Tíminn - 05.01.1973, Blaðsíða 15

Tíminn - 05.01.1973, Blaðsíða 15
Köstudagur 5. janúar 1971! TÍMINN 15 Hann langaði mest til aðhrópa: ,,Þvi i fjáranum verðum við hér þá ekki öll?” en honum fannst það of litilmannlegt. Honum fannst hann litilmótlegur og smár við hliðina á þessum tveim konum, vegna þess að honum skyldi geta dottið i hug að segja þetta. Um stund stóðu þau öll þögul. Barnið grét ekki, þvi að frú Betteson vaggaði þvi. t fjarlægð heyrðist hávaði i páfagaukahópi uppi i trjánum, og nær þeim fór spæta skyndilega að höggva i grið og erg. Paterson fannst hádegishitinn vera að þvi kominn að yfirbuga sig. Svitinn spratt út um hann, en sjálfum sér til furðu tók hann ekki eftir þvi. Frú Betteson sagði: ,,Að sjálfsögðu átti ég við, að ég yrði hér kyrr, ef ungfrú Alison vildi það. Ég hefði áttað byrja á að spyrja um það.” Spætan var komin nær þeim og hjó, svo að glumdi i eyrunum á þeim. Brosið, sem ungfrú Alison sendi frú Betteson, gerði öll orð óþörf. Að lokum sagði Paterson: „Ef til vill hefur eftir allt saman verið eitthvað til i þessu tali um stjörnurnar”. Þau hljógu öll. Andrúmsloftið varð léttara og ungfrú Alison sagði: „Stjörnutalið á alltaf við einhvern, og i dag vorum það sem sé við”. „Já, majórinn og stjörnufiskarnir hans”, Hann sagði þetta við sjálfan sig og ætlaðist ekki til að þær heyrðu það, en þær fóru að skellihlæja. „Hvað með dótið yöar?” „Ég er með all, sem ég þarf á að halda hér,” sagði frú Betteson og benti á töskuna sina. Aftur fann hann, hversu litilmótlegur hann var. Ungfrú Alison sagði: „Mitt dóter ilitlu gráu töskunni aftur i bilnum, en þaö er ekki sérlega mikið, og ég hef engan tima til að sækja það”. Paterson sagðist skyldu senda Tuesday með töskuna, en ungfrú Ali- son svaraði: „Þér skulið ekkert vera að hafa fyrir þvi. Þetta er næstum ekkert, sem máli skiptir, svo að það breytir engu”. Hún talaði rólega og eðli- lega, röddin varekki lengur skræk. Baráttunni milli austurs og vesturs var lokið i huga hennar og merkin, sem hún hafði sett á rödd hennar, hurfu með henni. „Ég verð yður samferða, þá get ég sótt töskuna og kvatt engla- drenginn um leið”. „Hann getur fylgt yður til baka og haldið á töskunni”, sagði Paterson. „Hvað ungfrú McNairn snertir, held ég ekki að hætta sé á ferðum,” sagði ungfrú Alison. Þau höfðu ekkert meira um að tala. Það var svo hégómlegt og ein- skis vert að fara að tala um Connie og liðan hennar i þessu sambandi. Frú Betteson fékk ungfrú Alison barnið. Indverjinn var að jafna bálið við jörðu og tróð siðan á þvi með berum fótum til að slökkva það. „Þegar þér mælduð hana i gærkvöldi”, sagði ungfrú Alison, „var hitinn næstum eðlilegur, var það ekki?”. „Ég? Mældi hana?” „Já, gerðuð þér það ekki? Hún sagði, að þér hefðuð veriö i tjaldinu hjásér ogtalaðviðsigogmæltsig”. „Ég mældi hana ekki’.” „Ég held að hún hafi sagt það, en mig getur misminnt. Hún sagði ein- hver ósköp, já, mig hlýtur að misminna. Ég var þreytt og i slæmu skapi, ég hlustaði ekki vel”. Skömmu seinna var hann á norðurleið aftur ásamt frú Betteson. Þaö hafði verið kæfandi heitt inni i skóginum, en úti á opnum veginum var sólskinið brennandi. Hann fann það sérstaklega á bakinu af þvi að þau gengu i norður, en þegar hann leit viö til að horfa eftir ungfrú Alison og veifa til hennar i siðasta sinn, skein