Tíminn - 24.01.1973, Blaðsíða 12

Tíminn - 24.01.1973, Blaðsíða 12
TÍMINN Miðvikudagur 24. janúar 1973 Miðvikudagur 24. janúar 1973 TÍMINN 13 12 20 ÁR í PRÍSUND AF FRJÁLSUM VILJA Smáþorpið Fresville er um 30 km. sunnan viö Cherbourg i Frakklandi Fyrir 20 árum hvarf einn af hinum 500 ibúum þorpsins sporlaust og allir töldu hann látinn. Timinn leið og Fresville gleymdi Auguste Pouppeville, sem aldrei haföi haft fasta atvinnu, siðan hann slapp úr þýzkum fangabúöum. En Auguste lézt ekki á leyndar- dómsfullan hátt einn dag i marz 1952. An þess aö vita þaö sjálfur fór hann ,,i felur” þegar hann baröi að dyrum hjá frú Lecroisey til aö 'vita, hvort hún heföi eitthvaö handa honum að gera. Dyrnar lokuöust aö baki honum og hann gekk ekki um þær aftur fyrr en eftir 20 ár og 8 mánuði.... Það var fyrir tilviljun að Auguste Pouppeville sá aö nýju sólina og gat andaö aö sér sjávarloftinu. Frú Lecroisey var nýlátin og þegar einn nágrannanna kom til aö lita til með dóttur hennar, uppgötvaði hann felustað Pouppevilles. Hinn 19 ára gamli Emile Xavier varð undrandi á þeim móttökum, sem hann fékk hjá Marie, fimmtugri dóttur frú Lecroisey. Um leið og hann var kominn inni kofann, þaut Mari að hurð einni og skellti henni að stöfum. En á bak viö hurðina heyröi Emile djúpa karlmanns- rödd. Þá minntist hann þess að hafa oft á kvöldin heyrt karl- mannsrödd hjá frú Lecroisey, en alltaf haldið að þetta væri út- varpið. Undrandi og forvitinn opnaði Emile dyrnar, þrátt fyrir áköf mótmæli Marie og kom auga á roskinn, skeggjaðan mann i litlum klefa fyrir innan. Maðurinn dró yfir sig rúmteppi og skelfingin skein úr augum hans. Emile hafði aldrei séö Auguste Pouppeville, sem haföi horfið áður en hann sjálfur fæddist. Hann hugsaöi um, hver þetta gæti verið og yfirgaf siðan húsið til að leita ráða hjá yfir- valdinu. f snarheitum flýði Pouppevilli og faldi sig i hesthúsi i grenndinni. Yfirvaldið kom og yfirheyrði Marie Lecroisey um dvalargestinn, en hún neitaði að segja nokkuð. Daginn eftir játaöi hún þó og fór og sótti Pouppevilli i nýja felustaöinn. — Ekki skamma hann, hann hefur ekkert gert af sér. Þetta er Auguste...sagði hún og fór svo. Yfirvaldiö yppti öxlum. Þetta skyldi þó aldrei vera Auguste Pouppeville sem hún átti viö? En maðurinn sem birtist, 59 ára gamall og i óhreinum og rifnum lörfum, var i rauninni Auguste Pouppeville, fæddur i Neuville - au - Plain og hafði aldrei gert flugu mein um æfina. Nú mundi yfirvaldið vel eftir Pouppeville og sá hann fyrir sér eins og hann hafði litið út 20 árum áður. Þetta var sami maðurinn, þó að áður hefði hann verið glæsi- legur með stór brún augu og svart hár. Hversvegna iósköpunum hafði hann kosið að fela sig hjá mæðgunum i 20 ár? Allir i Fres- ville spurðu þessar spurningar og ýmsar tilgátur voru uppi. Enginn gat þó rétt til, þvi sann- leikurinn var svo ótrúlegur..... Til að skilja þessa grátbroslegu atburði, verðum viö að vikja til ársins 1952, til þess augnabliks er Auguste Pouppeville barði að dyrum hjá frú Lecroisey. — Hefurðu nokkuð handa mér að gera? spurði hann frúna. — Nei, en komdu inn og yljaöu þér svolitiö, svaraði hún. — l$g skal gefa þér að boröa, þvi þú ert vist