Tíminn - 04.01.1973, Blaðsíða 6

Tíminn - 04.01.1973, Blaðsíða 6
6 TÍMINN Kimmtudagur 4. janúar 1973 l»aft fcr vel á meö þeim félögum. Taliö frá vinstri: Árni Kristjánsson tónlistarstjóri rikisútvarpsins, Vladimir Askenasi og Gunnar Guömundsson framkvæmdastjóri Sinfóniuhljómsveitar tslands. (Timamynd: G.E.) ASHKENAZI STJORNAR SINFÓNÍUHUÓMSVEITINNI - og leikur með henni einleik annað kvöld Stp—Heykjavík. Ilaldinn var blaöamanna- l'undur i tilefni af aukatónleikum Sinfóniuhljómsvcitar islands i dag, fiinmtudaginn 4. janúar, þar sem stjórnandi og einleikari veröur Vladimir Ashkcna/.i. Eru þetta Mo/art-tónleikar og er efnisskráin þannig, aö fyrst verð- ur leikin sinfónia nr. 35 i D-dúr Þá er pianókonsert nr. 23 i A-dúr. Eftir hlé er á dagskrá eitt verk, pianókon/ert nr. 20 i d-moll. Óþarfi er að kynna Ashkenazi sérstaklega hér. Hann þekkja all- ir landsmenn. Ashkenazi er 35 ára að aldri og er i dag talinn einn al- bezti pianóleikari heimsins af yngri kynslóðinni. Hann hefur undanfarin ár verið á stöðugu hljómleikaferðalagi um allan heim, t.d. kom hann fram á hljómleikum i Japan i nóvember s.l. Aö eigin sögn er hann nú bókaöur tvö ár fram i timann við hljómleikahald, um 100 hljóm- leikar á ári. Það þýðir næstum daglega hljómleika, þar sem hann tekur sér fri i fáeina mán- uði, á ári hverju. Það hlýtur ætið að vera fagnaðarefni fyrir okkur Islend- inga, þegar Ashkenazi gefur sér tima til að sækja okkur heim og leika fyrir okkur á sinn frábæra hátt. Þau hjónin, Ashkenazi og Þórunn Jóhannsdóttir, dvöldu nú um jólin i New York. Þau eru ný- komin til landsins og fara aftur út 13. jan. Eins og flestum er kunn- ugt eiga þau hér hús i smiðum, sem áætlað er að verði fullbúið i marz n.k. og munu þau þá flytja i það, en Ashkenazi kemur einmitt næst til landsins um það leyti. Þetta verða þriðju tónleikarnir, sem Ashkenazi stjórnar hér á landi. Þeir fyrstu voru i desember 1971 og þeir siðustu 12. október 1972 (að Minni Borg i Grimsnesi). Þegar Ashkenazi kemur hingað seinna i vetur mun hann stjórna hljómleikum með Sinfóniuhljóm- sveitinni, þar sem einleikari verður Misha Dichter. 1 það sinn ÞÓ—Reykjavik. Nýlega hafa börn fyrrverandi forsetahjóna, Dóru Þórhallsdótt- ur og Asgeirs Asgeirssonar, af- hent Kvenfélagasambandi ts- lands að gjöf málverk af móður sinni, sem Halldór Pétursson listmálari hefur gert. Dóra Þórhallsdóttir var vernd- verður um reglulega hljómleika hljómsveitarinnar að ræða og verða þeir 5. april. Hljómleikarn- ir á morgun hefjast kl. 9 i Háskólabiói, að sjálfsögöu. Ashkenazi hefur litið gert að þvi að stjórna. Kveðst hann ekki hafa i hyggju að skapa sér nafn á þvi sviði, en segist hafa mikla ánægju af þvi og muni halda þvi áfram i framtiðinni. Aðspurður, hvernig honum fyndist sinfðniu- hljómsveitin islenzka, sagðist hann telja hana mjög góða og að allir meðlimir hennar virtust ætið leggja sig alla fram. Skilyrðin i Háskólabiói sagði hann að væru einnig ágæt. ari Kvenfélagasambandsins á meðan hún var forsetafrú og sýndi starfi þess jafnan mikinn skilning og vinsemd. t frétt frá Kvenfélagasambandinu segir, að sambandið meti mikils þessa vin- samlegu gjöf, sem verður