Tíminn - 04.01.1973, Blaðsíða 1

Tíminn - 04.01.1973, Blaðsíða 1
................. 1 • ALÞÝÐU- BANKINN HF. WOTEL LOF JlBÐfí VEITINGABÚD „Hótel Loftleidir7' er nýjung I hótel- rekstri hérlendis, sem hefur náð skjót- um vinsældum. Góðar veitingar, lipur þjónusta, lágt verð — og opið fyrir allar aldir! BÝÐUR NOKKUR BETUR! Bygging Glerárkirkju hafin næsta ár SB-Reykjavik íbúar Glerárhverfis á Akureyri sjá nú hilla undir sina eigin kirkju. Hingað til hafa þeir sótt kirkju i Lögmannshlið, en nú er sú kirkja orðin allt of litil og einn- ig er oft mjög erfitt að komast þangað. Má nefna, að nú á nýárs- dag var fenginn stór trukkur með kirkjufólkið, en það varð þó að ganga hluta leiðarinnar, vegna snjóþyngslanna. Nýja kirkjan mun standa á hól nokkrum sunnan Hörgárbrautar, nokkru fyrir norðan barnaskól- ann. Kirkjan sjálf' tekur 250 manns i sæti, en auk þess er rúm fyrir 200 manns i fundarsölum, þannig að 450 manns komast fyrir i húsinu i einu. Sóknarbörn Gler- ársóknar eru nú á þriðja þúsund talsins. A þessu ári verður með ýmsum ráöum aflað fjár til bygg- ingar hinnar nýju Glerárkirkju, en ráðgert er að framkvæmdir við hana hefjist á næsta ári. Það voru anzi miklar tjarnir viða á Reykjavikurgötum I gær, og ekki ótrúlegt, að sumir vegfarendur hafi fengið „þrifabað”. Þessi mynd var tekin á Hringbrautinni við Hljómskálagarðinn. — Tímamyndir: Róbert. Verður engrar borunar þörf við tannviðgerðir? - Nýtt efni sagt komið fram, sem gerir hana þarflitla ur mólikúl þess, sem eru i löngum keðjum, svo að útkoman verður glerharður klumpur, sem þarfn- astsex minútna til storknunar, og á þeim tima er hægt að fara meö blönduna eins og verkast vill, og hann er nægilega langur til að efnið geti limzt til eilifðar (eða þvi sem næst) við tannbeinið. Efnið er litlaust, og sést þvi vart i tönninni. Uppfinning þessi gerir borun þó engan veginn með öllu óþarfa. Enn um sinn verður að hreinsa holuna og komast fyrir skemmd- ina. En ekki er þörf mikillar borunar i litt skemmda tönn, eins og nú er oft til að fá fyllingunni fast sæti. Þetta ætti að gera þeim fjölmörgu sem á miðjum aldri leita til tannlæknis vegna mikils slits á tannhálsinum (vegna mik- illar tannburstunar) lifið léttara. Tvö brezk fyrirtæki hafa hlotið einkaleyfi á uppfinningunni, og undirbúa nú framleiöslu þess i stórum stil. Er blaðið sneri sér til Harðar Sævaldssonar, formanns Tann- læknafélags Jslands, kvaðst hann ekki hafa heyrt um þessa upp- finningu né lesið um hana i nokkru fagriti tannlækna. En þaö hefði verið draumur flestra, allt frá fyrstu tið, að upp væri fundið efni, sem gerði tannviðgerðir sársaukaminni og auðveldari við- fangs en verið hefur, og það væri vissulega gleðilegt, ef það væri nú loksins komið. Erl. Og svo var þetta fyrirbæri, sem kom fram í dagsljósiö, þegar snjóinn leysti: Biklagið brotið og stórar og viðsjárverðar gjótur komnar i göturnar. Myndin var tekin skammt frá mótum Kringlumýrarbrautar og Háaleitisbrautar. Gleðilegar fréttir berast utan lands frá þessa dagana, a.m.k. fyrir þá, sem ckki finnst það há- punktur allra skcmmtana á árinu að fara til tannlæknis. Það er sem sc talið að upp hafi verið fundið nýtt cfni til tannfyllingar, sem gerir mikla borun óþarfa. Það á að tolla á sinum stað i tönninni, án þess að þarfnast vitt útboraörar liolu til festu. Efnið er til oröið á tilraunastofu þekktra efnafræðinga i Lundún- um, og var i upphafi ekki ætlað tannlæknum, heldur til keramik- listmunagerðar. Það er glerduft i formi álsilikats, sem blandað er i nýja gerð af plasti, sem upp- leysanlegt er i vatni. Þegar þessi tvöefni blandast, sigur álinnihald glersins út i plastið og krossbind- NÚ GETUR MAÐUR KVÆNZT FYRR 1 tM^J VERANDI TENGDAMÓÐUR SINNI Ný lög um stofnun og slit hjúskapar gengu i gildi um áramótin. Eru nú slipaðir af ýmsir vankantar eldri laga og nýmæli upp tekin. Öll lýsing og leyfisbréf falla niður, en áður en fólk fær að giftast verður gerð sérstök könnun á högum hjónaefnanna og verða þau að uppfylla viss skilyrði til að mega eigast. Náin skyld- menni þurfa ekki lengur undanþágu til að mega giftast og getur til dæmis stúlka gifzt föðurbróður sinum ef bæði vilja og piltur stjúpmóöur sinni, en að sjálfsögðu verður hún þá að vera oröin ekkja eða skilin við föður hans. Ákvæði um festar er numið úr gildi en festar eru á venju- legu máli kallað að heitast eiginorði eða trúlofun. Aður var það svo, að ef festar höföu stofnazt var það orðin viss réttarstaða og var talað um ráðspjöll vegna festarslita og var þá gert ráð fyrir skaðabót- um frá þeim sem sleit festun- um. Var þessu ákvæði litið beitt en var þó i lögum. Samt sem áður gætu komið upp mál, þar sem annar aðilinn yrði skaðabótaskyldur vegna festarslita. Ef maður, sem heitið hefur stúlku eiginorði, svikur hana, en hún hafði áður breytt högum sinum og gert ráðstafanir vegna væntanlegs hjónabands, ætti þá rétt á skaðabótum, en um það gilda nú almennar skaðabótareglur, svo að samt sem áður ætti fólk ekki að flana út i trúlofun að óhugsuðu máli. Þar sem lýsing fellur niöur þarf ekki lengur leyfisbréf til að fá að giftast. Leyfisbréfið var i rauninni ekkert annað en undanþága frá lýsingu, sem dómsmálaráöuneytiö gaf út og hægt var að fá hjá fógetum. Þeir sem leyfi hafa til að gefa fólk saman i hjónaband eiga að annast könnun á hög- um hjónaefnanna og ganga úr sku£ga um, hvort þau uppfylla öll skilyrði til að mega giftast. Verið er að semja reglugerð um könnun á hjúskaparskil- yrðum, sem brátt mun taka gildi og kann að vera að könn- unin verði strangari eftir að hún er komin i framkvæmd. Samkvæmt nýju lögunum verður sérstakur aðili, sem annast könnun hjúskaparskil- yrða og verður útbúið sérstakt eyðublað með spurningalista og fleiru, sem hjónaefni eiga að útfylla. Sá sem annast vigslu getur einnig annazt könnunina. en einnig gæti ann- ar aðili en sá sem giftir annast Frh. á bls. 15

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.