Tíminn - 06.02.1973, Blaðsíða 19
Þriðjudagur 6. febrúar 1973.
TÍMINN
19
Sjálfboðaliði við húsnæðis-
miðlun og lenti sjálfur á
götunni með konu og4 börn
Það er ekki lítið rask, sem af
þvi hefur hlotizt og mun hljótast,
aðsex þúsund Vestmannaeyingar
voru sviptir heimkynni sínu, að
minnsta kosti um stundar sakir,
og hafa orðið að leita sér athvarfs
annars staðar, eftir þvi sem föng
hafa verið á. En þetta rask getur
lika bitnaðá öðrum, jafnvel þeim,
sem hafa lagt sig i lima við að
greiða götu þeirra, sem flúðu
undan jarðeldunum.
Maður heitir Karl Vernharðs-
son, áður sjómaður, og hann var
einn þeirra, sem gerðist sjálf-
boðaliði á vegum Rauða krossins
við að útvega vegalausu fólki úr
Vestmannaeyjum húsnæði. Að
þvl vann hann kauplaust I tólf til
Frá Kristilega
Sjómannastarfinu
Kristilegt Sjómannastarf hefur
opnaðskrifstofuað Vesturgötu 19,
og verður hún opin fyrst um sinn
klukkan 15-17. Simi skrifstof-
unnar er 11234. Þar verða veittar
ýmsar upplýsingar, er sjómenn
varða, greitt fyrir pósti, ef óskað
er, veitt aðstaða til þess að skrifa
bréf, lesa blöð og fleira
Kristilega Sjómannastarfið.
fjórtán stundir á dag, stöku
sinnum jafnvel lengur, á meðan
Rauði krossinn hafði meðalgöngu
um útvegun húsnæðis. Sjálfur
var Karl i leiguibúð hjá manni,
sem upprunninn er i Vestmanna-
eyjum. tbúðareigandinn á
húsnæðislausa vini og vanda-
menn meðal fólks úr Eyjum, og
nú hefur hitzt svo á, að sjálfboða-
liðanum, sem vann dögum saman
eins og hann orkaði að útvegun
húsnæðis handa öðrum, hefur
verið sagt upp leigunni, svo að
hann stendur uppi húsnæðislaus
sjálfur með konu og fjögur börn.
— Ég hefði auðvitað getað
notað mér aðstöðu mina við þessa
húsnæðismiðlun til þess að
krækja mér sjálfum i húsnæði,
sagði Karl við Timann. En það
hvarflaði ekki að mér, þvi að það
hefði verið misnotkun á hjálpar-
og trúnaðarstarfi. Ég fer ekki
heldur meö þetta i blöð vegna
þess, að ég sé að ásaka einn eða
neinn, þó að ég hafi orðið hart úti
En megi ég biðja Timann að
reyna að greiða fyrir mér, sem þó
vann kauplaust hjálparstarf eins
og ég bezt megnaði, þá er sima-
númer mitt 32446.
—Þetta er allt satt og rétt,
sagði Sigurbjörn Astvaldur Frið-
Fannst látinn
í Njarðvíkurhöfn
Klp—Reykjavik.
Á sunnudaginn fannst
lik i höfninni i Njarð-
vikum. Reyndist það
vera af 63 ára gömlum
manni, Ingva
Guðmundssyni, sem var
skipverji á vélbátnum
Hennesi Lóðs RE 15.
Talið er, að maðurinn
hafi fallið i höfnina,
þegar hann var að fara
um borð i bátinn. Málið
er nú i rannsókn lögregl-
unnar á Keflavikurflug-
velli.
Fóstureyðingar
Framhald
af bls. 20.
Gerðardómur
tekinn til
starfa
ÞÓ—Reykjavik
Eins og skýrt hefur verið frá,
var gerðardómur skipaður i deilu
vélgæzlumanna i frystihúsum á
Reykjavikursvæðinu og atvinnu-
rekenda. Gerðardómurinn, sem
er skipaður þrem mönnum frá
Hæstarétti, hefur nú komið
saman til starfa, og fer nú fram
gagnasöfnun i málinu.
