Tíminn - 24.01.1973, Blaðsíða 9

Tíminn - 24.01.1973, Blaðsíða 9
Miövikudagur 24. janúar 1973 TÍMINN 9 Baldur Ingi, Sigurbjörn og Kristinn Sveinn viö Melaskóiann I gær. (Tímamyndir Kóbert) Herdis Tegeder, þar sem hún sat ásamt eiginmanni sinum, Adolf Sigurjónssyni vörubilstjóra, og börnum þeirra þremur i Mela- skólanum. Þau eiga heima að Hrauntúni 13, Vestm. og voru vakinn um klukkan tvö á þriðju- dagsnóttina og sagt að fara strax af stað með bát til lands — þvi gos væri hafið á Heimaey. Það má vera slæm martröði sem hefði jafnast á við það, að vakna upp við þessi tiðindi. — Hvarflaði það aldrei að Eyjabúum eftir Surtseyjargosið, að gos gæti eins orðið hjá ykkur? — Ekki held ég það. Heyrði aldrei á það minnzt, segir Adolf. En sem sagt, þetta hefur orðið að veruleika, en ég er ekki svo mjög svartsýnn á ástandið. Vonandi getum við komizt aftur heim eftir tvo- þrjá daga. — Mér finnst þetta alveg hörmulegt, segir Herdis, og ég þykist viss um, að margir séu mjög svartsýnir, þótt allir séu furðu rólegir. — Eigið þið kunningja eða ætt- ingja hér i bænum? Adolf Sigurjónsson — Já, já, og við fáum húsaskjól hjá þeim strax i dag. Það er verst þetta með allsleysið. Við komum ekki með neina peninga eða neitt. Slikur var flýtirinn og ofboðið hjá manni. Adolf er rólegur og æðrulaus, Herdis Tegeder i Meiaskoiauum gerir jafnvel smágys að öllu saman. En undir niðri er hann samt greinilega alláhyggjufullur Herdis virðist öllu svartsýnni • en eiginmaðurinn,en börnin taka at- burðunum eins og ekkert sé og brosa bara framan i ljósmyndar- ann. E-ein starfsemi Flugmaðurinn talinn af þvi. Stefna sprungunnar er þráð- beint á Heklu, og ef hraunflóðið heldur áfram, sem það gerir nú, þá snertir það Yztaklett og þá er illa farið, þvi þá er höfnin lokuð. Þess má áð lokum geta, að Einar var á förum til Vestmanna- eyja, þegar við töluðum við hann, og ætlaði hann sjóleiðina. Varla búinn að átta sig á hlutunum. Kristján Ragnarsson, formaður Landsambands islenzkra út- vegsmanna, sagði, er við spurðum hann út i þann mikla vanda er kynni að skapast: Sem betur fer þá er bátaflotinn I Vestmannaeyjum laus/ og maður verður að vona ef til kemur, að hægt verði að reka bátana frá öðrum verstöðvum, Þetta fer að sjálfsögðu mikið eftir afsetningarmöguleikum. Ég sé ekki annað ráð, en það verði að lengja vinnutimann i frystihúum hér á Suðvestur- landi, og þá verður lika að gera ráð fyrir, aö hluti þess fólks, sem ef til vill þyrfti að setjast að hér á meginlandinu, ynni i húsunum. — annars veit ég ekki enni hvað til bragðs skal taka. — Við verðum að hugsa út i það, sagði Kristján, að á vetrar- vertið er landað allt að 40 þúsund tonnum af bolfiski i Vestmannaeyjum og þar fór þriðjungur lonumagnsins i land i fyrra! Afsetning á loönu getur orðið gifurlegt vandamál, en hvað hagkvæmast er að gera i þeim málum, veit ég ekki. Kristján sagði, að æskilegast væri, að bátar frá Vest- mannaéyjum lönduðu i Grinda- vik og Þorlákshöfn, þar sem sjómenn i Eyjum þekktu veiði- svæðið austan Reykjaness mikið betur en önnur. Það væri bara sá hængur á, að hafnirnar i Þorlákshöfn og Grindavik væru alltof litlar, og yrði ákaf- lega erfitt að fjölga bátum þar til muna. Að lokum sagði Kristján, að vinnsla á fiski og loðnu væri Kl|>—Reykjavik. Eins og sagt var frá i blaðinu i gær, hrapaði orustuþota frá varnar- liðinu á Keflavikurflug- velli i sjóinni skömmu áður en hún átti að lenda á Keflavikurflugvelli i fyrrakvöld. t Voru mörg skip og flugvelar á leitarsvæðinu i fyrrinótt, þegar hjálparbeiðnin barst frá Vest- mannaeyjum, en þá fóru vélar varnarliðsins þegar til aðstoðar við að flytja fólk úr Eyjum til lands. Við birtingu í gær voru vélarnar aftur komnar á loft og könnuðu svæðið, þar sem talið var að flug- vélin hefði hrapað, en þá voru þar mjög óskyld. Fiskvinnslan þyrfti mikinn mannafla, en loðnuvinnslan þyrfti mjög fátt fólk. Þvi væri það ekki óhugs- andi, að hægt yrði að bræða loðnu i Eyjum i vetur. — Hitt er svo annað mál, sagði Kristján, við verðum að biða og vona,að Eyjarnar geti blómstrað