Tíminn - 05.01.1973, Blaðsíða 9

Tíminn - 05.01.1973, Blaðsíða 9
Föstudagur 5. janúar 1517:5 TÍMINN 9 Útgefandi: Framsóknarfiokkurinn ::: Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þór-í ;i arinn Þórarinsson (ábin.), Jón Helgason, Tómas Karlsson,:; Andrés Kristjánsson (ritstjóri Sunnudagsblaös Timans Sj; Auglýsingastjóri: Steingrimur Gislason . Ritstjórnarskrif-:;; stofur í Eddubúsinu vift Lindargötu, simar 18300-18306^; Skrifstofur i Bankastræti 7 — afgreiðslusimi 12323 — auglvs:: i;;;j ingasimi 19523. Aðrar skrifstofur:simi 18300. Askriftargjald ;•;•; 225 krónur á mánuði innan lands, i lausasölu 15 krónur ein-';; takið. Blaðaprent h.f. ERLENT YFIRLIT Mesti stjórnandi, sem Indland hefur eignazt Indira er miklu meiri stjórnandi en faðir hennar Vindgangur, sem verður engum að grandi I áramótagrein sinni, sem birtist hér i blað- inu vék ólafur Jóhannesson forsætisráðherra að stjórnarandstöðunni og sagði m.a.: „Stjórnarandstaðan hefur þyrlað upp miklu moldviðri i sambandi við efnahagsráðstafanir rikisstjórnarinnar. En mér er spurn: Hvað vildu þeir gera? Þeir fengu allar upplýsingar með það góðum fyrirvara, að þeim var i lófa lagið að koma fram með tillögur sinar engu siður en okkur. En ég hygg, að i þeim umræðum, sem fram fóru, hafi enginn einasti maður skilið, hvað þeir vildu gera. Formaður Alþýðuflokksins er þar frá undantekning. Hann lýsti þvi yfir að hann vildi niðurfærsluleið og væntanlega þá með þeirri kjaraskerðingu, er henni fylgir i bili. Stjórnarandstaðan gerði sér lengi vonir um, að stjórnin kæmi sér ekki saman um ráðstaf- anir i efnahagsmálum. Var hún þvi farin að búa sig undir i ráðherrastólana. En Morgunblaðsvéfréttin reyndist röng. Eru nú Sjálfstæðismenn æva reiðir hinum slétt- kembda forstöðumanni hennar. Hafa þeir við orð, að kasta ritstjórnarmönnum Morgun- blaðsins fyrir róða. Það gæti óneitanlega orðið rikisstjórninni nokkurt ógagn, ef Morgunblaðið rétti sig af. En eins og eðlilegt var, að fenginni „véfréttinni”, urðu það Sjálfstæðismönnum sár vonbrigði að sjá, að full eining var innan rikisstjórnarinnar um lausn efnahagsmál- anna. í örvæntingu sinni gripu þingmenn Sjálf- stæðisflokksins til þess frumhlaups að bera fram á Alþingi tillögu til þingsályktunar um vantraust á rikisstjórnina, þingrof og nýjar kosningar. Þetta er enn eitt dæmi um örþrifaráð reikull- ar og ráðvilltrar stjórnarandstöðu til þess að reyna að vekja á sér athygli og skrásetja ósk- hyggju sina i þingtiðindum og meðal þjóðar- innar. Ég skal engu spá um langlifi núverandi rikis- stjórnar. Þeir lifa oft lengst, sem með orðum eru vegnir. En hún fellur varla fyrir þessu van- trausti. Sú tillaga er sýndarmennska og annað ekki, sem bezt sést af þvi, að þeir óskuðu ekki eftir að ræða hana fyrr en að loknu þingleyfi. Það vantar svo sem ekki, að það er nógur vind- gangur i stjórnarandstöðunni, en hann verður engum að grandi”. Búrfellslínan Það virðist nú ótvirætt komið i ljós, að mikil mistök hafi átt sér stað, þegar raforkulinan frá Búrfellsvirkjun var hönnuð. Einn af þekktustu veðurfræðingum landsins, Páll Bergþórsson, hefur sagt i viðtali við Þjóðviljann, að linan hefði átt að vera helmingi sterkari, ef hún hefði átt að miðast við islenzkt veðurfar. Svipuð gagnrýni hefur komið fram i grein i Mbl. eftir Matthias Matthiasson rafvirkjameistara. Hér er vissulega um mál að ræða, sem rikisstjórnin verður að