nota alla möguleika til aukaálagning-
ar á Reykvikinga. Til þess að finna þessu stað
jók ihaldsmeirihlutinn framlög til fram-
kvæmda um 100% á árinu!! En hvernig hefur
þá „aðförin” orðið i framkvæmd á árinu, sem
er að liða?
Fjárhagur Reykjavikurborgar hefur aldrei
verið betri, þrátt fyrir hina stórfelldu aukningu
á framkvæmdafé. Svo mikilli þenslu á aðal-
framkvæmdamarkaði olli þessi mikla aukning
framkvæmdafjárins, að ekki tókst að koma öll-
um peningunum i lóg á þessu ári og hafa verið
lagðar geysilegar fúlgur á biðreikninga. Það er
það fé, sem ónauðsynlega var af Reykviking-
um tekið á þessu ári. Sem dæmi um þessar
fúlgur má nefna, að um þessi áramót eru 100
milljónir króna af gatna og holræsafé á bið-
reikningi og, flytjast þvi yfir á næsta ári.
En af hverju er ihaldið að strekkja við þessa
aukaálagningu á Reykvikinga? Þvi ræður
öfgafullur pólitiskur hefndarhugur til rikis-
stjórnar landsins. Með þvi að auka spennuna
sem mest á aðalframkvæmdamarkaði lands-
ins er aukið á erfiðleika i efnahagsmálum og
hinar auknu álögur á Reykvikinga á að kenna
„skattpiningarstefnu rikisstjórnarinnar”.
Við þessar aðstæður á rikisstjórnin að banna
aukaálag á útsvör Reykvikinga. —TK
ERLENT YFIRLIT
Loftárásirnar á Hanoi
eru fordæmdar hvarvetna
Nixon gerir sig sekan um einstæð óhæfuverk
Tliiou »j> Nixon.
EITTHVERT mesta óhæfu-
verk sögunnar er nú unnið af
Nixon Bandarikjaforseta i
Norður-Vietnam, þar sem eru
hinar nýju loftárásir á helztu
stórborgir þar. Að þessu sinni
er sprengjunum ekki aðeins
varpað á hernaöarleg mann-
virki og samgöngustöðvar,
heldur einnig á venjuleg
ibúðarhverfi. Manntjón hefur
orðið gifurlegt og stórir
borgarhlutar i Hanoi og
hafnarborginni Haiphong eru i
rústum. Þetta er i fyrsta sinn,
sem ekki er hlifzt við að varpa
sprengjum á ibúðarhverfi og
virðist markmið hinna nýju
loftárása vera að lama Norð-
ur-Vietnama með þvi að
leggja helztu borgirnar i rúst.
Meðan Johnson var forseti,
var þess vandlega gætt að
þyrma ibúðahverfum, þegar
loftárásir voru gerðar i Viet-
nam. Sú regla hefur nú verið
algerlega brotin.
SKÖMMU áður en Johnson
lét af forsetastörfum, hóf hann
samningaviðræður við stjórn-
ina i Norður-Vietnam og fyrir-
skipaði jafnframt að hætta
loftárásum. Þetta hlé i loft-
árásum hélzt þangað til á
siðastl. vori, þegar Nixon fyr-
irskipaði þær að nýju vegna
sóknar þeirrar, sem Norður-
Vietnamar hófu þá i Suður-
Vietnam. Þeim var svo að
mestu hætt nokkru fyrir for-
setakosningarnar i haust,
enda virtust þá allar horfur á,
að samningar væru að takast
um vopnahlé og frið i Viet-
nam. Hinn 26. október siðastl.
hélt aðalsamningamaður
Bandarikjanna, Kissinger,
blaðamannafund, þar sem
hann lýsti yfir þvi, að sam-
komulag hefði náðst um öll
meginatriði og vopnahlé væri
alveg á næsta leiti. Eftir væri
aðeins að jafna nokkur
smáatriði. Þetta gerðist tæp-
um hálfum mánuði fyrir for-
setakosningarnar og átti sú
trú, aö friður væri að komast
á i Vietnam, rikan þátt i
kosningasigri Nixons. Það
dróst nokkuð eftir kosningarn-
ar, að viðræður yrðu hafnar að
nýju og töldu menn það m.a.
stafa af þvi, að Nixon væri að
reyna að fá Thieu forseta Suð-
ur-Vietnams til að fallast á
friðarskilmálana, en hann
hafði lýst sig þeim andvigan
og borið fram margar sér-
kröfur. Hinn 20. nóvember
hófust samningar að nýju og
er nú ljóst orðiö, að Kissinger
hefur þá borið fram ýmsar
nýjar kröfur af hálfu Banda-
rikjanna, sem að öllum likind-
um hafa verið runnar undan
rifjum Thieus. Fulltrúar
Norður-Vietnama virðast hafa
tekið sér frest til að svara
þeim og féllu þvi viðræður nið-
ur um skeið meðan stjórn N-
Vietnams hafði málið til
nánari athugunar. Hinn 4.
desember hófust aftur viðræð-
ur og virðast fulltrúar Norður-
Vietnam þá hafa svarað kröf-
um Bandarikjanna frá 20.
