Tíminn - 04.01.1973, Blaðsíða 9

Tíminn - 04.01.1973, Blaðsíða 9
8 TÍMINN bíllinn komst loks norður at eitir miklar tafir. En Halldóru varð ekki meira um þetta en svo, að hún fór á fætur eftir hæfilegan svefn eins og ekkert hefði i skor- izt. Svona fólki er ekki fisjað sam- an, og hefur Halldóra þó ekki hlift sér um dagana, þvi að öll ævi hennar hefur liðið við linnulaus störf að þeim málum, sem henni hafa verið hugfólgin — fræðslu- mál og baráttu fyrir menningu og reisn heimilanna i landinu og þó einkum verkmenningu kvenna, tóvinnu af öllu tagi og hannyrð- um. t þvi skyni stofnaði hún skóla, sem rekinn var árum sam- an, gaf út rit sitt Hlin um marga tugi ára — meira að segja eftir að hún var komin á þann aldur, er þorri fólks er kominn i kör — og ferðaðist til fundarhalda fram og aftur um allt land til þess að leið- beina konum, hvetja þær og örva. Loks mun ekki annar hafa verið ötulli bréfritari i landinu um hennar daga, þvi að þar sem hún Við gátum þess i fréttum um daginn, að Halldóra Bjarnad. hefði lifað sin hundruðustu jól. Hún hefur dvalizt i héraðshælinu á Blönduósi siðan hún settist um kyrrt eftir öll þau umsvif, er hún hefur haft um dagana, og þar átt- um við stutt simtal við hana eins og lesendum blaðsins er trúlega i fersku minni. Nú hafa okkur borizt myndir, sem héraðslæknirinn á Blönduósi, Sigursteinn Guðmundsson, tók af henni hið hundraðasta jólakvöld hennar. Þar geta menn séð svart á hvitu, að hún er enn næsta kempuleg og ber sina tiu áratugi næsta léttilega. Þar má sjá hana með gömlu ritvélina sina á hnjám sér og hlaða nýrra bóka og margt gamalla muna og mynda á skrif- borði sinu. Halldóra Bjarnadóttir er að visu ekki fullra hundrað ára, þótt lifaö hafi hún hundrað jól. Afmælisdagur hennar er 10. októ- ber, svo að aldarafmæli hennar er llalldóra Bjarnadóttir við skrifborð sitl hundraðasta jólakvöldið I.jósmynd: Sigursteinn Guömundsson. >AÐ FARA FÆSTIR \ FÖTIN HENNAR ekki fyrr en eftir riflega niu mán- uði. Arið 1966, þegar hún var sem næst hálftiræð, gaf Menningar- sjóöur út stóra og vandaða bók, sem hún hafði tekið saman, um vefnað og aðrar þess konar hann- yröir, og mun ekki finnast þess annað dæmi á landi hér, að svo öldruð manneskja hafi leyst slikt verk af höndum, hvað sem upp kann að mega grafa í öðrum lönd- um. Það segir sfna sögu um það, ásamt öðru, hve endingargott andlegt og likamlegt þrek hennar hefur reynzt. Til frekari vitnis- náði ekki til með orðum eða prentuðu máli, lét hún bréfin flytja boðskap sinn og hvatningu. Það er ekki orðum aukið, að hún hefur verið meðal þeirra, er settu svip á þjóðlifið, og það auðnaðist henni að gera flestum lengur. burðar má geta þess,aö um svip- að leyti lenti hún að vetrarlagi i æðierfiðri ferð milli Reykjavikur og Blönduóss. Mikill snjór var á Holtavörðuheiði og umbrotafærð, svo að billinn sat þar fastur og komst hvorki aftur né fram. Varð þá litið um svefn og hvild, unz llatldóra Bjarnadóttir mcð ritvél sina á hnjánum Ljósmynd: Sigursteinn Guðmundsson Fimmtudagur 4. janúar 19711 Fimmtudagur 4. janúar 197:1 TtMINN 9 ,,ó, Maria, mig langar lieim”. Þjóðleikhúsið: Maria Stúart eltir Friedrich Schiller Þýðing: Alexander