Tíminn - 06.02.1973, Blaðsíða 17
Þriöjudagur 6. febrúar 1973. TÍMINN ______________________________17
KR-ingar áttu aldrei
möguleika gegn FH
— sitja nú d botninum í 1. deild með aðeins eitt stig
Þá kom að þvf, að FH-liðið vann
leik i 1. deildarkeppninni i hand-
knattleik með miklum mun. Það
voru KR-ingar, sem voru fórnar-
lömbin hjá FH, þegar liðin mætt-
ust i iþróttahúsinu i Hafnarfirði á
sunnudagskvöldið. KR-liöið, sem
er komið i mikla fallhættu, stóð i
FH i byrjun, en i siðari hálfleik
opnaðist vörn KR eins og flóðgátt,
og FH-ingar sendu knöttinn i net-
ið hjá KR með stuttu millibili.
Þegar leiknum lauk var staðan
orðin 30:19 fyrir FH. Geir Hall-
steinsson, Gunnar Einarsson og
Viðar Simonarson voru aðal-
mennirnir á bak við stórsigur FH,
en Gunnar lék sinn bezta leik með
FHliðinui vetur, hann sendi knött-
inn átta sinnum i KR-markið, eft-
ir skcmmtilegar fléttur, sem Geir
Hallsteinsson var maðurinn á bak
við. Viðari fer fram með hverjum
leik og virðist hann vera að kom-
ast i sitt gantla landsliðsform.
FH-ingar taka fljótlega forustu
i leiknum og komast i 4:1, en KR-
ingar taka þá góðan sprett og
jafna 5:5 um miðjan fyrri hálf-
leikinn. Þá skorar Viðar 6:5 og
Gunnar Einarsson bætir siðan við
þremur mörkum, fyrst 7:5 eftir
hraðaupphlaup og siðan 8:5 með
landskoti og 9:5 eftir hrapupp-
hlaup. Staðan i hálfleik var 11:7.
Viðar byrjar að skora tvö mörk
fyrir FH i siðari hálfleik og stað-
an er 13:7. Þá skora KR-ingar
þrjú mörk i röð og minnka mun-
inn i 13:10. Eftir það fara FH-ing-
ar að ná tökum á leiknum, kom-
ust fljótlega i 18:11 og 21:13. KR
tekur þá smá fjörkipp og minnkar
muninn i 23:18, en i lokasprettin-
um skorar FH-liðið sjö mörk gegn
einu og lauk leiknum þvi með
sigri FH 30:19.
Beztir hjá FH voru eins og fyrr
segir, þeir Geir, Gunnar og Viðar.
Þeir skoruðu 24 mörk og voru
aðalmennirnir. Mjög
skemmtilegar leikfléttur sáust
oft hjá Geir og Gunnari. Viðar lék
einnig skemmtilega skoraði með
gegnumbrotum, langskotum og
skotum eftir hraðupphlaup.
Markhæstir hjá FH voru: Geir 9
(2 viti), Gunnar 8, Viðar 7 (1
viti), Ólafur 2, Brigir, Hörður,
Árni og Þórarinn, eitt hver.
KR-liðið lék mjög lélegan
handknattleik og virðist liðið
vera dæmt til að falla i.2. deild.
Björn Pétursson var frekar dauf-
ur i leiknum og veikti það liðið
mikið. Eftirtaldir leikmenn, skor-
uðu fyrir KR: Haukur 5, Bjarni 4,
Þorvarður 3, Björn 3 (2 viti),
Björn Blöndal 2, Jakob og Gunn-
ar, eitt hvor.
Leikinn dæmdu þeir Valur
Benediktsson og Óli Ólsen— SOS
Haukar af hættusvæðinu:
Rósmundur Jónsson, varði þrjú vitaköst gegn Haukum, en það dugði
ekki til sigurs. Hér á myndinni sjást Rósmundur og Pétur Bjarnason,
þjálfari Vikings.
- Zagmestar, einn af beztu handknattleiksmönnum heims,
leikur hér með Zagreb, sem kemur hingað í boði KR.
| Liðið
Eitt sterkasta hand-
| knattleikslið
| Júgóslaviu, Zagreb,
| er væntanlegt hingað
| til landsins i boði KR.
| Liðið kemur hingað
| um miðjan febrúar og
| leikur hér fjóra leiki,
| gegn Fram, FH, Val,
| og landsliðinu. Liðið,
| sem er kallað ,,Hvitu
| ljónin” i heimalandi
| sinu, er mjög gott.
| Það er nú fyrir ofan
| Partizan i 1. deildar-
|keppninni i
1 Júgóslaviu, en eins og
leikur fjóra leiki um miðja
menn vita, þá er
Partizan Evrópu-
meistarar i hand-
knattleik.
Zagreb er ekki með öllu
óþekkt, þvi að liðið hefur leikið
gegn Fram i alþjóðakeppni i
V-Þýzkalandi i desember 1970
— svokallaðri Fair Cup, sem
Gummersbach, stendur fyrir
árlega. Zagreb vann Fram
13:11 i skemmtilegum leik.