bæði kaldur og svangur. Eftir matinn bauð frúin honum gistingu i rúmi i bakherberginu. Dóttirin var óvinnufær og gerði ekki miklar kröfur til til- verunnar. Henni nægði þaö litla, sem hún hafði, dálitið af græn- meti úr garðinum aö húsabaki og eftirlaun fööur sins, sem féll i striðinu. Hún var með bogið bak, og hafði misst aðra höndina, en járnkrókur hafði verið settur i staðinn. Dagarnir liöu og mæögurnar vildu ómögulega missa gestinn, sem sifellt sagði þeim sögur úr fangabúöunum. Innileg vinátta tokst með Auguste og Marie, en móðirin óttaðist ummæli ná- grannanna. Hún leysti það vandamál fljót- lega. Ef Auguste átti að fá að búa hjá þeim, mátti hann ekki láta sjá sig úti viö. ÞS myndu ibúar þorpsins komast að þvi aö Auguste og Marie bjuggu undir sama þaki. Gengið var að skilyrðunum, en þar sem frú Lecroisey var tekin að eldast, óttaöist hún, að Auguste myndi vilja kvænast Marie og taka hana frá sér. Hún setti þvi eitt skilyrði enn: — Þú færð ekki að giftast Auguste fyrr en ég er látin, sagði hún við Marie —og ég vil ekki hafa að þið sofiösamaná meðan ég er á lifi. Auguste neyddist til að ganga einnig aö þessu skilyrði. I tuttugu ár kom hann ekki út fyrir dyr. Hann gat ekki einu sinni læðzt út til að anda að sér frisku lofti á næturnar, því hann haföi fengið slæmt fótarmein. Með árunum versnaði meinið, og Marie reyndi að bera á það vitamináburö. I tuttugu ár steig læknir ekki fæti inn fyrir dyr á heimilinu og allan þennan tima bar Marie matinn inn i klefann til Auguste. Klefinn var tæpir tiu fermetrar og þar inni var rúm, pappakassar, koddi og teppi. Stöku sinnum fór Marie út og keypti tóbak handa Auguste. Verzlunarmaðurinn undraðist þetta, þvi hann vissi, að hvorug mæðgnanna reykti. Auguste var ekki algjörlega einangraður frá umheiminum þessi 20 ár. Hann las blöð öðru hvoru og gat fylgzt með þvi sem geröist i heiminum, án þess þó að skilja það til fulls. Þegar einn æskufélagi hans tðk i hönd hans eftir 20 ár, spurði Auguste: — Hefur þú séð tunglið i sjónvarpinu? Nú, þegar allt þetta er liðin tið, ræöa Marie og Auguste aðeins um eitt mál — þau vilja giftast. Það eru þeirra laun fyrir 20 ára einangrun. Ást þeirra hefur þurft að þola mikið, en hún hefur haldið og þegar Auguste kemur af sjúkrahúsinu liklega núna i byrjun febrúar, munu þau ganga hönd i hönd til ráðhússins og ganga i hjónaband. SB. Þegar sannleikurinn kom loks í ljós, leyfðu þau hjónaleysin Auguste og Marie blaöamanni að taka þessa mynd af sér inni i klefanum, þar sem Auguste bjó í 20 ár. MARGT GAMALT FÓLK HREINLEGA FRÝS í HEL Þúsu ndir roskinna manna búa við allt of mikinn kulda. Það er öruggt, að margt eldra fólk hreinlega frýs i hel á hverjum vetri. Orsök þessa er m.a. sú,að gamalt fólk hefur ekki eins næma til- finningu fyrir kulda og hita og þeir.sem yngri eru. Fyrir bragðið getur líkamshiti hinna öldnu fallið svo langt niður, að minnstu áföll geta haft í för með sér stórhættuleg áhrif fyrir heilsuna. Fyrstu ein- kenni þess eru ruglun og taugaveiklun, ásamt minnisleysi, — bæði tauga- kerfið og blóðrásin verða fyrir áhrifum. Enda þótt uppgefin dánarorsök á vottorði sé e.t.v. hjarta- bilun, getur vel átt sér stað, að