nóvember með nýjum gagn-
kröfum. Tilgangurinn með
þeim virðist hafa verið sá að
knýja þannig fram, að báðir
aðilar féllu frá öllum nýjum
kröfum og sætzt yrði á það
samkomulag, sem búiö var að
gera 26. október. Nixon virðist
hins vegar hafa verið ófánleg-
ur til að standa við það sam-
komulag, sem búið var að
gera fyrir forsetakosningarn-
ar og áttu mikinn þátt i að
tryggja honum sigurinn. Hinn
16. desember hélt Kissinger
blaðamannafund i Washington
og hélt hann nú öðru Iram en á
blaðamannaíundinum 26.
október. Hann sagði nú, að
viðræður væru strandaðar að
sinni og kenndi stjórn Norður-
Vietnams um. Ýmislegt, sem
Kissinger sagði á siðari blaða-
mannafundinum, benti til, að
hann vildi láta koma i ljós, að
það væri fyrst og fremst
Nixon, sem hefði tekið ákvörö-
un um að hætta viðræðum að
sinni. M.a. nefndi hann 15
sinnum á siðari fundinum, að
þetta og þetta væri gert sam-
kvæmt ákvörðun forsetans, en
aðeins þrisvar sinnum á fyrri
fundinum. Talið er, að
Kissinger hafi þannig viljað
láta kom i Ijós, að ábyrgðin
væri forsetans. Ýms blöð hafa
birt orðróm um, að Nixon og
Kissinger séu ekki sammála
um tilhögun og gang viöræðn-
anna, en það mun þó vart
verða opinbert fyrr en siðar.
I framhaldi af siðari blaða-
mannafundi Kissingers hófust
svo hinar nýju loftárásir á
Norður-Vietnam. Þær voru
ekki réttlættar af hálfu
Bandarikjastjórnar með þvi,
að samningar hefði mistekizt,
heldur þvi, að Hanoistjórnin
væri bersýnilega að undirbúa
nýja sókn i Suður-Vietnam og
væri loftárásunum ætlað að
torvelda það.
HVORUGUR aðilanna hefur
enn skýrt frá gangi viðræðn-
anna, sem hafa farið fram
sérstaklega milli fulltrúa
Bandarikjanna og Norður-
Vietnam eöa milli þeirra
Kissingers og Le Duc Tho,
fulltrúa stjórnar Norður-Viet-
nam. Enn hafa blaðamenn
ekki nema óljósar fréttir af
þvi, hvert er aðalefni sam-
komulagsins, sem búið var að
gera 26. október, eða hverjar
voru hinar nýju kröfur, sem
Bandarikin báru fram 20.
nóvember, eða gagnkröfurn-
ar, sem stjórn N-Vietnams
viöurkenni full yfirráð Saigon-
stjórnarinnar yfir öllu Suður-
Vietnam. Þessi krafa mun
hafa verið borin fram að ósk
Thieus og hefur yfirleitt þótt
furðuleg. Hún er krafa um, að
stjórn Norður-Vietnams af-
neiti þjóðfrelsishreyfingu Suð-
ur-Vietnams og viðurkenni
yfirráð Saigonstjórnarinnar
yfir stórum landshlutum, þar
sem þjóðfrelsishreylingin
ræður nú.
Þar sem hvorugur aðilinn
hefur enn gefið nákvæma
skýrslu um viðræðurnar,
bendir það til, að þeir séu enn
ekki vonlausir um samkomu-
lag. Loftárásirnar á Norður-
Vietnam eru þó allt annað en
liklegar til að auðvelda það.
Sumir blaðamenn gizka þó á,
að auðveldara geti verið fyrir
Nixon að semja eftir að búið er
að lama Norður-Vietnam með
eyðileggingu Hanoi og Haip-
hong, Norður-Vietnömum
muni þá veitast erfiðara að
leggja Suður-Vietnam strax
undir sig, eftir að samkomu-
lag hefur verið gert. Þetta
þýðir m.ö.o. að loftárásirnar
séu gerðar til að geta lengt
eitthvað lifdaga Thieustjórn-
arinnar eftir að Bandarikja-
menn eru farnir frá Suður-
Vietnam.
Óhætl er að segja, að hinar
nýju loftárásir Bandarikja-
stjórnar á Norður-Vietnam
hafa hvarvetna mælzt illa fyr-
ir og þá ekki sizt meðal banda-
manna þeirra. Með þeim hef-
ur Bandarikjastjórn gert sig
seka um óhæfuverk, sem ekki
verður afsakað. Bandarikja-
menn eiga ekki og hafa aldrei
átt neinn sæmilegan kost i
Vietnam, en hann er sá að fara
þaðan sem fyrst og láta ibú-
um Vietnam einum eftir að
ákveða örlög sin. Bandarikja-
menn hafa aldrei átt þar
minnsta rétt til ihlutunar.
Þetta gera lika beztu menn
þeirra sér orðið ljóst, enda
bendirallt til að hefjast muni i
Bandarikjunum stórfelld mót-
mælaalda, ef loftárásunum
verður ekki hætt. Forvigis-
menn helztu kirkjufélaganna
hafa þegar mótmælt þeim
harðlega. f þinginu má vænta
andstöðu gegn þeim, þegar
það kemur saman eftir
áramótin. Hafinn hefur verið
undirbúningur viðtækustu
mótmælafunda, þegar Nixon
tekur formlega við forsetaem-
bættinu að nýju i tilefni af
úrslitum forsetakosninganna,
en það verður 20. janúar. Það
hefur til skamms tima verið
talin ósk Nixons, að vopnahlé
yrði komið á i Vietnam fyrir
þann dag. Hann þarf sannar-
lega að breyta um stefnu, ef sú
ósk á að rætast. — Þ.Þ.