Tíminn - 24.01.1973, Blaðsíða 17

Tíminn - 24.01.1973, Blaðsíða 17
Miðvikudagur 24. janúar 1973 TÍMINN 17 Umsjón: fllfreð Þorsteinsson Jóhannes Sæmundsson: Frjálsíþróttaþjálfun Islandsmót í innan- húss-knattspyrnu 1973 - mótið fer fram í Laugardalshöllinni um páskana Islandsmótið í innanhúss- knattspymu verður háð í íþróttahöllinni í Laugardal, um næstkomandi páska. Keppt verður að venju í karla og kvennaflokki. Nú- verandi islandsmeistarar i innanhússknattspyrnu karla, er KR og I kvenna- flokki Akranes. TUkynningarfrestur þeirra liða, sem hafa hug á að taka þátt i mótinu, er til 15. marz, n.k. og verður tilkynningin ekki tekin gild, ef þátttökugjald fylgir ekki, en það er kr. 300. — pr. ílokk. Beztu heimsafrekin í frjálsum íþróttum 1972: Hver gleymir kæti Akii-Bua í Munchen! Aukaleikurinn - Keflvíkingar og Akurnesingar mætast laugardaginn 17. febrúar á Melavellinum Nú er búið að ákveða að auka- leikur um 3. sætiö i 1. deild 1972 miili ÍBK og tA, fari fram 17. febrúar n.k. kl. 15.00 á Melavell- inum I Reykjavik. Það lið sem sigrar i leiknum, vinnur sér þar með rétt til að leika I borgar- keppni i Evrúpu — UEFA CUP keppninni i sumar. Ef jafntefli verður eftir lög- ákveöinn leiktlma, skal fram- lengja leiknum i 30min. — 15 min. hvor hálfleikur og 5 min. leikhlé i framlengingunni. Fáist ekki úr- slit i framlengingunni — skal boða til nýs leiks með minnst 48 stunda fyrirvara milli félaganna og keppt þannig unz úrslit fást. Það lið, sem ber sigur úr být- um, hefur þar með unnið sér rétt til þátttöku i Meistarakeppni KSI og UEFA CUP keppninni I ár. Þegar litið er á grinda- hlaup og hindrunarhlaup er enginn vafi á þvi, að Ugandamaðurinn Akii-Bua er þar efstur á blaði. Hann var jafnframt glaðasti sigurvegarinn i Munchen og gieði hans var sönn og fölskvalaus. Heimsmet Akii-Bua í 400 m grinda- hlaupi, 47,8 sek. er eitt ótrúlegasta heimsmet allra tima, nema ef vera skyldi langstökksmet Beamons, 8,90 m. Svíinn Garderud eignaðist heimsmetið í 3000 m hindrunarhlaupi, 8:20,8 mín. ánægjulegt og gott af- rek. 110 m grindahlaup sek. Milburn, USA 13,2 Casanas, Kúbu, 13,3 Drut, Frakkland, 13,3 Hill, USA, 13,3 Siebeck, A-Þýzkaland, 13,3 Wodzynski, Púlland, Galant, Púlland, Davenport, USA, Wilson, USA, 400 m grindahiaup: Akii-Bua, Uganda, Mann, USA, Hemery, Bretlandi, Bruggemann.USA, Seymour, USA Koskei, Kenya, Collins, USA, Gavrilenko, USSR, Biittner, V-Þýzkalandi, Knoke, Astraliu, Svatjenko, USSR, 3000 m hindrunarhiaup: Garderud, Sviþjóð, Kantanen, Finnlandi, Malinowski, Póllandi, Keino, Kenya, Maranda, Póllandi, Biwott, Kenya, Moravick, Tékk. Jipcho, Kenya, Zhelev, Búlgariu, Páivá'rinta, Finnlandi, Buchheit, Frakklandi, 13,4 13,4 13,4 13.4 sek. 47,8 48.4 48.5 48.6 48,6 49,0 49.1 49.2 39.2 49.3 49,3 min. 8:20,8 8:21,0 8:22,2 8:23,6 8:23,6 8:23,8 8:23,8 8:24,6 8:25,4 8:25,4 8:25,4 — tveir leikir verða í Islandsmótinu í handknattleik í kvöld, þá mætast Valur og Haukar og Víkingur og KF! I kvöld fara fram tveir leikir í 1. deild Islands- mótsins i handknattleik. Þá verður leikinn síðasti leik- urinn í fyrri umferð móts- ins og fyrsti