Tíminn - 04.01.1973, Qupperneq 7

Tíminn - 04.01.1973, Qupperneq 7
Kimmludagur 4. janúar 1ÍI7IÍ TÍMINN 7 Útgefandi: Framsóknarflokkurínn •S: Framkvemdastjóri: Kristinn Kinnbogason. Ritstjórar: t»ór-:ý arinn Þórarinsson (ábm.), Jón Helgason, Tómas Karlsson,! Andrés Kristjánsson (ritstjóri Sunnudagsblaðs Timáns).:í :! Auglýsingastjóri: Steingrimur Gislasoni. Ritstjórnarskrif-;.;: ;!;! stofur í Edduhúsinu viö Lindargötu, simar 18300-18306^;!; ;!;! Skrifstofur i Bankastræti 7 —afgreiðslusími 12323 — auglýs !;!; ;!;! ingasimi 19523. Aðrar skrifstofurtsimi 18300. Askriftargjald!;! !;!; ;>25 krónur á mánuði innan lands, i lausasölu 15 krónur ein-!;;; takið. Blaðaprent h.f. Adam Raphael, fréttamaður „The Guardian”: Að lokinni fjögurra ára Bandaríkjadvöl Um kosti og galla bandarísks þjóðlífs Frændur vorir bregðast I áramótagrein sinni gerði ólafur Jóhannes- son, forsætisráðherra, að umtalsefni þróun viðhorfa rikja heims til landhelgismála. Hann sagði það sérstakt fagnaðarefni fyrir íslend- inga, að Sameinuðu þjóðirnar féllust á það sjónarmið i fyrsta sinn með yfirgnæfandi meirihluta, við atkvæðagreiðslu um tillögu íslands og Perú, að strandriki hafi varanleg fullveldisyfirráð yfir náttúruauðlindum sinum, þar á meðal náttúruauðlindum á hafsbotni og i hafinu yfir honum. Þetta var mikill sigur. Þótt stórveldi og for- réttindaþjóðir hafi kastað eign sinni á auðæfi i hafsbotninum, svo langt út frá ströndum sem þau eru nýtanleg, hafa þau beitt sér af alefli gegn þvi,að þjóðir, sem eiga mikið undir fisk- veiðum, helgi sér rétt, jafn langt frá ströndum sinum, til verndar og nýtingar fiskistofnunum i sjónum yfir landgrunnsbotninum. Ástæðurnar til þessa tvöfalda siðferðis i al- þjóðamálum eru af rótum forréttindahugs- unarháttar runnar. Þessar þjóðir vilja helga sjálfum sér allar þær auðlindir, sem þær telja sig geta nýtt i framtiðinni svo langt út frá ströndum sinum sem þeim sýnist, en vilja banna máttarminni þjóðum, sem eiga efnahagsafkomu sina að verulegu leyti undir fiskveiðum og vernd lifs- ins i sjónum við strendur landa sinna,um sama rétt einfaldlega vegna þess, að þessar sömu forréttindaþjóðir eru búnar að eyðileggja eigin fiskimið með ofveiði og rányrkju. Senda þær þvi stórtækap rányrkjuflota að ströndum annarra rikja og kæra sig kollótta, þótt efnahagsafkomu fátækra þjóða sé stefnt i hættu með eyðileggingu fiskimiða. Þannig kasta þeir eign sinni á oliu og málma hundruð milna út frá ströndum sinum, en halda þvi fram, að fiskveiðilögsagan sé aðeins 12 milur. Bretar sögðu 1952,að fiskveiðilögsaga væri 3 milur að alþjóðalögum og við værum að eyðileggja brezka togaraútgerð með útfærslu i 4 milur. Bretar beittu okkur þá efnahagslegum refsiaðgerðum. 1958 sögðu þeir, að alþjóðalög leyfðu aðeins 4 milur og sendu herskip inn i 12 milna fiskveiðilögsögu okkar og töldu sig vera að verja hagsmuni brezks almennings. Enn á ný eru þeir við sama heygarðshornið og hafa i hótunum við okkur. Samþykkt Sameinuðu þjóðanna gekk gegn þessum forréttindahugsunarhætti yfirgangs- þjóða. Þessi samþykkt hefur vakið vonir með okkur íslendingum, en afstaða frænda okkar á Norðurlöndum i þessu máli hefur ollið miklum vonbrigðum. Norðurlandaþjóðirnar hafa viljað kalla sig forystuþjóðir i baráttunni fyrir rétti smáþjóða heimsins gegn yfirgangi og arðráni stórvelda og forréttindaþjóða. Þarna var um það að ræða að sýna þetta i verki. Viðbrögð þeirra urðu þvi miður önnur. Um þetta sagði Ólafur Jóhannesson. forsætisráðherra. i grein sinni: ,,Þessum viðbrögðum þeirra hvorki viljum við né getum gleymt um sinn”. HVERS muntu sakna mest? Bandariskir vinir minir lögðu þessa spurningu oft fyrir mig siðustu dagana. Ég kann að hafa þótt ósvifinn þegar ég svaraði, að ég myndi sakna þeirra mest. Eg þarf þó varla að óttast,að ég hafi móðgað þá til muna. Fáir eru þeir Bandarikjamenn, — hvort heldur eru frjálsir demó- kratar eða ihaldssamir