Tíminn - 04.01.1973, Blaðsíða 16

Tíminn - 04.01.1973, Blaðsíða 16
Enn óráðið, hvernig metin Mike Mansfield, leiðtogi demókrata i öldungadeildinni á þriðjudaginn. 1 gær ræddust þeir Nixon og Kissinger við um leynifundina, sem hefjast eiga i Paris á mánu- daginn. Þeir töluðust við i tvær klukkustundir og sagði talsmaður að ástand mála i Vietnam hefði verið gaumgæfilega athugað og yfirfarið. t fréttum frá Saigon á þriðju- daginn var sagt, að samkomulag hefði náðst, en i Washington er það borið til baka. Enn er allt á huldu um hvað það var i rauninni, sem batt enda á viðræðurnar i Paris fyrir jólin og enn siður er vitað, hvað leiddi til þess, að ákveðið var að taka þær upp aftur nú. Eyöileggingin Bandariska varnarmálaráðu- neytið viðurkenndi að nokkru leyti á þriðjudaginn, að fréttir frá Hanoi um að sjúkrahús hafi orðið fyrir sprengju, væru réttar. Tals- maður ráðuneytisins lét þó i það skina, að ekki væri útilokað, að loftvarnareldflaugar N-Vietnama sjálfra hefði lent á sjúkrahúsinu. 25 manns létu lifið i sjúkrahús- inu. Það var sænska sendiráðið i Hanoi, sem lét fréttina út ganga, og hafði talsmaður varnarmála- ráðuneytisins áður sagt, að hún væri aðeins áróðursbragð. Þá sagði hann nú, að einnig gæti ver- ið, að sprengjur hefði fallið á flug- völl einn, sem aðeins er notaður til venjulegs farþegaflugs. Loks sagði talsmaðurinn að Bandarikjamönnum þætti ákaf- lega fyrir slikum óhöppum og nú væri unnið að fjársöfnun i Bandarikjunum til að endurreisa sjúkrahúsið. Árásir i gær Um 125 bandariskar flugvélar, þar af yfir 40 B-52 vélar, gerðu i gær miklar loftárásir á svæði sunnan 20. breiddarbaugs, þrátt fyrir monsúnregn og litla skýja- hæð. Skæruliðahópar hafa nú að nýju tekið upp þá aðferð sina'að loka þjóðvegum til Saigon. t gærmorgun var sprengd brú á þjóðvegi 4, á milli Mekong- óshólmanna og Saigon. Einnig var flotbrú á annarri leið sprengd. Við þessar aðgerðir seinkaði flutningum hergagna til og frá Saigon talsvert. Fimmta tilraunin heppnaðist - og Nýjabæjarhjón fengu síðbúna jólagesti SB—Beykjavik. Siðan nokkru fyrir jól hafa ver- ið gerðar einar fimm tilraunir til aö heimsækja hjónin i Nýjabæ, þau Guðrúnu Sigurðardóttur og Þorstein Ingv'arsson, sem þar dvelja við veðurathuganir. Reyndar heppnaðist fimmta til- raunin og voru það tveir félagar úr flugbjörgunarsveit Akureyrar, sem fóru á þriöjudaginn inn úr Eyjafirði, Vatnahjallaveginn gamla á tveimur snjóslcðum og gckk vel. Baldur Sigurðsson, hinn kunni fjallamaöur hefur tvisvar reynt að fara á „snjókettinum” sinum fram að Nýjabæ, en orðið að snúa aftur. Hann fór um öxnadal og ætlaði siðan suður öxnadalsheiði. 1 fyrra skiptið var veðrið of slæmt til ferðalaga, en i siðari ferðinni, milli jóla og nýárs, varð bilun i „kettinum”. Flugbjörgunar- sveitarmenn reyndu fyrir jólin, og fóru þá fram úr Eyjafirði, en urðu að snúa aftur vegna tima- skorts og snjóleysis. Þá munu einhverjir sunnanmenn hafa gert árangurslausa tilraun. Félagarnir, sem komust upp- eftir á þriðjudaginn, voru á tveimur vélsleðum og gekk þeim prýðisvel. Þeir gistu i Nýjabæ og komu aftur til Akureyrar i gær. Haft er eftir þeim, að allt gott sé að frétta þar ofan að og Guðrún og Þorsteinn séu mjög ánægð með vistina. Það eina, sem þau kvarta svolitið yfir, er að fá ekki póst og blöð. Baldur Sigurðsson sagði Timanum i gær, að nú væri hægðarleikur að komast á skömmum tima til Nýjabæjar, ef eitthvað bjátaði á þar. Bezt væri að fara öxnadalsleiðina, þvi þar væri öruggur snjór, fram i júni- júli, en minna væri um hann i Eyjafirðinum. Bezt