Tíminn - 06.02.1973, Blaðsíða 16

Tíminn - 06.02.1973, Blaðsíða 16
16 TÍMINN Þriöjudagur 6. febrúar 1973. Siguröur Jónsson, sigurvegari i 61. Skjaldarglimu Ármanns. - 61. Skjaldarglíma Ármanns fór fram á sunnudaginn Siguröur Jónsson, hinn snjalli glimumaöur Vikverja, varö sigurvegari i 61. Skjaldarglimu Armanns, sem fór fram i Vogaskóla á sunnu- daginn. Siguröur sigraði Ómar úlfarsson i aukaúrslita- glimu, en fyrir glimuna höfðu þeir báöir hlotiö 7,5 vinninga. Siguröur, sem er orðinn okkar sterkasti glimumaður, var vel aö sigrinum kominn. Eins og svo oft áður glimdi Hjálmur Sigurðsson fegurstu glimurn- ar, en hann lenti I fimmta sæti. Annars skiptust vinn- ingarnir þannig á efstu menn- ina: Siguröur Jónsson, Vikverjum 7.5 v. Ómar Úlfarsson, KR 7,5v Pétur Yngvason, Vikverjum 6.5 v. Gunnar Yngvason, Vikverjum 6 v. Hjálmar Sigurðsson, Vikv. 5,5v. SIGURÐUR JONSSON SIGRAÐI í AUKA- ÚRSLITALEIK Enska knattspyrnan: ÓVÆNT ÚRSLIT í BIKARKEPPNINNI — Lundúnaliðið AAillwall vann Everton d Goodison Park og Luton vann Newcastle d St. James Park. Carlisle vann Sheff. Utd. í ,,kirkjugarði" 1. deildarliðanna Brunton Park. Lundúnaliöiö Miilwall kom heldur betur á óvart, þegar þaö heimsótti Everton og lék á Goodi- son Park I Liverpool i fjóröu um- ferö ensku bikarkeppninnar. Lundúnaliðið kom sá og sigraði. Yfirburöir Everton voru miklir i byrjun, t.d. kom markvörður liös- ins ekki viö knöttinn fyrr en sex minútum fyrir leikshlé. En I siöari hálfleik sprakk blaðran. Harry Cripp kom Millwall i 1:0 og viö þaö hrökk Lundúnaliðiö i gang og rétt fyrir leikslok skoraöi markaskorarinn mikli hjá Millwall, Alf Wood, og tryggöi þar meö Lundúnaliðinu rétt til aö leika i fimmtu umferö. Annaö Lundúnalið var ekki eins heppið á laugardaginn, en þaö var West Ham, sem heimsótti Hull City á Boothferry i hafnarborginni frægu á austurstönd Englands. Fyrirliði West Ham, Bobby Moore, lenti ekki i skemmtilegu atviki þar — honum uröu á ljót mistök, sem kostuðu mark. Ónákvæm sending hans lenti I löppunum á Ken Houghton, sem átti ekki I erfiöleikum aö senda knöttinn i netið , viö mikinn fögn- uö togarasjómanna og fleiri áhorfenda, sem fylltu leikvöll Hull City. Þriöja annarrar deildarliðið var einnig i sviðsljósinu. Það var Luton, sem heimsótti 1. deildarlið Newcastle á St. James Park og sigraði 2:0. MacDonald (áður Luton), varð vitni að þvi, að gömlu félagarnir hans skoruðu tvö mörk — Johnny Aston (áður Man. Ud), skoraöi bæöi mörkin. Sheffield United fékk útreið i „kirkjugaröi” 1. deildarliðanna i Carlisle, Brunton Park, þar sem enn eitt 2. deildarliö sló 1. deildar- lið úr keppni. Mörk heimamanna skoruðu Martin og Bob Delgrado, en mark Sheff. Utd. skoraði Bill Dearden. En nú skulum við snúa okkur að úrslitunum á islenzka getrauna- seðlinum: 1 Arsenal—Bradford City 2-0 x Bolton—Cardiff 2-2 1 Carlisle—Sheff.Utd. 2-1 1 Chelsea—Ipswich 2-0 1 Coventry— Grimsby 1-0 x Derby—Tottenham 1-1 2 Everton—Millvall 0-2 x Liverpool—Manch.City 0-0 2 Newcastle—Luton Town 0-2 2 Oxford—QPR 0-2 x Sheff.Wed—C.Palace 1-1 1 Wolves—Bristol City 1-0 Aðrir leikir i bikarkeppninni fóru þannig: Hull City—West Ham 1-0 Leeds Utd.