Tíminn - 06.02.1973, Blaðsíða 2

Tíminn - 06.02.1973, Blaðsíða 2
2 TÍMINN Þriðjudagur 6. febrúar 1973. rtju*n JÓN LDFTSSONHF Hringbraul 12U?V 10 6Ö0 SPONAPI.ÖTUR H-25 mm PLASTII. SPÓNAPLÖTUR 12—19 mm IIARDPLAST IIÖRPLÖTUR 9-26 mm IIAMPPLÖTUR 9-20 mm HIRKI-GARO.N 16-25 mm BEYKJ-GABON 16-22 mm KROSSVTDUR: Birki 3-6 mm Beyki 3-6 mm Fura 1-12 mm IIARDTKX með rakaheldu limil/8" 1x9' HARDVIDUR: Kik. japönsk, amerlsk, áströlsk. Beyki. júgósla vneskt, danskt. Teak Afromosia Mahognv Iroko Palisander Oregon Pine Ramin (íullálmur Abakki Am. Ilnola Birki I 1/2-3" Wenge SPÓNN: Kik - Teak - Oregon Pine - Kura - Gullálmur Almur - Abakki - Beyki Askur - Kolo - Am.Hnota Afromosia - Mahogny Palisander - Wenge. KYRIRLIGGJANDI OG VÆNTANLEGT Nvjar birgðir teknar heim vikulega. VKRZLID ÞAR SEM UR- VALID KR MEST OG KJÖRIN BEZT. PÍPULAGNIR Stilli hitakerfi — Lagfæri gömul hita- kerfi Set upp hreinlætis- tæki — Hitaveitu- tengingar Skipti hita — Set á kerfið Danfoss-ofn- ventla SÍMI 36498 • fr Itiinkiim ei' linlilijniT BÍNAÐ5RBANKINN Bréf frá lesendum ■IIíIIIiIIIIiI.IÍiImÍIÍ, ii lllil.lll. ENGA ÞJÓÐHATÍÐ 1974. Síðustu mánuði hafa farið fram allmiklar umræður um fyrirhug- aða þjóðhátið á Þingvelli 1974. Flestir, sem um þetta hafa rit- að, hafa látið i ljós ugg um, að með þessum hátiðahöldum verði stofnaö til beinna vandræða, og miða þá við reynsluna af fjöl- mennum útisamkomum undan- farin ár. Þessum rökum er ég i öllum aðalatriðum sammála. Þaö er þvi tillaga min, að strax verði hætt öllum undirbúningi undir þessa áður fyrirhuguðu þjóöhátið, og verði þjóðhátiðar- nefnd látin hætta störfum þegar I stað. Hörraungar þær, sem yfir hafa dunið, cru meira en nóg tilefni til þess að rikisstjórnin geti ,,með sæmd” — svo notað sé orðalag, sem forustumenn stórþjóðanna nota stundum, til að klóra yfir og komast frá mistökum sinum, — hætt við það vafasama og dýra fyrirtæki, sem þessi hátiöahöld eru og hlytu að verða. Enda eru nú, eftir siðustu atburði, önnur brýnni verkefni framundan, sem nauðsynlegra er að verja fé til. Sigurjón Valdimarsson. HESTAMANNAFÉLAGIÐ NEISTI I dagblaöinu Timinn birtist 21. jan. s.l. grein sem ber heitiö: Hestasala, hestaleiga, tamninga- stöð. Er þar fjallað um fyrirtæki, sem sett hefur verið á stofn og starfrækt um skeið aö Laxnesi i Mosfellssveit. Nefnist það hesta- mannafélagið NEISTI og er eig- andi samkvæmt greininni maður að nafni Þórarinn Jónsson. Rekur fyrirtæki þetta hestaleigu, hesta- sölu, tamningastöð og tekur hesta i fóður. Slikt er virðingarverð þjónusta fyrir þá, sem hesta- iþróttinni unna og ekki hafa tök á að sinna henni á annan hátt, en þurfa á þessari fyrirgreiöslu að halda. Hitt veröur að teljast óviö- eigandi, að fyrirtæki þetta skuli kallað hestamannafélag. Þaö er á engan hátt tengt Landsambandi hestamannafélaga og hefur ekki sótt um inngöngu i þau samtök, enda starfar það á ólikum grund- velli. Hestamannafélögin um land allt eru félagsskapur áhuga- manna um hestamennsku, en hér er um að ræða fyrirtæki sem rekiö er i hagsmunáskyni, sem sem greinin ber með sér. Ekki verður þó séð, hvort hér er um einkafyrirtæki að ræða eða hluta- félag, þar sem i greininni er ýmist talað um eigandann Þórarinn Jónsson eða félags- menn. Eðlilegra hefði þvi verið að nefna fyrirtæki þetta eitthvað annaö en hestamannafélag. Þá vekur það undrun, svo að ekki sé meira sagt, að fyrirtæki þetta ber heitið NEISTI, en þvi nafni hefur heitið um áratuga- skeið öflugt hestamannafélag á Akranesi, sem á engan hátt er tengt umræddu fyrirtæki i Mos fellssveitinni. Hestamannafélgið Neisti var stofnað 22. ágúst 1943 og var eitt þeirra félaga, sem stóðu að stofnum Landssambands hestamannafélaga 1949. Þaö er miður aö nöfn gamalgróinna félaga séu tekin þannig trausta- taki og sýnist óþarft, þegar islenzk hestanöfn skipt hund- ruðum ef ekki þúsundum. Leyfi mér vinsamlegast að vekja at- hygli á þessu. Albert Jóhannsson. form. L.H. Iiiiiiiiiiiiii um Þeir sem hafa spurningar fram að færa hringi i sima 18300 á timanum 5-6 siðdegis mánudaga til föstudaga. Fréttaþjónusta Tímans „Er það ekki afturför i fréttaþjónustu