sólin svo skært i andlitiðá honum, að honum sortnaði snöggvast fyrir augum. Fljótlega jafnaði hann sig og sá þá Indverjann i hvitu skikkjunni dansa um til að slökkva glæð- urnar. í fyrstu var sem dimmur skógurinn hefði gleypt ungfrú Alison, en aö lokum kom hann þó auga á hana gegnum rykþokuna. A öðrum handleggnum hélt hún á nýfæddu barninu, en veifaði til hans með hinni hendinni. Veifandi höndina bar granna og hvita við dimman skóginn. Það eina, sem ég hef áhyggjur af, eru gleraugun”, sagði frú Betteson. Ef brotna glerið dettur alveg úr, verð ég hér um bil blind á öðru auganu”. Tuesday hafði orðið að hlaupa við fót alla leiðina með töskuna i hend- inni til að hafa við frú Betteson. Nú var hann á leið til Patersons og bilsins aftur og velti fyrir sér öllu þvi óskiljanlegá, sem að baki ákvörð- unar majórsins hlaut að liggja. Tuesday var búinn að finna sér staö i fólkfsstraumnum og barst með honum i norðurátt. Hann haföi litinn ljósrauðan poka i hendinni. Fyrst hugsaði hann um vingjarnlega og hreint ekki hermannlega manninn, sem hann haföi séð leiða reiðhjólið sitt i suður, til móts við styrjöld og eyðileggingu, siðan fór hann að hugsa um frú Betteson og hjúkrunarkonuna, sem hann var nýbúinn að kveðja. Það hafði verið furðuleg sjón. Tvær konur standandi á vegbrúninni með töskurnar sinar i hendinni, rétt eins og þær væru að biða eftir lest. Þar að auki hafði frú Betteson verið með nýfæddan Indverjakrakka i fanginu Hann fann sér fljótlega stað i óslitinni flóttamannarununni og meðan hann barst áfram, velti hann fyrir sér öllu þvi, sem hann botnaði hreint ekkert i. Honum var alveg óskiljanlegt, að frú Betteson og ungfrú Ali- son ætluðu ekki með þeim. Og hvaðan i ósköpunum kom Indverja- krakkinn? Þegar Portman og hin héldu ein áfram hafði i langan tima rikt eitthvert ósamkomulag, en þegar majórinn sneri við, var það með fullu samþykki Patersons. Konurnar tvær virtust i prýðilegu skapi, og Paterson hafði verið eins og hann átti að sér. Þykku glerin i gleraugunum hennar frú Bettesons, sem gerðu augna- ráð hennar flöktandi og órólegt, höfðu ætiö skelft Tuesday, siöan daginn, sem hún hélt honum innilokuðum i eldhúsinu hjá sér. Það var eins og brotna glerið hefði breytt frú Betteson. Tillitið var rólegt og hún virtist alveg eðlileg, þar sem hún stóð og vaggaði barninu varlega og bliðlega. Hann haföi búizt við hinu versta, þegar hann komst að þvi, að honn átti að fylgja henni aftur til ungfrú Alison. Hann hafði alveg eins búizt við, að hún færi aö hanga utan i honum eða gráta og spyrja hann furðulegra spurninga. Seinast i gærkvöldi hafði hún alveg verið að gera út af við hann með spurningum, um, hvers vegna hann væri að gráta og hvers vegna hann vildi ekki segja þvi hann gréti. En allt, sem gerzt hafði.var, að ungfrú Alison hafði skipað honum að reka út úr sér tunguna. I fyrstu skildi hann ekki, við hvaö hún átti. „Tunguna”, sagði ungfrú Alison. „Rektu út úr þér tunguna, sjáðu, svona”, og um leið hafði hún rekiðútúrsér tunguna framan ihann. Þá skildi hann, við hvað hún átti og rak tunguna út úr sér eins langt og honum frekast var unnt. Ungfrú Alison og frú Betteson hlógu hjartanlega. „Agætt”, sagði ungfrú Alison, „Þaöamar ekkertað þér”. Hann hafði staðið með tunguna út úr sér góöa stund i viðbót. „Nú máttu alveg taka hana inn, þú gætir vel þurft aö nota hana seinna i dag”. 