Tíminn - 02.02.1973, Side 15

Tíminn - 02.02.1973, Side 15
Föstudagur 2. febrúar 1973 TÍMINN 15 svölunum. Fanney var ekki ein. Þessi Rob Quillet gekk við hlið hennar gegnum blómagöngin. „Uss! Biddu!" hvislaði Hugh. „Biddu!”. Peysan, pokinn og trefillinn duttu úr hendi Fanneyjar. Hún faðmaði Caddie að sér og grét einnig. „En..hvernig?” sagði Fanney. Orðin komu slitrótt þvi að hún hló og grét á vixl. „Hvernig?” Siðan losaði hún aðra höndina og teygði hana til Hughs, sem stóð enn i sömu sporum hjá steinborðinu. „Hugh Hugh?” Þegar Rob heyrði hvað rödd Fanneyjar var biðjandi, beygði hann sig snöggt niður, tók upp fötin, sem hún hafði misst og lagði þau á borðið, gekk siðan að handriðinu og kveikti sér i sigarettu. Það var ekki hægt að sjá á öðru en þvi, hvernig Rob dustaði sifellt öskuna af sigarettunni, að þetta kæmi honum á nokkurn hátt við. „Elsku Hugh”. Hann horfði á Fanneyju meðan hún gekk að borðinu með handlegginn utan um Caddie. En áður en hún var komin til Hughs, var eins og sprengju hefði verið varpað bak við húsið. Hvell hróp og köll kváðu við á bjagaðri itölsku og fyrir hornið kom stór- vaxin kona, með rósótta svuntu. Hún var brjóstmikil og armdigur, en augun litil og hvöss. t kjölfar hennar fylgdi lagleg stúlka, einnig stór, rjóð i kinnum og með mikið hár, sem var svart og liðaö. Hún var i svörtum kjól með stutta, hvita svuntu og hélt á pokunum og regnkápunum. Þær hljóta að hafa fundið þetta á flöt- inni, hugsaði Hugh með sér — og pokadrusluna þina, hvislaði hann að Caddie. Eldri konan lét dæluna ganga: „Signore! Signore! Schurten!. Schurten! Dei turisti. Dei gitanti sono entrati. Þau komust inn. Malgratto tuttu ljigli avvisi! Svona margar til- kynningar. Ecco quanto Giacomino ha cura di voi.” Á eftir þeim kom maðurinn, sem Caddie og Hugh höfðu séð sofandi undir oliutrénu. Hann var enn letilegur, en var þó búinn að færa húfuna aftur á hnakkann. Konan snéri sér að honum. „Fanullone, buano a nulla! Þú ert aldrei til neins gagns!” Þegar hún sá Fanneyju, sem hélt enn utan um Caddie og Hugh hjá boröinu, þagnaði hún i miðri skammaræðunni „Þetta er Celestina og Giulietta og Gigacomino, eiginmaöur Celestinu”, og hún hvislaði: „Réttið þeim höndina”, en Caddie var ekki enn hætt að gráta, og Hugh hneigði sig örlitið „Mio figlo mia figlia”' sagði Fanney, og Rob sem stóð hjá handriðinu, sagðieitthvað i flýti á itölsku. Þegar Celestina skildi, hvernig i öllu lá, hrópaði hún upp yfir sig af aðdáun. „Frá Eng- landi! Englandi!" flún túlkaði fyrir Giuliettu og manninn sinn. „Frá Englandi”! En allt i einu tók hún eftir. hvað börnin voru rykug og þreytt. ,.Poveri bambini! Veslings börnin! Devono aver viaggiato tutta la notte”. Fanney sleppti Caddie og gekk til Hugs Hún snéri honum að Rob. „Rob þetta er Hugh”. Hugh gretti sig, þegar hann heyrði stoltið, sem leyndi sér ekki i röddinni. Rob var fullorðinn maður, Hugh aðeins drengur. Rob rétti honum höndina vingjarnlega, en Hugh tók höndina ekki upp úr vasanum. „Komdu sæll”, sagði Hugh og Fanney þóttist vita, að hnefarnir væru krepptir. Þó að Hugh væri fölur af þreytu og hugaræsingi, horfði hann á Rob með allri þeirri ósvifni, sem i honum bjó. Hugh var fjórtán ára, en ekki stór eftir aldri, en hann sýndist hár, nema þegar hann stóð við hliðina á fullorðnum karlmanni. Það gerði höfuðburðurinn, grannar mjaðmirnar, mittið og axlirnar. „Hann er of herðamjór' hafði Darrel sagt nýlega. ' „Það er kominn timi til, að haiin^pFékn- ist”. En það var eins og Hugh vildi ekki þreknast. Vegna hár- lubbans virtist hann höfuðstór. Darrell hlýtur að hafa verið að reyna að fá hann til að klippa sig, og þess vegna hefur Hugh