varð- veitt, i húsakynnum sambandsins að Hallveigarstöðum. Málverk af Dóru Þórhallsdóttur gefið Kvenfélagasambandinu I 11 mmi Flokkun hrossa Aður en Fjórðungsmót og Landsmót hestamanna komu til, voru hross dæmd á hreppa og héraðssýningum, það var framkvæmt á mörgum stöð- um i hverri sýslu. A þessum sýningum var hrossum raðað eftir byggingu aðallega og gæðum i 1.2. og 3. verðlauna- flokk. Sú breyting hefur hér á orðið að auglýst er að skoðuð verði hross, oftast á einum stað i hverri sýslu, til úrtöku á Fjórðungsmót og Landsmót. komið hefur fyrir að af 20- 30 hrossum séu 5-6 valin á þessi mót, hinum er kastað. Það er óheppilegt út af fyrir sig, að fleiri sýningarstaðir skuli ekki vera en 1-2 i sýslu. Það getur orsakað það að menn hafi ekki tima eða tæki- færi til að fara með hross langa leið til sýningar, en ef styttra væri er sennilegt að meiri þátttaka fengist. Nú er vitað, að takmarka verður að einhverju leyti þann hóp sem á stórsýningar fer svo f jöldinn á mótinu verði ekki of mikill. Nú er það ekkert höfuðatriði fyrir hestaeigendur að hross þeirra séu valin á stórmót, það er ekki alveg vist að endilega veljist fallegustu eða beztu hrossin, þótt svo ætti að vera, þvi oft getur verið mjótt á mununum, hvort á að taka þetta eða hitt hrossið. En til þess eru héraðs eða hreppa- sýningar, samkvæmt búfjár- ræktarlögunum að öll hross eiga að dæmast sem á þessar sýningar koma. Það er skylt að láta þau fá umsögn skoðun- armanna og flokka þau til verðlauna eða i úrkast. Und- anfarið, þegar valið hefir ver- ið á þessi stórmót hafa verið tekin úr nokkur hross, hinum hefur verið hreinlega kastað án neinnar umsagnar. En eins og áður segir er skylt að geta umsögn um þessi hross og er það furðulegt, að Búnaðarfé- lag tslands skuli láta það við- gangast, að þessum lögum og reglum skuli ekki vera fylgt betur en raun er á. A einni hreppasýningu siðastliðið vor, þar sem fram fór úrtaka á Fjórðungsmót, var farið þannig að, að hrossaræktar- ráðunautur benti á þetta og hitt hrossið og sagði að þau ættu að mæta á fjórðungsmót- inu. öll hin hrossin voru hvorki mæld né nein umsögn um þau gefin. Svona móðganir og litilsvirðingu eiga menn eðlilega bágt með að þola af þeim mönnum sem trúað er fyrir ábyrgðarstöðum. Ef þetta hefði verið hrútasýning, hefðu ráðunautar flokkað og skoðað eins og vera ber, svo eigendur hefðu mátt við una. Ekki er nú meira gert fyrir hrossaræktunina i landinu en svo, að hálfur ráðunautur er fyrir allt landið. Ef til vill er orsakanna um óstundvisi á hreppasýningum þar að finna, svo og nokkuð miklum flaust- urshætti i vali á kynbótahross- um. Það væri ekki úr vegi, að Búnaðarfélag tslands, og ekki siður Búnaðarfélögin i sýslum landsins færu að leggja þessu máli meira lið ekki sizt vegna aukins útflutnings, sem mun gefa um fimmtiu milljónir þetta ár. SMÁRI „Mega málar- ar tala?” Það er ekki ný bóla að fjallað sé um list eins og públikum og listin væri hvað öðru óviðkomandi. Públikum lifir i heimi út af fyrir sig og listin rennur ár og sið i sin- um sérstaka farvegi. Það eru ótrúlegustu hlutir, sem fólk lætur sig skipta. En þegar list ber á góma er viðkvæðið ávallt það sama. Ég hef