Jóhannesson. Leik- stjórn: Uhlrich Erfurth. Leiktjöld: Gunnar Bjarnason. Búninga- teikningar: Lárus Ingólfsson. Marfa Stúart hefir flesta þá kosti.sem leikhúsverk má prýða: trausta byggingu og stílhreina, fjölskrúðuga persónusköpun og frumlega, þaulhugsaða atburða- skipan og útúrdúralausa, og siðast en ekki sizt málfar, sem ljómar af töfrandi fegurð og vandfenginni á móðurmáli höf- undar. Enda þótt forngrisk áhrif séu viða auðsæ i þessu magn- þrungna drottningatafli, sver höfundurinn sig engu að siður meira i ætt við Shakespeare, ekki aðallega vegna efnisvalsins, heldur öllu fremur vegna svipaðrar úrvinnsluaðferðar eða vinnubragða. Þótt Faust Goethes sé sennilega stórbrotnara skáld- verk eða ljóðabálkur, er Maria Stúart aftur á móti sannara og heilsteyptara að minni hyggju. Það er ekki á allra færi að þýða Mariu Stúart, hvað þá að islenzka hana. Hversu vel sem Alexander Jóhannesson hefur innt önnur störf af hendi, var hann ekki þessum vanda vaxinn, enda skortir þýðingu hans hvarvetna stilfegurð frumtextans og reisn, skáldlega töfra og tilþrif. Þjóð- leikhúsmenn sjálfir munu ekki hafa verið alls kostar ánægðir með þýöinguna, vegna þess að á elleftu stundu var leitað til ungs góðskálds og þvi falið að endur- skoða leir Alexanders og endur- hnoða. Tómas Guðmundsson hafði þó reyndar áður lagfært „ýmsa hnökra hins bundna máls” eins og þýðandinn sjálfur kemst að orði á einum stað. En leir verður aldrei breytt i marmara eða einhvern annan göfugan stein. Leir er, og verður alltaf, leir hversu kröftuglega og lengi sem hnoðað er. Það má furðulegt heita, að Þorsteinn Jónsson frá Hamri skuli ekki hafa séð sóma sinn i þvi að hafna þessu auvirði- lega verki og vonlausa. Að reisa gagnrýni um Mariu Stúart eftir Schiller á grundvelli þessarar sýningar einnar saman er ósvifni og skeytingarleysi, sem engum sönnum fræðimanni er samboðið. Má vera, að sumum þyki þetta helzti harður dómur, en vert er að minnast þess, að gagnrýnanda ber einlægt siðferðileg skylda til að tala hreint út úr pokahorninu eins og opinskátt barn og skeyta engu um ættarbönd, tengdir, vin- áttu og kunningsskap, þegar þvi er að skipta. Ekki er réttmætt að sakast við Alexander Jóhannesson vegna ofangreindra mistaka, heldur við Þjóðleikhúsið, enda á það eitt sökina. Hvers vegna er verið að vanhelga minningu góðs drengs og ötuls háskólarektors, sem vann auk annars stórvirki i þágu æðstu menningarstofnunar þjóðarinnar, með þvi að draga fram i dagsljósið, eða réttara sagt sviðsljósið, misheppnað verk, sem betur væri geymt og gleymt. Sannleikurinn er sá, að þessi texti er hvorki boðlegur leikendum né leikhúsgestum. Ég hygg, að fæstir geri sér grein fyrir hversu erfiður viðfangs hann i rauninni er fyrir þá fyrr- nefndu. Þetta torf vill loða svo fast við tungu leikenda, að þeim er oft á tiðum ofraun að koma þvi út úr sér. Orðaskipan er og svo óeðlileg, ruglingsleg og óíslenzkuleg, að áhorfendur eiga oft fullt i fangi með að fylgjast með þvi, sem er að gerast á leik- sviðinu. öndvegisskáld á borð við Schiller verðskuldar vandaðri og listrænni þýðingu en hér er á boð- stólum. Sá, sem þetta ritar, getur aldrei almennilega fellt sig við rödd