Tíminn - 04.01.1973, Blaðsíða 5

Tíminn - 04.01.1973, Blaðsíða 5
Kimintudagur 4. jauúar lí)7:i TiMINN 5 Áramóta- skaup sjón- varpsins ekki endursýnt? Klp-Reykjavik Þaö er mál manna, að ára- mótaþáttur sjónvarpsins, sem sýndur var á gamlaárskvöld, hafi verið eitt bezta skemmtiefni, sem sjónvarpið hafi sýnt um dagana. Margir munu þá hafa misst af þessum þætti og hafa spurt um hvort hann yrði ekki endursýndur einhvern næstu daga. Til að fá svar við þvi snérum við okkur til Jóns Þórarinssonar forstöðumanns lista og skemmti- deildar sjónvarpsins og hafði hann þetta um málið að segja. ,,Ég geri ekki ráð fyrir þvi að þessi þáttur verði endursýndur og er ástæðan fyrir þvi einfaldlega sú, að það er of dýrt miðað við það sem við höfum úr að spila. Aðal kostnaðurinn liggur i þvi, að við verðum að greiða leikurum, tón- listarmönnum og öðrum, sem komu fram i þessum þætti helm- ing af upphaflegri greiðslu. Ann- ars er það útvarpsráð, sem tekur endanlega ákvörðun i þessu máli, og mun það liklega verða rætt á næsta fundi ráðsins sem verður n.k. mánudag”. Jón sagði, að margir hefðu haft samband við sjónvarpið, og spurt hvort þessi þáttur yrði ekki endursýndur. Sömuleiðis hefðu margir hringt og þakkað fyrir þáttinn og látið i ijós ánægju með hann. Brunavakt á flkureyri í 20 ár - 50 útköll á sl. ári SB-Reykjavik Slökkvilið Akureyrar var kallað út 50 sinnum á siðastliðnu ári og var þaö fimm útköllum fleira en á árinu áður. í fjórum tilvikum reyndist þó ekki um neinn eld að ræða. Enginn stórbruni varð á árinu. Þá annast slökkviliðið sjúkraflutninga á bifreiðum Rauða krossdeildarinnar á Akur- eyri, og þurfti að gripa til þeirra 675 sinnum á árinu, þar af voru 116 tilfelli utanbæjar. Arið áður voru sjúkraflutningar 620 og 137 af þeim utan bæjarins. Loks má geta þess, að 15. janúar næstkom- andi hefur ««rið vakt á Slökkvi- stöð Akureyrar í 20 ár. Uiminner renlngar lýsicf \ iTimanum Islandia 31.VIII-9.IX Merki frimerkjasýningarinnar „Islandia 73’’. Samkeppnisdeild á frímerkja sýningunni Islandia 73 r Attþúhlutí banka? Samvinnubankinn hefur ákveðið hlutafjáraukningu í allt að 100 milljónir króna. Öllum samvinnumönnum er boðið að eignast lilut. Vilt þú vera með? SAMVINNUBANKINN Þó-Reykjavik Eins og áður hefur komið fram, þá verðurhaldin mikil frimerkja- sýning dagana 31. ágúst til 9. september á þessu ári. A sýningunni verður sérstök sam- keppnisdeild, og nú hefur fram- Fárviðri í N-Noregi NTB-Oslo Óveðrið, sem gekk yfir Is- land fyrir jólin, náði til N-Noregs aðfaranótt gamlársdags og olli þar gifurlegu tjóni á húsum og mannvirkjum. Enn er viða raf- magns- og simalaust og munu liða margir dagar, unz tjón er fullkannað. Ekkert manntjón varð, en einhverjir meiddust. Þök af ótal húsum og viða fuku útihús og bilskúrar i heilu lagi. Á einum stað rifnuðu 20 til 30 þúsund furutré upp með rótum. Nýtt ibúðarhús i Mosjön lyftist af grunninum og flutti sig um fjóra metra. Fallin tré lokuðu götunum i bænum, hluti þaks hótelsins á staðnum fauk af og margar smábryggjur hurfu gjör- samlega. 1 Kristianssundi tók af mestan hluta þaksins á elliheimilinu, en annars urðu þar litlir skaðar. Járnbrautarsamgöngur röskuð- ust mjög, þvi alls kyns drasl sett- ist á teinana og hefur verið unnið að hreinsun á þeim i tvo daga. í Lófót og Vesterálen varð mik- ið tjón. Ný smurstöð og tveir bilar i henni, gjöreyðilögðust og fjöl- margir litlir fiskibátar sukku, bryggjur skemmdust og þök fuku af útihúsum. Strætisvagn fauk út af vegi, en enginn slasaðist. A Andenes-flugvelli mældist vind- hraðinn 80 hnútar i mörgum vind- hviðunum. Stór lestunarkrani i Mo i Rana hrundi, fyrst á annan krana, en siðan á brezkt flutningaskip. Verkfræðingur - Tæknifræðingur Verkfræðingur eða tæknifræðingur óskast til starfa hjá Sauðárkrókskaupstað til að hafa umsjón með verklegum fram- kvæmdum kaupstaðarins og fyrirtækja hans (hitaveita, vatnsveita). Umsóknir sendist undirrituðum fyrir 25. janúar nk., sem veitir allar nánari upplýs- ingar. Bæjarstjórinn á Sauðárkróki. Gróðurhús til leigu Til leigu (eða sölu) 1100-1400 ferm. í gróðurhúsum að Frið- heimum, Biskupstungum. Upplýsingar á staðnum. Njáll Þóroddsson. kvæmdastjórn sýningarinnar, sem nefnist Islandia 73, auglýst eftir umsóknum um þátttöku i samkeppnisdeild sýningarinnar. Eiga umsóknir að hafa borizt fyrir 1. marz næst komandi. Verður samkeppnisdeildinni skipt i eftirtalda flokka: 1. heildarsöfn islenzkra frimerkja, 2.söfn islenzkra frimerkja frá þvi fyrir 1900, 3. söfn islenzkra frimerkja frá siðustu aldamótum, 4. sérsöfn og rannsóknarsöfn, 5. tegundasöfn, 6. æskulýðssöfn. Þá hefur sýningarnefndin látið gera sérstakt merki fyrir sýninguna hjá Auglýsinga- stofunni h.f. Gisli B. Björnsson. (teiknari Edda Sigurðardóttir), en einnig var leitað til tveggja annara aðila um tillögur að merkinu. Útgerðarmenn Óskum eftir bát á leigu nú þegar, yfir komandi vertið. Upplýsingar i sima 52602. isk i ^ al tl lanti' Magnús E. Baldvinsson Laugavegi 12 - Simi 22804 DANSSKÓLI Skólinn tekur til starfa mónudaginn 8. janúar Barnaflokkar — Unglingaflokkar — Flokkar fyrir fullorðna einstaklinga. — Flokkar fyrir hjón. — Byrjendur og framhald. Innritun og upplýsingar i eftirtöld- um simum 20345 og 25224, frá kl. 10- 12 og 1-7 daglega. Reykjavík Kópavogur Seltjarnarnes Garðahreppur (4-6 ára) Hafnarfjörður (4-6 ára) DANSKENNARASAMBAND ISLANDS OOO

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.