hjá Timanum siðustu vikurnar, að ég hafði séö þrjú tölublöð af einu hinna dagblaðanna með frásögnum af gosinu i Vestmannaeyjum áður en mér barst eintak af Timanum, þar sem fjallaö var um þennan sama atburð. Ég er áskrifandi að Timanum og öðru blaöi. Hitt blaðið birti frásögn af gosinu þegar morguninn eftir gosið, sama dag kom aukablað með itar- legri frásögn og myndum, en aukablað Timans var ekki borið til áskrifenda, og loks var blað næsta dags borið út á undan Timanum” Einar Mathiesen, Suðurgötu 23, Hafnarfirði. Kristinn Finnbogason fram- kvæmdastjóri Timans svarar spurningu Einars: „Timinn varð fyrstur dag- blaöanna með nákvæma frásögn og myndir af gosinu i Vestmannaeyjum. Aukablað var gefið út i litlu upplagi og var þess ekki kostur að bera það til áskrifenda á þriðjudag. Aukablað þetta var aðeins selt I Reykjavik og gekk upp á skömmum tima. Hins vegar var megnið af efni þess endur- prentað i blaöinu daginn eftir, ásamt itarlegri lýsingum og frásögnum af atburöunum. Otburður á Timanum I Hafnarfirði hefur verið til fyrirmyndar og fjölgar kaupendum þar stöðugt. Aö sögn Huldu Stefánsdóttur, sem annast dreifinguna þar, hefur aöeins ein einasta kvörtun borizt vegna útbruðar um langan tima og virðist ekki á sterkum rökum byggð. Hafi annað blað enn betri dreifingu er ekki nema gott um það að segja”. Er hægt að fá bætur Tryggingastofnunar- innar greiddar beint inn á bankareikning? „Geta bótaþegar fengið upphæð þá, sem Trygginga- stofnun rikisins greiðir þeim mánaðarlega, lagða beint inn á bankareikning, eða t.d. inn á skattreikning viðkomandi aðila hjá Gjaldheimtunni eða annars staðar?” Bergsveinn Jóhannesson, Laugalæk 22 Bankarnir annast slíkt í litlum mæli örn Eiðsson upplýsingafull- trúi Tryggingastofnunarinnar svarar: „Tryggingastofnunin hefur fyrir sitt leyti ekkert við það að athuga, þótt menn gefi bönkum eða póstgiróstofu um- boð til þess að sækja tryggina- bætur sinar og leggja inn á til- tekinn reikning, enda hefur það nokkuð tiðkazt. Að svo stöddu nær þetta þó aðeins til tryggingabóta i Reykjavik, enda er málið i frekari undir- búningi. Það gegnir allt öðru máli um greiðslur bóta inn á skatt- reikning. A sliku fyrirkomu- lagi eru margskonar erfið- leikar, sem erfitt yrði að leysa, enda hefur máliö aldrei borið á góma hjá Trygginga- stofnunni.” Dýr húsaleiga „Hvernig stendur á þvi, að ekki er hægt að hafa meira eftirlit með verði á leigu- ibúðum og herbergjum hér i borginni. Ég frétti af einu her- bergi, sem leigja átti á nfu þúsund krónur á mánuði. Nú spyr ég: Hvar er verðlags- eftirlitiö, er svona nokkuð hægt?” Unnur Laufey Jónsdóttir, Laugateigi 40. Aðeins óheimilt að hækka húsaleigu Hjá Kristjáni Gislasyni verölagsstjóra fengust þær upplýsingar að verðlagseftir- lit hefur aldrei náð til húsa- leigu, og hefur Skrifstofa verðlagsstjóra aldrei haft af- skipti af húsaleigumálum. Hins vegar mun vera heimild i lögum til að verð- lagsstjóri og verðlagsnefnd sinni þessum málum, en mun væntanlega ekki hafa verið beitt. Á verðstöðvunartimabilinu var óheimilt að hækka húsa- leigu, og eins hefur Viðskipta- málaráðuneytið nú i siðasta mánuði auglýst verð á vörum eða þjónustu, og er húsaleiga þar með talin. Engar tak- markanir virðast sem sagt vera á þvi, hve há húsaleiga er heldur einungis óheimilt að hækka hana. SJ. Augiýs L eiraur Auglýsingar, sem eiga að koma i blaðinu á sunnudögum þurfaað^^ berast fyrir kl. 4 á föstudöguni. Augl.stofa Timans er í Bankastræti 7. Simar: 19523 - 18300. MeÓ Sunnu í sólina á Mallorca MALLORCA 1973 Mallorca og London (12 eða 19 dagar) Brottfarardagar: 18 apríl (páskaferð). 20. og 23. maí, 7. og 20. júní, 10. og 24. október. Mallorca beint meðleiguflugián Lundúnaviðkomu (I4eða 28 dagar) Brottfarardagar: 20. júní, 4. —18. júlíl. —15. — 29. ágúst, 12. —-26. september. 14. apríl (10 daga páskaferð) Frjálst val um dvöl í hótelum eða íbúðum. Islenzk skrifstofa Sunnu í Palma annast fyrirgreiðslu farþega okkar. Pantið snemma í Mallorca ferðir Sunnu. FERBASKRlfSTOFAN SIINNA BANKASTHAETI SiMAR 1E40D12070

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.