Tíminn - 30.03.1973, Blaðsíða 11

Tíminn - 30.03.1973, Blaðsíða 11
10 TÍMINN Föstudagur 30. marz 1973. Föstudagur 30. marz 1973. Frá Panamaborg. Hér eru nokkrar myndir á sIAunni, sem Snjólaug tók, þegar RauOÍJiúpur sigldi I gegn um Panamaskuröinn. Sýna þær hin ýmsu þrep skur&arins, og þegar hliöin opnast milli hóifanna. Ævintýraleg nótt í Panamaskurðinum Rauðanúpi 21. marz. Við vörpuðum akkerum á Panamaflóa, við enda skuröarins klukkan sex að morgni þess fjórtánda. Stillilogn var og 35 stiga hiti, sá mesti, sem við höf- um fengið. Þá höfum við þolað 62 stiga hitamismun i ferðinni, þar sem 27 stiga frost var i Alaska, er viö fórum þar um fyrir réttum sjö vikum, mjög sællar minningar. Vanliðan okkar náði einnig hámarki þarna á flóanum, þvi við hitann bættist það, að loftið var svo rakt, að það var eins og anda að sér gufu og allt var blautt. Sem betur fór var sólarlaust, i fyrsta sinn i mánuð og vorum við þakk- lát fyrir það. Þarna biðu tugir skipa eftir að komast i gegn og sáum við fram á langa bið. Hún reyndist verða það löng, að óhætt yrði að fara að bryggju i Balboa og taka oliu á meðan. Þar fengum við svo loks að vita, að við kæmustekki i gegn fyrr en upp úr hádegi daginn eftir og þá brugð- um við okkur i land, og upp i Panamaborg, sem er aðeins steinsnar i burtu. Fyrirfram vissum við ekkert, hverju viö mætti búast, en eins og við urðum fyrir miklum von- birgðum meö Honolulu, kom Panamaborg okkur þægilega á óvart. Ég segi fyrir mig, að þessi 200 þúsund manna borg, er ein- hver fallegasti blettur, sem ég hef augum litið. Hún er byggð á mörgum smáhæðum, þannig aö maður er alltaf á leið upp eða niður. Hvarvetna eru stórar vel hirtar grasflatir og allar götur, nema rétt i aðalverzlunar- hverfinu eru breiðar og steyptar, með risastórum pálmatrjám til beggja handa. Alls staðar eru tré, ótal skrýtnar tegundir, en ekkert einasta þeirra virðist vera á röngum stað og það er hreinasta unun að virða umhverfið fyrir sér ofan af einhverri hæðinni. Þennan dag var mikið um dýrðir, öll borgin skreytt marglit- um veifum og fánum, þvi að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna var að hefja þing á staðnum. Eitt aðalmálið átti að vera deila Bandarikjamanna og Panama- búa um yfirráðin yfir skurðinum og virtist fólkið hafa mikinn áhuga á málinu, þvi að fjöldi lög- reglumanna á hestum hafði nóg að gera við að halda mann- fjöldanum úti úr hinum geysi- stóra og fallega garði, umhverfis þinghúsið. Er við höfðum lokið við að verzla ýmsar nauðsynjar, feng- um við okkur leigubil til að geta séð sem allra mest af þessari fallegu borg. Alls staðar vakti það sama athygli okkar: hvað allt var hreint. Hvergi nokkurs staðar var hægt að sjá bréfsnifsi á götunum, hvað þá dósir og flöskur. Sem dæmi um þetta ætla ég að segja frá þvi, að siðar um daginn fór ég gangandi á ilskóm um götur Balboa og eftir nokkra göngu tóku skórnir að meiöa mig. Ég tók þá af mér og gekk berfætt til til skips, um 15 minútna gang. Það var ekki fyrr en ég kom um borð að eitthvað stakk