Tíminn - 02.02.1973, Blaðsíða 7

Tíminn - 02.02.1973, Blaðsíða 7
Föstudagur 2. febrúar 1973 TÍMINN 7 VIÐ GETUM TREYST A SAMNORRÆNA HJALP A Alþingi s.l. þriðjudag var les- ið upp simskeyti frá fjórum nor- rænum þingmönnum er sitja á ráðstefnu i Helsingfors, þar sem þeir segjast munu vinna að þvi á þjóðþingum sinum og við rikis- stjórnir sinar, að veitt verði nor- ræn aðstoð til íslands vegna áfall- anna i Vestmannaeyjum. Þetta var að sjálfsögðu þakkað af okkar hálfu, svo sem rétt og skylt var. I tilefni þessa þykir mér rétt að láta koma fram, að fleiri norræn- ir þingmenn hafa unnið að sama marki og voru fyrr á ferðinni. Þetta eru þeir þingmenn, er skipa forsætisnefnd Norðurlandaráðs, sem eru miklir áhrifamenn i stjórnmálum landa sinna. I stuttu máli er sú saga þannig: Mánu- daginn 22. janúar var haldinn fundur i forsætisnefndinni i Kaup- mannahöfn. Morguninn eftir heyrði ég i danska útvarpinu frá- sögn af gosinu i Vestmannaeyj- um. Nokkru siðar hitti ég Emil Vindsetmó, skrifstofustjóra i for- sætisnefndinni, og skýrði honum frá atburðunum i Vestmannaeyj- um. Daginn eftir heimkomuna barst mér skeyti frá Jóhannesi Antonssyni, sænska fulltrúanum i forsætisnefndinni, þar sem hann lýsir hryggð sinni yfir atburðun- um i Vestmannaeyjum og skýrir frá þvi, að hann hafi i umboði flokks sins, Miðflokksins, hvatt sænsku rikisstjórnina til þess að aðstoða íslendinga i þessum mikla vanda. Hann sagðist enn- fremur hafa sent samnefndar- mönnum sinum i forsætisnefnd- inni i Danmörku, Noregi, og Finnlandi tilmæli um, að þeir ynnu að þvi við rikisstjórnir sin- ar, að þær veittu aðstoð til Islands vegna þessa mikla áfalls. Ég skýrði forsætisráðherra, Ólafi Jó- hannessyni, þegar frá þessu og aðrir ráðherrar, svo og ráðs- meðlimir i íslandsdeild Norður- landaráðs, fengu ljósrit af skeyti þessu. Fimmtudaginn siðasta hringdi ég svo i Jóhannes Antons- son, bæði til þess að þakka frum- kvæði hans og grennslast fyrir um undirtektir. Kvað hann undir- tektir hafa verið góðar og hefðu þeir, Olof Palme og hann, einmitt verið að ræða i hvaða formi að- stoðin væri heppilegust og talaði þá m.a. um tilbúin hús. Hann hafði lika fréttir af góðum undir- tektum i Noregi, Danmörku og Finnlandi. Ég tel rétt að þetta komi fram, nú þegar öruggt má telja, að samnorræn aðstoð berist hingað. Þeir ágætu menn, er forsætis- nefndin skipa eru: Jóhannes Antonsson, varaform. sænska Miðflokksins, Ib. Stétter, forystu- maður i danska lhaldsflokknum, V.J. Sukselainen, fyrrv. forsætis- ráðherra og þingmaður finnska Miðflokksins og Helge Seip for- maður nýja Vinstriflokksins i Noregi. Alþingi 31. janúar 1973. Jón Skaftason Menntamálaráðuneytið, 30. janúar 1973. Styrkir til námsdvalar á Ítalíu ítölsk stjórnvöld bjóða fram nokkra styrki handa Islendingum til námsdval- ar á ítaliu á háskólaárinu 1973-74. Styrkirnir eru öðru fremur ætlaðir til náms í italskri tungu, en itölskunámskeið fyrir útlendinga eru árlega haldin við ýmsa háskóla á Italiu. Kemur mismunandi löng námsdvöl til greina til styrkveitingar, en nota þarf styrkina á timabilinu 1. nóvember 1973 — 31. októ- ber 1974. Styrkfjárhæðin nemur 110 þúsund lirum á mánuði. Umsóknum um styrki þessa skal komið til mennta- málaráðuneytisins, Hverfisgötu 6, Reykjavik, fyrir 25. febrúar n.k. 1 umsókn skal m.a. greina fyrirhugaða námsstofnun og áætlaða lengd námsdvalar. — Umsóknareyðublöð fást i ráðuneytinu. VÉLADEILD SAAABANDSINS LOKAR á laugardögum Hér með tilkynnist heiðruðum viðskiptavinum vorum, að verzlanir vorar að ÁRMULA 3 verða lokaðar á LAUGARDÖGUAA frá og með 1. febrúar Einnig verður Vuxhall/Bedford varahlutaverzlunin að BÍLDHÖFÐA 8 lokuð á laugardögum. $ Samband íslenzkra samvinnufélaga VÉLADEILD Ármúla 3 Reykjavik simi 38900 Nú er Áður flaug bugurinn og farfuglarnir. Nú fljúgum við. Suður — í sól og hvjld. Þangað sem hugurinn leitar í skammdeglnurf leiri og fleiri átta stg-'áTh've einstök tækifæri bjóðast nú til að njóta sumarblíðúrhressifigar og skemmtunar meðan veturmn ríkir hér í norðri. Éftir sex tíma þotuflug í hásuðúr erum við komin til Kanaríeyja úti fyrir Afríkuströndum. —,. Vi3 höfum þrjá íslenzká fararstjóra á Gran CanaTía og sex mismunandt avararstaði tíhað velja um í 15 eða 22 daga.- Flogið-eMvisvar í mánuði tif loka aprll mánaðár, verð frá 21.000 krónunvL VETRI FARBANTANIR HJÁ SKRIFSTOFUM~FLUGFÉLAGSINS OG UMBOÐSMÖNNUM,

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.