Tíminn - 04.01.1973, Blaðsíða 12

Tíminn - 04.01.1973, Blaðsíða 12
12 TÍMINN I" immtudagur 1. janúar 1973 „Jæja, er það afstaðið?”, spurði hann. ,,Já, eðlilega og vandræðalaust. F'æðingin var næstum afstaðin, þeg- ár ég kom”. „Hvers vegna var hann svona örvinglaður, þegar hann kom að sækja yður?” ,,í fyrsta lagi var það eitthvað i sambandi við stjörnurnar, og i öðru lagi var þetta fyrsta fæðingin hennar, þess vegnavarhannsvo óstyrkur. Hann vonaðist eftir dreng”. „Stjörnurnar voru þá ekki hliðhollar, þegar allt kom til alls”. „Nei, það er rétt hjá yður”. Hún andvarpaði og starði út á veginn, hún var augsýnilega mjög þreytt. Nú virtist hún litil og grönn. „Við verðum að komast aftur að bilnum”, sagði hann. Hún bretti hugsandi niður ermarnar og hélt áfram að stara á umferð- ina á veginum. Þegar hún bretti niður ermarnar, sneri hún höndunum þannig, að lófarnir komu i ljós. Annaðhvort hugsaði hún ekki út i það eða henni var sama, þótt allur heimurinn sæi lófana á henni. Greini- lega hafði hún ckki heyrt, hvað hann sagði. „Við verðum að komast aftur að bflnum”, endurtók hann. „Hvað segið þér?” „Ég sagði, að við yrðum að komast aftur að bilnum”. „Ég ætla ekki með”, sagði hún. Paterson svaraði ekki. Hann gaf henni gætur, meðan hún hneppti fyrst aðra ermina og siðan hina. Handleggirnir voru grannir og vel lagaðir, og honum fannst synd hún skyldi aldrei vera berhandleggjuð. „Ég hef hugleitt það lengi”, sagði hún. „Já?” „Ég hefði aldrei átt að fara af sjúkrahúsinu”. Frá bólinu heyrðust stunur i ungbarninu,og ungfrú Alison leit við til að athuga, hvað að væri. „Ég hefði ekki haft ró i minum beinum, siðan majórinn tók ákvörðun sina”. Frú Betteson reis upp og gekk um með barnið, meðan hún vaggaði þvi bliðlega. „Eigiö þér við, að þér hafið i hyggju að fara á sjúkrahúsið aftur? Er yður ljóst, hve langt það er?” Ekki var að heyra á rödd lians, að hann væri að reyna að telja henni hughvarf; hann lagði aðeins staðreyndirn- ar fyrir sem spurningar. Ungfrú Alison stóð og horfði á óslitna halarófuna af sveittum og óhreinum flóttamönnum.sem drógustáfram eftir veginum i norðurátt. Rykskýin voru eins og glæður i brennandi sólskininu. „Nei, en ég hef hugsað mér að fara aftur þangað, sem við vorum i nótt.” „Já, það var prýðilegur tjaldstaður.” „Þar er nóg þörf lyrir mig.” Hún brosti. „Þar get ég lokið námskeið- inu á fæðingardeildinni, sem ég hljópst á brott frá á sjúkrahúsinu.” Paterson fannst mikið til um þessa ungu, grannvöxnu konu, sem ekki kiknaði undir erfiðri, afdrifarikri, en göfugri fyrirætlun sinni. En hon- um leizt þó ekki að öllu leyti vel á áform hennar. Honum fannst i raun- inni útilokað að skilja hana eina eftir mitt á meðal óttaslegins flótta- fólksins, ofurselda alls konar hættum, sem ómögulegt var að sjá fyrir. Hann sá ferðaáætlun sina hrynja til grunna. Honum fannst hann til- neyddur að gera eitthvað til aðkoma i veg fyrir það. „Ég held þér gætuð fengið nóg að starfa i Indlandi,” sagði hann. „Þaðerallsstaðar mikill skorturá hjúkrunarkonum, en ekki sizt i Ind- landi.” „Nei,” svaraði hún, „þetta er fööurland