repú- blikanar, — sem trúa þvi gorti Nixons forseta, að siðara kjör timabil hans verði meðal ,,glæstustu timabila” i sögu lýðveldisins. Flestum þeirra er fullvel ljóst, aðþjóðinerað byrja að rétta við eftir erfið og sársaukafull áföll. Nefna má morð Kennedys, skotárásina á Wallace, óeirð- irnar i fátækrahverfunum, Kent State, flokksþing demó- krata i Chicago 1968, Vietnam o.s. frv. Ferillinn er ekki fagur og ekki á enda genginn enn. Enginn er svo aðgreindur eða einangraður, að hann losni með öllu við áhrifin af spillingu stórborganna, fátæktinni, beizkju kynþátta- baráttunnar og stjórnmála- óánægjunni, sem mest skyggja að i Bandarikjunum. RÉTT er að taka fram, að ég lit ekki á mig sem sér- stakan óvin Nixons, enda þótt margt sé grunsamlegt i fortið hans. Ég tel mig heldur ekki skelfast Bandarikjamenn yfirleitt, enda er margt i fari þeirra, sem ég bæði virði og dáist að. Hinir fornu kostir Bandarikjamanna, svo sem afkastageta, stundvisi, góð- semi og einstök gestrisni við alókunnuga, eru enn óspilltir. Verið getur, að sendlar verði ekki framan milljónamær- ingar á einni nóttu, en hæfni er launuð, vel leyst verkefni viðurkennd, og sennilega er frama- og farsældarvegurinn hvergi jafn hindranalaus og þar. Sjónhringurinn af svölum erlends fréttaritara i Washington er óhjákvæmi- lega takmarkaður. Mikið ber á milli fylkjanna 50 um dag- far og viðhorf, þrátt fyrir margs konar sameiginleg ein- kenni á yfirborði. Washington hefur óneitanlega sérstöðu sem skjótbyggð Suður-fylkja- borg, er var gerð að höfuð- borg og yfirfull er af blaða- mönnum, opinberum sendi- mönnum, lögfræðingum og stjórnmálamönnum, en borg- ina hrjá eigi að siður margir kvillar bandariskra stór- borga. EF til vill hefir verið gert of mikið úr glæpafaraldrinum sjálfum, en tæpast er unnt að ýkja áhrif hans á dagfar i stór- borgunum. Þar er ekki aðeins um að ræða eitthvað, sem hendir bláókunnuga, sem heima eiga hinum megin i borginni. Benda má á glað- legu, ljóshærðu stúlkuna, sem heima átti i þriðja húsi frá heimili okkar. Einhver brauzt inn til hennar, nauð- gaði henni og lék hana svo herfilega, að hún varð að staulast um á hækjum vikum saman. Ungverski matvöru- kaupmaðurinn i næstu götu lifði af fjögurra ára fangavist i Auschwitz og bar fanga- númer, sem brennd höfðu verið á úlnliði hans, en svo sendu þrir unglingar honum kúlu gegn um eyrað. f götunni, sem ég bjó við, var ráðizt á mann, sem ég þekkti, og honum ógnað með byssu. Hann mátti þakka sinum sæla að sleppa lifandi úr þvi að honum varð á að veita viðnám. Og hvað kom ekki fyrir kunningjakonu málvinar mins? Hópur manna réðist inn til hennar á náttar- þeli og nauðgaði henni, en nokkrir menn beindu byssum að höfðum ibúanna á neðri hæðinni á meðan. FYRIR okkur sjálf kom ekkert þessi fjögur ár, nema hvað einu sinni var stolið veski i skrifstofu minni, smávægi- legur skartgripaþjófnaður var framinn i ibúð góðkunningja mins,og maður einn, sem kom til þess að gera viö mið- stöðina i húsinu, stal litlu segulbandstæki Slikt og þvilikt tekur tæpast að nefna og gæti raunar hent i hvaða höfuðborg sem væri. En óttinn við yfirvofandi of- beldisglæp var alltaf nálægur i Washington , og sá ótti eitrar lif allra, sem i stórborgum búa, hvort sem þeir eru rikir eða fátækir, svartir eða hvitir. Auðvitað kemst fljótt upp i vana að tvilæsa, vera heima að kvöldinu eða fara i bil að öðrum kosti og fara ekki fót- gangandi nema um allra öruggustu götur. Sjö af hverjum tiu ibúum Washington eru negrar, en það er ekki að sjá i sumum hverfum borgarinnar. Negrar eru farnir að sitja framarlega i almenningsvögnum, hvar sem er i kvikmyndahúsum og sjást jafnvel við og við i dýrum veitingahúsum, en lengra nær jafnréttið ekki. Aðskilnaður kynþáttanna i ibúðahverfum og skölum er nálega undantekningarlaus og samskipti þeirra ákaflega litil utan vinnustaða. VIÐ bjuggum i hverfinu „Georgetown”. Þar