nú ekkert vit á þessu. Eftir sem áður kaupir fólk listaverk og þar sem markaður- inn er stór og fjölbreytnin mikil a.m.k. á ytra borðinu, segir sig sjálft, að fólk verður að velja og hafna. Að visu ræður þar oft miklu um, hvort listamaðurinn er nafn, enda verður æ torskild- ara, hvað útheimtist til að ná máli i listaheiminum. Stundum fellur maður þó i stafi, þegar maður sér hvað fólk kaupir fyrir beinharða peninga, sem það hefur aflað i sveita sins andlits, og er þá oft hvorugu til að dreifa, nafni eða frumstæðasta listgildi, ekki einu sinni yfirborðskenndu handverki fóðruðu með snotru mótivi. Ekki þarf annað en að fletta dagblöð- unum til að ganga úr skugga um sannleiksgildi þessara orða. Þau mora af aðsendum greinum, jafnt um skipulag borgarinnar, sem meðferð áfengissjúklinga. A meðan hvilir mest öll listgagn- rýni á herðum tveggja manna, þeirra Valtýs Péturssonar og Braga Ásgeirssonar, en þeir skrifa báðir i sama blaðið. Sá siðarnefndi segir i grein, sem birtist i Samvinnunni 1970, ,,að það sé trú manna og al- menningsálit að málarar geti ekki og eigi ekki að skrifa hver um annan”. Þetta er jafn lifseigt viðhorf og það er óskiljanlegt. A sinum tima auglýsti Þjóðvilj- inn eftir manni til að skrifa list- gagnrýni i blaðið. Ingiberg Magnússon, sem valdist i starfið, lét hafa eftir sér i viðtali, sem birtist i blaðinu um það leyti, sem hann hófst handa, að málarar ættu ekki að skrifa hver um ann- an. Þótt Ingiberg birti nokkra listdóma, er nú svo að sjá sem þetta viðhorf hans hafi borið sigur af hólmi, a.m.k. hefur ekkert slysazt úr penna hans nú um hrið. Ekki er gull i skel. Ekki alls fyrir löngu las ég i einu dagblaðanna viðtal við ungan auglýsingateikn- ara. Þar bar listgagnrýni meðal annars á góma. Þessi ungi maður stakk upp á þvi að listgagnrýni yrði breytt til samræmis við kvik- myndagagnrýni, þannig að nokkrir menn skrifuðu að jafnaði um hverja sýningu, en stuttar, gagnorðar umsagnir leystu af hólmi langar greinar. Kannske verð ég vændur um að smiða negluna á undan bátnum með þessum þönkum minum um list- gagnrýni og skoðanaskipti i fjöl- miðlum um myndlist. Slái al- menningur slöku við listina, þvi að hún er að nokkru leyti fóstur públikums, þarf varla lengi að biða þess, að listin sjálf verði utangarna og kollótt. Við sjáum i þróun popplistarinnar -hvernig listaverkið er ekki til eða fullgert fyrr en með tilkomu públikums. I þessu sambandi má t.d. minna á verk eftir Jón Gunnar Arnason, „Leikur fyrir tvo stjórnmála- menn” eða ,, Leikfang fyrir tvo fullorðna”. Ég hef þá drepið á það, sem er efst á baugi i lista- heiminum, þ.e.a.s. hlut publik- ums i verðandi listarinnar. Ég hef rætt list við marga skyn- sama menn, sem gera engan greinarmun á dilettant og mennt- uðum listamanni. Það er fólki engin afsökun að listin sé sundur- leit. Þvert á móti á hver og einn kost á að eignast listaverk eftir menntaðan listamann i þvi list- sniði, sem það hneigist helzt að, vegna þess hve listamenn okkar leita fanga á ólikum miðum. En sina sök á þessu ófremdarástandi eiga þeir, sem hamra á ein- ræningslegum listsmekk og leggja allt annað að jöfnu, hvort sem f jallað er um af kunnáttu