láta rannsaka til fulls. Imlira Gandhi NÚ UM áramótin hélt Indira Gandhi mikla ráðstefnu með helztu leiðtogum flokks sins og ráðgjöfum, þar sem rætt var um þau verkefni, sem leggja bæri á mesta áherzlu i náinni framtið. Óneitanlega eru verkefnin mörg og mikil, sem biða óleyst i Indlandi, og margir hafa þvi óttast, að Ind- land geti fyrr eða siðar orðið öfgastefnum að bráð. Minni horfur eru þó taldar á þvi nú en oftáður og a.m.k. þykir það ekki liklegt meðan Indiru Gandhi nýtur við. Hún hefur óneitanlega áorkað miklu sið- an hún tók við stjórnarforust- unni og vinsældir hennar hafa aldrei verið meiri. Henni er þó eigi siður ljóst, að hún má ekki láta numið staðar, heldur verður enn að herða sóknina fyrir meiri framförum og út- rýmingu fátæktar i Indlandi. ÞAÐ ER nú margra dómur, að Indira sé mesti stjórnmála- leiðtoginn, sem Indalnd hafi eignazt. Hún hafi skilið betur en aðrir nauðsyn þeirra breytinga, sem verða að koma i Indlandi, og jafnframt af- kastað mestu i verki. Ungur menntamaður, sem blaða- maður ræddi við um þetta efni, skýrði þetta m.a. á þenn- an hátt: Gandhi trúði á fátæktina og vildi hafa menn fátæka og nægjusama. Hann hefði þvi verið ófær um að stjórna eftir að Indland varð sjálfstætt. Nehru sá margt rétt, en hann umgekkst aðal- lega menntamenn, flokksfor- ingja og iðjuhölda og reis aldrei gegn þeim, heldur hafði þá fyrir helztu ráðgjafa sina og trúnaðarmenn. Galli hans var sá, að hann kunni ekki aö velja sér ráðgjafa og hafði ekki hörku til að losa sig við lélega ráðgjafa. Vissulega urðu miklar framfarir i stjórnartið hans, en flestar þeirra stuðluðu að þvi að gera þá riku rikari en þá fátæku fá- tækari. Indira sér ekki aðeins rétt, eins og faðir hennar gerði, hún hefur jafnframt einbeitni og hörku til að fram- fylgja stefnu sinni. Hún kann að velja sér samstarfsmenn og losa sig við óhæfa sam- starfsmenn. Hún er órög og risa gegn flokksforingjum, menntamönnum og iðjuhöld um, ef hún telur þá standa i vegi sinum. Hún hefur hina nauðsynlegu einbeitni og röggsemi stjórnandans, sem föður hennar skorti. Þess vegna hefur hún áorkað miklu meira en hann og þó einkum i þá átt að bæta kjör fólksins. Einn af andstæðingum hennar hefur látið svo um mælt við blaðamann, að þvi sé ekki aö neita, að hún sé 10 sinnum meiri stjórnmála- maður en faðir hennar var. VISSULEGA sýnir stjórn- málaferill Indiru Gandhi, að hún er einbeittur og rögg- samur stjórnandi, þótt hún væri valin forsætisráöherra 1966 af allt öðrum ástæðum. Hún átti það öðrum þræði að þakka vinsældum föður sins, en hinum þræðinum þvi, að leiðtogar Kongressflokksins töldu sig geta ráðið mestu um gerðir hennar og yrði hún þvi frekar verkfæri þeirra en raunverulegur stjórnandi. Lengi reyndi hún að hafa sam- vinnu við þá, en smátt og smátt gekk það verr og verr, þvi að hún var miklu róttækari en flestir þeirra. Að lokum leiddi þetta til fullra friðslita og klofning Kongressflokks- ins. í l'yrstu virtist ekki liklegt, að Indira myndi sigra i þeirri viðureign, þar sem andstæðingar hennar höfðu flokksvélina á valdisinu. Henni tókst þó að halda meiri- hluta á þingi með aðstoð ýmissa smáflokka, en and- stæðingar hennar gripu þá til þess, að þeir höfðu meirihluta i hæstarétti. Þegar Indira fékk þingið til að samþykkja lög um þjóðnýtingu banka og af- nám á sérréltindum prins- anna, úrskurðaöi hæstiréttur þau ógild, þvi að þau væru i andstöðu