Brietar Héðinsdóttur, einkum vegna þess, að henni er bæði breiddar og dýptar vant, en þrátt fyrir þennan ljóð er innlifun leik- konunnar ósvikin og sönn á beztu leikstundum hennar eins og t.d., þegar hún er að eggja Mortimer á að ráða Mariu af dögum, svo og i leikslok, er hún stendur eftir ein og yfirgefin, og reyndar viðar. Kristbjörg Kjeld leggur lika sál sina i hlutverk Mariu Stúarts og gætir yfirleitt hófs i geðshræring- anna gráa leik. Þó að Gunnar Eyjólfsson sé ýmsum leik- brögðum kunnugur, gerir hann litið annað en að hafa hlutverk sitt að daðri og leik. Engin tilraun er gerð til að kanna sálarlif Leicesters lávarðar til hlitar. Túlkun Róberts Arnfinnssonar er sléttog felld og getur það tæplega talizt nógu gott af jafnmiklum hæfileikamanni sem honum. Per- sónusköpun Rúriks Haraldssonar einkennisthins vegar af hnitmiðun og næmum skilningi. Af þessum tilfinningasljóa og þröngsýna þjóðernissinna stendur iskaldur gustur eins og vera ber. Valur Gislason nýtur sin ekki sem skyldi, enda virðist viðureign hans við orð þýðandans kosta hann enn meira erfiði og áreynslu en hina. Sigmundur örn Arn- grimsson lætur aftur á móti tals- vert að sér kveða i litlu hlutverki. Arnari Jónssyni fylgir hressi- legur og ferskur blær, sem eyðir lognmollu og fær mann til að gleyma i bili hröngli þýðandans og er það afrek út af fyrir sig. Baldvin Halldórsson sómir sér vel sem Melvil, heimilisbryti Mariu. Guðbjörg Þorbjarnar- dóttir hefur oft áður átt betri leik og öruggari heldur en nú. Vegna ófullkomleika þýðingar- innar hefði leikstjórinn gjarnan mátt stytta sjónleikinn mun meir en gert hefur verið. Hann hefði ennfremur betur kennt leik- endum að hlusta af meiri athygli og áhuga á þann, sem orðið hefur hverju sinni. I þriðja atriði annars þáttar kveður t.d. svo rammt að þessu áhugaleysi, að Gunnar Eyjólfsson, Róbert Arn- finnsson og Rúrik Haraldsson standa jafn sviplausir og við- bragðssljóir og steingervingar, meðan sjálf Englandsdrottning beinir orðum sinum til þeirra. Að öðru leyti virðist leikstjórinn vera vandvirkur, samvizkusamur og allútsjónarsamur. Gunnar Bjarnason og Lárus Ingólfsson eru báðir vel verki farnir hvor á sinu sviði. Að lokum hlýt ég að gera þá játningu, að þrátt fyrir talsvert loftverða viðleitni ýmissa aðila var ég aldrei verulega snortinn á frumsýningunni á Mariu Stúart. Haildór Þorsteinsson Helgi Haraldsson: Vinir Hrafna-Flóka Fyrir einum áratug var viðtal I blaðinu Suðurland við Ragnar I Smára, sem er orðinn einn af stórkörlum Reykjavikur. Hann var að segja frá þvi, að hann fór i sumarfrí vestur á Vestfirði og hélt til i Vatnsfirði. Einmitt á þeim stað, þar sem okkar búnaðarsaga byrjar. Þvi þar var fyrsti bóndi Hrafna-Flóki, sem frægt er að endemum, og lika fyrsti fellivetur á íslandi. Ragnar átti ekki nógu sterk orð til þess að lýsa þvi, hvað þarna væri mikil fegurð frá náttúrunnar hendi og bætti svo við: „Ekki dái ég neinn landnámsmann eins og Hrafna- Flóka, þvi hann varð svo hrifinn af náttúrufegurðinni, að hann gleymdi að heyja handa fénað- inum um sumarið og missti allar skepnurnar úr hor um veturinn”. Þetta fannst mér næsta nýstárleg kenning, þvi oftar hefi ég heyrt vesalings