Ólafur Jónsson, framkvæmda-
stjóri Vinnuveitendasambands
tslands, sagði i gær, að enn væri
ekki vitað.hvenær dómur yrði upp
kveðinn, en menn væntu að þess
yrði ekki langt að biða.
Gleymið ekki
ekkjunum
fjórum
Eins og kunnugt er, fórust i sið-
ustu viku fjórir ungir fjölskyldu-
menn með vélbátnum Mariu.
Eftir sitja ekkjur með tiu börn I
ómegð.
Nú um þær mundir, er svo viða
eru hendur fram réttar til hjálp-
ar, er vonandi að ekki gleymist
ekkjurnar fjórar, sem misstu eig-
inmenn sina og fyrirvinnu heim-
ila sinna með svo sviplegum
hætti.
Samkvæmt lögum vofir allt að
10 ár fangelsi og hálfrar annarrar
milljón Isl. kr. sekt yfir höfði
læknanna. Samkvæmt fregnum
frá yfirvöldum dómsmála mun þó
tæpast nokkuð gert gegn þeim.
t blöðum i Frakklandi geisa
harðar deilur um fóstureyðingar.
Yfirvöld láta litið til sin heyra um
málið-Dómsmálaráðuneytið lýsti
þvi þó yfir i gær, að rikisstjórn-
inni væri ljóst, að nauðsynlegt
væri að laga fóstureyðingalög-
gjöfina að þróun læknavisindanna
og löggjöf annarra landa.
Hraunbrúnin
• Framhald
af bls. í.
sagði i samtali við blaðið i gær-
kvöldi, að fimm sentimetra jafn-
fallið öskulag hefði bætzt við i
bænum i gær. Visindamennirnir
notuðu þak sjúkrahússins sem
mælingastað, en það er flatt, og i
fyrradag var öl aska hreinsuð af
þvi, þannig að það var spegilfægt
þegar öskufallið byrjaði i gær.
Hann sagði einnig, að vikur-
regnið væri nokkuð mismunandi,
mest væri það i vindkviðunum, en
allhvasst var i Eyjum i gær. Búizt
var við, að öskuregnið hætti, er
liði á kvöldið, en spáð var suð-
vestan átt i Eyjum, þegar liði á
nóttina.
Er hægt?
Framhald
af 15. síöu.
Það kom mjög spanskt
fyrir sjónir, að Asgeiri Elias-
syni, einum bezta leikmanni
landsliðsins i þessum leik,
var kiptt út af i hálfleik fyrir
Helga Ragnarsson, FH. Við
þessa breytingu opnaðist
miðjan og mesti krafturinn
fór úr landsliðinu.
riksson, deildarstjóri hjá Rauða
krossinum, er við snerum okkur
til hans. Þessi maður vann
einmitt á minum vegum af mestu
ósérplægni, og nú er hann sjálfur
senn á götunni.
Framhald
af bls. 20-.
Loðnan
Grindvikingur fyllti sig til dæmis
i einu kasti, en báturinn tekur 350
tonn.
Nú munu vera 50-60 bátar á
loðnuveiðum, sagði Hjálmar, og
á miöunum eru ekki nema 10
bátar, eða svo, sem reyna nú að
fá i sig, en brælu var spáð á
miðunum i gærkvöldi.
Arni Friðriksson fór norður
með Austf jöröunum i gær-
morgun, og hugaði að loðnu-
göngu þeirri,, sem er önnur i
röðinni. Fannst hún 32-45 sjómilur
úti af Austfjörðum og að sögn
Hjálmars virtist þar vera mjög
mikið loðnumagn á ferðinni.
