Tíminn - 04.01.1973, Blaðsíða 15

Tíminn - 04.01.1973, Blaðsíða 15
Fimmtudagur 4. janúar 1973 TÍMINN 15 Umsvif hjá hjálpar- sveitunum á Akureyri Loðna Framhald af bls. 16. SB-Reykjavik Rover-menn og hjálparsveit skáta á Akureyri eru framtaks- samir og þarfir náungar þar nyrðra. Auk þess að ferðast um fjöll og firnindi, sér til ánægju og öðrum til hjálpar, snúast þeir ýmislegt fyrir einstaklinga og bæjarfélagið, lita eftir kindum, og þess háttar. Aðalfarartæki þessara manna Hrafna-Flóki Framhald af 9. siðu. bátar neinna stétta i þjóðfélaginu hvað dugnað og framleiðslumagn snertir.og þeir munu lifa, ef það er ekki beinlinis gerður leikur að þvi að drepa þá. Ég hefi alla tið verið i Árnes- þingi og man vel til aldamóta og hefi sæmilega fylgzt með þvi,sem gerzt hefir i þessu héraði frá aldamótum. Árnesingar hafa gert meira þessi ár en rækta og byggja landið, sem við höfum fyrir augum og er það ekkert smáræði. Þeir hafa liklega meira en nokkrir aðrir landsmenn að til- tölu byggt upp höfuðborg okkar, Reykjavik. A öðrum tug þessarar aldar, þegar manntal var tekið i Reykjavik, þá var fimmti hver maður fæddur i Arnessýslu og fjöldi Arnesingar i báðar ættir af þeim, sem fæddir voru i Reykja- vik. Hvað halda menn, að það væri i manngjöld, sem höfuð- staðurinn skuldar Arnessýslu. Til viðbótar er svo það, að þessir menn hafa ekki allir farið auralausir i nýja heimkynnið. Þegar heilar fjölskyldur hafa flutt til Reykjavikur með allt sitt og þess eru mörg dæmi. Ég er viss um, að það er allt of lágt áætlað, að annar hver maður og kona, sem fædd er i Arnessýslu á þessu timabili, hafi lent i Reykja- vik. Það veit ég, að svo er það i minni sveit. Þessu gleyma menn alltaf og telja, að bændur fram- leiði aðeins matinn fyrir þéttbýlið og þeirra hlutverk sé ekkert annað. En hvað um menningaráhrifin? Þegar ég var ungur, mátti segja, að allir helztu framámenn i Reykjavik væru Arnesingar, og þetta er ég tilbúinn að sanna hvenær sem er.og hvernig hefir þetta varðveitzt i höfuðborginni? Það kom ofurlitið i ljós i vor nóttina eftir þjóðhátiðina 17. júni, en um það er bezt að tala sem minnst. Nú þessa dagana er verið að skipta handritunum, sem koma úr Arnasafni. Þessum ger- semum, sem tæplega eða ekki eiga sinn lika i heiminum að mati þeirra, sem vitið hafa. Hvar hafa þessar gersemar orðið til? Það er ekki á þeim vélavinna nútimans. Þá er það þeim að þakka, að það fyrirbæri er til, sem heitir islenzk tunga og þjóðerni. tslenzkan er af málfræðingum talin eitt af fegurstu fungumálum heims. Einn af vitrustu mönnum, sem Árnesingar hafa átt á þessari öld, séra Magnús Helgason, sagði um islenzkuna fyrir nokkrum áratugum: ,,Ég vildi ekki skipta á henni fyrir alheimstunguna ensku, þó að Bretinn legði auðinn sinn allan i ofan&lág”. Nokkrum áratugum eftir að þetta var sagt, þá vaða uppi i okkar þjóðfélagi skammsýnir stofulallar i tuga- tali, sem telja sig þess umkomna að taka á kné sér þá stétt i þjóð- félaginu, sem þessi verðmæti hefir skapað, og bylta öllu um. Þeir eru auðvitað misjafnlega kotrosknir og þess vegna mis- jafnlega skringiiegir. En skringi- legastir, þegar þeir reikna allt út i verðlausum krónum og þykjast geta mælt og vegið og nákvæm- lega reiknað út alheiminn. Helgi Ilaraldsson eru vélsleðar og eru sveitirnar nú að birgja sig upp af sleðum, sem keyptir eru frá Finnlandi og hafa reynzt einstaklega vel i reynslu- ferðum um dali, skörð og heiðar umhverfis Eyjafjörð. Ef