bjuggu einkum negrar úr miðstétt áður fyrr, en nú mátti hverfið heita talandi tákn um yfir- gang hvita mannsins. Gömlu ibúarnir sækja enn kirkjurnar i hverfinu og leika körfuknatt- leik á iþróttavöllunum. Willie Blackwell er bolmikill svartur ' kaupmaður. Hann réði rikjum á tennisvellinum, sem ég ■ stundaði, var dómari, sátta- semjari og æðsta úrskurðar- vald i tiðum deilum um, hver ætti rétt á næstu lotu á vell- inum. Gaman var að leika tennis, en hitt var þó mikilvægara, að annars staðar átti ég þess varla kost að hitta svarta menn að máli að staðaldri. Þeir, sem völlinn stunduðu, voru flestir úr miðstétt, menntaðir, vel megandi og andstæðingar aðskilnaðar kynþáttanna, en oft skaut þó beizkja og vonleysi upp koll- inum. Kynþáttamálin eru enn jafn erfið viðfangs og þau hafa ávállt verið i Banda- rikjunum. Nokkuð hefir þó orðið ágengt, að minnsta kosti ef borið er saman viö mörg önnur riki. „1 RIKI blindra er hinn eineygði konungur”. Þessi einkunnarorð eiganda bezta franska veitingahússins i Washington eru á vissan hátt táknræn fyrir höfuðborgina. Þau geta raunar gilt um gjör- völl Bandarikin. Hin algeng- asta sjón stingur i augun, jafn- vel þó hálflukt séu. Iðnþróun hefir hvergi annars staðar leikið jafn fagurt land jafn herfilega. Sálarlaus steinauðn útborganna á varla nokkurs staðar sinn lika. Undantekningarnar eru að visu glæsilegar, svo sem San Francisco, New Orleans og Charleston, en þær eru naumast fleiri en svo , aö telja megi á fingrum annarrar handar. Sá, sem vill sjá sann- kallað nútima helviti, þarf ekki annað en að leggja leið sina um 14. stræti i miðri Washington, þar sem rændar verzlanir eru enn með hlera fyrir gluggum og brunarústir húsa standa enn óhreyfðar siðan i óeirðunum árið 1968. BANDARIKJAMENN láta i ljós áhyggjur sinar yfir hnignun og spillingu borganna i landinu. Grunur minn er þó sá, að hin mikla niðurlæging þeirra sé ekki sök kynþátta- átaka, glæpafaraldurs, meng- unar eða annarra þeirra orsaka, sem tiðast eru til- greindar, heldur sé ástæðan blátt áfram áberandi og vis- vitandi útborgahneigð banda- risku þjóðarinnar. Það borgarlif, sem er eftirsóknar- vert og til fyrirmyndar i augum Evrópumanna, hefir næsta litið aðdráttarafl i augum hvitra miðstéttar- manna i Bandarikjunum. Menningarmunur er djúp- stæöari og iskyggilegri en niunur á þjóðtungum. Byssu- ást Bandarikjamanna er út- lendingum torskilin, og eins hitt, að þeir virðast gersam- lega kæra sig kollótta um, hve hún kostar mörg mannslif. Svipuðu máli gegnir raunar um það, að þeir skuli halda áfram að taka þegjandi við þvi fóðri, sem bandariskar sjón- varpsstöðvar, reknar i ágóða- skyni, gefa hversdagslega á garða. VIST á ég dapurlegar minn- ingar frá dvöl minni, — en einnig ánægjulegar minningar. Fegurð þjóðgarðanna gleður augað, alúðin við verndun og viðhald sögufrægra bygginga yljar fyrir brjósti, simakerfið er betra en nokkurs annars staðar i heiminum, þjónusta flugfélaganna er einstök og al- menningur i smábæj-um Bandarikjanna er ákaflega alþiðlegur. Dapurlegasta minning min er bundin við komu mina til Washington frá Norður Dakota með flugvél McGoverns öldungadeildar- þingmanns daginn eftir for- setakosningarnar. Margir af hinum ungu aðstoðarmönnum öldungadeildarþingmannsins i kosningabaráttunni grétu opinskátt. Þeir grétu vegna þess, að þeir sáu fram á fjögurra ára valdaferil for- seta, sem er sýnilega staur- blindur á þann vanda, sem Bandarikjamönnum riður mest á að leysa. Átrúnaðargoð þessara ungu manna, McGovern öldunga- deildarþingmaður, hafði reynzt alveg einstaklega lélegur frambjóðandi við for- setakosningarnar. En málin, sem hann setti á oddinn, — umbætur i skattamálum, félagslegt réttlæti og endur- skoðun hefðbundinna for- réttinda i bandarisku þjóölifi, — kunna að ráða úrslitum i bandariskum stjórnmálum á komandi árum. —TK

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.