aðalorsökin sé sú, að hinn látni hafi átt við allt of mikinn kulda að búa. Rannsókn, sem nýlega var gerö i Englandi,sýndi fram á, aö þriðji hluti þeirra, sem komnir eru yfir sjötugt. hefur likamshita, sem setur þá i flokk þeirra, sem i hættu eru. Jafnframt kom það fram við rannsóknina, að fólkiö með lága likamshitann bjó undan tekningarlaust i ibúðum, þar sem meðalhitinn er lægri en 16 gráður, en hæfilegt hitastig i húsum er talið vera 18,3 stig. 1 Danmörku er talið.að um 900 gamlingjar séu lagöir inn á sjúkrahús i köldum árum, vegna þess, að likamshitinn hafi lækkað um of. I brezku rannsókninni, sem áður er getið, var daglega mældur hiti i munni 72 gamalla manna og kvenna, sem fengu mat hjá gamalmennahjálpinni i Portsmouth á hverjum degi. Þar var munnhitastig undir 35,5 gráðum taliö lágt. Útkoman varð sú, að einn maður hafði lægra hitastig en 35 gráður, 7 voru með 35gráður og 22 i viöbót með lægra hitastig I munni en 35,5 stig. Það er að segja, að mun meira en þriðjungur haföi likamshitastig, sem var lægra en lægstu örugg mörk. Tveir af þeim, sem at- hugaöir voru, voru þvi i virkilegri hættu. Enginn af þessu gamla og kalda fólki taldisig finna til óþæginda, eöa gerði sér grein fyrir, að þaö byggi i sérstaklega köldu húsi. Ekkert þeirra gat munað til, að þaö heföi nokkru sinni skolfið af kulda, sem eru eðlileg viðbrögð manns, þegar likamshiti hans lækkar um of. Ekkert þeirra var heldur sérstaklega hlýlega klætt. I Danmörku deyja 6-700 fleiri menn i hverjum vetrarmánuði en i sumarmánuði,og segir það sina sögu. Samkvæmt niðurstöðum þessum, og öörum heimildum og rannsóknum, er ekki talinn nokkur vafi á, að kuldi sé gömlu fólki miklu hættulegri en þeim, sem yngri eru. Erl. Uppsetning reikninga Reykjavíkur borgar eru vægast sagt villandi ,,í frumvarpi að fjárhagsáætlun fyrir Reykjavik- urborg 1973 eru tekjur borgarsjóðs taldar 2.572.130 þúsund i yfirliti. Tekjur borgarsjóðs eru þó i raun og veru hundruðum milljóna hærri, þar eð ýmsar tekj- ur, bæði bein skattheimta meðal borgaranna og framlag rikissjóðs til ýmissa liða, koma til frádrátt- ar i undirliðum. Með rekstrarkostnaði eru taldar framkvæmdir, er nema hundruðum milljóna við nýbyggingu i gatna- og holræsagerð. Á eigna- breytingareikning er færður fjárhagsstuðningur borgarsjóðs við ýmis fyrirtæki, svo sem Strætis- vagna Reykjavikur, Bæjarútgerð o.fl. Það er að segja fé, sem raunverulega tapast i rekstri. I frum- varpinu er engin fjárhagsáætlun fyrir Bæjarútgerð Reykjavikur og Innkaupastofnun Reykjavikur- borgar. Borgarsjórn telur þvi nauðsynlegt, að upp- byggingu fjárhagsáætl verði breytt á þennan veg: 1. Að i yfirliti yfir tekjur borgarsjóðs komi allar tekjur fram. 2. Að framkvæmdafé við gatna- og holræsagerð verði fært á eignabreytingareikning. 3. Að það fé, er borgarsjóður leggur borgarfyrir- tækjum vegna rekstrarhalla, verði fært sem rekstrarkostnaður, þegar engin von er um endur- greiðslu. 4. Að inn i fjárhagsáætlun komi áætlun fyrir B.ú.R. og I.R.”