mitt, geti ég á annað borð sagt, að ég eigi nokkuð föðurland.” „Þér megið treysta þvi, að við vinnum það aftur innan skamms, og þá getið þér snúið hingað aftur ásamt okkur hinum.” „Það er fallegt af yður að reyna að fá mig ofan af þessu, en hitl er annað...” „Ég er ekki að reyna að fá yður ofan af nokkrum sköpuðum hlut!” „Hættið að öskra svona.” „Ég öskra ekki! Ég er aðeins að reyna að leiða yður fyrir sjónir, að enginn hugsandi maður gæti samþykkt að skilja yður hér eftir við þessar aðstæður!” „Reynið þá að vera ekki svona hugsandi!” „Mér gengur fjári illa að komast af án yðar það sem eftir er leiðar- innar.” Paterson hafði hækkað raustina.og óafvitandi hrópaði hann siðustu orðin svo undir tók i skóginum. Honum fannst hann bera ábyrgð á þess- ari ferð, og samvizka hans, sem þegar nagaði hann nóg vegna þeirra fjögurra, sem enduðu niðri i gilinu, vaknaði, þegar hann hugsaði um, hver afdrif ungfrú Alison yrðu. Honum varð hugsað til sjónarmiðsins, sem hann á sinum tima hafði fylgt og einfaldlega fólst i þvi að láta þau hin sjálfráð hvortsem þau stefndu norður eða suður. 1 þetta sinn skyldi hann ekki láta það viðgangast, það eitt var vist. Hann ætlaði að fara að hrópa aftur, þegar hann sá, að frú Betteson var komin. „Þvi i ósköpunum öskrið þér svona?” Hún stóð og vaggaði barninu varlega i fanginu. Um stund horfði hann á hrukkótta, rauðbrúna andlitið i stranganum. Sennilega væru jafn mörg svona smáhöfuð i Indlandi og Búddarnir á burmönsku smápeningunum. Svo hætti hann að hugsa um þetta og sagði: „Ungfrú Alison ætlar ekki lengra.” „Ég get vel skilið það.” „En það getég ekki,” sagði hann. „Þér sáuð nú betur en nokkur ann- ar, hvernig fór, þegar Portman var leyft að ráða sér sjálfur!” „Já,” sagði frú Betteson. Andlit barnsins var þegar orðiðrykugt. Frú Betteson tók hornið á handklæðinu og strauk gætilega af nefi þess og munni. „En þér verðið að viðurkenna, að þetta horfir allt öðru visi við, eða hvað?” „Já, þetta er verra!” Frú Betteson horfði á hann gegnum brotna glerið. Augnaráðið varð harla broslegt. „Ég er ekki sammála yður núna.” „Það skiptir mig ekki nokkru máli,” svaraði hann. „Ég hef ekki i hyggju að standa hér og rökræða við yður. En ég hef heldur ekki i hyggju að láta hana verða hér eftir eina sins liðs, það væri algerlega óforsvaranlegt! ” „Hver hefur sagt, að hún yrði ein sins liðs? ” Hún gaf honum á ný hornauga gegnum brotna glerið. Honum var ekki ljóst, hvort hún talaði i fullri alvöru eða var aðeins að skopast að honum. „Það er það, sem hún er að segja, og það vil ég ekki heyra nefnt.” „Já, en ég verð hér hjá henni, svo aðhún verður ekki ein.” Honum féllust alveg hendur, en tók eftir þvi, að frú Betteson brosti til hans. Fyrsta hugsun hans var, að réttast væri að segja henni berum orðum, að hún væri alveg eins vitlaus og haldið var fram, en hann gat ekki fengið sig til þess, og ungfrú Alison sagði allt i einu: „Þarna sjáið þér, að ég er ekki sú eina, sem hefur dottið þetta i hug.” „Nei,” sagði frú Betteson, „við erum tvær um þetta, tvær sálir, ein hugsun eins og sagt er.” Lárétt 1) Sull,- 6) Poka.