væri þó að gera vegaspotta frá Hólsgerði og upp að snjó, þannig að hægt væri að aka snjósleðunum á bilum langleiðina. Snjóflóð lokaði Múlavegi BS-Ólafsfirði Hér höfðum við bjart og gott veður yfir öll jólin og allir vegir voru ágætlega greiðfærir. Það var fyrst seint á annan i nýári, að það gerði dálitla logndrifu og féil þá smá snjóflóö á veginn, fyrir Ólafsfjarðarmúla, sem stöðvaði alla umferð. Var þetta mokað i gær og opnaðist vegurinn til um- fcrðar um hádegisbiiið. A annan i jólum, hélt Karlakór Ólafsfjarðar fjölbreytta söng- skemmtun i félagsheimilinu Tjarnarborg við ágæta aðsókn og undirtektir. Stjórnandi kórsins var Frank Herlufsen, tónlistar- kennari. Milli jóla og nýárs buðu slysavarnarfélögin eldri og yngri börnum til jólatrésfagnaðar i Tjarnarborg. A nýársnótt efndi iþróttafélagið Leiftur til hins ár- lega áramóta dansleiks i Tjarnarborg. Var hann mjög vel sóttur, og fór hið bezta fram. Um klukkan 20 á gamlárskvöld var kveikt hér i fimm bálköstum, viðs vegar kringum bæinn. Er þetta, að áliti manna,sú mesta viðhöfn, sem hér' hefur verið viðhöfð við að kveðja gamla árið. Var aðal- og stærsta brennan vestur við ósinn og stóðu fjórðu bekkingar gagnfræðaskólans fyrir henni. Þá komu skátar upp raflýstu ártali i f jallshliðinni fyrir ofan bæinn. Mynduðu sjötiu og fjögur ljós ártalið 1972, og skein það fagurlega við bæjarbúum til miðnættis, en þá var tveimur breytt i þrjá. Blasti þá hið nýja ártal 1973 við sjónum manna til morguns. Tveir netabátar, Anna og Arni, létu net sin liggja i sjó yfir jólin. Fengum við þvi nýjan fisk á milli jóla og nýárs. Annars hefur afli verið afar tregur, mest fjórar smálestir i lögn, þegar bezt hefur látið. Togveiðiskip ölafsfirðinga eru að hefja veiðar á ný, eftir jólafriið. Hélt Sigurbjörg út i fyrrinótt, en Sæþór fer i dag. Tveir slösuðust Tveir menn slösuðust i hörðum árekstri i Reykjavik i gær, en hvorugur lifshættulega. Um kl. 4 ók vörubill i veg fyrir fólksbil á mótum Borgartúns og Lækjarteigs. Farþegi og öku- maður fólksbilsins slösuðust tals- vert, en verið var að rannsaka meiðsl þeirra og gera að þeim i gærkvöldi. 80 SKIP Á LOÐNU — búizt víð loðnunni snemma ÞÓ—Reykjavik. Gert er ráð fyrir, að allt að 80 skip komi til með að stunda loðnuveiðar á komandi loðnuver- tið, en á siðustu loðnuvertið voru loðnubátarnir 58 þegar þeir voru flestir. — A komandi vertið, er gert er ráð fyrir að svipaður fjöldi nótabáta stundi veiðarnar, og i fyrra, en við bætast mörg eldri skip, sem hugsa sér að stunda veðarnar með loðnutrolli. Nú þegar eru 25 skip búin, að sækja um loðnuveiðar með loðnutrolli, en til þeirra veiða þarf sérstakt leyfi. Meðal þeirra eru skip, sem geta stundað loðnuveiðar jöfnum höndum með nót og trolli eins og Eldborg GK og Börkur NK. Að minnsta kosti einn togari er búinn að sækja um leyfi til loðnuveiða með trolli, en það er Júpiter, sem er 800 tonn að stærð. Þá hefur heyrzt að sótt verði um leyfi fyrir togarann Haukanes frá Hafnar- firði, en um þessar mundir er verið að setja nýja 2400 hestafla vél i skipið og á það að vera tilbú- ið til veiða um næstu mánaðamót. Þessir tveir togarar eru þó ekki stærstu skipin, sem stunda loðnu- veiðarnar. Stærsta skipið, sem þær stundar i vetur er Börkur NK 122, eign Sildarvinnslunnar i Neskaupstað, en Börkur er 1016 lestir að stærð, smiðaður i Noregi á fjórum árum, og er skipið væntanlegt til heimahafnar sinn- ar Neskaupstaðar seinni hluta janúarmánaðar. Skýrslur frá skip- stjórunum — A þeim árum, sem sildin veiddist gáfu skipstjórar sild- veiðibátanna