ekki viljað það hugsaði Fanney. Caddie hefði getað sagt henni, að hún ætti kollgátuna. ..Che carnagione! Cosi chiara é rosea” Og það var satt, að húðin á Hugh var svo hvit og rjóð, að hún minnti á eplablóm. „Það er skammarlegt, að sonurinn skyldi ekki fá freknurnar”, hafði Caddie oft sagt. Augun i Hugh voru dökkblárri en i Darrell og Philippu, og i þeim fólst ekki bliða eins og i augum Philippu. Phil- ippa gat skrökvað, svo að allir trúðu henni — nema hennar nánustu. Hugh kom aldrei með skreytni, nema þegar galsi hljóp i hann eða óþekkt. Caddie sagði aldrei ósatt. „Ég er ekki nógu kæn til þess”, mundi hún hafa sagt. Henni fannst það óþægi- legur galli. Caddie vissi, að i þessari togstreitu við Rob og Fanneyju mátti hún sin litils, það var Hugh, sem allt valt á. „Bello proprio, bello il signorino,” hvislaði Giulietta að Celestinu „Fallegur.” Caddie var lág og þybbin, þar sem hún stóð i sól- skininu á þessari útlendu gras- flöt, ensk i húð og hár. Hún er eins og svolitill enskur bolakálfur, hugsaði Rob með sér. Það var aðeins hann, sem leit af Hugh á hana, þangað til Fanney tók eftir þvi, og fór lika að virða hana fyrir sér. Hún horfði á krumpaðan skólakjólinn, óhrein hnén, sokkana, sem voru i hrukkum um leggina, brúnu gönguskóna, gráa af ryki, óstýrlátt háriö skakkan stráhattinn og tár stokkið andlitið. Ekki sér- lega aðlaðandi fyrir Rob, hugsaði Fanney kviðafull, en þar skátlaðist henni. Rob þekkti, hvað var raunveruleg sorg, og þegar hann horfði á Caddie, rann það upp fyrir honum hvernig þetta ferðalag hafði verið, og hvað hafði knúið börnin áfram. Það var eins og Caddie sæi hvorki hann, Giuliettu né Celestinu, og i tilfinningum hennar, sem brutust fram i gráti fólst hvorki reiði né afbrýði, einungis sorg. Og hann sá lika, hvað Caddie liktist móður sinni. Hún hafði brúnu augun hennar og óstýrilátt hárið mundi fá sama rauðgullna litinn og á Fanneyju, og einmitt þannig hafði Fanney oft grátið. Þetta fær ekki jafn- mikið á drenginn ', hugsaði Rob. „Hættu”, sagði Hugh við Caddie án þess að hreyfa varirnar. ..Geturðu ekki hætt?” „Nei, ég get það ekki”, sagði Caddie. —■ „Láttu hana hátta”, sagði Hugh. „1 guðs bænum! Þetta er bara af þvi, að við vöktum i alla n(Rt”„Þið verðið að hátta bæði”. Tár Fanneyjar voru þornuð og hún var fjörleg. „Fyrst i bað. Þið þurfið auðsjáanlega heitt vatn. Hafið þið fengið nokkuð að borða?” „Við fengum svo — svolitið smurt brauð og ka- kaffi, sem við keyptum á Viktóriustöð i morgun”, sagði Caddie með ekka. „Bara kaffi? Ekkert annað?” „Við gá- gátum ekki keypt neitt á ítaliu”, sagði Caddie. „Við vorum með tiu þúsund lira seðil”, sagði Hugh og beit i sundur orðin. „Við gátum hvergi fengið honum skipt. Loksins var honum skipt í Desenzano, en þá urðum við að biða eftir áætlunar- bilnum til þess að missa ekki af honum”. „Hvar i ósköpunum fenguð þið þennan tiu þúsund lira seðil?” „Hjá pabba” „Pa- pabba. Það vissi ég ekki”, sagði Caddie. „Þið hljótið að vera sársvöng”, sagði Fanney „Rob viltu tala við Celestinu. Heitt bað undireins. Nei, ég hlusta ekki á meira, fyrr en þið eruð búin að borða og sofa. Hugh, augun i þér eru eldrauð”. Rob hafði ekki séð Fanneyju i þessum ham fyrr, svona ákveðna og mynduga. „Rob, viltu segja Giuliettu að fara upp með fötin þeirra, og Celestina á að búa um tvö rúm. Má Hugh sofa á legu- bekknum i búningsherberginu þinu? Eru lökin hrein”? spurði Fanney og hrukkaði ennið. „Siðan heit súpa handa þeim ... .kannske eggjakaka og....” „Fanney”, sagði Rob. Það var eitthvað i röddinni, sem stöðvaði Fanneyju. Hann hafði ekki hreyft sig, heldur setið á handriðinu og reykt. „Fanney”.. — „Já, Rob?” „Við vorum á leiðinni út til þess að borða”, sagði hann rólega . „Núna? þegar Caddie og Hugh....” „Núna”, sagði Rob . „Nettuno biður, Celestina getur litið eftir þeim”. „Við getum séð um okkur sjálf”, flýtti Hugh sér að segja en Rob sagði eitthvað við Celestinu á itölsku „Si”, sagði Celestina„Si, si, senaltro”. Augu hennar ljómuðu. Henni þótti gaman, þegar eitthvað stóð til. Rob fór i jakkann. „Hún sýnir Lárétt 1) Dansar.