Tíminn - 02.02.1973, Page 8
TÍMINN
Föstudagur 2. febrúar 1973
ALÞINGI
Ums jón:
Elias Snæland Jónsson
Deilt um innheimtu veg-
gjalds á hraðbrautunum
Þingsályktunartillaga þar um frá sjö þingmönnum til umræðu í gær
Fyrsta umræða um tillögu Vilhjálms Hjálmars-
sonar (F) og sex annarra þingmanna úr stjórnar-
flokkunum um innheimtu veggjalds af hrað-
brautum hófst i sameinuðu alþingi i gær, og voru
skoðanir um réttmæti þess að taka veggjald upp að
nýju mjög skiptar, en sem kunnugt er var veg-
gjaldið fellt niður á siðasta alþingi, og tók sú niður-
felling gildi um siðastliðin áramót.
Vilhjálmur
Hjálmarsson
rakti efni tillög-
unnar, sem
hann flytur á-
samt Karvel
Pálmasyni
(SFV), Helga
F. Seljan (AB)
Steingrimi Her-
mannssyni (F),
Ragnari Arn-
alds (AB), Benóný Arnórssyni
(SFV) og Stefáni Valgeirssyni
(F). 1 tillögunni segir, að Alþingi
álykti ,,að fela samgöngumála-
ráðherra að innheimta, i sam-
ræmi við 95. grein vegalaga nr.
23/1970, sérstakt umferðargjald
af bifreiðum, sem fara um
Reykjanesbraut og Suöurlands-
veg svo og aðrar þær hrað-
brautir, sem lagðar verða með
varanlegu slitlagi, þegar þær
teljast gjaldbærar.”
Vilhjálmur sagði, að tvær
meginástæður væru fyrir þvi, að
þessi tillaga væri flutt. Annars
vegar væri ótviræð og óumdeilan-
leg fjárþörf Vegasjóðs, en hins
vegar, að flutningsmenn teldu
innheimtu veggjalds eðlilegan
gjaldstofn Vegasjóðs.
Um fjárþörfina þyrfti ekki að
fara mörgum orðum. Samkvæmt
vegaáætlun ætti áfram að vinna
að lagningu hraðbrauta, að fram-
kvæmd Austurlandsáætlunar og
Norðurlandsáætlunar, og að
hringvegi um landið. Nauðsyn-
legt væri að tengja hinar ýmsu
byggðir nánar saman með
bættum samgöngum, og eins
þyrfti mjög að bæta sveitavegi.
F'járþörfin væri þvi óumdeilan-
leg, og nýta yrði flesta tiltæka
tekjustofna.
Vilhjálmur benti á, að hér væri
ekki um nýjan tekjustofn að ræða.
Heimild væri i vegalögum allt frá
þvi i desember 1963, og veggjald
hefði verið innheimt á einum vegi
i nokkur ár. Einnig væri viða er-
lendis tiðkað að innheimta slik
gjöld.
Vilhjálmur taldi, að innheimtu
Sjómenn í Alaska
vilja hagnýta sína
fiskistofna sjálfir
„Við hrópum þrefalt húrra
fyrir William A. Egan, rikis-
stjóra Alaska, en hann hefur
hótað að láta fiskimenn frá
Alaska veiða upp allan lax-
stofninn i Bristolflóa og öðrum
veiðisvæðum við Alaska i mót-
mælaskyni við ótakmarkaðar
veiðar Japana á þessum
slóðum. Alþjóðleg nefnd, sem
fjallar um fiskveiðar á
Norður-Kyrrahafi, tekur
engar skýlausar ákvarðanir
um vernd Kyrrahafslaxins,
og á sama tima og fiskimenn i
Alaska og örðum rikjum á
vesturströnd Norður-Ameriku
reyna að koma i veg fyrir rán-
yrkju, veiða Japanir ótak-
markað af laxastofninum og
eru á góðri leið með að gjör-
eyða honum, en enginn hefst
neitt að til verndar
stofninum.”
Þetta segir i leiðara The
Fischermens News, sem gefið
er út af samtökum sjómanna
og utgerðarmanna á vestur-
strönd Norður-Ameriku.