—Plymouth 2-1 Sunderland—Reading 1-1 WBA—Swindon 2-0 Arsenal lék vel gegn Bradford City og vann 2:0 á mörkum frá Alan Ball og Charlie George, en hann skoraði mjög laglegt mark, eftir að hann prjónaði i gegn um vörn Bradford. Martin Chevers kom Tottenham yfir 1:0 gegn ensku meisturunum Derby, en Roger Davis, sem hefur skorað fjóra laugardaga i röð, jafnaði fyrir meistarana. Lundúnaliðin Chelsea og QPR unnu bæði sina leiki á laugardag- inn með sömu markatölu 2:0, og eru þar með fjögur Lundúnalið: Arsenal, Millwall, Chelsea og QPR búin að tryggja sér rétt til að leika i 16-liða úrslitunum. Tvö önnur Lundúnalið eiga möguleika á að leika i þeim, en það eru Tott- enham, sem leikur aftur gegn Derby, liðin mætast á heimavelli Tottenham, og Crystal Palace, sem gerði jafntefli gegn Sheff. Wed. 1:1. Tommy Craig skoraði fyrir Sheff. Wed. úr vitaspyrnu, en John Craven jafnaöi fyrir Palace. Markaskorarinn mikli hjá Úlf- unum, John Richard, skoraði sigurmarkiö hjá Bristol City. Vitaspyrna réði úrslitum I leik Coventry gegn liðinu frá Grims- bæ, en það var Mike Coop, sem skoraði úr henni. Liverpool og Manchester City gerðu jafntefli 0:0 i miklum baráttuleik á Anfield og virðist nú Knattspyrnu- menn Í.B.V.! Allir leikmenn M.fl. 1 og 2. flokks i IBV I knattspyrnu eru boðaðir á áriðandi fund i kvöld, þriðju- daginn 6. febrúar kl. 20.30 i iþróttamiðstööina I Laugardal. Knattspyrnusamband Vest- mannaeyja. allt ganga á afturfótunum hjá Liverpool, sem hefur leitt 1. deildina I vetur. Greinilegt er, að leikþreyta og erfiðir vellir hafa slæm áhrif á iiöiö. Allan Clarke var a ákotskónum, þegar Leeds lék gegn Plymouth, hann skoraði fyrsta mark leiks- ins, en Derek Richard jafnaði fyrir gestina. Úrslitamarkiö skoraöi svo Mike Bats. SOS CHARLIE GEORGE — skoraöi fallegt mark gegn Bradford. KR-liðið sem sigraði Reykjavikurmótið i innanhússknattspyrnu. Standandi frá vinstri: Stefán Sigurðsson, Atli Héðinsson, Sigþór Sigurðsson, ólafur Ólafsson og Ottó Guömundsson. Fremri röð: Gunnar Gunnarsson, Arni Steinsson, Halldór Björnsson, fyrirliði, Halldór Sigurðsson, og Baldvin Elias- son. (Timamynd Gunnar) KR-INGAR BEZTIR í INNANHÚSS- KNATTSPYRNU - unnu Reykjavíkurmótið. Hið unga lið KR i knatt- spyrnu sigraði Reykjavikur- mótið i innanhússknattspyrnu á sunnudaginn, þegar liðið vann Val i úrslitaleik 7:6. KR- liðið var grcinilega bezta liðið i mótinu og i liðinu leika margir ungir knattspyrnu- menn, sem eiga örugglega eftir að láta að sér kveða i sumar. i úrslitaleiknum náöu KR-ingar strax góöri forustu og staöan I hálfleik var 4:0. Strax i byrjun siöari hálf- leiksins skoruðu KR-ingar 5:0 og þá kemur mark frá Val 5:1, sem KR-ingar svöruðu 6:1. Undir lokin sóttu Valsmenn i sig veðrið, en þá var það orðið of seint. Lokastaðan varð 7:6 Unnu Val í úrslitaleik 7: fyrir KR. Fram og Vikingur léku um þriðja sætið i mótinu og var leikur liðanna mjög skemmti- legur. Þegar leiknum lauk var staðan 8:8, en I framlengingu skoruðu Vikingar mark, sem dugði til sigurs. Armann sigraði Þrótt i jöfnum leik um fimmta sætið 6:5. Staðan var 5:1 fyrir Þrótt, þegar Armannsliðið fór i gang — liðið jafnaði og skoraði sigur- markið rétt fyrir leikslok. Hrönn vann Fylki i leik um sjöunda sætið með 6:5. KR-liðið tapaði einum leik i mótinu, það var gegn Fram- liðinu, sem skoraði 8 mörk gegn 5. 6.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.