sleði skyldi bila i svona ferðalagi, gerir það ekki mikið til, þvi meðferðis eru snjóþotur, 2,20 m. að lengd, sem þá er skotið undir sleðann og siðan bundið aftan i annan. Plast- iðjan Bjarg á Akureyri hefur smiðað þessar risaþotur, sem einnig eru mestu þarfaþing til annarra flutninga. Akureyringar kunna að meta þessar björgunarsveitir sinar og styrkja þær vel, með þvi að gera sér far um að kaupa flugelda og annað, sem þær gera sér til fjáröflunar. Tengdamamma Framhald af bls. 1 þessa könnun. Þegar sá sem annast könnunina er búinn að fullvissa sig um að öll skil- yrðin séu uppfyllt, gefur hann út vottorð til hjónaefna um það að þau megi eigast. A þá sá, sem framkvæmir vigsl- una, ekki að þurfa að hafa neinar áhyggjur af þvi að ein- hverjir meinbugirséu á, nema að hann beinlinis viti það. Þessi listi og vottorð löghelga ýmis þau atriði, sem fara átti eftir hingað til. Nú mega piltar 18 ára og eldri kvænast án neinnar undanþágu, eins og var til áramótanna. Er hér komið á jafnrétti kynjanna, þvi stúlkur máttu giftast 18 ára en karl- menn ekki fyrr en 20 ára. Engu að siður þurfa þau bæði samþykki foreldra allt til tvi- tugsaldurs. Hér eftir verður skilnaður að borði og sæng eitt ár, hvernig sem afstaða aðila er. Eftir gömlu lögunum mátti veita skilnað að borði og sæng eftir eitt ár, ef báðir aðilar voru sammála um skilnaðinn. En ef annar aðilinn var á móti skilnaði, var ekki hægt að veita hann fyrr en eftir tvö ár. Þetta atriði verður að öllum likindum til mikilla hagsbóta. I framkvæmd hefur oft valdið miklum deilum t.d. i sam- bandi við lifeyri og sitthvað fleira. Ef hjón skilja að borði og sæng, er til þess ætlast að þau lifi einlifi og getur eitt ár orðið sumum hverjum nógu erfitt i þvi tilliti, þótt ekki sé verið að draga það ástand i tvö ár. 1 nýju lögunum er höggvið af ýmsum hjúskapartálmum. Er til dæmis flogaveiki, sótt- næmir kynsjúkdómar, holds- veiki, smitandi berklaveiki og sjúkdómar yfirleitt, ekki leng- ur hjúskapartálmar. En til þessa hefur lögum um slika tálma verið framfylgt og undanþága ekki verið fyrir hendi. En geðveiki og hálf- vitaskapur er enn hjúskapar- tálmi, eins og var. i eina tið urðu systkinabörn að fá undanþágu til að mega giftast en alllangt er siðan slik hjónabönd voru leyfð. Er nú enn lengra gengið hvað snertir giftingar skyldmenna. Fyrir áramótin var bannað að vigja mann og afkvæmi bróður eða systur, nema leyfi stjórnar- ráðsins kæmi til, en nú er þetta ákvæði felit niður. Nú eru meinbugirnir miðaðir við að fólk sé skylt i beinan legg, hvort sem um er að ræða tengsl eða skyldleika. 1 nýju lögunum segir, að eigi megi vigja mann og skyldmenni i beinan legg er hann áður átti, en það er undanþægt. Til dæmis getur maður nú fengið leyfi til að giftast fyrrverandi tengdamóður sinni. Ákvæði eru um umgengnis- rétt þess foreldris sem ekki fær forráðarétt yfir börnum eftir skilnað. Samkvæmt nýju lögunum er reiknað með að umgengnisréttur sé ávallt fyr- ir hendi. OÓ loðnuveiðum og sjálf loðnuvertið- in stendur i stuttan tima. Seinna á ferðinni en í fyrra Hjálmar sagði, að hann hefði ekki getað myndað sér neina skoðun um það hvenær hægt yrði að byrja loðnuveiðarnar á þessari vertið, þegar hann var um borð i Eldborgu i desember. — ,,Ég gizka á”, sagði Hjálmar, ,,að loðnan verði komin á miðin i fyrra lagi, en þó ekki eins snemma og i fyrra, en þá veiddist loðnan að kvöldi 21. janúar og hægt hefði verið að byrja veiðarn- ar 17. eða 