Tíminn - 24.01.1973, Blaðsíða 4

Tíminn - 24.01.1973, Blaðsíða 4
4 TÍMINN Miðvikudagur 24. janúar 1973 i heimskauta- leiðangur Ungur Frakki, Pierre Magnan, þrltugur aö aldri, hefur ákveðið að kanna heimskautalöndin nyrzt i Kanada i vetur. Mun hann leggja af stað á báti sínum, sem hann hefur sjálfur teiknað og látið smiða eftir eigin fyrirsögn, upp Churchill ána frá Hudsonflóa. t fylgd með honum verður einn ljósmyndari og tveir Eskimóar með hunda- sleða. Hann ætlar að leggja upp i þessa ferð 15. febrúar og fara þá um 250 km upp eftir ánni á isi, en siöar ætlar hann sér að fara þvert yfir Hudson-flóann, einnig á isi. n I fyrirlestraterð George McGovern öldungadeildarþingmaöur og Eleanor kona hans komu til London fyrir helgina og fóru þar um allt eins og sönnum ferða- mönnum sæmir og fengu að sjá allt það markverðasta i þessari evrópsku stórborg. McGovern var annars kominn til Englands i þeim tilgangi að halda fyrir- lestra i háskóla i Oxford. Sjónvarpið á burt! Kona ein i Englandi átti i vand- ræðum með strákana sina sem alltaf vildu horfa á sjónvarpið. Hún hótaði þeim þvi þá, að selja það. Daginn eftir birtust tveir menn i húsinu, og sögðu að þeir hefðu komið til að sækja tækið, og auðvitað létu strákarnir þá hafa það. Það kom bara i ljós, þegar mamma þeirra kom heim, að mennirnir voru þjófar. D Fangi og framkvæmda- stjóri 1 siðasta mánuði gekk James Lambros út úr fangelsi i San Fransisco sem frjáls maður eftir að hafa setið inni i sex mánuði. Næsta dag hafði hann tekið við störfum aðalfram- kvæmdastjora meö mánaðar- laun upp undir 100 þúsund isl. króna. Það virðist svo sem maturinn i fangelsinu hafi verið hræðilegur i mörg ár, hræði- legur, og alltaf sá sami, likt og gerist í heimavistarskólum hér- lendis. Fiskur á föstudögum pylsur og baunir á mánudögum o.s.frv. Jafnvel heilbrigðiseftir- litsmenn fylkisstjórnarinnar viðurkenndu að maturinn væri slæmur. (Það myndu ráða- menn islenzkra skóla seint gera) Lambros var settur inn vegna ákæru á hendur honum i þvi starfi sem hann gengdi þá i forföllum, þ.e.a.s. hann var stjórnandi kvikmyndahúss þar sem eingöngu voru sýndar nektarmyndir og aðrar þær semflokkast undir klám. En þrátt fyrir þetta hafði hann mestan áhuga á mat. Hann hafði lært til matargerðar i skóla og gegnt kokksstörfum jafnvel i þvi flotta hverfi, Beverley Hills. Enda fór svo, að honum likað ekki maturinn og skrifaði 17 siðna bréf til yfir- valdanna þar sem hann fór fram á umbætur. Þeir gripu til þess ráðs að setja hann i eld- húsið og strax upp frá þvi fengu fangarnir pizza, kjúklinga og jafnvel nautakjöt. Sem sagt: Gott. Þegar hann hafði setið af sér dóminn báðu yfirvöld hann aö vera áfram, enda þótt hann gæti fengið hærra kaup annars staðar. ,,Fangar eru mannlegir líka”, sagði Lambros,” og ég held, að þaö sé þörf á þvi að ég sé hér áfram.” Og svo varð. wk % 1 mHe' iMf r irlírt í 1 — Af hverju hefurðu aldrei sagt mér, að einkaritarinn þinn sé falleg? —Ætlarðu að giftast banka- stjóranum eða lækninum? spurði vinkonan. —Ég veit það ekki ennþá. Þetta er svo erfitt. Þú veizt, peningana eða lifið.. —Ég krefst aldrei borgunar af góðum viðskiptavini. —En ef hann borgar ekki? —Þá er hann ekki góður við- skiptavinur og þá rukka ég hann auðvitað. Forstjórinn: —Páll, þér eruð hræsnari og forstjórasleikja. Páll, mér likar vel við yður. —t gær var ég i heimsókn hjá vini minum, dýralækninum, og hann bauð mér að borða hjá sér.. —Hvað var i matinn? —Liklega einhver sjúklingur hans. Skömmu eftir að pianóleikarinn hóf leikinn, tók hann eftir, aö kona á fremsta bekk var sofnuð. Þegar tónleikunum var lokið og fólk fór að klappa, hrökk konan upp með andfælum. Pianó- leikarinn beygði sig niður og sagði við hana: —Mér þykir það leitt frú, en ég spilaði eins lágt og ég gat. Áhættusamt starf Það leynast margar hættur á vegipóstmannasem bera út bréf og böggla i London, að þvi er yfirmenn þeirra segja. A sumrin lenda þeir oft i kjaftinum á grimmum hundum, sem vilja ekki fá þá inn á yfir- ráðasvæði sin, en póstmenn verða að sýna mikinn kjark og áræði og reyna eftir fremsta megni að koma póstinum áleiðis til viðtakenda. Snúa þeir þvi oft úr útburðarferðum sinum með rifnar buxnaskálmar og jafnvel sár á leggjum. En slysatiönin er þó enn meiri meðal póst- mannanna á veturna, að þvi er skýrslur sýna. Þá hættir þeim oft við að hrasa og detta á sleipum götum og gangstéttum. Hafa póstyfirvöldin nú ákveðið að póstburðarmenn skuli ganga með snjókeðjur á skóm sinum, ef það mætti draga úr slysunum. Hér er einn póst- mannanna að búa sig út i sina venjulegu dagsferð. DENNI DÆMALAUSI „Labbaöu bara rólega, rétt eins og þú hafir ekkert af þér gert i all- an dag!”

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.