upplýsingar um veiddan afla til sildarleitarstöðv- anna á Dalatanga, á Raufarhöfn og á Siglufirði, og með þessum upplýsingum fengum við fiski- fræðingar ýmsar merkilegar upplýsingar i sambandi við fiski- föngur, hvernig veiðarnar gengu fyrir sig, og hvernig aldursflokk- arnir gengu. „Aðstaða, sem þessi, hefur ekki verið fyrir hendi fram að þessu i sambandi við loðnuveiðarnar, svo að ég brá á það ráð að senda skipstjórnar- mönnum tiltölulega einfalt eyðu- blað til útfyllingar, þar sem beðið er um dagsetningu, veiðistað, aflamagn og hve mikið hefur fengist i hverju kasti og sitthvað fleira, sem mönnum þætti at- hugavert”, sagði Hjálmar Vilhjálmsson, fiskifræðingur er við ræddum við hann, en Hjálmar hefur nú nýverið sent skipstjórum á loðnubátum þessi eyðublöð. Hjálmar sagði, að vonast væri til, að skipstjórar brygðust vel viö, þvi að þessar upplýsingar gætu komið að mjög góðu gagni. Fram til þessa hefur gengið dálit- ið erfiðlega að henda reiður á aflabrögðin og hvernig þau hafa gengið fyrir sig, þar sem tilfærsl- ur á veiðisvæðum eru örar á Frh. á bls. 15 ' verða jöfnuð Akvöröun hefur verið tekin um framlag rikissjóðs i verðjöfnunarsjóð sjávarút- vegsins og niðurfellingu launa- skatts af tekjum sjómanna. Timinn snéri sér i gær til Halldórs E. Sigurðssonar fjármálaráö- herra og spurði hann, hversu mikils rikissjóður missti við þessa ákvörðun. Fjármálaráðherra kvað hér vera um 80-100 milljónir að ræöa, og heföi ekki enn verið ákveðið, hvernig rikissjóði yrði bætt þessi tekjuskerðing. Maðurinn ófundinn eftir ákvörðun verðlagsráðs ÞÓ-Reykjavik Til stóð, að verð á hinum einstöku fisktegundum yrði til- búið siðari hluta dags i gær. Svo fór ekki og ekki var reiknað me& að verð á hinum einstöku fisk- tegundum yrði tilbúið fyrr en i dag. Yfirnefnd verðlagsráðs sjávarútvegsins sat á fundi i allan gærdag og ræddi um verö á hinum ýmsu tegundum, en sem kunnugt er. þá á fiskverðið að hækka um niu prósent að meðal- tali frá 1. janúar, en hækkanir á hinum ýmsu fisktegundum munu verða mjög mismunandi. NTB—Washington. Bandariska þingið kom saman i Washington i gær og setti þróun mála i Vietnam undanfarið svip á samkomuna. Þingmenn virtust greinilega hafa hug á að binda endi á styrjöldina með löggjöf, ef Nixon finnur ekki lausn innan skamms. Talsmenn stjórnarinn- ar gengu fram i að vara þing- menn við þvi, að álita að leynivið- ræður þær, sem nú eru að hefjast i Paris, beri skjótan árangur. Þrátt fyrir yfirburðasigur sinn i forsetakosningunum, stendur Nixon nú frammi fyrir alvarleg- um ágreiningi við þingið, þar sem meirihlutinn eru demókratar. Þar ber hæst styrjöldina i Viet- nam, en hætt er við ágreiningi einnig á mörgum öðrum sviðum. — Við getum ekki náð sáttum á öðrum sviðum, fyrr en lausn er fundin varðandi Vietnam, sagði SB-Reykjavik Sextugur maður, Erlendur Jónsson, Suöurgötu 40, á Siglu- firöi, fór að heiman frá sér á ný- árskvöld um hálf tiu leytið. Ekki var vitað, hvert hann ætlaði, en hann hefur ekki sézt siðan. Leit var hafin um bæinn og nágrennið og i gær voru gengnar fjörur og slætt með bryggjum, en án árangurs. Erlendur var kvæntur og á hann uppkomin börn. Enn beðið Þctta eru hlutar af flaki Tristar-þotunnar, sem fórst I fenjunum suður af Miami i Flórida aðfaranótt laugardagsins i fyrri viku. Með vélinni fórust 98 manns af 174, sem meö henni voru. Ekki er enn vitað um orsakir slyssins. Nixon í klemmu á þinginu - Meirihlutinn vill stöðva stríðið með löggjöf Fimmtudagur 4. janúar 1973

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.