Hótun rikisstjórans er al-
gjört reyðarúrræði, en hvað á
að gera, segir i greininni. Allt
siðan 1966, þegar Alþjóða
Norður-Kyrrahafsfiskveiði-
nefndin opnaði Beringshaf
fyrir japönskum fiskiskipum,
og setti ákveðin skilyrði um
takmörkun veiðanna til
verndar fiskistofnunum, hefur
ekkert verið gert til að
stemma stigu við rányrkjunni
og takmarka veiðar japanska
laxveiðiflotans.
Alríkisyfirvöld hafa i engu
sinnt kvörtunum sjómanna i
Alaska, og verða þeir að horfa
upp á Japanina moka upp
laxinum i Bristolflóa i ótak-
mörkuðum mæli og stofninn
minnkar ár frá ári. Verði ekki
gripið i taumana án tafar, er
ekki annað að sjá en fótunum
verði kippt undan allri lax-
veiði i Alaska og við
strendurnar, sem eru mikil-
vægur þáttur i efnahagsaf-
komu rikisins.
Mikils biturleika gætir i
greininni um afstöðu stjórn-
valda til Japana. Erbentá, að
Bandarikin séu stærsti og
mikilvægasti markaður fyrir
japanskar vörur, og innlend
fyrirtæki fari á mörgum
sviðum halloka i sam-
keppninni við hin japönsku.
En þá taki fyrst i hnúkana
þegar Japanir sæki verð-
mætan lax upp undir strendur
amerisks lands og eyðileggi
lifsafkomu mikilvægs at-
vinnuvegar i Alaska og fleiri
rikjum og selji siðan fullunnar
afurðirnar til Bandarikjanna.
Sjómenn i Alaska segjast
vera orðnir leiðir á sifelldum
visindalegum umræðum um
verndun fiskistofna á Norður-
Kyrrahafi og allskyns sam-
þykktum, sem gerðar eru þar
að lútandi, en Japanir einir
þjóða hafi þær að engu og
haldi áfram rányrkjunni eins
og ekkert hafi i skorizt og hið
eina, sem þeir hafi nokkru
sinni til málanna að leggja, er
aö taka kurteislega og bros-
andi þátt i samdrykkjum fisk-
veiðinefndarinnar og hafa
siðan allar samþykktir hennar
að engu.
Hið eina, sem getur orðið til
bjargar, er að Alaskabúar
taki sjálfir upp forystu i sinum
fiskiveiðimálum og er það vel ^
að rikisstjórinn skuli ganga
fram fyrir skjöldu. 0.0
veggjalds á hraðbrautum, eins og
Reykjanesbraut og Suðurlands-
vegi, væri alls ekki verið að mis-
muna landsmönnum. Aðeins væri
um að ræða, að bifreiðaeigendur
legðu til vegasjóðs brot af þeim
fjárhagslega ávinningi, sem þeir
hafa af þvi að aka hraðbrautir, en
ekki malarvegi. Aðstöðumunur
þeirra bifreiðaeigenda, sem aka
hraðbrautir, og hinna, sem aka
marlarvegina, væri gifurlegur og
veggjald þvi einungis litill hluti af
þeim sparnaði, sem hrað-
brautirnar hafa i för með sér fyrir
bifreiðaeigendur.
Vilhjálmur benti á, að miðað
við það veggj. sem ákveðið var
1965, væru tekjur af þvi áætlaðar
um 30 milljónir á ári. Eðlilegt
væri, að þetta gjald yrði nokkuð
hærra nú, og væri þvi vissulega
um að ræða fjárhæðir, sem máli
skiptu fyrir Vegasjóðinn. Vissu-
lega væru vissir agnúar á fram-
kvæmd innheimtunnar á sumum
brautum, en ekki það alvarlegir,
að þeir ættu að hindra þessa
tekjuöflun.
Ingólfur
Jónsson (S)
mælti gegn til-
lögunni, og
kvaðst vona að
hún kæmi ekki
aftur til um-
ræðu, eftir að
henni yrði visað
til nefndar.
Hann taldi, að
rök flutnings-
manns væru ekki haldgóð, ef þau
væru skoðuð i réttu sljósi. Taldi
hann, að með sliku veggjaldi væri
fyrst og fremst verið að skatt-
leggja þá, sem búa utan Stór-
Reykjavikursvæðisins. Þetta
væri t.d. beinn skattur á bændur á
Suðurlandi, sem þyrftu að flytja
mjólk og aðrar vörur til höfuð-
borgarinnar og reyndar fyrir
menn úr öðrum landshlutum,
eftir að veggjald væri komið á
Vesturlandsveginn.