við stjórnarskrána. Indira lét þetta ekki beygja sig, heldur rauf þingið og efndi til nýrra kosninga i marzmán- uði 1971. í þeim kosningum vann hinn nýi flokkur hennar ótrúlega mikinn sigur. Hann fékk tvo þriðju þingsæta og gömlu leiðtogar Kongress- flokksins féllu langflestir og hafa engin áhrif lengur. Eitt fyrsta verk Indiru var að breyta stjórnarskránni og draga úr valdi hæstaréttar. Til þess að breyta stjórnar- skránni þarf 2/3 meirihluta á þingi, en þessum meirihluta náði hún i kosningunum 1971, eins og áöur segir, I framhaldi af þessu þjóðnýtti svo Indira bankana og ýmsar fjármála- stofnanir aðrar, en þetta taldi hún frumskilyröi þess, að rikisstjórnin gæti náð fullum tökum á stjórn efnahagsmál- anna og uppbyggingu atvinnu- lifsins i landinu. INDIRA Gandhi hefur kom- ið fram furðulega mörgum og miklum framfaramálum. Landbúnaðurinn hefur eflzt stórlega og færzt i hendur smábænda. Iðnaöurinn hefur einnig stóreflzt, en öll helztu stórfyrirtækin eru þjóðnýtt. Hagnaðurinn rennur nú ótvi- rætt meira til að bæta hag al- mennings en til þess að auka auð iðjuhölda, eins og áður var. Almenningur finnur áþreifanlega breytinguna og það hefur aukið og styrkt vin- sældir Indiru. Hún bætti svo vinsældir sinar stórlega i striðinu við Pakistan, þegar hún lét indverska herinn ráð- ast inn i Austur-Pakistan og kom með þvi fótum undir hið nýja riki þar, Bangladesh. Þetta þótti indverskum al- menningi bæöi sjálfsagt og réttlátt, og það dró ekki úr áliti hans á Indiru, aö þetta var gert i fullri andstöðu við tvö stórveldi, Bandarikin og Kina, en hún lét það ekki aftra sér. Áður hafði Indira að visu tryggt sér óbeinan stuðning Rússa. Um skeið var óttast að það kynni að leiða til ofmikilla rússneskra áhrifa i Indlandi, en Indira hefur sýnt á siðari hluta nýliðins árs, að hún ætl- ar sér ekki að vera háð Rúss- um, þótt hún hafi vinfengi við þá. Sambúðin við Bandarikin hefur færzt i betra horf aftur, og Nixon hefur nýlega skipað sendiherra i Indlandi, sem þykir liklegur til að vinna að bættri sambúð Indlands og Bandarikjanna. ÞAÐ ER Indiru ómetan- legur styrkur i hinu vanda- sama starfi hennar, að hún hefur óvenjulegt starfsþrek. Venjulega byrjar starfsdagur hennar klukkan hálfsjö að morgni. Meðan hún snæöir morgunverðinn les hún skýrslur frá sendiherrum Ind- lands viða um heim. Siðan ræðir hún við helztu sam- starfsmenn sina og skipulegg- ur starf dagsins. Þá hefjast viðtöl, en hún reynir að veita sem allra flestum áheyrn, enda segir hún, að þannig öðl- ist hún mestu þekkingu á mál- efnum Indlands. Ef hún þarf ekki að mæta i þinginu, heldur hún að viðtölum loknum til stjórnarskrifstofu sinnar. Þar borðar hún hádegisverð og vinnur oftast til klukkan sjö að kveldi. Kvöldverð snæðir hún venjulega klukkan hálftiu og les oft eftir það eitthvert létt efni, einkum þó ljóö, en venju- lega fer hún ekki að sofa fyrr en um tólfleytið. Indira ferðast allmikið um riki sitt og reynir þá að hitta sem flesta að máli og hafa sem nánust skipti við al- menning. I ferðalögum hennar kemur vel i ljós, hve mikla vinsælda hún nýtur. Ekkert veitir lífinu meira gildi, segir hún, en að vinna fyrir aðra. Afi minn sagði, að menn skipt- ust I tvo hópa eða þá, sem vinna, og þá, sem njóta ávaxt- anna. Ég vil fylla fyrri hópinn, enda er samkeppnin þar minni, bætir hún oft við. Þ.Þ. Þ.Þ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.