Tíminn - 30.03.1973, Blaðsíða 3

Tíminn - 30.03.1973, Blaðsíða 3
Föstudagur 30. marz 1973. TÍMINN 3 Vestmanna- eyja- skemmtun í Hdskóla- bíói Erl-Reykjavik. — Á sunnudags- kvöldiö 1. apríl kl. 21.00 veröur haidin i Háskólabiói skemmtun til styrktar Vestmannaeyingum, þar sem fram koma skemmtikraftar frá ölium Noröurlöndunum, aliir mjög þekktir. Allir sem fram koma gefa vinnu sina, og auk listafólksins eru þaö margir aöil- ar, sem leggja fram ókeypis aö- stoð. Eru þar flugfélög, hótel og veitingahús, prentsmiöjur og dagblööin og fleiri. Aögöngumiö- ar eru jafnframt happdrættismiö- ar, og eru vinningar ferö, bækur og hljómplötur, en dregið verður á skemmtuninni. Að skemmtun- inni standa 13 félagasamtök ásamt Norræna húsinu. Eru þaö félög Norðurlandabúa á islandi og félög islenzkra áhugamanna um norræna samvinnu. Allir skemmtikraftar eru eins og áður segir mjög þekkt fólk, bæði i sinu heimalandi og utan þess, en þeir eru: Frá Finnlandi óperusöngvarinn Jorma Hynninen, tónskáldið, leikarinn og söngvarinn Lasse Mártensson og leikkonurnar Elina Saloog Birgitta Ulfsson,en þau eru öll meðlimir Lilla Teatern, sem þekkt er hér á landi eftir siðustu listahátið. Munu leikkonurnar sýna list sina á skemmtuninni, en Lasse Mártensson er þekktur pop-söng- vari, og hefur m.a. tekið þátt i Eurovision-söngkeppninni. Frá Sviþjóð koma tvær konur. Visnasöngkonan Margareta Kjellberg og leikkonan Marga- reta Byström, sem mun lesa úr ljóðum þekktustu sænskra skálda. Frá Noregi koma dægurlaga- söngkonan vinsæla Nora Brock- sted, sem m.a. söng á islenzku i norska sjónvarpsþættinum um daginn, þar sem Erik Byestjórn- aði 5 klst. dagskrá i sjónvarpinu, á meðan 5,5 milljónir n. kr. söfn- uðust til Vestmannaeyja. Hann Framhald á bls. 19 Fjær á borðinu er nautakjöt, eins og þaö er venjulega á boðstólum I verzlunum, úrbeinaöir vöövar, nær er nautakjöt framleitt á einfaldari hátt, niöurhöggviö með beinum. Sýning ó kjötvörum hjó SIS JGK-Reykjavik.í gærkvöldi var haldin sýning á kjötvörum i kjöt- iðnaðarstöðinni. Sýningin er eink- um ætluð matreiðslufólki, mat- reiðslukennurum og kjötkaup- mönnum. Hún er haldin að til- hlutan nefndar, sem skipuð var á sinum tima til að fjalla um gæða- mat, flokkun og verðlagningu kjöts. Forráðamenn sýningarinn- ar kynntu hana i gær fyrir frétta- mönnum. Tilgangur sýningarinnar var tviþættur: að gefa yfirlit yfir is- lenzka kjötvöru, sem á boðstólum er og i öðru lagi að fá álit þeirra, sem sýninguna sækja á þvi, Skoðanakönnun til að auðvelda endurskoðun á gæða- og verðfl. hvernig varan eigi aö vera og hvernig eigi að meðhöndla hvern gæðaflokk fyrir sig. I þvi skyni fá sýningargestir spurningalista, þar sem spurt er t.d. hvaða skrokka þeir telji hentugasta til reykingar til að selja sem súpu- kjöt, o.s.frv. Spurt er um þá verð- lagningu og verðflokkun, sem I gildi er. Spurt er bæði um dilka- kjöt, kjöt af fullorðnu fé, nauta- kjöt og svinakjöt. Niðurstöðurnar verða svo notaðar til að reyna að finna heppilegri gæöa- og verð flokkun á kjöti, miðað viö kröfur markaðarins, en sú er nú gildir. Það kom fram á fundinum með Ábending fró borg- firzkum húsmæðrum Húsmæðrafélag Rvk.