leikurinn í síð- ari umferðinni. Leikið verðurí Laugardalshöllinni og hefst fyrri leikurinn kl. 20.30, en þá mætast Valur og Haukar, síðan leika Víkingur og KR — leikur liöanna er fyrsti leikurinn í síðari umf. Leikur Vals og Hauka er mjög þýðingarmikill fyrir bæði liðin. Valur er i toppbaráttunni og ef liðið vinnur I kvöld, þá er liðið komið I annað sæti, eftir fyrri um- ferðina, með 10 stig, eða einu stigi á eftir FH. Haukar eru I fallbar- áttunni ásamt KR,liðið verður að vinna i kvöld, til að verða með jafn mörk stig og Armann, sem hefur hlotið fimm stig. Þá er leikur Vikings og KR einnig þýðingarmikill. KR-liðið verður að fara að vinna leik, til að eiga möguleika á að halda 1. deildarsæti sinu. Vikingsliðið er með I baráttunni um toppinn, ef liöið vinnur I kvöld, þá hefur það tekiö forustu i deildinni. Leik- menn liðsins eru ákveönir að vera með i baráttunni, má þvi búast viö miklum baráttu leik, þegar liðin mætast, þvi aö hann getur skorið úr um það, hvort KR falli i ár, eða hvort Vlkingur verði Is- landsmeistari. Sem sagt, tveir spennandi leikir i kvöld I Laugardalshöllinni. Atvinna og íþróttaþjálfun Það liggur i hlutarins eðli, að taka verður tillit til at- vinnu, þ.e.a.s. likamlegs- og andlegs álags i vinnu, þegar menn æfa iþróttir. Sá, sem vinnur erfiðisvinnu, verður að æfa nokkuð öðruvisi en kyrr- setumaðurinn. Það er þvi aug- ljóst, að ógerlegt er að gefa eina ákveðna forskrift fyrir þvi, hvernig hver og einn eigi að æfa. Þegar það er samt reynt, verða menn að hafa það hugfast, að æfingaseðlarnir eru aðeins tillögur um það, hvernig haga megi æfingum, en enginn endanleg formúla. Orkueyðsla i vinnu og á æfingu á ekki að vera meiri en svo, að menn eigi auðvelt með að vinna og æfa næsta dag á eftir. Að sjálfsögðu koma fyrir dagar, að menn eru illa fyrirkallaðir vegna mikils vinnu- og/eða æfingaálags,og er það i sjálfu sér ekki hættulegt. En ef þreyta gerir vart við sig marga daga i röð, svo og slen og slappleiki, ætti að fara varlegar. Orsakir þreytunnar geta verið marg- ar, svo sem ónógur svefn, blóðleysi, fjörefnaskortur, eða sem oft er, of mikið álag eða „stress” á likamann. Til þess að forðast það, en „stress” að vissu marki er nauðsynlegt, er aðeins eitt til varnar, en það er hvild.Smátt og smátt þarf svo að venja likamann við aukið álag þ.e.a.s. að æfa markvisst og skynsamlega stig af stigi. Þeir, sem æfa langhlaup, verða einnig að taka tillit til aldurs og þroska. Það er t.d. almennt ekki talið ráðlegt að hefja keppni af alvöru á lengri vegalengdum (1500 m og lengra) fyrr en 20 ára að aldri og að lokinni 2-5 ára mark- vissri undirbúningsþjálfun. Það ber þó ekki að skilja þaö þannig, að unglingar megi ekki hlaupa langar vegalengd- ir á æfingum við og við, sé þess gætt að álagið , þ.e.a.s. hraðinn i hlaupinu, sé ekki of mikill. J. Sæni. Hér á myndinni sést Agúst ögmundsson vippa knettinum yfir Hjalta Einarsson, í leik Vals og FH um daginn. I kvöld ieikur Valur gegn Ilaukum. (Tímamynd Rúbert) TAKA REYKJAVIKUR- MEISTARARNIR F0R- USTUNA í 1. DEILD?

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.