18. janúar ef einhver bátur hefði þá verið kominn á miðin”. Þegar Hjálmar var um borð i Eldborgu fyrir jólin fannst loðna á töluvert stóru svæði NA af Langanesi, en hún var frekar dreifð þá og erfitt að átta sig á magninu. Einnig var veðrið slæmt flesta daga og þegar veður var sæmilegt var reynt að finna blett, þar sem von var um afla, þannig að ekki leitaðist mikið. Hjálmar fer aftur út með Eld- borgu til loðnuveiða i kvöld og verður hann þar um borð frá Haf- rannsóknarstofnuninni. Sagði hann að þeir væru bjartsýnir á að fá nú einhvern loðnuafla i trollið, þar sem þeir verða nú ekki ein- skipa, en leitarskipið Arni Frið- riksson er nú kominn á miðin austur af landinu. Ekki spáð 100 þúsund tonn- um meiri afla Hjálmar sagði, að það mætti koma fram, að nokkrir fjölmiðl- anna hefðu að undanförnu sagt að fiskifræðingar spáðu 100 þúsund tonna meiri loðnuafla en i fyrra. Það væri ekki allskostar rétt. ,,Það rétta er”, sagði Hjálmar, ,,að fiskmagnsins vegna getur aflinn orðið 100 þúsund lestum meiri en i fyrra. Við álitum að aflamagnið fari fyrst og fremst eítir þvi hvernig afsetningar- möguleikar verða á hverjum tima, og hvernig loðnan hagar sér, og sérstaklega fer þetta eftir tiðarfarinu. En i fyrra t.d. var tiðarfarið varla i meðallagi”. Sem fyrr segir þá fer Hjálmar út með Eldborgu GK 13 i kvöld, og mun hann stunda loðnumerking- ar á meðan hann er um borð i bátnum, en Eldborg mun leggja stund á loðnuveiðar með flottroll og nót, en eins og kunnugt er af fréttum þá mistókust veiðar skipsins með flottrollið að mestu fyrir áramót. Rannsóknarskipið Arni Frið- riksson er nú komið austur fyrir land. Leiðangursstjóri er Jakob Jakobsson fiskifræðingur, og Sveinn Sveinbjörnsson fiskifræð- ingur er einnig með i förinni. Arni Friðriksson átti að hefja leit við Stokknes og siðan verður haldið vitt og breitt um miðin norður með Austfjörðum. Arni Friðriks- son kemur aftur til Reykjavikur 27. janúar, verður stanzað i nokkra daga, siðan heldur skipið til loðnurannsókna á ný. Víðivangur Framhald af bls. 3. leiðir, til að hamla gegn verð- hólgunni. <)g það er alveg vist, að á verðhólgunni verður aldrci viðhlitandi hemill, ef menn hugsa aðeins um þrengstu stundarhagsmuni. Verðbólgunni verður ekki haldið i skefjum, nema menn horfi lengra fram á veginn og taki höndum saman unt ráð- stafanir, sem haldi verðbólgu- eldinum i skefjum, en slik samstaða mun færa öllum bættan hag og öruggari efna- hagsþróun en öfgafyllstu kröf- ur þrengstu stundarhags- muna. —TK Staða byggingarfulltrúa Þrir menn hafa sótt um stöðu byggingafulltrúa Reykjavikur- borgar. Umsækjendurnir eru Óli J. Ásmundsson, arkitekt, Gunnar Sigurðsson, verkfræðingur, og Hallgrimur Sandholt, verk- fræðingur. Myndin er úr Lýsiströtu en hún hefur hlotið frábæra dóma og góða aðsókn. 30.000 leikhúsgestir fram að áramótum Agæt aðsókn hefur verið hjá Þjóðleikhúsinu það sem af er þessu leikári. Sýningar urðu alls 75 til áramóta og hafa sjaldan verið fleiri sýningar i Þjóðleik- húsinu á fyrstu fjórum mánuðum leikársins. Rösklega 30.000 leikhúsgestir komu i leikhúsið á þessi timabili og er það svipaður áhorfendafjöldi og var á s.l. leik- ári. Flestar sýningar hafa verið á þessum tima á Sjálfstæðu fólki, eða alls 28 og að jafnaði hefur verið húsfylli á sýningum. Þá hafa verið 14 sýningar á Lýsis- trötu og aðsókn á þær sýningar einnig ágæt. Skömmu fyrir jól hófust sýningar á vegum Þjóðleikhúss- ins á litla sviðinu i Lindarbæ. Unnur Guðjónsdóttir, ballett- meistari stjórnaði þar sýningu með nokkrum ballettdönsurum og tveimur leikurum. 