Tíminn - 27.03.1973, Page 9

Tíminn - 27.03.1973, Page 9
Þriöjudagur 27. marz. 1973 TÍMINN 9 Útgefandi: Framsóknarfiokkurinn Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þór- arinn Þórarinsson (ábm.), Jón Helgason, Tómas Karlsson, Andrés Kristjánsson (ritstjóri SunnudagsblaOs Timans). Auglýsingastjóri: Steingrimur Gislason. Ritstjórnarskrif- stofur i Edduhúsinu viO Lindargötu, simar 18300-18306. Skrif- stofur I Bankastræti 7 — afgreiöslusimi 12323 — auglýsinga- simi 19523. AOrar skrifstofur: simi 18300. Áskriftagjaid 300 kr. á mánuöi innan lands, I lausasölu 18 kr. eintakiö. Blaöaprent h.f. __________________________________________ AAótmælagleðin Þær konur, sem nú hafa hafið herferð gegn verðlagi á landbúnaðarvörum virðast hafa mjög þröngan sjóndeildarhring og takmarkaða yfirsýn yfir útgjöld heimilanna. Til glöggvunar þessum mótmælaglöðu konum, sem brugðu sér á leik i gær, skal bent á nokkrar staðreyndir um verðlagsþróunina frá 1. nóv. 1970 til 20. marz sl. Á þessu timabili hafa þær búvörur, sem konurnar ætla að hætta að kaupa vegna þess að þær hafa hækkað of mikið i verði, hækkað um 23-28%. Ostur hefur hins vegar ekkert hækkað i verði og kartöflur hafa lækkað um hvorki meira né minna en 24% á þessu timabili. Þessar ágætu konur ætla hins vegar lika að hætta að kaupa ost og leggja sérstaka áherzlu á, að húsmæður kaupi ekki kartöflur i mótmælaskyni við verð- lagningu á þeim! En svo eru það ýmsar aðrar vörur, sem hafa hækkað miklu meira i verði á þessu timabili en búvörurnar. Það eru þær vörur, sem þessar konur ætla að kaupa til heimila sinna meðan þær neita sér um þann „lúxus” að kaupa fram- leiðslu islenzks landbúnaðar. Við skulum lita á nokkrar vörutegundir af þessu tagi og skoða hvað þær hafa hækkað á þessu sama timabili: Ýsa, slægð og hausuð, hefur hækkað um 68%. Þess vegna mótmæla þær með þvi að kaupa ýsu i staðinn fyrir súpukjöt, sem hefur hækkað um 27%. Saltfiskur hefur hækkað um 45% og þorskflök um 44% og fiskbollur um 51%. En allt þetta skal keypt i auknum mæli til þess að mótmæla verðlagningunni á dilkakjöti, sem hefur hækk- að þriðjungi og allt að helmingi minna! Á þessu timabili hefur kaffi hækkað um 56% og maltöl um 39%. Mikið er það nú betra en ný- mjólkin, sem hefur hækkað um 27%. í ábæti er svo gott að hafa i staðinn fyrir is eða mjólkurrétt, niðurskorin epli með rúsinum og strásykri. Eplin hafa nefnilega hækkað meira en mjólkin, rúsinurnar um 69% og strá- sykurinn um hvorki meira né minna en 115%. Það sakar svo ekki að geta þess, að kaup- máttur heimilanna til kaupa á búvörum hefur aldrei verið meiri en hann er nú. Á þessu sama timabili og hér hefur verið tekið til samanburð- ar um þróun verðlagsins hefur almennt tima- kaup verkamanna i dagvinnu hækkað um 60% og laun opinberra starfsmanna i kringum 80%. Mikil verður hamingjan, afkoman góð og heilsufarið með miklum ágætum, á þeim heimilum, sem hætta að kaupa þær vörur, sem eiga uppruna sinn i landinu sjálfu og eru fram- leiddar af islenzkum bændum, húsmæðrum i sveitum og heimilisfólki þeirra. Bændum og húsmæðrum i sveitum þarf ekkert að koma á óvart, þótt Morgunblaðið yrði til þess að veita þessum konum i Hús- mæðrafélagi Reykjavikur fyllsta stuðning. Þegar grannt er skoðað og hafðar eru i huga þær hækkanir, sem hafa orðið á öðrum nauð- synjavörum heimilanna en búvörum, er þessi barátta Húsmæðrafélags Reykjavikur ekkert annað en árás á landbúnaðinn. Nicholas C. Proffitt, Newsweek: Gríska einræðisstjórnin ó við erfiðleika að etja Andstaða stúdenta á samúð að mæta meðal þióðarinnar GRIKKLAND kann aö hafa verið vagga lýðræðisins á sinni tlð, en Grikkir hafa sjálfir oröiö aö komast af án stjórnmálafrelsis lengst af. Fyrsta stjórnarská rikisins var sett fyrir rúmum sextiu árum og siöan hafa Grikkir aldrei þurft aö