mig. Það er hreinhreinlega eins og göturnar og gangstéttirnar séu ryksugaðar. Ég leyfi mér að efast um, að hægt sé að ganga ber- fættur i mörgum hafnarborgum, hvað þá heima i Reykjavik. Um kvöldið fóru strákarnir flestir i land til að skoða skemmtanalifið, sem var vist ótrúlega ódýrt og þeir voru ekki nema rétt komnir um borð aftur. þegar skyndilega var gefin skipun um aö fara, alveg fyrir- varalaust. Við höfðum fengið að njóta þess hvað skipið er litið, svo það komst fyrir i hólfi i skurðin- um með öðru. Þótti flestum súrt i broti, en ekki tjáði það og nú hófst einhver eftirminnilegasta nótt sem ég hef lifað. Mörg okkar höfðu hugsað sér að fara að sofa, þvi það er þreytandi að ganga um götur eftir 20 daga dvöl á nokkrum fermetrum, en við hættum fljótlega við það, svo margt nýtt bar þarna fyrir augu. Fyrst fórum við upp einar fjórar tröppur, þannig að vatni er dælt úr og i hólfin til skiptis. Fjórir virar voru festir i skipið, tveir að framan og tveir að aftan og tengdir i landi i eins konar skrið- dreka, sem gengu á tannhjóla- spori á bakkanum og drógu okkur i gegn. Siðan var siglt nokkurn spöl eftir löngu og mjóu vatni og voru háir bakkarnir skógi vaxnir til beggja handa. 1 vatnsborðinu voru marglit ljós, sem lýstu upp á trén og var þetta sannariega ævintýralegt umhverfi i myrkrinu. Við sátum frammi á hvalbak, rennandi blaut af nátt- fallinu og störðum stórum augum á dýrðina. Siðan komu aftur nokkrar tröppur upp og skömmu seinna fórum við i gegn um hliðiö, en það er staður, þar sem á sinum tima, fyrir 60 árum, var grafið i sundur heilt fjall, aðeins með skóflum og hökum. Þegar þangað var komið var farið að birta, svo við gátum virt fyrir okkur þetta mannvirki. Beggja vegna eru smástallar i jarðveginn, alveg upp úr og á þeim neðsta öðrum megin var stór járnplata i hvitum steini og á henni ártaliö 1913 og mynd af mönnum með haka og skóflur. Þetta fannst okkur ákaf- lega tilkomumikil sjón allt saman. Þá tók við Gatunvatn, langt og mjótt stööuvatn, sem er megin- hluti leiðarinnar yfir eiðið. Það liggur 85 fet yfir sjávarmáli og þarna er umhverfið allt annað. Vatnið er mórautt og bakkarnir og hinir ótal mörgu hólmar er vaxið þéttum fenjaskógi. Innan úr þykkninu mátti heyra margvis- leg hljóð og garg i ibúunum. Þarna urðum við i fyrsta skipti vör við flugur, en þó ekki nema fáar. Við fengum að vita, að þetta væri bezti árstiminn þarna um slóðir, siðustu dagar sumarsins og flugurnar kæmu allar með vetrarregninu, sem von var á á hverri stundu. Eftir Gatunvatni sigldum við i fjórar klukkustundir og siðan var nokkuð bið eftir að komast að tröppunum niður. Nú var komið allt annað loftslag, hitinn hrapaður niður i 28 stig og hressandi andvari á móti, sem þurrkaði þær fáu spjarir, sem við vorum klædd, á svipsundu. Um hádegisbilið sigldum við út úr siðasta hólfinu og út i Kariba- hafið, á milli hafnarborganna Christobal og Cholon. Skipið,sem veriö hafði samferða okkur i gegn, Santa Magdalega frá New York, setti á fulla ferð og far- þegarnir veifuðu