áfram, og um leið að gera okkur grein fyrir ástandinu, en maður er tæpast búinn að átta sig á því. Þórarinn Arnason t skrifstofu- stjóri hjá Fiskifélagi tslands, sagði, að hann væri vart búinn að átta sig á ástandinu. En þegar i stað þyrfti að skipa nefnd, sem færi með þessi máljog þessi nefnd þyrfti að hafa alræðisvald. — Það er ekkert gamanmál, sagði Þórarinn, að þurfa að bæta við 90 bátum i hafnir á Faxaflóa- svæðinu. — Það má vel hugsa sér, að beina togaralöndunum frá höfnum við Reykjanes og Faxa- flóa til hafna úti á landi og i þess stað taka á móti afla Eyjabáta. Hér mega ekki eiga sér stað nein vettlingatök, sagði Þórarinn að lokumi þvi við megum ekki við þvi að missa gjaldeyristekjur,og allir þurfa vinnu, fyrir nokkrir bátar, sem verið höfðu þar alla nóttina. Skömmu áður höfðu þær fréttir borizt frá vélskipinu Ólafi Bjarnasyni frá Akranesi, að skipverjar hefðu fundið brak i sjónum um 12 sjó- milur vest-norðvestur af Skipa- skaga. Tilkynntu þeir, að þeir hefðu m.a. fundið plastpoka með kortum og öðru, sem sýnilega væri úr vélinni, og auk þess flug- mannshjálm með nafni á. 1 gærdag fannst svo gúmbátur á reki skammt frá þeim stað, sem hinir fyrrnefndu hlutir fundust, og kom i ljós,að báturinn hafði ekki verið notaður. 1 gærkveldi var svo allri leit hætt, og flug- maðurinn talinn af. Vitað er nokkurn veginn,hvar flugvélin, sem var af gerðinni F—102, liggur á hafsbotni, en hún mun vera á um 20 faðma dýpi. Mun verða gerö tilraun, til að reyna að ná vélinni i land og rannsaka hver orsök slyssins hafi verið. „Svona á að telja fram til skatts” gefin út aftur - ágóðinn til Eyja Þó—Reykjavik. Eins og kunnugt er gáfu Leiðbeiningar h.f. út bæklinginn „Svona á að telja fram til skatts” fyrir stuttu. Var bæklingurinn gefinn út i 3000 eintökum og seldist hann mjög vel. Nú hefur eig- andi Leiðbeininga h.f. ákveðið að gefa bæklinginn út aftur og allur ágóði af sölu hans rennur til Vestmanna- eyinga. Sigurður Jónasson framkvæmdastjóri Leið- beininga sagði i gær, að gefin yrðu út 10 þúsund eintök i þetta skiptið, og að allir kostnaðarreikningar við út- gáfuna yrðu síðan sendir biöðunum. Hann er orðinn syfjaður þessi litli snáði, þar sem hann situr og er að skoða Vestmannaeyjar á landakortinu. Vonandi kemst hann heim til sin áður en langt um liður. Ahyggjulaus börn frá Vestmannaeyjum aö leik f Melaskólanum I gær. Nei, þau eru ekki áhyggjufull — aðeins dálftið hissa á „ljósmynd- aranum meö skeggið og blossann”. Viðgerðarskip Norræna ritsímafélagsins á leiðinni - sprungustefnan ógnar línunni ekki enn Stp—Reykjavfk. Vestmannaeyjagosið hefur auk annars sett ritsimalfnurnar, sem liggja um Vestmannaeyjar og tengja Island við Ameriku, i nokkra hættu. Þó virðist sprungu- stefnan ekki ógna linunum til- takanlega. Til að vera við öllu búið hefur Norræna ritsima- félagið sent linulagningar- og við- gerðaskip sitt Northern af stað hingaö til lands og er það væntan- legttil Vestmannaeyja á morgun. Við höfum samband við Sigurð Þorkelsson forstöðumann tæknideildar ritsimans i gær- kvöldi og spuröum hann nánar út i þessar ráðstafanir. Sagði hann, að hér væri um að ræða tvær út- hafslinur, annars vegar hina svo- kölluðu Scotice — linii, sem liggur frá Vestmannaeyjum um Fær- eyjar til Skotlands og hins vegar Icecanolinuna, sem liggur um Fredereksdal á suöurodda Græn- lands til Nýfundnalands. Báðar þessar linur hefur norræna rit- simaféiagið lagt. Sagði Sigurður, að eins og sprungustefna gos- stöðvanna i Vestmannaeyjum væri nú, væri ekki sérstök ástæða til aö óttast um linurnar, en allur væri varinn góöur. Einnig mun skipið vera til taks til að gera við landlinurnar frá þeim stað, þar sem úthafs- línurnar koma i land og upp að radió-stöðinni i Eyjum. Þá mun það hafa eftirlit með radfó-stöð- inni i Eyjum og stöðinni á Snæfelli, sem er suður af Helga- felli • Að sögn Sigurðar eru linurnar milli lands og eyja ekki notaðar lengur, en liggja þó enn á sínum stað á botninum, heldur er radio-samband við land.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.