. Þetta er ein þeirra tillagna, sem andstööuflokkar Sjálfstæðis- flokksins í borgarstjórn Reykja- vfkur fluttu við afgreiðslu fjár- hagsáætlunar borgarinnar fyrir árið 1973. Guðmundur G. Þórarinsson, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins, mælti fyr- ir þessari tillögu og sagöi þá m.a.: „Þaö er auðvitað Ijóst, aö fjár- hagsáætlun má byggja upp bók- haldslega á marga vegu, og vissulega kann menn að greina á um, hvaða aöferð gefi mönnum bezta yfirlit yfir þær tölur, sem um er að ræða, 'hvaöa aðferð sé einföldust og fljótvirkust til þess að fá úr þvi skorið, hverjar séu raunverulegar niðurstöðutölur fjárhagsáætlunar. Mér hefur alltaf þótt gott að lita á yfirlit i fjárhagsáætlun, skoða fjárfram- löe til einstakra framkvæmda, rannsaka hvaö tekjur eru miklar af yfirliti og reyna að glöggva mig þannig i fljótu bragði á, hvernig staða fjárhagsáætlunar- innar sé. Hins vegar þegar litið er á þá fjárhagsáætlun, sem hér liggur fyrir, og ég hygg eldri fjár- hagsáætlanir Reykjavikurborg- ar, þá kemur i ijós, að þó aö tekj- ur séu sér taldar um 2572 millj. kr. tekjur borgarsjóösins sjálfs, þá tel ég það ekki nándar nærri segja alla söguna. Þegar farið er aö fletta f járhagsáætluninni sjálfri, kemur i ljós, að i hinum ýmsu undirliðum koma fram tekjur, sem vissul. eru ýmislegs eðlis, sumar þessar tekjur eru beinar skattheimtur á borgarbú- ann, aðrar eru framlag rikissjóðs og þannig fram eftir götum. Hverjar eru heildartekjur Reykjavfkurborgar? Það kann að vera, að sumum þyki þaö eðlilegra aö brjóta liðina niður og reyna að taka niður- stöðutölur einstakra liða fyrir i yfirliti, i stað þess að taka heildartölur inn í. Það kann að vera, að menn greini á um, á hvern hátt menn fái bezt yfirlit yfir hina einstöku liði og fjár- hagsáætlunina i heild. Hins vegar er það samdóma álit okkar full- trúa minnihlutaflokkanna eftir nokkuð mikla athugun á þessari fjárhagsáætlun, að flytja hér ályktunartillögu, um að uppbygg- ingu f járhagsáætlunarinnar verði breytt á þann veg, að i yfirliti sé unnt að sjá, hverjar séu heildar- tekjur Reykjavikurborgar, en menn þurfi ekki aö fara inn i alla undirliði til að athuga, hvað sé á feröinni, o|' sjáist þá e.t.v. yfir sumt og komi ekki út með réttar tölur um, hverjar niöurstöður séu endanlegar. Ég vil sérstaklega nefna i þessu sambandi, en ég hygg, að hér sé ekki um nein ný atriði að ræða, — þetta hefur vafalaust verið rætt oft áður, — að á undirliðnum gatnagerð, kemur tekjuliður upp i 94 millj. sem eingöngu kemur til frádrátt- ar i undirliðnum gatnagerö sjálf- um, og i yfirl. kemur fram, að fjármagn til gatnageröar sé 502 millj. 600 þús. Villandi uppsetning reikninga 1 fljótu bragði slær þetta mann þannig, að gatnagerðarfram- kvæmdir séu 502 millj. og 600 þús., þó að hér sé raunverulega átt við, að borgarsjóður sem slik- ur verji rúml. 500 millj. til gatna- gerðar. Ef undirliðurinn er athugaður, kemur fram, að auk þess er varið tekjum tæpum 100 millj. til gatnagerðar, sem koma til frádráttar i undir- lið. Þannig koma fleiri liðir, ég vil nefna lið upp á nærri 18 millj. eins og leigutejijur borgarinnar. Það kann vissulega að vera lika, að menn greini á um það, hvort rétt sé að taka rekstrarkostnaö við eignir borgarinnar og draga leigutekjurnar frá, þær séu, sem sagt, faldar inni i einstökum liö- um, en komi ekki fram i yfirliti um tekjur