Margir af beztu leikmönnum
Júgóslaviu leika með liðinu —
fyrstan má nefna Zagmestar,
sem er einn bezti handknatt-
leiksmaður heims. Hann var i
fimmta sæti, yfir markhæstu
leikmenn HM-keppninnar i
Frakklandi 1970, skoraði alls
22 mörk.
febrúar |
Þegar Fram lék gegn 1
Zagreb I V-Þýzkalandi, fékk =
Zagmester ekki að leika, þvi i
að hann er i banni i Þýzka- |
landi, eftir að hann lék með =
þýzku liði. Gerðist hann þá svo =
brotlegur, að hann var sendur 1
heim til Júgóslaviu. Réðist i
hann þá á Hans Schmidt, ris- =
ann fræga og beit hann i and- i
litiö og hrækti á hann. Einnig =
gerðist hann sekur um að slá |
niður dómara. Hann fær ekki =
að keppa i Þýzkalandi, vegna i
þessara atvika.
Zagmestar, sem er snjall I
handknattleiksmaður, verður i
þvi örugglega i sviðsljósinu, i
þegar hann leikur hér með i
Zagreb og verður gaman að i
vita, hvort hann slái niður, =
einn af okkar ágætu dómur- i
um. =
— SOS. — |
Kræktusér í dýrmætt
stig gegn Víking
Haukar komu heldur betur á
óvart, þegar þeir léku gegn Vik-
ing á sunnudagskvöldið. Þeir tóku
stig af Vikingsliðinu i spennandi
leik.sem lauk með jafntefli 21:21.
Hauka-liðið tók forustu i leiknum
strax i byrjun og liðið var komið
með fjögurra marka forustu i
fyrri hálfleik, en Vikingur minnk-
aði muninn og náði að komast
tvisvar yfir I siðari hálfleik 12:13
og 20:21, en Guðmundur Haralds-
son jafnaði 21:21 rétt fyrir leiks-
lok. Með þessu jafntefli eru Hauk-
ar komnir af hættusvæðinu. Ólaf-
ur Ólafsson var potturinn og
pannan i leik Haukaliðsins. Hann
skoraði fjögur mörk, gaf fjórum
sinnum á linu og gáfu þær
sendingar mörk. Þá spilaði hann
Stefán Jónsson oft skemmtilega
friann, en Stefán lék sinn bezta
leik i vetur, skoraði átta mörk,
sum stórgóð með langskotum.
Vikingsliðið náði aldrei að sýna
sitt rétta andlit, - að fá 21 mark á
sig 0g það gegn Haukum, sýmr að
vörnin og markvarzlanhefurekki
— sem þeir áttu vel skilið
verið upp á það bezta. Inná-
skiptingar hjá liðinu voru ekki
heldur góðar, t.d. sat Stefán
Halldórsson fyrir utan allan sið-
ari hálfleikinn. En nú skulum við
lita á gang leiksins.
Haukar ná forustu i leiknum, en
Vikingar jafna alltaf. Þegar stað-
an er 3:3 taka Haukar góðan
sprett og komast i 9:5. Ólafur
Ólafsson var maðurinn á bak við
þessa góðu byrjun hjá Haukum.
Hann skoraði þrjú fyrstu mörkin
og átti mikinn þátt I hinum og þótt
Vikingar létu mann elta Ólaf, þá
skoraði hann. Um miðjan fyrri
hálfleikinn er staðan 9:7. Þórir
Ivarsson skorar þá 10:7 og siðan
kemur þáttur glötuðu vitakast-
anna. Fjögur vitaköst fóru þá til
spillis, Gunnar Einarsson varði
tvö vitaköst, fyrst frá Einari
Magnússyni og siðan frá ólafi
Friðrikssyni. Rósmundur, mark-
vörður Vikings, gerði sér þá litið
fyrir og varði tvö vitaköst frá
Ólafi Ólafssyni.Fyrri hálfleiknum
lauk 11:10 fyrir Hauka og sýnir
það hvað liðin voru léleg — þau
skoruðu aðeins fimm mörk á sið-
ustu 15 min. i hálfleiknum.
Siðari hálfleikurinn var mjög
jafn, mátti þá sjá tölur eins og
11:11, 12:12, 13:13, 14:14, 15:15,
16:16, 17:17, 18:18, 19:19, 20:20 og
21:21, en þannig lauk leiknum.
Ólafur Ólafsson, lék mjög vel
og dreif hann upp spilið hjá
Haukaliðinu, sem lék sinn bezta
leik i vetur. Munaði þar mestu um
að Stefán Jónsson, — lék hann vel
og samvinna hans og Ólafs, var
mjög góð. Þá léku þeir Þórir
Ivarsson og Guðmundur Haralds-
son, einnig vel. Mörk Hauka i
leiknum skoruðu: Stefán 8 (3
GEIR IIALLSTEINSSON lék vel gegn KR. Hann skoraði 9 mörk og
samvinna hans og Gunnars Einarssonar, skapaði falleg mörk.
viti), Ólafur 4, Guðmundur 4,
Þórir 4 og Sigurður, eitt.
Vikingsliðið lék undir getu gegn
Haukum, má vera, að leikmenn-
irnir hafi verið of sigurvissir og
vanmetið Hauka. Einar Magnús-
son, var markhæstur með 8 (2
viti), mörk. Aðrir, sem skoruðu,
voru þessir: Guðjón 5, Viggó 3,
Magnús 2, Páll, Stefán og Ólafur,
eitt hver.
Leikinn dæmdu þeir Einar
Hjartarson og Þorvarður Björns-
son. —SOS.
|lllllllllllllllllllllllllllllillllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllimilllllllllllllllllllliiiillii=
I BEIT HANS SCHMIDT I
I í ANDLITIÐ 0G SLÓ I
I NIÐUR DÓMARA...