Flóka hallmælt fyrir frammistöðuna. En þarna fékk hann loksins uppreisn þó seint sé eftir 11 aldir. En þetta var aðeins byrjunin, þvi nú hefir Hrafna- Flóka verið minnzt með veglegu sumarhóteli i Flókalundi i Vatns- firði fyrir það að vera fyrsti upp- flosningur landsins. Frægðin sem mönnum hlotnast, er með mörgu móti á vorum dögum. Hvað ætli þeir séu margir stór- karlarnir i okkar þjóðfélagi, sem hafa ámóta skoðun? Þeir sjá ekki, að sve’tirnar hafi annað og meira hlutverk en að þeir geti farið þangað i sumarfri og látið sólina skina á skrokkinn á sér i einn mánuð um hábjargræðis- timann. En. það er nokkuð, sem sveitafólkið hefir aldrei mátt láta eftir sér, að nota svo illa sólskin sumarsins. Það hefur mátt fara eftir þvi, sem Roosevelt forseti Bandarikjanna iorðaði svo vitur- lega. „Það er gott að horfa á stjörnurnar, en menn mega bara ekki gleyma þvi, að þeir ganga á jörðinni”. Þetta hafa bændur alltaf gert, en þeim fjölgar iskyggilega ört i okkar þjóðfélagi, sem horfa á stjörnurnar, en gleyma því að þeir ganga á jörð- inni. Það mætti öllum að skað- lausu taka eitthvað af þeim úr umferð. Um sama leyti og Hrafna-Flóki fékk sina viðurkenningu var Gisli Jónsson þingmaður Vestfjarða og gaf þær upplýsingar á alþingi, er þar var rætt um fækkun fólks i sveitum, að á Vestfjarða - kjálkanum hefði fækkað i aldar- fjórðung sem þvi svaraði, að 5. hver maður hefði flutzt burtu og öll viðkoman. Gisli bætti svo við: „Þetta þolir ekki okkar þjóðar- sál”. Það er einmitt þetta, sem er að gerast; þjóðarsálin er i hættu. Það kann vel að vera, að það sé tæknilega mögulegt að flytja alla Islendinga á nokkrar þaul- ræktaðar pönnukökur, sem næst við þéttbýlið. En þá má setja punktum aftan við okkar þjóðar- sögu, þvi að kjörviðir kynslóð- anna koma úr strjálbýlinu. Svo hefir það verið og heldur áfram að gerast. Ef til vill hefir Gisli Jónsson haft það i huga, að tveir mestu andans skörungar siðustu aldar voru báðir Vestfirðingar, þeir Jón Sigurðsson og Matthias Jochumsson. Það voru þeir lfka Jón Thoroddsen og Gestur Páls- son og margir fleiri. Ef ég ætti að leiða getum aö þvi hvað bændur töluðu um þessa dagana, ef þeir hittast, hygg ég að, næst veðrinu, sem alltaf er númer eitt, það séu þjóömáiin og ástandið i dag. Enda ber það til nýlundu, að bændum er meira blandað i það moldviðri en oftast áður. Til tiðinda má það teljast, þegar lærðir menn og hagfræð- ingar komast að þeirri niður- stöðu, að sú stétt, sem framleiðir matinn fyrir þjóðina, sem hún getur ekki lifað án einn einasta dag, er orðin dragbitur á þjóðinni. Stundum bera staðhæfingar visindamanna svo órækt vitni sleggjudóma, að jafnvel leik- menn dirfast að hreyfa and- mælum. Þá ætla ég litið að blanda mér i þetta mál. Get enda sagt eins og Skallagrimur sagði við Harald konung hárfagra. Ég er mjög vanfær til þess að veita þessu máli þá þjónustu, sem ég vildi og vert væri. Hitt ætla ég að gera bændum til gamans, að lofa þeim að heyra, hvernig annar maður leit á þessi mál á slnum tima, og það var ekki ómerkari maður en Davið skáld frá Fagra- skógi, vafalaust ástsælasti maður, sem þjóðin hefir átt á þessari öld. Hann segir svo: „Þeir, sem vilja