Hann taldi að þessi skattur væri
alls ekki nauðsynlegur vegna
Vegasjóðs og auk þess óréttlátur,
þvi hann kæmi helzt niður á
þeim, sem mest nota vondu
vegina út um landið.
Jón Skaftason
(F) fagnaði þvi
i upphafi, að
Ingolfur Jóns-
son væri nú
kominn i hóp
þe i r r a , s e m
væri andvigur
veggjaldi. Ekki
hefði hann þó
tekið undir
rök þeirra
þingmanna, sem gegn þessu
gjaldi börðust er Ingólfur var i
sæti samgönguráðherra, en
batnandi mönnum væri bezt að
lifa.
Jón minnti á það, að þeir sem
stæðu undir kostnaði við vega-
framkvæmdir, væru bifreiða-
eigendur i landinu, — þeir sem
kaupa og reka bifreiðar.
Siðan rakti hann ýmsa út-
reikninga, sem Félag isl.
bifreiðaeigenda hefði látið gera,
en þar kom m.a. fram eftirfar-
andi.
Bifreiðaeign landsmanna i árs-
byrjun 1972 var samtals 52.489
bifreiðar. Þar af voru i Reykja-
vik, Reykjaneskjördæmi, Arnes-
og Rangárvallasýslum 35.285
bifreiðar, eða 67,2% af bifreiða-
eign landsmanna. Þetta sýndi að
Jóns Pálmasonar
við upphaf þings
i upphafi fundar i Sameinuðu
Aiþingi i gær minntist Eysteinn
Jónsson, forseti sameinaös þings,
Jóns Pálmasonar, fyrrverandi al-
þingismanns, en hann andaðist i
gærmorgun.
Við þetta tækifæri sagði Ey-
steinn:
Jón Pálmason fyrrverandi al-
þingismaður og alþingisforseti
andaðist i morgun i héraðshælinu
á Blönduósi, 84 ára að aldri. Hann
var fæddur 28. nóv. 1888 á Ytri-
Löngumýri i Svinavatnshreppi i
Austur-Húnavatnssýslu. Foreldr-
ar hans voru Pálmi bóndi þar
Jónsson alþingismanns og bónda i
Stóradal Pálmasonar og kona
hans, Ingibjörg Eggertsdóttir
bónda á Skefilsstöðum á Skaga
Þorvaldssonar. Hann lauk prófi i
bændaskólanum á Hólum vorið
1909. Bóndi á Ytri-Löngumýri var
hann 1913-1915 og 1917-1923 á
Mörk á Bólstaðarhliðarhreppi
1915-1917 og á Akri i Torfalækjar-
hreppi 1923-1963. Hann var kjör-
inn alþingismaður Austur-Hún-
vetninga árið 1933 og átti siðan
sæti á Alþingi samfleytt til vors
1959. Eftir það átti hann nokkrum
sinnum sæti á Alþingi sem
varaþingmaður á árunum 1960-
1963, sat á 36 þingum alls. Hann
var forseti sameinaðs Alþingis
1945-1949 og aftur 1950-1953.
Landbúnaðarráðherra var hann
frá 6. desember 1949 til 14. marz
1950. Yfirskoðunarmaður rikis-
reikninga var hann 1937-1964. 1
nýbýlastjórn átti hann sæti 1940
1970 og var lengi formaður henn-
ar. Hann var i bankaráði Lands-
Jón Pálmason.
banka Islands 1953-1956 og i
bankaráði Búnaðarbanka Islands
1956-1968 og var formaður þess
frá 1961. Auk þeirra starfa, sem
hér hafa verið talin, gegndi Jón
Pálmason ýmsum trúnaðarstörf-
um heima i héraði. Siðustu æviár-
mikill meirihluti bifreiðaeigenda
væri búsettur i nánd viö Reykja-
nesbraut og Suðurlandsveg.