okkur i kveöju- skyni, áður en það hvarf út i buskann. Þá hófst næstsiöasti áfanginn, áætlaðir sex dagar til Bermúda. Þetta var svo stuttur spotti að það tekur þvi varla að tala um hann, bara eins og frá Spáni til Islands. Fyrsta sólarhringinn var gola á móti, en svo kom aftur sama lognbliöan og við höfðum siglt i alla leiðina frá Honolulu. Við fór- um á milli Haiti og Puerto Rico og horfðum á sjónvarpið frá Puerto Rico og hlustuðum á dóminikanska útvarpið á meðan, þó öllu lengur. Eftir þriggjadaga siglingu var beygt til norðurs og það var mikill dagur, þvi að þá varvonáaðloks færi að kólna i veðri, sem og varð. Hitinn lækkaði meö hverjum deginum og flestir eru fegnir, þótt einstaka maður sé að kvarta yfir þessu „heimskautaloftslagi” ekki nema 19 stiga hiti orðinn og menn farnir að tina á sig föt utan yfir nærfötin. I kvöld komum við til Hamilton, en ekki er vist að við fáum aö koma að bryggju fyrr en i fyrra- málið, þvi innsiglingin þarna er vist ákaflega erfið i myrkri. Áætlað er að dvelja þar i tvo daga en þá verður lagt i siðasta áfangann, sem eins og slikir verður liklega drjúgur, þótt ekki sé gert ráð fyrir nema 10-12 dög- um til Raufarhafnar. Þegar þangað er komið, sendi ég siðasta bréfið úr þessari löngu og ævin- týralegu ferð og segi eitthvað frá Bermúda og leiðinni til Islands. Snjólaug Bragadóttir skrifar úr heimsiglingu: — sjöunda bréf TÍMINN Sfðustu þrepin I skipaskurðinum. Lilla Teatern fró Helsingfors í Iðnó ó mónudagskvöld FINNSK-SÆNSKI leikflokkurinn Lilla Teatern kemur hingað til lands næstkomandi sunnu- dag og heldureina eða tvær sýningari Iðnó á mánudag- inn, 2. apríl. Ákveðin er ein sýning á mánudagskvöldið kl. 20:30, og líkur eru á annarri sýningu fyrr um daginn, en leikflokkurinn fer strax aftur utan á þriðjudagsmorgun. Kemur hann hingað á vegum Leik- félags Reykjavíkur og Norræna hússins. Aðgöngu- miðasala hófst á miðviku- daginn, 28. marz s.l. Lilla Teatern kom hingað til lands siðastliðiö vor og sýndi leik- ritið „Umhverfis jörðina á 80 dög- um”. Verkið,sem flokkurinn sýnir hér nú, heitir á sænsku „Kyss sjalv” (þýðir „Kysstu sjálfur” eða eitthvað i þá áttina). Þetta er „kabaretsýning”. Leikendur eru þrir, Lasse Martensen, Elina Salo og Birgitta Ulfsson. Pianóundir- leik annast Esa Katajavuori. Leiksviðsbúnaöur er afar ein- faldur eða aðeins einn sófi, sem flokkurinn kemur meö með sér. Leikurinn er þjóðfélagsádeila, svo mikið er vist, og eftir þvi sem næst verður komizt fjallar hanri einkum um stöðu konunnar i þjóðfélaginu og sambandið milli hjóna. Leikurinn er i 22 þáttum, ogeru höfundar þeirra allmargir. Sumir þeirra eru allþekktir, og má þar nefna Wava Sturmer, varaformann i bókmenntafélagi sænska Austurbotns og ritstjóra timarits þess, Horisont. Svo leiðinlega vill til, að okkur er ekki kunnugt um kynferðið (enda erfitt að ráða það af nafninu). Sturmer skrifar bókmenntagagn- rýni, smásögur, leikrit og ýmis- legt útvarpsefni i samvinnu við aðra. Christer Kihlman er rit- höfundur, sem vegur að þjóð- félaginu og dregur dár að þvi lifi, sem finnsk-sænski minnihluta- hópurinn i Finnlandi sækist eftir. Arið 1971 kom út eftir hann bókin Mánniskan som skalv, sjálfs- játning, sem olli talsverðu hneyksli. Bez (Benedikt Zilliacus) er ritstjóri við Hufvudstadsbladet i Helsingfors. Hefur samiö ádeilukenndar reviur ásamt fleiru. Claes Andersson er geðlæknir að mennt. 