flytja saman byggðina og flytja fólk frá út- skögum og afdölum til samyrkju- búa eða hverfa miðsvæðis, þeir hugsa L árum ekki öldum.” Annars er ástæðulaust að amast við samyrkjubúskap, ef hann getur samrýmzt skapgerð fólksins. Hitt er mörgum þyrnir i augum, að sjá byggða dali og skaga leggjast i eyði. Hvað hafa þessir staðir til saka unnið? Brimhljóð og lækjarniður kunna að hafa sett annan svip á sitt fólk en götuskarkali og hornablástur á borgarbúa. En er það æskilegt, að allir séu steyptir i sama mót? Þessir fögru staðir eiga ekkert skylt við smitbera eða glæpa- menn, sem þarf að einangra. Þeir eru fullkomlega jafn réttháir öðrum byggðarlögum. Þar bjó um langan aldur harð- gert fólk og veðurbitið, sem storkaði veðrum og erfiðleikum og þarf hvorki að blygðast sin fyrir tungu sina eða lifsvenjur. Þaðan eru komin mörg óskabörn þjóðarinnar, kjörviðir kynslóð- anna. Hjá þvi hefur aldrei þrifizt sá veimiltitu hugsunarháttur at- kvæðasmalans að færa byggðina saman, minnka Island. Það hefur aldrei þótt dyggð á þessu landi að hafa börn útundan. Þess vegna eiga þing og stjórn fyrir hönd al- þjóðar að rétta þessu fólki hjálparhönd, gera vegi og brýr, þar sem áður voru ófærur, raf- lýsa dalina og nesin, efla sam- göngur á sjó og landi og i lofti, svo að við það hefjist réttlát viðskipti i stað arðráns og hirðuleysis. Þá fyrst hefir þetta þrautseiga og rammislenzka fólk hlotið verð- skuldaða umbun. Brátt munu ný býli risa við veginn og blómlegar byggðir fóstra heilbrigðar og hraustar ættir. Þá mun það vitnast, að i raun og veru voru þessir staðir aldrei afskekktir, nema i hugarórum skammsýnna stofulalla. Nú er sú öld, að kotin keppa við höfuðbólin. Það veit á gott. Heitum þvi öll að stuðla að þvi með ráðum og dáð.að byggðin færist ekki saman, heldur i aukana, unz allt verður ein sam- felld gróandi heild; það er að stækka island. Þetta sagði skáldið fyrir 20 árum, en þó er þarna slegið á streng, sem ætti að eiga enduróm i brjósti hvers íslenzks manns og konu, ef vel væri. Skáldið frá Fagraskógi fór aldrei dult með ást sina á sveitum og sveitalifi.og bændur landsins fá þennan glæsi- lega vitnisburð hjá skáldinu. Þeir, sem akra yrkja, auka landsins gróður,/ eru I eðli tryggir ættjörð sinni og móður./ Ryðja grýttar götur, gjafir landsins blessa./ Bóndans starf er betra en bæn og sálumessa. Þessi maður fór i sinu sumar- frii upp á Sellandafjall, sem gnæfir yfir Mývatnssveit, sveitina, þar sem fólkið tollir hvað bezt i átthögunum. Þarna orti skáldið frá Fagraskógi eitt af sinum mörgu snilldarkvæðum og eitt erindi er á þessa leið um Mývatnssveit: Hér er vargur og vetrarharka veiðin stopul og treg. Það hlýtur að vera hlýrra að búa i húsi við Laugaveg. Davið missir ekki marks frekar venju. Það er sjálfsagt hlýrra að búa i húsi við Laugaveg en i af- skekktri sveitá Islandi. Nú dettur heldur engu skáldi i hug að kveða eins og Hannes Hafstein um alda- mótin. Við þurfum að koma á kaldan stað i karlmennsku vorri halda próf. En samt sem áður-, ættum við kvæðið góða „Fjalladrottning móðir min”, ef Sigurður Jónsson á Arnarvatni hefði alizt upp i húsi við Laugaveg? Ekki finnst mér það trúlegt. Hann hefði auðvitað