lúta einræðis- stjórn jafn lengi i senn og hershöfðingjastjórninni, sem nú situr að völdum. Háskóla- kennari einn sagði við mig i Aþenu um daginn: „Grikkinn kann að biða. Hann kann að stiga hring eftir hring þar til tækifæri gefst til aö ýta við kúgaranum svo að hann hrökkvi fram af brún- inni”. Sumir Grikkir hafa að minnsta kosti ekkert tækifæri fengið til að stjaka við rikis- stjórninni fyrr en undan- gengnar vikur. Fjarri fer, að hershöfðingjaklikan rambi á barmi glötunar, en hitt er engu að sfður ljóst, að ríkis- stjórn George Papadopou- losar var gersamlega óviðbú- in. GRtSKIR háskólastúdentar eru um 80 þúsund og hafa verið álitnir meiri sofendur en stúdentar I nokkru öðru vestrænu rlki. Svo undarlega bregður þó við, að þeir verða fyrstir til að sýna hers- höfðingjastjórninni alvar- legan mótþróa. Stjórnin i Aþenu hefir gert sér sérstakt far um að búa sem bezt að æskumönnunum allt fram á siðast liðið haust. Griskir háskólastúdentar hafa lengi notið ókeypis kennslu, heilsugæzlu og sjúkrahús- vistar, en rikisstjórn Papadopoulosar jók þar við ókeypis máltiðum, kennslu- bókum, aðgöngumiðum að k v ik m y n d a h ú s u m og leikhúsum og vaxtalausum lánum. Svo urðu rikisstjórninni á nokkrar skyssur, sem gerðu að engu allan árangur af fyrri viðleitni hennar til velgjörn- inga. Hin fyrsta var prettir i kosningum til stúdenta- stjórnar i haust sem leið. Og siöan rak hver aöra. Stúdentar báru fram kröfur um „aka- demiskt” frelsi og sjálfstjórn háskólanna, en rikisstjórnin brást hart við. Leiðtogar stúdenta höfðu verið undan- þegnir kvaðningu i herinn, en nú var þeirri undanþágu aflétt. í febrúar var ráðizt harkalega á stúdenta við fjöllistaháskólann I Aþenu og í þeirri árás uröu nokkrir tugir andmælandi stúdenta fyrir meiöslum undan trékylfum lögreglunnar. RIKISSTJÓRNIN hélt fram oðinberlega, að mótþrói stúdenta væri verk fáeinna kommúnista eins og búast mátti við. En Papadopoulos og samverkamenn hans vita betur. Þeim er einmitt verst við, að sum greindustu stúdentaungmenni þjóðarinn- ar eru í fylkingarbrjósti i bar- áttunni. Meðal þeirra er sonur hins forríka skipaeiganda Nicholas Vernikos og dóttir efnahagsmálaráöherrans i stjórn hershöfðingjanna, Nicholas Ephessios. Stúdentarnir voru áður sundraöir, en óánægjan varð til þess að sameina þá. „Við vorum hræddir hver við annan fyrir tveimur árum og jafnvel einu ári”, sagði einn af leiðtogum stúdenta við fjöllistaháskolann. „Útsendir hlustendur rikisstjórnarinnar voru alls staðar. Við fylgd- umst með stúdentum i Frakk- landi og Bandarikjunum og bárum sama hug og þeir, en við þorðum ekki að hafa orð á Papadopoulos forsætisráöherra þessu nema viö allra nánustu vini okkar. Svo komust viö smátt og smátt að raun um, aö miklu fleiri báru sömu til- finningar i brjósti. Nú vitum við, að við stöndum ekki einir framar. Þetta er orðin hreyf- ing”. HÆTTAN, sem hers- höfðingjakliku Papadopuo- losar stafar af stúdentunum, er augljós. Er ekki sennilegt, að stjórnmálaandstaöan breiðist út meðal þjóðarinnar úr þvi að forréttindahópur I griska samfélaginu gerir uppreisn? Meginhluti grisku þjóðarinnar hefir tekið e i nræð isstjórn hers- höfðingjanna með þögn og þolinmæði á yfirborðinu aö minnsta kosti. Þegar Papadopoulos og starfsbræöur hans gerðu stjórnarbyltinguna árið 1967 voru nálega allir Grikkir á einu máli um, aö allt væri komiö I öngþveiti. Þjóðin var að missa trúna á stofnanir sinar, kirkjuna, verkalýðs- hreyfinguna, háskólana, konungsfjöldkylduna og þó fyrst og fremst stjórnmála- kerfi Grikklands, þrautspillt og vanmáttugt skrifstofuvald. Þá komu hershöföingjarnir á vettvang og hétu endurbótum á öllu þjóðlifinu. Þeir hétu að leiða grisku þjóðina aftur til lýðræðis þegar byltingin væri búin að ryðja brautina og koma á lögum og reglu. PAPADOPOULOS