Benedikt Guttormsson i Nes-
kaupstað sagöi, að Sildarvinnslan
h.f hefði tekið á móti 9000 tonnum
af loðnu og væru nú þrær verk-
smiðjunnar fullar og komin lönd-
unarbið. Bræðsla gengur mjög
vel, og bræðir verksmiðjan um
800 tonn á sólarhring. Hann
sagði, að i gær hefðu komið þrir
bátar til Neskaupstaðar og úr
einum þeirra hefði verið fryst
nokkurt magn af loðnu. Þá er
einnig mikið að gera i frysti-
húsinu, en skuttogarinn Barði
hefur fiskað með ágætum að
undanförnu.
Búið er að taka vélbátinn
Reykjanes GK i slipp i Neskaup-
stað, en sem kunnugt er,
strandaði báturinn við Hvalbak
fyrir 10 dögum. Botn bátsins er
mjög illa farinn, og jafnvel er
talið.aðalgjörlegaverði að skipta
um botn i bátnum. Þess vegna er
óhætt að afskrifa Reykjanes frá
fiskveiðum næstu mánuðina.
Að sögn Marinós Sigurbjörns-
sonar á Reyðarfirði komu
þangað fimm bátar i gær, og allir
voru með fullfermi. Brætt er af
fullum krafti á Reyðarfirði og
tankur losnar á morgun, sem
tekur þrjá góða loðnufarma.
Björn Kristjánsson á Stöðvar-
firði sagði, að þangað hefðu
borizt 3900 tonn af loðnu, ekkert
löndunarpláss losnaði þar fyrr en
á fimmtudag, en þá losnar 700
lesta tankur. Hann sagði, að i
frystihúsinu væri stanzlaust
unnið að þvi að frysta loðnu, og i
fyrradag sóttu Stöðvfirðingar
loðnu á bilumtil Fáskrúðsfjarðar
sem siðan var verið að frysta i
fyrrinótt og i gær. Komið hefur til
tals að frysta á vöktum á
Stöðvarfirði, og verður það gert,
ef með þarf. Helzt er það mann-
ekla, sem stendur i veginum fyrir
þvi.
Bátarnir hafa komið hingað
drekkhlaðnir, sagði Hilmar
Thorarensen á Eskifirði. Fjórir
bátar biða löndunar, og þegar
búið verður að landa úr þeim,
hefur sildarverksmiðjan tekið á
móti ellefuþúsund tonnum.
Búið er að frysta 100 tonn af
loðnu til beitu, sem fer á innan-
landsmarkað, og i gær voru fryst
70 tonn. sem eiga að fara til
Japans.
Að sögn Hilmars er atvinna á
Eskifirði mjög mikil og verk-
stjórinn i frystihúsinu hafði ekki
farið heim til sin i tvo sólar-
hringa, nema rétt aðeins til að fá
sér að borða. Aðkomufólk
streymir nú til Eskifjarðar, og
vitað er um tvenn hjón frá Vest-
mannaeyjum, sem þangað eru
komin, en að auki er komið fólk
frá Reykjavik, Akureyri og viðar
að til að taka þátt i loðnuævin-
týrinu.
Ennfremur sagði hann, að það
væri fleira enloðnan.sem þyrfti
að vinna. Skuttogarinn Hólma-
tindur hefur afíað vel, og kemur
hann með fisk til löndunar siðari
hluta vikunnar, er siðast fréttist,
hafði veiðiferðin gengið að
óskum hjá Hólmatindi.
Hingað voru komnir sjö bátar
um hádegi, sagði Ingimundur
Hjálmarsson á Seyðisfirði. Þeir
voru allir með fullfermi og með
kvöldinu var von á fleiri bátum....
Hann sagði, að búið væri að
landa 6100 lestum hjá Sildarverk-
smiðju rikisins og var gert ráð
fvrir bvi, að lokið yrði viðaðfylla
þrær verksmiðjunnar i nótt.
Tankarnir hjá Hafsfld voru fullir,
en þar var þó að losna 800 tonna
pláss, sem hrekkur þó skammt.
Búið er að landa um 12 tonnum á
Seyðisfirði.
Þá kom skuttogarinn Gullver til
Seyðisfjarðar i gær með um 80
tonn af góðum fiski.