1 kvæöum sinum, smá- sögum, kabarettum og sjón- varpskvikmyndum ræðst hann á ihaldssemi, efnishyggju og borgaralega singirni. Sonja Akes- son hefur gefið út margar bækur, einkum ljóðabækur. Aðalvið- fangsefni hennar er maðurinn sjálfur, og viða i verkum hennar má sjá skoðun hennar á stöðu konunnar innan heimilis og utan. Þetta er sem sagt helztu höfundar „Kyss sjalv”. Nokkur orð um leikendur: Elina Salo leikur bæði á finnsku og sænsku, og hefur farið með hlutverk i mörgum kvikmynd- um. Hún lék Mrs. Aouda i „Umhverfis jörðina á 80 dögum” á Listahátiö i Reykjavik á siðast- liönu ári. Birgitta Ulfsson er gift Lassa Pöysti, en þau standa i sameiningu að Lilla Teatren. Henni þykir takast sérlega vel upp i gamanhlutverkum. Lasse Martensson er tónskáld, söngvari, leikari og texta- höfundur. Hefur samið marga vinsæla söngleiki. Hann er einn af fjórum höfundum tónlistarinnar við „Kyss sjálv”. Lilla Teaterlrvar stofnaður 1940 af leikurunum Oscar og Eja Tangström. Leikflokkurinn byrjaði smátt og hafði i fyrstu ekkert fast leiksvið. En vegur hans óx jafnt og þétt. Arið 1955 tók Vivica Bandler viö stjórn leikhúss flokksin og gerði það að rót tækasta framúrstefnuleikhúsi á Norðurlöndum. Lilla Teatern hefur i dag stórt leiksvið við Georgsgötu i Helsinki og heldur áfram gamla, litla sviðinu við Kaserngötu, þar sem einkum eru sýndir kabarettar með pólitiskri undiröldu. Leikflokkurinn leggur einnig mikla rækt við sigild verk, sem eru þar færö upp á stærra sviðinu. Má þar nefna verk eftir Shakespeare, Tsékhov og Brecht. Siðan 1967 hafa hjónin Lasse Pöysti og Birgitta Ulfsson veitt leikflokknum forstöðu, en með honum hafa þau leikið i 12 ár. A fundi meö Vigdisi Finn- bogadóttur leikhússtjóra L.R. og Maj-Brittlmnander forstöðukonu Norræna hússins á þriðjudaginn. Kom fram mikil ánægja af hálfu þeirra beggja yfir þeirri góðu samvinnu, sem átt hefur sér staö milli L.R. og Norræna hússins i sambandi viö að fá þennan fræga leikflokk hingað. Sagði Vigdis m.a. að það væri óskandi, að listastofnanir hér á landi legðu áherzlu á að axla sameiginlega dýr og umfangsmikil fyrirtæki sem þetta i framtiðinni. Slik sam- vinna gæti oröið báðum eöa öllum aðilum til mikils hagræðis, og umfram allt myndi það hafa hvetjandi áhrif á listkynningu hér á landi. Liklegt er að marga fýsi að sjá leiksýningu Lilla Teatern og þá ekki sizt islenzku leikarastéttina. Það er þvi næsta liklegt, aö aö- göngumiðarnir séu uppseldir, er þetta birtist. — Stp Tveir af leikurum Liila Teatern, þau Birgitta Ulfsson og Lasse Mðrtensson. Bæði taka þau þátt I sýningunni f Iðnó næstkomandi mánudagskvöld.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.