- 7) öfug röð.- 9) Tónn,- 10) Tollskylda,- 11) Nafar - 12) Greinir,-13) Hjúp.- 15) Ásökunina.- Lóðrétt 1) Á,- 2) Varðandi.- 3) Hola.- 4) 550.- 5) Blómanna,- 8) Eldsneyti.- 9) Bókstafi.- 13) Kall - 14) Baul - Itáðning á gátu No. 1298 Lárétt 1) Andlits,- 6) Raf,- 7) LM,- 9) Ge.- 10) Loðdýri,- 11) Að.- 12) Án - 13) Las.- 15) Svartar.- Lóðrétt 1) Afllaus,- 2) Dr.- 3) Landvar,- 4) If.- 5) Steinar,- 8) Moð,- 9) Grá,- 13) La,-14) ST,- ilHl (tliWHi FIMMTUDAGUR 4. janúar 7.00 Morgunútvarp. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.00 A frivaktinnL Margrét Guðmundsdóttir kynnir óskalög sjómanna. 14.30 Sumardagar i Suður- svcit. Einar Bragi flytur annan hluta frásögu sinnar. 15.00 Miðdegistónleikar: Ron Golan og Sinfóniuhljómsveit útvarpsins i Vin leika Kon- sert fyrir viólu og hljóm- sveit eftir Béla Bartók, Milan Horvat stj." Sinfóniu- hljómsveit Vinarútvarpsins leikur Sinfóniu nr. 5 i D-dúr op. 107 eftir Mendelssohn, Horvat stj. 16.00 Fréttir 16.15 Veðurfregnir. Tilkynn- ingar. 16.25 Popphornið 17.10 Barnatimi: Soffia Jakobsdóttir stjórnar a. Milli áramóta og þrettánda Alfasöngur, álfalög og fleira i þeim dúr. Lesari með Soffiu: Guðmundur Magnússon leikari. b. Útvarpssaga barnanna: „Uglan hennar Mariu” eftir Finn Havrcvoid Sigrún Guðjónsdóttir isl. Olga Guðrún_ Árnadóttir les (2). 18.00 Létt lög. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.20 Daglegt mál. Indriði Gislason lektor sér um þátt- inn. 19.25 Glugginn. Umsjónar- menn: Guðrún Helgadóttir, Gylfi Gislason og Sigrún Björnsdóttir. 20.05 Gcstir i útvarpssal: Per Öien og Guðrún Kristins- dóttir Ieika á flautu og pianó, verk eftir Michel Blavet, Sverre Bergh, Ar- thur Honegger, Johan Kvandal o.fl. 20.35 Leikrit: „Theódór Jónsson gengur laus”,farsi fyrir hijóðnema eftir Hrafn Gunnlaugsson. Leikstjóri: Höfundur. Persónur og leik- endur: Theódór gimbill, út- hrópaður maður ... Erlingur Gislason, Benjamin Pálsson hinn góði eiginmaður... Steindór Hjörfeifsson, Peta Jónsdóttir, hin lausláta eiginkona ... Brynja Bene- diktsdóttir, Jakobina Brjánsdóttir, móðir Petu ... Brynja Benediktsdóttir, Jósúa Kolbeinsson, bróðir Theódórs ... Klemens Jóns- son ... Bjartur bóndi i Borgarfirði ... LárusIngólfs- son, Högni Hansen, snjall leynilögreglum. ... Baldvin Halldórsson, Mörður Is- hólm, snjallari leynilög- reglum. ... Jón Júlíusson, Sögumaður ... Þórarinn Eldjárn. Aðrir leikarar: Hákon Waage, Pétur Einarsson, Ragnheiður Steindórsdóttir, Drifa Krist- jánsdóttir og Rúnar Gunn- arsson.. 21.30 Frá tónleikum i Háteigs- kirkju 17. f.m. Söngflokkur, sem Martin Hunger stjórn- ar, flytur; a. „Sjá grein á aldameiði” eftir Hugo Distler. Þorsteinn Valdi- marsson þýddi textann. b. Sjö jólalög I raddsetningu Þorkels Sigurbjörnssonar. 21.50 Langferðir. Þorsteinn Ö. Stephensen les úr nýrri ljóðabók Heiðreks Guð- mundssonar skálds. 22.00 Fréttir 22.15 Veðurfregnir- Reykja- vikurpistill Páls Heiðars Jónssonar. 22.45 Manstu eftir þessu? Tónlistarþáttur i umsjá Guðmundar Jónssonar pianóleikara. 23.30 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.