A Djúpavogi er búið að landa
3200 lestum af loðnu, að sögn
fréttaritara Timans þar,
Þórarins Pálmasonar. Nokkur
löndunarbið er nú á Djúpavogi og
einn bátur lá i höfninni i gær.
Þessi bátur, Faxi GK, átti að fá
löndun i dag.
Linubátar frá Djúpavogi hafa
aflað vel, hafa þeir fengið allt að
sjö lestum i róðri á 30 bjóð. Afli
rækjubátanna hefur ekki verið
alveg eins góður, þeir hafa fengið
kringum 300 lestir i róðri.
„Þvi miður er ekki farið að
undirbúa loðnumóttöku hér á
staðnum”, sagði Steingrimur
Sæmundsson á Vopnafirði, þegar
við ræddum við hann og spurðum,
hvort Vopnfirðingar væru ekki
tilbúnir að taka á móti loðnu, þar
sem allar þrær væru fullar á
Suðurfjörðunum.
Hann sagði, að margir á
Vopnafirði væntu þess, að for-
ráðamenn sildarverksmiðjunnar
þar létu undirbúa hana undir
loðnumóttöku, en verksmiðjan
getur brætt 700 lestir á sólar-
hring. Ef hún færi i gang, fengju
þar 40 manns vinnu, einnig mætti
frysta mikið magn af loðnu á
Vopnafirði, þvi frystihúsið væri
gott. — Það fer varla á milli
mála, að loðnan gæti orðið mikil
lyftistöng fyrir Vopnfirðinga, en
þar voru 100 manns atvinnulausir
um slðustu áramót.
Til
tœkifœris
gM'a
Demantshringar
Steinhringar
GULL OG SILFUR
fyrir dömur og herra
Gullarmhönd ^
Hnappar
Hálsmen o. fl.
Sent i póstkröfu vs
GUDMUNDUR y|
ÞORSTEI NSSON
gullsmiður ^
~ Bankastræti 12
Sími 14007 JpS
BÍLSTJÓRARNIR
AÐSTOÐA
SC.NÐIBIL ASTÖÐIN Hf
EINGÖNGU GÓÐIR BÍLAR
SKIPAÚTGCRÐ RÍKISINS
M/S ESJA
fer vestur um land i
hringferð miðvikudaginn 7.
febrúar. Vörumóttaka til há-
degis i dag til Vestfjarða-
hafna, Norðurfjarðar, Siglu-
fjarðar, ólafsfjarðar, Akur-
eyrar, Húsavikur, Raufar-
hafnar, Þórshafnar,
Bakkafjarðar og Vopna-
fjarðar.
Damask
sængurfatnaður
i sængurver 4 m. 505/-
i sængurver 4 m. 610/-
i kodda 0,7 m. 90/-
i kodda 0,7 m. 105/-
i lök 2,2 m. 275/-
Dúnhelt 4 m. 1260/-
Dúnh. 0.7 m. 220/-
Sendi gegn póstkröfu.
LITLISKÓGUR
Snorrabraut 22 simi 25644.
Er þér kalt kona?
Sokkabuxur ull/nylon
XL kr. 400/-
Nylon/orlon kr. 345/-
Sendum i Póstkröfu
LITLISKÓGUR
Snorrabraut 22 Simi 25644.
Hálfnað erverk þá hafið er
Jfi llll 1
' ‘ sparnaður
skapar verðmæti
^ Samvinnubankinn
y~-----ví
JER
Jón E. Ragnarsson
LÖGMAÐUR
Laugavegi 3 • Sími 17200
P. O. Box 579
-----------------Á
GiiflJöiv
Stybkábssoií
hæstaréttarlögmaður
Aðalstræti 9
— Simi 1-83-54
Bifreiða-
viðgerðir
Fljótt og vel af hendi
leyst.
Reynið viðskiptin.
Bifreiðastillingin
Siðumúla 23, simi
81330.
—............
Tlmitmer
• peningar
IMMIMMMMMM