Tíminn - 24.01.1973, Blaðsíða 1
vwra. mi£nm\
/.Hótel Loftleiðir býður gestum
slnum að velja á milli 217 herbergja
með 434 rúmun — en gestum
standa lika íbúðir til boða.
Allur búnaður miðast við strangar
kröfur vandláfra.
LOFTLEIDAGESTUM LIDUR VEL.
ÁVARP FORSETA fSLANDS OG FORSÆTISRÁÐHERRA - BLS. 3
Hraungarðar varna rennsli
á austustu húsin í Eyjum
Enginn veit þó enn, til hvers kann að draga
KJ—V estmannaeyjum
I þeirri stundu, sem eldgosið a
Heimaey brauzt út i fyrrinótt,
munu flestir Vestmannaeyingar
hafa verið gengnir til náða, en þó
er vitað um nokkra, sem enn voru
á fótum, og sumir þeirra voru
meira að segja nýkomnir af þeim
slóðum þar sem eldgosið byrjaði.
Jóhannes Kristinsson hjá
Steypustöð Vestmannaeyja og
skipsmaður á Lóðsinum var ný-
kominn austast af eynni, ásamt
nokkrum fleiri mönnum. Hann
sagði viö fréttamann Timans i
fyrrinótt:
„Ég fann eins og eitthvert skot i
afturenda bilsins mins og varð
var við eldbjarma um leið. Hélt
ég i fyrstu að timburhús þarriá við
götuna væri alelda, en það
reyndist heldur meiri eldur en
það. Við mér blasti eldrauður
himinn, og ég forðaði mér heim á
leið, kom konu og börnum niður á
höfn, en sjálfur varð ég eftir, þar
sem við á Lóðsinum áttum að
vera tilbúnir, ef á þyrfti að halda.
Guöjón Pétursson býr við
Kirkjubæjarbraut i einu austasta
húsinu á Heimaey:
— Ég vaknaði við drunur og
fannst kviknað i húsinu, en fljót-
lega skynjaði ég þó, hvað um var
að vera og flýtti mér að vekja
heimilisfólkið og koma þvi út. Ég
átti hesta i húsi þarna rétt hjá og
hleypti þeim út. Þeir virtust haga
sér alveg eðlilega.
Magnús Magnússon bæjarstjóri
sagðist hafa fundið tvo jarð-
skjálftakippi um tiuleytið i fyrra-
kvöld, og siðan fleiri kippi um
klukkan hálftólf.
— Ég fann svo fleiri kippi, sagði
Magnús við Timann, og mig
grunaði i fyrstu, að nú væri Katla
gamla að rumska. En eldgosið
var þá nær okkur. Jarðskjálftar
eru mjög sjaldgæfir i Eyjum.
Rétt fyrir klukkan 2 hringdi svo
Páll bæjartæknifræðingur i mig
og sagði: „Littu i austur”, og það
leyndi sér ekki hvað var á seyði.
Hápunkturinn i gær-
morgun
Svo virðist sem hápunktur
gossins hafi verið um áttaleytið i
gærmorgun, en þá var gos-
sprungan, sem er frá þvi syðst á
eynni og norður úr eitt eldhaf.
Vera má, að myrkrið hafi villt
mönnum sýn, en undir kvöldið i
gær var eldstrókarnir upp úr gos-
sprunginni ekki eins miklir og i
bærmorgun. I fyrstu lagði gos-
mökkinn yfir bæinn, og þakti
grófgerð gosmöl allar götur þar.
Marraði einkennilega undir fæti,
þegar gengið var um á steyptum
gangstéttunum.
Þegar kom fram yfir hádegi i
gær fór áttin góðu heilli að breyt-
ast. Lagði þá gosmökkinn á haf út
og jafnframt sást gosið betur frá
bænum.
Verðmæti flutt úr austustu húsunum
KJ—Vestmannaeyjum
1 gærkvöldi var hafizt handa við
að fiytja allt lauslegt úr sex
austustu húsunum á Heimaey —
Kirkjubæjunum svo kölluðu. Sýnt
þótti þá að hraunstraumurinn
gæti þá og þegar farið að ryðja
sér leið vestur úr gosspurngunni,
og gæti hraunið þá lent á húsnum
áður en það næði í sjó fram.
Gosið hefur brotið niður gos-
vegginn að vestan miðja vegu
• milli Helgafells og sjávar, og ofan
af Helgafelli að sjá er þar kraum-
andi pottur, og eins og grauturinn
i honum sé seigur. Það er frá
þessum stað sem húsunum
stafaði hætta vegna hraun-
rennslis i gærkvöldi og þvi ekki að
ástæðulausu að hafizt var handa
við að tæma húsin.
Gosið hélt áfram með sama
kraftinum i gærkvöldi. Syðstu
gigarnir eru nærri dauðir en
austur af Helgafelli er einstakur
gigur, og hljóðin úr honum eru
eins og hás maður sé að ræskja
sig. I gigaröðinn i norðaustur af
þessum einstaka gig er stöðugur
niðandi dynur, en inn á milli
koma eins og dimm þotuhljóð.
Bjarmann af gosinu leggur yfir
bæinn, og er lesbjart i töluverðri
fjarlægð frá þvi.
Forráðamenn i Vestmannaeyjum I námunda við eldstöðvarnar
Fréttamenn Timans hafa fylgzt
með gosinu frá fyrstu stundum
þess, og þrátt fyrir alla þá eyði-
leggingu og upplausn, sem þetta
hefur haft i för með sér i Vest-
mannaeyjum, þá verður þvi ekki
neitað, að gosið er stórkostlegt
sjónarspil, þegar duldir kraftar
jarðar þeyta glóandi rauðum
hraunslettunum úr langri gos-
sprunginni upp i loftið.
Þegar liða tók á dag i gær, fóru
að koma miklar reyksúlur upp úr
gigunum og jafnframt voru reyk-
sprengingar öðru hverju. Var
þetta ekki ósvipað þvi, sem var i
Surtseyjargosinu, þegar það var
og hét.
Samkvæmt frásögnum sjónar-
votta braut gosið sér fyrst leið
upp á yfirborðið rétt norðan við
Helgafell úr bænum að sjá. Þar
var gosið lika öflugast i allan
gærdag og þá einkum á móts við
Kirkjubæina, sem eru austasta
byggð á Heimaey.
Ofan úr austanverðum hliðum
Helgafells hefur verið stórkost-
legt að virða gosið fyrir sér, og
hafa jarðfræðingar og kvik-
myndatökumenn notfært sér það
óspart. Vitað er um jarðfræðing-
ana Sigurð Þórarinsson, Svein
Jakobsson og Kristján Sæmunds-
son, sem komið hafa til Vest-
mannaeyja eftir að gosið hófst.
Jarðskjálftapiælir er kominn á
Heimaey, og von er á fleiri vis-
indamönnum til að fylgjast með
gosinu.
Við Kirkjubæina er öskulagið
svo þykkt, að það fyllir allar
—Timamynd Gunnar
dældir, og allt er þar kolsvart
yfir að lita. Þegar fjær dregur
eldstöðvunum minnkar askan, en
hún nær þó yfir alla eyna.
Nautgripum lógað
Ekki er búsmali mikill i Eyjum,
en þar eru þó hross, nautgripir og
sauðfé, ásamt nokkru af hænsn-
um. 1 gær var gripið til þess ráðs
að lóga öllum nautgripunum, um
50 að tölu, og ráðagerðir voru
uppi um að flytja hestana til
Framhald á 7. siðu.