Tíminn - 02.02.1973, Qupperneq 9

Tíminn - 02.02.1973, Qupperneq 9
Föstudagur 2. febrúar 1973 TÍMINN 9 Útgefandi: Framsóknarflokkurinn Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þór-:j arinn Þórarinsson (ábm.), Jón Helgason, Tómas Karlsson,:! Andrés Kristjánsson (ritstjóri Sunnudagsblaðs Timans);! Auglýsingastjóri: Steingrímur Gislason, Ritstjórnarskrif-;! stofur i Edduhúsinu við Lindargötu, símar 18300-18306.! Skrifstofur i Bankastræti 7 — afgreiðsiusimi 12323 — auglýs-i ingasimi 19523. Aðrar skrifstofur:simi 18300. Askriftargjald.'!!! 225 krónur á mánuði innan lands, i lausasölu 15 krónur ein-i takið. Blaðaprent h.f. Bretar geta lært af Bandaríkjamönnum Brezkir fjölmiðlar hafa flutt þær fréttir og m.a. talið sig hafa það eftir brezka utanrikis- ráðherranum, að Islendingar væru að veikjast i landhelgisdeilunni sökum atburðanna i Vest- mannaeyjum. M.a. muni undanlátssemi tslendinga stafa af þvi, að Bretar hafi boðið að- stoð vegna eldgossins i Heimaey. Norsk blöð hafa tekið undir þetta og talið íslendinga nauð- beygða til samninga við Breta, þar sem þeir standi á gjaldþrotsbarmi. Um allar þessar sögusagnir er það að segja, að þær eru ger- samlega úr lausu lofti gripnar. íslendingar munu þiggja aðstoð af Bretum eins og öðrum vegna atburðanna i Vestmannaeyjum, ef hún verður veitt, en þeim dettur ekki i hug að væna Breta um að þeir setji einhver skilyrði fyrir hjálpinni. Ef svo væri, yrðu íslendingar að taka slika aðstoð til sérstakrar athugunar áður en hún yrði þegin. Það ætti að liggja öllum i augum uppi, að at- burðirnir i Vestmannaeyjum hafa ekki haft nein áhrif á afstöðu íslendinga i landhelgis- málinu, nema þá þau, að gera þeim enn ljósara en áður hve mikilvægt er að verja fiskimiðin. íslendingar geta lika beðið rólegir átekta i landhelgisdeilunni, þvi að þeir hafa gert Bret- um sanngjarnt sáttatilboð, en þvi hefur hingað til verið hafnað af Bretum. Selja má, að það tilboð, sem íslendingar hafa gert, hafi i meginatriðum verið byggt á land- helgissamningi, sem gerður var milli Banda- rikjanna og Brasiliu á siðastl. vetri. Sú samningur veitir bandariskum rækjubátum undanþágur innan fiskveiðilandhelgi Brasiliu, sem Bandarikin viðurkenna ekki. Höfuðatriði hans eru þessi: 1. Samið er um ákveðna tölu og stærð skipa. 2. Samið er um ákveðin svæði og ákveðinn tima sem skipin megi veiða innan svæðanna. 3. Eftirlitið með samningnum er i höndum strandrikisins. íslendingar hafa i næstum heilt ár verið reiðubúnir til samninga við Breta á þessum grundvelli, en Bretar hafa hafnað þvi. Þeir hafa hvorki viljað semja um tölu eða stærð skipa og þeir hafa ekki viljað semja um, að eftirlitið væri i höndum strandrikisins. Á þessu hafa samningarnir strandað. 1 staðinn hafa Bretar boðið fram óraunhæfar tillögur, eins og að samið verði um vist aflamagn eða ákveðna úthaldsdaga. Þessar tillögur þeirra eru algerlega óraunhæfar, þvi að ómögulegt væri fyrir íslendinga að fylgjast með fram- kvæmd þeirra. Ef Bretar vilja sýna sanngirni i þessum mál- um, eiga þeir að fylgja fordæmi Bandarikja- manna, er þeim sömdu við Brasiliumenn. Enn hefur ekki verið bent á annan grundvöll, sem er eins skýr eða fullnægir betur þeim óskum beggja, að ljóst sé, hvað samið er um og að hægt sé að fylgjast með þvi, að það sé haldið. Á orðsendingu þeirri, sem forsætisráðherra Breta sendi forsætisráðherra Islands á siðastl. hausti var ekki annað ráðið en að Bretar væru tilbúnir til að ræðaum tölu og stærð skipa. Þegar til kom reyndist það ekki. Strax og Bret- ar eru reiðubúnir til að ræðast þannig við á grundvelli bandariska-brasiliska samningsins, geta viðræður hafizt að nýju. Þ.