borgarinnar. Þarna má nefna stöðumælasjóð, sem er á vissan hátt bein skattheimta á borgap,búum upp á nærri 3 millj., sem hvergi kemur fram i tekjuyf- irliti, heldur eingöngu i undirlið. Þannig safnast saman liðir, sem skipta hundruðum milljóna, ef framlög rikissjóös eru tekin með. Hver er tilgangurinn? Fjármagn upp á hundruð milljóna til nýbygginga i gatna- og holræsagerö er fært sem rekstrarfé. Það kann vissulega áð vera, að menn greini á um, hvað sé hentugast i þessu sambandi, og hvað gefi bezt yfirlit yfir fram- kvæmdir borgarinnar. Með þessu má segja, að götur og holræsi séu afskrifuð jafnóðum og fram- kvæmt er. En það er mitt álit og okkar borgarfulltrúa vinstri flokkanna, að hentugra sé að færa þetta beint á eignareikning, eignabreytingareikning, þannig að menn sjái i einu lagi, hversu miklu fé sé varið til fram- kvæmda. Það er óneitanlega dálitið svigrúm, sem borgar- stjórn gefst með þvi að færa veru- legt framkvæmdafé á rekstrar- reikning. Það gefur manni e.t.v. tilefni til að hugleiða þann möguleika, ef deilur eru miklar um rekstrar- kostnað borgarinnar og ef hann eykst verulega milli ára hvort unnt sé að halda rekstrargjalda- prósentunni i skefjum með þvi að færa til á framkvæmdaliðum, eins og gatnagerð. Alla vega sýn- ist mér, að þarna séu óskyldir lið- ir færðir saman. Skrifstofu- kostnaður annars vegar og fram- kvæmdir við gatnagerð hins veg- ar. Þriðji liður þessarar tillögu hefur komið hér til umræðu áður i borgarstjórn. Mig rekur minni til að hann hafi verið nokkuð ræddur við reikningana 1970, þ.e.a.s., að verulegar fjárhæðir þá i fjár- hagsáætlun og reikningi borgar- innar, — verulegar fjárhæöir, sem fara beinlinis i rekstrar- kostnað — eru færðar á eigna- breytingareikning, — færðar til eignaaukningar, Þegar rekstrarhalli verður að eignaaukningu Hér hefur sérstaklega veriö nefnt fé, sem varið er til Strætis- vagna Reykjavikur, og mér sýn- ist, að nú, skv. brtt. meirihlutans, muni nema um 60 millj. kr., sem eingöngu er varið til að greiöa rekstrarhalla strætisvagnanna. Þessar 60 millj. eru siðan færðar á eignabreytingareikning, og i reikningi siðar kemur siðan fram, að strætisvagnar skuldi borgarsj þetta fé, og mun þeim þá væntanl. ætlað" að greiða það siðar, enda er þeim áætlað fyrir vöxtum af þessu fé svipað og Fram- kvæmdasjóði. Það fjárframlag borgarsjóðs til Framkvæmda- sjóðs er að hluta fé, sem fer i rekstrartap hjá bæjarútgerðinni, og óneitanlega litur það broslega út, þegar litiö er á, aö Bæjarút- gerðin skuldar borgarsjóöi um 100 millj. kr. og þar sem Sagt frá tillögu andstöðuflokka íhaldsins í borgarstjórn Reykjavíkur og breyttri uppsetningu reikninga borgarinnar og framsöguræðu Guðmundar G. Þórarinssonar, borgarfulltrúa Framsóknarflokksins, fyrir tillögunni Framkvæmdasjóður hefur ekkert fé hvorki til að greiða skuldina eða vextina, þá áætlar borgar- sjóður sérstaklega 10 millj. kr. fjárframlagi til Framkvæmda- sjóðs, sem að Framkvæmdasjóð- ur greiðir siðan borgarsjóði i vexti. Og þannig koma raunar fleiri liðir fram, og mætti framlag til Laugardalshallar, sem að hluta er rekstrarhalli, sem færður er sem eignaaukning hjá borgarsjóði. Nú kann það vissu- lega