Lengd þjóðvega árið 1971 var
samtals 8.284 kffómetrar, en þar
af voru hraðbrautir aðeins 206
kílómetrar og falla Reykjanes-
braut og Suðurlandsvegur þar
undir. Rannsóknir i Bretlandi,
sýndu, aö rekstrarkostnaöur bif-
reiða, sem aka á malbikuðum
vegi, er um helmingi minni en
hinna, sem aka á malarvegum.
Það væri þvi augljóslega af þvi
mikill þjóðhagslegur sparnaður,
að gera sem flesta vegi i landinu
sem bezt úr garði — það myndi
spara þjóðarbúinu hundruð
milljóna á ári. Jón benti á, að á
árunum 1961-1973 hefði innan viö
helmingur af þeim heildar-
sköttum, sem bifreiðaeigendur
heföu orðið að greiða vegna
kaupa og reksturs bifreiða, farið
til vegamálanna öll árin nema tvö
— þ.e. 1968 og 1969, þegar rúmur
helmingur fór i vegagerð.
Jón sagði, að þegar tekið væri
tillit til þessara þriggja meginat-
riða, — að bifreiðaeigendur
sjálfir standa undir kostnaði við
vegagerðina, að 67,2% bifreiða-
eigenda búa á því svæði, þar sem
hraðbrautaruppbyggingin hefur
verið undanfarið, og að yfirleitt
hefur tæpur helmingur
innheimtra skatta af umferðinni
farið til vegamála, hlytu allir,
sem lita vildu af sanngirni á þetta
mál að sjá að bifreiðaeigendur á
þessu svæði hefðu þegar greitt
sinn hluta og fyllilega það af
vegagerðarkostnaði i landinu.
Þess bæri einnig að geta, að
ekki væri hægt að leggja slikt
veggjald á alla sambærilega vegi
i landinu, vegna þess, að þegar
væru til þeir vegaspottar, sem
jafn vel væru úr garði gerðir og
umræddar hraðbrautir, en þar
sem umferð væri svo litil, að inn-
heimta veggjalds væri ekki talin
svara kostnaði. Með veggjaldi á
sumum vegum, en ekki á öðrum
sambærilegum, þ.e. að þeir, sem
búa við sambærilegar aðstæður,
beri sömu gjöld.
Jón lagði að lokum áherzlu á,
að engin sérstök rök væru fyrir
þvi, að taka veggjaldið upp að
nýju, og væri þvi réttast, að
þessari tillögu yrði visað frá.
Umræðunni var siðan frestað,
og voru nokkrir á mælendaskrá.
minnzt
í gær
in naut hann rólegrar elli ýmist
hér i Reykjavik eða noröur á
Akri, en átti við mikla vanheilsu
að striða siðustu mánuðina.
Jón Pálmason ólst upp við
landbúnaðarstörf á heimili for-
eldra sinna og var siðan bóndi
lengst af. Hann var ötull
ræktunarmaður lands og bústofns
og framkvæmdamaður um bygg-
ingar á jörð þeirri, sem hann sat
lengst af. En hann var jafnframt
áhugasamur um héraðsmál og
landsmál, og á fimmtugsaldri var
hann kjörinn til setu á Alþingi og
átti lengi að fagna öruggu fylgi
kjósenda. Hann var athafnasam-
ur við þingstörf, lét sig mest
skipta landbúnaðar-, samgöngu-
og fjármál og átti frumkvæöi að
ýmsum nýmælum i löggjöf um
þau efni.
Jón Pálmason var áhugamikill
og sókndjarfur i baráttu fyrir
framgangi áhugamála sinna.
Hann ritaði fjölda blaðagreina
um landsmál og var ritstjóri Isa-
foldar og Varðar á árunum 1943-
1950. Hann var mælskumaður og
vel hagorður, gleðimaður i sam-
kvæmum og höfðingi heim að
sækja. Forsetastörfum á Alþingi
gegndi hann með reisn og
skörungsskap, og öll þingstörf
vann hann af alúð. Við fráfall
hans er á bak að sjá athafnasöm-
um bónda og stjórnmálamanni,
sem um langt skeið hafði mikil
áhrif bæði heima i héraði og i söl-
um Alþingis.
Ég vil biðja háttvirta alþingis-
menn að minnast Jóns Pálmason-
ar með þvi að risa úr sætum.