naut aldrei vinsælda sjálfur meöal þjóöarinnar, en hann var gæddur nokkurri stjórnmála- kænsku og var drjúgheppinn. Rikisstjórnin afmáði skuldir bænda og tók upp frjálslegri stefnu i lánamálum en áður rikti. Efnahagskerfiö tók að blómstra vegna þess, sem Konstantine Karamanlis fyrr- verandi forsætisráðherra hafði lagt á ráðin um af mikilli framsýni. Þjóöartekjur á mann i Grikklandi hafa hækkaö úr sem svarar 68 þús. krónum i 118 þús. krónur síðan 1967, og þessi velgengni hefir dregið úr gagnrýni á her- foringjastjórnina. Sumir létu aö vlsu ekki sannfærast, en þá kom ótti lögreglurlkisins til sögunnar. Griskir þegnar, sem drógu ágæti rikisstjórnarinnar I efa iheyranda hljóði.voru hneppt- ir I fangelsi eða komið fyrir i afskekktum þorpum. Pynt- ingar fanga, sem höfðu veriö handteknir vegna afskipta af stjórnmálum, urðu á allra vitorði bæði heima i Grikk- landi og erlendis. DAUFUR óánægjukurr er nú tekinn að heyrast i hjörð hershöfðingjanna, sem áður var svo einstaklega þæg. Hús mæður eru farnar að nöldra um hækkandi verð matvæla. Byggingarverkamenn eru farnir aö heimta kauphækkun. Eigendur leikhúsa kvarta undan háum sköttum, en bankastarfsmenn hafa blátt áfram neitaö að leggja lif- eyrissjóð sinn i sameiginlegan tryggingasjóð þjóöarinnar. Þrautreyndur vestrænn stjórnmálaerindreki I Aþenu segir: „Áður var þjóðin afskipta- litil en hneigðist þó öllu fremur að hershöfðingjunum, og hún er enn afskiptalitil, en þó heldur að verða fráhverf þeim”. Hin hæga afstöðubreyting kann aö endurspegla sært stolt alls almennings. „Grikkir geta gleymt frelsi einstakl- ingsins i sex ár og jafnvel 400 ár, eins og þeir gerðu meðan Tyrkir réðu yfir landinu, en þeim geöjast ekki að þvi, aö trúðar I einkennisbúningum segi þeim sinkt og heilagt fyrir verkum”, sagði griskur blaða- maður I einkasamtali. HINN hvassa egg her- foringjastjórnarinnar hefir sljóvgast smátt og smátt og hin gamla spilling, áhrifapotið og fjötrar skrifstofuvaldsins, hefir samtimis færzt I aukana svo að furöu gegnir. Hin opin- bera þjónusta i Grikklandi er jafnvel orðin enn verri en hún áöur var. Papadopoulos tekur sjálfur allar meiriháttar ákvarðanir og þess vegna hafa opinberir starfsmenn litið annað að gera en að finna upp ný og flókin form skrif- finnskunnar. John Zigdis fyrr- verandi iðnaðarráðherra sagði: „Papadopoulos ersam- særismaður en ekki stjórn- andi”. Uppgangur atvinnulifsins hefir veriö haldreipi hers- höfðingja stjórnarinnar, en nú er það tekið að trosna. Hagvöxturinn i Grikklandi er talinn verða 8 af hundraði i ár, en verðbólgan er lika komin á stúfana I landinu. Kjöt hækkaði til dæmis i verði um 40 af hundraði s.l. ár. „Þeir héldu að þeir gætu skipað fyrir um verðlagið eins og allt annað”, sagði Panayotis Kanellapoulos 'fyrr verandi forsætisráðherra. „En hveitibrauðsdagar efna- hagslifsins eru um garð gengnir”. Almenningur er þó jafnvel enn óánægðari með augljósa tregðu hershöfðingjanna til að endurreisa lýðræðið i landinu, sem þeir þó hétu i upphafi. Papadopoulos getur ekki látið allt danka til eiliföarnóns jafnvel þó að hann feginn vildi”, sagði George Mavros leiðtogi Miðflokkasamsteyp- unnar, en það voru fjöl- mennustu stjórnmála- samtökin I landinu áður en byltingin var gerö. „Hann verður annað hvort aö lýsa þeim ásetningi sinum að gerast einræöisherra til fram- búðar eða að veita okkur frelsi á ný”. GERSAMLEGA ótimabært virðist þó að spá falli hers- höfðingjastjórnarinnar. Papadopoulos hefir aldrei stjórnað meö samþykki al- mennings, heldur í skjóli hersins, lögreglunnar og þróttmikils og árangursriks njósnakerfis. Táknrænt má telja, að i viðureign sinni við stúdentana beitti hann bæði kjassi og hótunum i hæfi- legum hlutföllum. Hann bauð i Framhald á bls. 19 —TK

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.