átti heldur að reyna að koma til leiðar lækkun á smásöluálagningu á neyzluvörum Erl-Reykjavik. — Borgfirzkar konur láta ekki sitt eftir liggja að veita húsmæðrunum úr Arnes- sýslu, sem mættu á þingpöllum um daginn, liðsinni sitt. Stjórn Sambands borgfizkra kvenna hélt fund 27. marz s.l. og geröi þar eftirfarandi ályktun: „Stjórn Sambands borgfirzkra kvenna mótmælir eindregið áróðri Húsmæðrafélags Reykja- vikur fyrir þvi að draga úr kaup- um almennings á landbúnaðaraf- urðum. Stjórnin vill láta i ljósi undrun sina yfir þvi, að Húsmæörafélagið skuli ráðast þannig að fram- leiðsluvörum bænda en-láta ómót- mælt öðrum verðhækkunum á neyzluvörum og jafnvel hvetja fólk til að kaupa vörur, sem hafa hækkað mun meira i verði siðustu árin en landbúnaöarafurðir. Finnst stjórninni þessi árás á sveitaheimilin koma úr hörðustu átt, og sú afstaða óskiljanleg að vilja útiloka bændur frá þvi að fá kauphækkun, eftir að allar aðrar stéttir hafa fengið stórfelldar kjarabætur. Stjórn S.B.K. hvetur félagskon- ur i Húsmæðrafélagi Reykjavikur og aðrar húsmæður til að kynna sér töflu yfir verðhækkanir á ýmsum matvörum, sem nýlega birtist i dagblöðum. Kemur þar fram, að verðhækkanir á fiski, hveiti, kaffi, rúsinum og fleiri matvörum hafa orðið mun meiri siðustu árin en á landbúnaðarvör- um. Ætti þvi Húsmæðrafélagið ekki siður að beina mótmælum sinum gegn fyrrnefndum vörum en framleiðsluvörum bænda, og liklega skárra verkefni fyrir félagið að beita sér fyrir þvi að landsmenn verði i allsherjar megrunarkúr aðra hverja viku. Ennfremur vill stjórnin benda Húsmæðrafélaginu á, sem verð- ugt verkefni,að reyna að koma til leiðar lækkun á hinni gegndar- lausu smásöluálagningu á neyzluvörur almennings. Stjórnin átelur leik valdhaf- anna hverju sinni með niður- greiðslur á landbúnaðarvörum, þar sem ýmist eru hækkaðar niðurgreiðslur eða þeim kippt af aftur. Þær aðgerðir eru hvorki framleiðendum né neytendum til hagsbóta. I þessu sambandi má benda á, að mjólk og aðrar landbúnaðar- vörur, sem notaðar eru á sveita- heimilum, eru ekki niðurgreiddar og þvi miklum mun dýrari en niðurgreiddu vörurnar, sem hús- mæður i Reykjavik kaupa. Ennfremur skorar stjórn S.BK. á Stéttarsamband bænda og aðra forystumenn i bændastétt að upp- lýsa neytendur betur um raun- verulegan framleiðslukostnað búvöru, þarsem þetta frumhlaup nokkurra húsmæðra i Reykjavik sýnir glögglega algera fáfræði þeirra um málefni bændastéttar- innar. FIMM NYIR PRÓFESSORAR Erl-Reykjavik. — I gær voru fjórir nýir prófessorar skipaðir i embætti við Há- skóla islands. Hinir nýju prófessorar eru: Sæmundur Óskarsson, Valdemar Kr. Jónsson og Július Sólnes, all- ir viö Verkfræði og raunvis- indadeild. Lúövik Ingvars- son við Lagadeild og Alan Boucher við Heimspekideild. blaðamönnum I gær, að á næst- unni verða flutt 50-60 tonn dilka- kjöts út til Bandarikjanna, en út- flutningur kjöts þangað hefur leg- iðniðri nú um hrið, einkum vegna þess að sláturhús hérlendis hafa ekki fullnægt þeim kröfum, sem bandariski markaðurinn gerir til slikra húsa. Kjötið, sem flutt veröur út nú, kemur frá slátur- húsinu á Húsavik, en þaö mun nú vera eitt hið fullkomnasta á land- inu. Kjötið veröur flutt út niöur- skorið I loftþéttum plastumbúð- um, sem er nýmæli, hingað til hefur dilkakjöt yfirleitt verið flutt út i heilum skrokkum. Guðrún Hallgrimsdóttir mat- vælafræðingur benti blaðamönn- um á tillögur, sem komu fram á sýningunni um framreiðslu nautakjöts. Hingað til hefur verið talið að nautakjöt sé ekki til að borða nema á stórhátiðum, enda gefurhin heföbundna framreiðsla nautakjöts tilefni til þess, þar sem það er venjulega selt sem úr- beinaðir vöðvar, og framreitt sem gúllas eða buff. Ef kjötið væri selt I búðum niðurhöggvið með beinum, mætti selja þaö á svipuðu verði og annað kjöt og neyzla þess mundi þá væntanlega aukast. JGK-REYKJAVIK í máli danskra heitir vikan „Otte dage” sem á islenzku útleggst átta dag- : ar. Þykir mörgum þetta ein- kennilegt, enda flestir búnir aö sætta sig við að i vikunni séu sjö dagar, hvorki meira né minna. Ef betur er að gáð kemur þó i ljós að lein vika er til, sem spannar átta daga og