eða frumstæðri vankunnáttu og afkáraskap. Eðlilega hefur þetta reynt á þolrifin i skárri hóp listunnenda með þeim árangri að þeir eru löngu orðnir ruglaðir i riminu og áhugalausir um að greina að, lélega og góða list. Listrýni er orð, sem er að leysa listgagnrýni af hólmi. Eiginlega er listrýni ný bókmenntagrein. Meðfram er það sprottið upp úr smánarlegu tóm- iæti bókmenntagagnrýnenda og menntafrömuða um innlegg I umræður um myndlist, þó ekki væri nema til að draga gikkshátt- inn úr málurunum sjálfum og koma þeim af stað. Þótt ekki sé við þvi að búast að málarar standi rithöfundum á sporði í stil- lipurð og málleikni þá lúra málararnir samt á lifsreynslu, sem er fágæt á sinn hátt og upp- hefur oft blaðagreinar, sem eru kannski ekki miklar bókmenntir, grandskoðað, en skilja eitthvað sérstakt eftir hjá lesandanum, sem virðist stundum eins og ryk- sugað úr óþrotlegum orðaustri skribentanna sjálfra þó þeir þenji sig yfir fleiri blaðsiður dag eftir dag með ævintýralegu úthaldi. Fyrir eitthvert afmælisverk hefur höfund þessara lina þrotið áhuga til að lesa nema örfáar skáldsög- ur frá byrjun til enda utan Atðmstöðina, sem ég held mig hafa druslazt i gegnum að nafn- inu til, sennilega vegna titilsins. Hins vegar á ég nokkur ritgerða- slitur i fórum minum, sem seiða mig til sin nótt eftir nótt, þegar ég er genginn til kojs og slétta með mildi sinni og galdri hnökra dags- ins. Þetta lesmeti, sem ég hirði ekki um að tilgreina, er mér þrot- laus undrunar- og ánægjuupp- spretta. Ég grip alltaf niður i greinar eftir höfunda, sem einu sinni hafa snert einhverja taug i mér, a bupp, eins og Hegga litla sagði. Eins renni ég augunum yfir allt um myndlist, sem rekur á fjörur minar. Sem sagt, ég tel mig gjalda keisaranum það, sem keisarans er. Listrýni er hugtak, sem ætlað er að hóa saman öllu, er skoðazt getur sem tillag til listgreiningar i ákveðið snið eða form mynd- listarbókmennta. í listskólum fara fram skoðanaskipti og hug- takamyndanir, sem eru öllum nema hinum fáu innvigðu lokað ménningarsvið. Þessi töfrandi heimur er sorglega afskiptur af menningarspirum og flestum er tigna tunguna, sem ósvikulustu kveikju mannlegra samskipta og um leið siðmenningar. O, nei, málarar eiga ekki og mega ekki tala. Það er meira að segja ekki full ljóst, hvort þeir mega hugsa nema i einhverjum holtaþokum lita og forma. Og, það sem hryggilegast er, ég held að fólk trúi að svona sé þetta. Þannig marsérar hringavitleysan áfram holt og bolt, án eftirtektar einnar einustu hræðu. Ungu málararnir slást i hópinn með meinlegu sífri um átök og innri spennu lista- verkanna. Þeir mættu minnast orða Maós um, að bylting sé ekki eins og að „sauma út eða mála mynd”. Loks dragast þeir ofan i diki klikustrefs og ynnbyrðis miskliðar i staðinn fyrir að standa saman og jafna ágreining sinn. Ég hef drepið lauslega á fá- eina hluti, sem liggja i láginni þótt um sé að ræða heilan heim gleymdra ósigra og hversdags- legrar baráttu i afkima. Þðrsteinn Þórsteinsson. FRÍMERKI — MYNT Kaup — *ala Skrifið eftir ókeypis vörulista. Frímerkjamiðstöðin Skólavörðustíg 21 A Reykjavík

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.