1 þessum mánuði hefjast sýningar á nýju verkefni i Lindarbæ og verður sú leiksýning ætluð börnum. Stjórn- andi er Kristin M. Guðbjartsdótt- ir. Fyrirhugaðar eru fleiri sýningar i Lindarbæ á vegum Þjóðleikhússins á þessu leikári. Báru fóðurbætispoka á bifreiðar sínar ÞJ-Húsavik 1 veðurofsanum, sem gekk yfir landið aðfaranótt 22. des. sl. urðu viða skemmdir á húsum og fleiri eignum manna i Suður-Þing- eyjarsýslu, — en hvergi þó stór- kostlegar. Þakplötur fuku af húsum og Viltist kom fram eftir þrjá tíma ÞÓ-Reykjavik Kona, sem stödd var á bænum Vestra- Geldingaholti i Gnúpverjahreppi á nýársdag, villtist er hún fór að fá sér göngu ferð og fannst hún ekki fyrr en eftir þrjá tima, en þá átti að fara að skipuleggja leit að henni. Konan, sem er úr Reykjavik var stödd á Vestra- Geldinga - holti ásamt manni sinum i heim- sókn hjá dóttur þeirra. Svo vill til, að i Geldingaholti er þribýli, og siðari hluta dagsins fékk eigin- maðurinn sér gönguferð yfir á einn bæinn. Stuttu seinna ætlaði konan að ganga á móti manni sinum, en hún mun ekki hafa verið komin langt frá bænum, er hún missti sjónir á ljósum bæjanna, en skyggni var slæmt er þetta gerðist. Gekk konan siðan i þrjá tima og þurfti hún að klöngrast yfir alls- konar vegaleysur, en hún kom þó fljótlega auga á ljósin á Stóra- Holti. Komst konan á veginn heim að Stóra-Holti, en er þangað kom missti hún sjónir á ljósunum þar og snéri hún við. Fyrir tilviljun höfðu menn i Stóra-Holti þurft að skreppa frá stuttu áður, og voru þeir að koma heim aftur á jeppa, er þeir fundu konuna og vissi hún þá ekkert hvar hún var. Konunni var ekki meint af þessu enda var hún vel búin, en aftur á móti var hún mjög þreytt eftir gönguna. Að sjálfsögðu varð fólkið i Geldingaholti flemtri slegið, er það uppgötvaði að konan hafði farið á mis við mann sinn, og eins og fyrr segir, þá var búið að skipuleggja leit, þegar hún kom fram. heyskaðar urðu töluverðir. Frá tveim bæjum i sýslunni hefur frétzt, að þar hafi fóðurbætis- sekkir verið bornir að bifreiðum til að koma i veg fyrir að þær fykju. Þá varð og mikið tjón á gleri i gróðurhúsum’ á Hvera- völlum i Reykjahverfi. A Húsavik fuku þakplötur af tveimur ibúðarhúsum og 10 lesta þilfarsbáttír slitnaði frá legu- færum i höfninni og rak upp i fjöru^ Nokkrar rafmagnstruflanir urðu á nokkrum stöðum i sýslunni, en Húsavik varð þó aldrei rafmagnslaus. Aftur á móti rofnaði allt simasamband við bæinn, nema rétt til næstu sveita. Slikir atburðir hafa orðið mjög tiöir i vetur. 182 milljónir í kassann á síðasta degi Klp-Reykjavik Siðasti gjalddagur opin- berra gjalda i Reykjavik fyrir árið 1972 var 29. desem- ber. Þann dag var Gjald- heimtan opin til klukkan sjö um kvöldið, og var fullt út úr dyrum á þeim ágæta stað allan daginn. Okkur lék forvitni á að vita hvað hefði komið i skúffur gjaldkeranna þennan dag og hringdum þvi i gjaldheimtustjórann, Guð- mund Vigni Jósefsson. ,,Þvi er ekki að neita, að þetta var góður dagur hjá okkur,” sagði Guðmundur. ,,Það innheimtust 182 milljónir króna þennan dag, og er það dagsmet hjá okkur. Gamla metið, ef svo má nefna það, var 100 milljónir, sem innheimtust siðasta dag ársins 1971. En það ár er lik- lega betra hvað heildina snertir, þvi þá nam inn- heimtan 83,1% en á siðasta ári nam hún um 82%. ”

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.