- 5) Hulduveru.- 7) Kusk,- 9) Hina og þessa,- 11) Bera við.- 13) Svifs.- 14) Kjána.-16) öslaði.-17) Ventu.- 19) Hraustur.- Lóðrétt 1) Gröfturinn.- 2) Féll.- 3) Vatnagróður,-4) Útþurrka.- 6) Land,- 8) Keyrðu.- 10) Háu.- 12) Kona,- 15) Svar.- 18) Keyri.- Ráðning á gátu No. 1323. T ár£tt 1) Perlon,- 5) Sór,- 7) AB,- 9) Umla,- 11) Töf.- 13) Sel.- 14) Illu,- 16) ID.- 17) Ómaði.- 19) Piltur.- Lóðrétt 1) Platir,- 2) RS,- 3) Lóu,- 4) Orms,- 6) Kaldir.- 8) Böl - 10) Leiðu,- 12) Flói,- 15) Uml.- 18) At.- O, þú gætir nú útveg^ Allsekki. ||| að eina „sandkerru . j Égerbúinn^ ; að vera hér i eittj J ár og geri það ekki D R E K I ilili ■ Föstudagur 2. febrúar 7.00 Morgunútvarp .Veður- fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og for- ustugr. dagbl), 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.45. Morgunleikfimi kl. 7.50. Morgunstund barnanna kl. 8.45. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.00 Við vinnuna: Tónleikar. 14.15 Búnaðarþáttur.Pétur Sigurðsson mjólkurfræðing- ur talar um mjólkurmálin á liðnu ári. 14.30 Siðdegissagan: „Jón Gcrrcksson” eftir Jón Björnsson^Sigriður Schiöth les (14) 15.00 M iðdegistónleikar: Sönglög Bernard Kruysen syngur lög eftir Gabriel Fauré. Evelyn Lear syngur lög eftir Hugo Wolf. 15.45 Lesin dagskrá næstu viku 16.00 Fréttir. 16.15 Veðurfregnir. Til- kynningar. 16.25 Popphornið 17.10 Þjóðlög frá ýmsum lönd- um 17.40 Tóniistartími barnanna 18.00 Létt lög. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Til- kynningar. 19.00 Frcttir. Tilkynningar. 19.20 Fréttaspegill 19.35 Þingsjá . Ingólfur Kristjánsson sér um þátt- inn. 20.00 Sinfóniskir tónleikar a. Forleikur að „Benedicte et Benedict” eftir Berlioz. Sin- fóniuhljómsveitin i London leikur; Douglas Gamley stj. b. Pianókonsert i F-dúr (K459) eftir Mozart. Christoph Eschenbach og Filharmóniusveitin i Ham- borg leika; Wilhelm Briickner-Riiggeberg stj. c. Fiðlukonsert eftir William Walton. Zino Francescatti og hljómsveitin i Filadelfiu flytja: Eugene Ormandy stj. d. Sinfónia nr. 1 i C-dúr op. 21 eftir Beethoven. Fil- harmóniusveitin i Berlin leikur: Herbert von Kara- jan stj. 21.30 Ben Lindsay . Agústa Björnsdóttir les siðari hluta frásagnar eftir Magnús Helgason skólastjóra úr kvöldræðum hans í Kennaraskólanum. 22.00 Fréttir 22.15 Veðurfregnir Útvarps- sagan: „Haustferming” cftir Stcfán JúiiussonStefán Júliusson rithöfundur endar lestur nýrrar sögu sinnar (12) 22.45 Létt músik á siðkvöldia. Frá þjóðlagahátið i Finn- landi b. Leo Brouwer leikur á gitar lög frá Kúbu. c. Gisela May syngur lög viö ljóð eftir Tucholsky. 23.35 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. lliB II Föstudagur 2. febrúar 20.00 Fréttir 20.25 Veður og auglýsingar 20.30 Karlar i krapinu Bandariskur kúrekamynda- flokkur i léttum tón. Fjársjóöurinn. Þýðandi Kristmann Eiðsson. 21.20 Sjónaukinn.Umræðu- og fréttaskýringaþáttur um innlend og erlend málefni. 22.05 Anne Murray I.Sænska sjónvarpið hefur látið gera tvo þætti, þar sem kanadfska söngkonan Anne Murray syngur létt lög af ýmsu tagi og leikur sjálf með á gitar. (Nordvision — Sænska sjónvarpið) Þýð- andi Jóhanna Jóhanns- dóttir. 22.25 Dagskrárlok

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.