að verða umræðuefni, og það getur verið að menn meti það dáliti sinn á hvern veg, hvort að einhver þessara fyrirtækja muni siðar meira hafa möguleika á að greiða þeta fé til baka. Þó hygg ég, að flestir munu þeirrar skoðunar, að þær 60 millj. sem varið er til Strætisvagna Reykjavikur, séu algjörlega glataðar i rekstrarhalla og muni ekki koma til baka, það má þá mikið breytast með rekstur strætisvagnanna, ef þeir verða færir um að greiða þessar 60 millj. til baka ásamt öðru. Það sem gerir þetta kannske ennþá óskýrara i framkvæmd, er, þegar kemur til færslu i reikningum sjálfum, þá nýtir borgarstjórn þessa eignaaukningu sina á þann veg, að eignaaukning hefur orðið veruleg hjá borgarsjóði, það fé sem tapazt hefur i rekstri hingað og þangað úti i kerfinu, það er fært sem eignaaukning og ekki bara það, heldur er það fært i reikningum sem veltufjármunir. Það er fært sem fé, sem unnt er að ná inn i reksturinn aftur innan eins árs. Að gera rekstrarfjár- stöðuna hagstæðari? Og þar er það siöan notað, sem aukning á veltufjármunum, til þess að reikna út hagstæðari greiðslustöðu heldur en borgar- sjóöur raunverulega stendur und- ir. Greiðslustaðan i skýrslum endurskoðanda, hefur verið skil- greind, sem hlutfallið milli veltu- fjármuna, sem eru þá fjármunir sem unnt er aö ná inn i reksturinn á einu ári, og neðan við brota- strikið standa þá lán til skamms Guðmundur G. Þórarinsson. tima, eöa lán sem þarf að greiða innan árs. Með þessu móti fær borgarsjóður tiltölulega hag- stæða greiðslustööu, sem þó hefur ekki verið allt of góö undanfarin ár. Ég hef einhvern tima gert þaö að gamni minu hér i borgarstjórn að búa til dálitla sögu, til þess að skýra þaö, hvernig þetta i raun- inni kemur út, og hvað væri unnt að eera i einkarekstri, eða rekstri minni fyrirtækja, meö að færa á sama hátt og borgarsjóður leyf- ir sér að gera. T.a.m. gæti verktaki, sem ræki eigiö fyr- irtæki, tekið upp á þvi að færa hliöarreikninga fyrir einstök tæki sin og færa i rauninni allan rekstrarhalla á kannske eitt eöa tvö tæki. Verktaki, sem ræki sitt fyrirt. meö nokkrar vinnuvélar, gæti tekið upp á þvi að færa hliöarreikninga fyrir ákveðna jarðýtu, færa siöan verulegan rekstrarhalla fyrirtækisins á jaröýtuna. Fyrirtækið lánaöi jarðýtunni það fé, sem glatast i rekstrinum og það er fært sem eignaaukning á reikningum fyrir- tækisins sjálfs. Fyrirtækið kæmi siðan út meö glettilega góða greiðslustöðu, svipaða og borgar- sjóður gerir hér, vegna 50 millj. hjá einni jaröýtu og færði þaö, eins og borgarsjóður leyföi sér að gera með rekstrartap strætis- vagnanna, þannig aö unnt væri að ná þvi inn i reksturinn innan eins árs. Þetta gerði það aö verkum að reikningar fyrirtækisins væru gjörsamlega villandi. Það kæmi út meö mikla eignaukningu, eign- ir upp á tugi millj., mjög góða greiðslustöðu og siöan þyrfti að fara ofan i hliðarreikningana til aö finna það út, að ein jarðýta væri gjörsamlega á höfðinu og hefði tapað öllu þessu fé og miklu meira heldur en kannske fyrir- tækiö ætti, ef gert væri upp, og auövitaö hefði hún ekki nokkra möguleika á að greiöa tugi millj. Frh. á bls. 15

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.