mun þó sumum ekki þykja of löng. Það er Sæluvika Skagfirðinga. Ekki skal hér full- yrt að Danir hafi skýrt vikuna eft- ir Sæluvikunni, en það er aldrei að vita. Sæluvikan i ár hefst einmitt á sunnudaginn 1. april. Tvö leikrit verða frumsýnd á Vikunni, Ungmennafélagiö Tindastóll sýnir „Eruð þér fri- múrari” eftir Arnold og Bach og Leikfélag Sauðárkróks sýnir „Te- hús ágústmánans” eftir John Patrick. Verða þau bæði sýnd oft i yfir Vikuna. Kvikmyndasýningar verða alla dagana i Sauðárkróks- biói. Dansleikir verða öll kvöld, nema fyrsta kvöldið og á mið- vikudagskvöld. Hljómsveitir Geirmundar Valtýssonar leika fyrir dansi. Fleira verður til skemmtunar Birtir Mbl. ólit vinar síns? t brezka stórblaöinu Daily Telegraph ritar utanrikis- málasérfræðingur blaösins, Llewellyn Chanter, grein um landhelgismáliö og mála- rekstur Breta gegn islend- ingum fyrir Alþjóöadóm- stólnum I Haag. Þessi grein er sérlega athyglisverö og kemur sem veröugt svar viö þeim barnalega málflutningi, sem leiötogar stjórnarand- stööunnar hafa haldiö uppi aö undanförnu i landhelgis- málinu varðandi afstööuna til alþjóöadómstólsins i Haag. Llewllyn Chanter, er vel kunnugur lslendingum og íslenzkum málefnum. Hann fvlgdist náiö meö málefnum hér á landi i fyrra þorska- striöinu og hefur oft slöan heimsótt tsland og á hér marga góöa vini — ekki slzt á ritstjórn Mbl. En vegna þess aö óliklegt er aö Mbl. sýni nú þessum vini sinum þann sóma aö birta grein hans I blaðinu, þar sem hún gengur I berhögg viö stefnu blaösins og áróöur I þessu stærsta hagsmuna máli tslands en Mbl. hefur eins og kunnugt er aöeins áhuga á fréttum frá Bretlandi, sem ganga gegn hagsmunum tslendinga, eins og uppslættir blaösins undanfarnar vikur sanna. Vill Timinn sýna þessum ágæta blaöamanni og tslandsvini þann sóma, aö geta hér greinar hans aö nokkru. Mr. Chanter segir, aö Alþjóöadómstóllinn muni á hreinum lagalegum grund- vclli dæma einhliöa útfærslu tslendinga i 50 sjómiiur ólög- lega. Engu aö slöur, segir Chanter, má sjá þaö fyrir, aö a.m.k. einn eöa tveir dómar- anna munu skila öndveru áliti. Og ef könnun min á málinu er náiægt réttu, þá mun island hunza úrskurö dómsins, og ekkert vald er tiltækt til aö þröngva dómnum upp á ts- lendinga. Þá bendir Chanter á.aörlki kasti nú eign sinni á hafs- botninn lengra og lengra út til hafs um leiö og hann minnir á samþykkt Allsherjarþings Sameinuöu þjóöanna meö 102 samhljóða atkvæöum, um aö riki hafi varanleg yfirráö yfir náttúruauöæfum hafsbotnsins og sjávarsins yfir honum. Hann lýkur grein sinni á þvi að segja, aö skynsamlegra heföi veriö fyrir Breta aö fara ekki meö þetta mál fyrir Alþjóöadómstólinn. Bretland muni að vlsu vinna lagalegan sigur, en muni ekki takast aö tefja fyrir almennu þróun út- færslu landhelgi, sem nú sé greinileg I hciminum og nú séu viðhorfin gjörbreytt frá þvi, sem þau voru á hafréttarráð- stefnunum 1958 og 1960. Míólkin seldist upp . Litil eöa öfug áhrif viröist mjólkurverkfall Húsmæöra- félags Reykjavikur ætla aö liafa á sölu búvara þessa dag- ana. Skv. frásögn Visis i gær segja kaupinenn, aö litiö beri á mótm ælaaðgcröum hús- mæöranna við innkaupin og sumir þeirra segja, að hún hafi aukizt. Þarf það ekki að koma á óvart, þvi vitað er aö margir, sem blöskrað hefur frumhlaup ll.R. hafa haft orö á þvi að þeir ætli að auka ncyzlu sina á þessum vörum, meöan aögerðir H.R. standa yfir. Einn lesandi blaösins sagöi Timanum i gær, aö þeg- ar hann hcföi i gærmorgun komiö i mjólkurbúöina sem hann hefur skipt viö i 9 ár samfleytt, hafi sá einstæði at- burður skeö, aö engin mjólk Framhald á bls. 19

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.