Þ. ERLENT YFIRLIT Tanzambrautin verður góð auglýsing fyrir Kínverja Hún mun afla þeim álits og vinsælda í Afríku FYRIR tæpum fimm árum hófu kinverskir verkfræöingar að mæla fyrir járnbraut frá Dar-es-Salaam i Tanzaniu tií Kapiri Mposhi i Zambiu, sem yröi um 1800 km löng. Oll vest- rænu stórveldin, þ.e. Banda- rikin, Bretland, Frakkland og Vestur-Þýzkaland, höfðu þá neitaö Tanzaniu og Zambiu um tæknilega og fjárhagslega aðstoö til að byggja járnbraut- ina. Talið er, að Sovétrikin hafi gert það einnig, þótt ekki hafi þaö verið staðfest. Undir- tektir Alþjóðabankans höfðu einnig verið mjög neikvæðar. Allir höfðu þessir aðilar talið sig komast að þeirri niður- stöðu, að aðstæður til þess að leggja slika járnbraut væru svo erfiðar, að framkvæmdin yrði alltof dýr og myndi aldrei borga sig fjárhagslega. Rikis- stjórnir Zambiu og Tanzaniu viidu samt ekki gefast upp, enda lágu hér einnig pðlitiskar ástæður að baki, þar sem slik járnbraut myndi mjög draga úr þörf Zambiu fyrir flutninga um Rhodesiu, Suður-Afriku og portögölsku nýlendurnar. Zambia yrði miklu sjálfstæð- ari og óháðari eftir en áður. T.d. gæti hún flutt alla kopar- framleiðslu sina með slikri járnbraut, en kopar er dýr- mætasta útflutningsvara Zambiu. Með þvi að stöðva kopaflutningana geta umrædd riki hæglega gert Zambiu fjár- haglega gjaldþrota. Klnverskur vinnuflokkur kemur til Dar-es-Salaam ÞAÐ VAR undir þessum erfiðu og vonlitlu kringum- stæðum, að rikisstjórnir Zambiu og Tanzaniu sneru sér til stjórnarinnar i Peking, og báðu hana um tæknilega og fjárhagslega hjálp. Kinverjar höfðu þá veitt vanþróuðum rikjum ýmsa aðstoö, en enga i likingu við það að leggja um- rædda járnbraut. Niðurstaðan varð samt sú, að þeir tóku þetta verk að sér og lofuðu að hafa lokið þvi á miðju ári 1975. Sumarið 1970 höfðu þeir lokið öllum mælingum og undirbún- ingi og hófu þá sjálft verkið. Þeir luku fyrsta áfanganum, sem er frá Der-es-Salaam til Mlimba, fyrir árslok 1971. Þetta er um 500 km vega- lengd. Siðan hófst einn erfið- asti hluti verksins, eða á milli Mlimba og Kakambaku. Þetta er ekki nema 150 km vega- lengd, en á henni þarf að gera 18 mikil jarðgöng og á annað hundrað brýr. Þessum kafla er nú að verða lokið og þykir fullvist, að járnbrautin verði komin til landamæra Zambiu fyrir næstu áramót. Þetta þýðir, að verkið er verulega á undan áætlun, og þykir Uppdráttur, sem sýnir sennilegt, að járnbrautin nái til Kapiri Mposhi einu ári á undan áætlun. í Kapira Mposhi á endastöö hennar að verða, enda eru mestu kopar- námurnar á þessu svæði. En koparflutningar um járn- brautina munu hefjast fyrr eða i byrjun næsta árs. TALIÐ er, að það hafi komið vestrænu rikjunum mjög á óvart, þegar Kinverjar tóku þetta verk að sér. Þau höfðu ekki reiknað með þvi, að Kin- verjar treystu sér til að ráðast i slikt stórvirki i annarri heimsálfu. Þau hefðu einnig talið, að Rússar hefðu svo mörg járn i eldinum, að þeir myndu ekki geta bætt þessu verkefni við sig. Forseti Tanzaniu, Nyerere, hefur full- yrt, að það hafi ekki verið af fjárhagslegri umhyggju fyrir Tanzaniu eða Zambiu, aö vestrænu rikin neituðu aö taka verkið að sér, eins og þau vildu vera láta, heldur hafi ameriskir og evrópskir auð- hringar, sem hafa hagsmuna að gæta i Rhodesiu og portu- Tanzambrautina gölsku nýlendunum, verið hér að verki. Fyrst i stað, munu þeir, sem litu þessa framkvæmd óhýru auga, hafa gert sér vonir um, að Kinverjum myndi mistak- ast verkið eða a.m.k. verða langt á eftir áætlun. Raunin hefur oröið á aðra leið og talar það sinu máli um verkkunn- áttu og eljusemi Kinverja. Af hálfu stjórnenda Tanzaniu og Zambiu mun það eitthvað hafa verið óttast, að Kinverjar myndu nota dvöl sina i þessum löndum til pðli- tisks áróðurs. Sú hefur ekki orðið reyndin. Kinverjar hafa reynt að hafa sem minnst samskipti við landsmenn og hefur það bersýnilegt verið gert i þeim tilgangi að komast hjá öllum árekstrum. Jafn- framt hafa þeir forðast allan áróður. Þeim er þvi borin sag- an mjög vel. Kinverjar hafa bersýnilega gert sér ljóst, að i þvi er fólginn bezti áróðurinn fvrir bá. Til iafnaðar hafa um 15 þús Kinv. og um 30 þús. heimamenn unnið að lagningu járnbrautarinnar siðan verkið hófst fyrir alvöru. VAFALAUST mun Tanzam- járnbrautin, eins og þessi járnbraut verður kölluð, hafa mikil pólitisk áhrif. Hún tengir Tanzaniu og Zambiu nánara saman og gerir Zambiu miklu óháðari i skiptum sinum við suður-Afriku, Rhodesiu og portúgölsku nýlendurnar. Einna mikilvægast getur það þó orðið, að járnbrautin verð- ur góð auglýsing fyrir Kin- verja i Afriku, þvi að segja má, að þessi járnbrautarlagn- ing hafi verið metnaðarmál flestra svartra þjóða i Afriku. Það verður munað, að Kin- verjar komu til hjálpar, þegar aðrir höfðu brugðizt, og leystu verkið af höndum með mikl- um myndarbrag. Þ.Þ.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.