Tíminn - 05.01.1973, Blaðsíða 4

Tíminn - 05.01.1973, Blaðsíða 4
4 TÍMINN Föstudagur 3. janúar lí)7:i ☆ um allan heim. Ein ástæðan i'yrir þvi, að Bonanza hættir nú, er að Dan Bloeker, sá sem i upp- hai'i lék Hoss Cartwritht, einn sona Bens, lézt siðastliðið vor, en svo hal'a vinsældir þáttarins heldur l'arið dvinandi með árun- um, enda íólk ef til vill orðið þreylt á að horfa alltaf á sömu andlitin i sjónvarpinu, viku eftir viku. ☆ Með klósettsetu um hálsinn Derek litli, sem er aðeins tveggja ára og á heima i Brom- wich i Englandi, varð móður sinni heldur en ekki til skamm- ar nú fyrir nokkru, þegar hann gerði sér litið fyrir og tók kló- settsetuna af litla barnaklósett- inu sinu og tróð henni með ein- hverjum undarlegum hætti niður yfir höfuðið og um hálsinn lenti hún, og þaðan gat móðir hans ekki hreyft hana. Endirinn varð sá, að hún varð að fara með Derek á næstu slökkviliðs- stöð til þess að fá slökkviliðs- mennina til að ná setunni i sundur. En með öðrum hætti var ekki hægt að ná henni af litla drengnum. Konan hafði ekki önnur ráð en fara með ☆ drenginn i strætisvagni til slökkviliðsstöðvarinnar, og það var eitt það erfiðasta, sem fyrir hana hefur komið, að þvi er hún sjálf segir, þvi mikið var horft á þau mæðgin og klósettsetuna um háls drengsins. ■ ☆ Gaman af stúlkum Henry Kissinger, sérlegur ráð- gjafi Nixons Bandarikjaforseta, er sagður hafa mjög mikið gam- an af kvenfólki. Hann hefur sjálfur sagt, að það sé auðvelt að láta dagana liða, þegar hann er sendur út af örkinni sem erindreki forsetans, en verra með næturnar, og þá er um að gera að skemmta sér. Þá bregð- ur hann sér i næturklúbba og hittir fyrir alls konar konur, sem sumum finnst ekki allar vera við hans hæfi sem ráðgjafa forseta annars mesta veldis i heimi. Kissinger segir alltaf, að það séu ekki persónutöfrar hans sjálfs, sem hafi mest áhrif á kvenfólkið, heldur dragi staða hans þær að honum. Þessi mynd var tekin af Kissinger, þegar hann var nýlega i Paris. Þar fór hann á milli skemmtistaða á vinstri bakka Signu i fylgd með Margaret Osmer, sem er dálag- leg hnáta. Bonanza að hætta Þá rennur senn upp sú stund að Bonanza-þátturinn — Frænkir l'eðgar, verði sýndur i siðasta sinn i Bandarikjunum. Þátturinn hefur verið sýndur þar i 14 ár, en nú i janúar verður siðasti þáttur myndaflokksins sýndur. Það er NBC útvarps- stöðin, sem hefur staðið að gerð þessara sjónvarpsþátta um Ben Cartwright og syni hans þrjá. Þessi þáttur var sýndur um nokkur skeið hér i sjónvarpinu, við töluverðar vinsældir. Enginn framhaldsmyndaþáttur i sjónvarpi hei'ur verið sýndur jafnoft og Bonanza, að Gun- smoke undanteknum, en það er framleiðsla CBS, og hefur aldrei verið sýnt hér. Talið er, að ekki hafi annar þáttur en Bonanza verið sýndur jafnviða um lönd, þvi hann hefur verið i nær hverri einustu sjónvarpsstöð Duglegur köttur Hvað skyldi hún kisa litla vera að hugsa um að skrifa á rit- vélina. Kannski. er það einhver stórfréti úr kattaheiminum að minnsta kosti er hún töluvert ábúðamikil svona tii að sjá. h ekkstu nokkrar rjúpur? — Nei, eu ég liræddi einar sex- sjii skelfilega. ☆ Það fer hrollur um mig þegar ég heyri minnzt á atvinnuleysi og verðbólgu. ☆ — Pabbi, hvi átt þú ekki bíl? — /\f þvi að ég hef ckki efni á þvi. En ef þú verður duglegur i skól- anum, þá geturðu áreiðanlcga keypt þér bil einhverntima. — Pabbi, varst þú latur i skólan- um. Ég fæ þrjúhundruð kalli meira, af þvi að ég keypti bensinið. Eftir tuttugu ár ætla ég að tala við hann i rólegheitum og leika þetta fyrir hann. DENNI DÆMALAUSI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.