orðið skáld, en á annan hátt. Það vill lika svo vel til, að náfrændi Sigurðar er eitt af beztu ungu skáldunum i dag, Jónas Arnason. Arni i Múla var bróðurson Sigurð- ar á Arnarvatni. Þegar Siguröur kveður þjóðsöng sveitanna: „Blessuð sértu sveitin min”, þá kveður Jónas móðins dægurlaga- texta fyrir unga fólkið og er ekki nema gott um það að segja, en það er i öðrum anda: Einu sinni á ágústkvöldi austur i Þingvallasveit gerðist i dulitlu dragi dulitið, sem enginn veit. Eða ættum við perlur i islenzkum bókmenntum eins og dýrasögur Þorgilsar gjallanda, ef hann hefði verið togaraskip- stjóri? Áki Jakobsson, sem vildi senda helminginn af bændum á nýsköpunartogarana, er náfrændi Þorgils gjallanda og sonarsonur Jakobs Hálfdánarsonar á Grims- stöðum við Mývatn, sem var einn aðalframherji að Kaupfélagi Þingeyinga. Þá er nú bezt að snúa sér ofur- litið að deginum i dag og hans vandamálum. Það er orðið árvisst.að á fárra ára fresti gjósa upp umræður um landbúnaðar- mál.og eru það þá venjulega hag- fræðingar, sem hafa orðið. Þessi stétt, sem örn Arnarson skáld gaf þennan vitnisburð: Gefa þeir af sér útreikninga, sem engan stoða minnstu baun. Ég hélt nú i minni fávizku, að bændur fengju að vera i friði þetta haust og hinir mörgu hag- fræðingar hefðu önnur meira að- kallandi vandamál að leysa á sviði þjbðmála. Enda hefur sjaldan komið betur i ljós, hver munur er á ræktun og rányrkju en einmitt á þessu hausti. Þeir tveir atvinnuvegir, sem hafa haldið i þjóðinni lifinu frá byrjun, sjávarútvegur og land- búnaður, hafa gengið undir það próf, sem ég held, að hag- fræðingar eigi erfitt með að rengja, hvað rangar tölur sem þeir nota. Sjávarútvegur hefir stundað rányrkju og haft að kjör- orði, að drepa og drepa.en láta ekkert i staðinn, með þeim af- leiðingum, sem nú blasa við öllum. Sildin er alveg búin og aðrir fiskar i stórhættu, ef ekkert verður aögert. Enda siminnkandi afli ár frá ári. Bændur hafa lifað eftir kjöroröi fyrstu ungmenna- félaganna: „Ræktun lýðs og lands”. Með þeim afleiðingum,að þeir hafa aflað tvö undanfarin ár miklu meir en dæmi eru til áður. Þeir hafa ekki ræktað tvö strá þar sem áður óx eitt, heldur mörg,og þá eru þeir skammaðir fyrir dugnaðinn. Þeir geta sagt eins og Pétur Gautur hjá Ibsen: „Hvort sem ég ber eða barinn er, barið sér er yfir mér”. Væri það nú ekki fróðlegt, að skrifstofulallar, eins og Björn Matthiasson gerðu sér það til dundurs.ef þeir hafa ekkert að gera, að reikna það út, hvað bændur landsins hafa varið miklu fé til jarðræktar siðasta aldar- fjórðung til þess að gera landið byggilegra fyrir þá, sem á eftir koma? Það mætti hafa til hlið- sjónar jarðræktarstyrkinn, sem þeir hafa fengið þessi ár, en óhætt mun að fullyrða, að minnsta kosti þá upphæð þrefalda hafi þeir lagt frá sjálfum sér og sumir ekki notið þess lengi. Þeir hefðu getað tekið undir með Steingrimi i Nesi i Aðaldal: Hver má sinnar glópsku gjaida glópskan min var sú að halda, að bóndinn mætti bæta og fegra bæinn, umhverfið gera þar ögn þolanlegra þeim, sem tæki við. Bændur geta borið höfuðið hátt vegna þess.að þeir eru ekki eftir- Frh. á bls. 15

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.