1300 Lárétt 1) Leiðin.- 6) ötul,- 7) Komast.- 9) Úttekið,- 10) Kaup.- 11) Korn - 12) Baul.- 13) Svefnhljóð.- 15) Hluta- velta.- Lóðrétt 1) Fjötrast,- 2) Keyr- 3) Ungviði.- 4) Nes,- 6) Systurina.- 8) Afar,- 9) Veik,- 13) Varðandi.- 14) Kusk,- Ráðning á gátu No. 1299 Liá rétt 1) Glundur,- 6) Mal,- 7) LK,- 9) Es.- 10) Tollaða.- 11) Al.- 12) In.- 13) Ham.- 15) Akæruna.- Lóðrétt 1) Galtará,- 2) Um,- 3) Naglfar.- 4) DL.- 6) Rósanna,- 8) Kol,- 9) Eði - 13) Hæ,- 14) Mu,- 7“ 2 r m t | BB í- S .1 ^ M V lO . n m 'MÍ /> iH n /V /5 7.00 Morgunútvarp. Veður- fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og for- ystugr. dagbl.), 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.45. Morgunleikfimi kl. 7.50. Morgunstund barnanna kl. 8.45: Þórhallur Sigurðsson les áfram söguna „Ferðina til tunglsins” eftir Fritz von Basserwitz (4). Tilkynn- ingar kl. 9.30.Létt lög á milli liða. Spjallað við bændur kl. 10.05. Til umhugsunar kl. 10.25: Þáttur um áfengis- mál. Morgunpopp kl. 10.45: Hljómsveitin Uriah Heep leikur og syngur. Fréttir kl. 11.00. Tónlistarsagan: Endurt. þáttur Atla Heimis Sveinssonar. Kl. 11.35: Betty Humby Beecham og Konunglega filharmóniu- hljómsveitin i London leika Pianókonsert eftir Delius, Sir Thomas Beecham stj. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.00 Við vinnuna: Tónleikar. 14.15 llcilnæmir lifshættir Björn L. Jónsson læknir nefnir þáttinn: Ekki er allt matur sem i magann kem- ur. (endurt. þáttur) 14.30 Siðdcgissagan: „Jón Gcrreksson” cftir Jón Bjiirnsson.Sigriður Schiöth les (2) 15.00 Miðdegistónlcikar: Söngliig cftir Ccsar Franck Hilde Tondeleir og Liane Jespers syngja. 15.45 Lesin dagskra næstu viku 16.00 Fréttir. 16.15 Veðurfregnir. Tilkynn- ingar. 16.25 Popphornið 17.40 Tónlistartími barnanna Barnakór Hvassaleitisskóla syngur jólalög undir stjórn Herdisar Oddsdóttur. Pianóleikur: Aslaug Berg- steinsdóttir. 18.00 Létt lög. Tilkynningar. 19.00 Frcttir. Tilkynningar. 19.20 Fréttaspegill 19.35 Cozumel. Magnús Á. Arnason listmálari segir frá dvöl sinni á eyju i Karabia- hafinu. 20.00 Mozart-tónleikar Sitifóniuhljóms veitar is- lands i Háskólabiói kvöldið áður. Stjórnandi og ein- lcikari: Vladimlr Asj- kcna/.ý. a. Sinfónia nr. 31 i D-dúr „Haffner-hljón- kviðan” (K385) b. Pianó- konsert nr. 23 i A-dúr (K488) c. Pianókonsert nr. 20 i d- moll (K466) 21.30 „Trúnaður útjarða” Þorsteinn Guðjónsson flytur erindi. 22.00 Fréttir 22.15 Veðurfregnir. útvarps- sagan: „llaustferming” eftir Stcfán Júlíusson.Höf- undur byrjar lestur sög- unnar, sem er nýsamin og áður óbirt. 22.45 Létt músik á siðkvöldi Norðmenn, Færeyingar og Sviar halda uppi gleðskap. 23.45 Fréttir i stuttu rnáli. Dagskrárlok. Föstudagur 20.00 Fréttir 20.25 Veður og auglýsingar 20.30 Karlar i krapinu Flokkur bandariskra kúrekamynda I léttum tón. Lestarránið Þýðandi Krist- mann Eiðsson. 21.20 „Primadonnur” Skemmtiþáttur með söng- konunum Elizabet Söder- ström og Kjerstin Dellert. í þættinum syngja þær lög úr ýmsum áttum og spjalla saman i gamni og alvöru. (Nordvision — Sænska sjón- varpið) Þýðandi Dóra Haf- steinsdóttir. 22.05 Sjónaukinn Umræðu- og fréttaskýringaþáttur um innlend og erlend málefni. 23.05 Dagskrárlok.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.